Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAfilÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLl 1984 ÞáttUkendur í ársfundi NUU í Færeyjum. í fremri röð, annar frá vinstri, er Eigil Sörensen, formaður Viljans { Færeyjum, og við hlið hans, þriðji frá vinstri, er Jörgen Glenthöj, formaður NUU. Ársfundur Oflugt sumarstarf hjá Heimdalli NUU, Nordisk Ungkonservativ Union, sem eru samtök ungra íhaldsmanna á Norðurlöndum, hélt ársfund sinn í Færeyjum dag- ana 29. júní til 2. júlí síðastliðinn. Fundinn sátu fyrir íslands hönd þeir Geir H. Haarde, formaður SUS, og Friðrik Friðriksson, fyrsti varaformaður SUS. Á fundinum voru Færeyingar formlega teknir inn í samtökin, en Færeyingar hafa um nokkurt skeið starfað með NUU. Fær- eysku samtökin heita Viljin og Á ÁRSFUNDI sínum í Reykjavík í maí 1981 samþykkti NUU, Nord- isk Ungkonservativ Union, ályktun til stuðnings Nóbelsverðlaunahaf- anum Andrei Sakharov og baráttu hans fyrir mannréttindum og frelsi í Sovétríkjunum. Nú 3 árum síðar búa Andrei Sakharov og eiginkona hans, eru ungliðahreyfing Fólka- flokksins færeyska. Formaður Viljans er Eigil Sörensen. í tengslum við ársfundinn var þátttakendum veitt innsýn f fær- eysk stjórnmál og atvinnulíf. Farið var í heimsóknir, meðal annars f Norðurlandahúsið, Stjórnarráðið, Þinghúsið og víð- ar. Einnig hittu fundargestir að máli ýmsa frammámenn í Fólka- flokknum þar á meðal óla Breckmann, sem auk þess að rit- stýra málgagni Fólkaflokksins, Yelena Bonner, við gróflega kúg- un. NUU krefst þess, að Sovétrík- in virði mannréttindi. Þess vegna ber að veita Sakharov- hjónunum frelsi og tækifæri til að yfirgefa Sovétríkin. Meðferð sovéskra stjórnvalda á Andrei Sakharov og Yelenu Bonner sýnir greinilega meiri „Dagblaðið", situr á færeyska og danska þinginu. Auk venjulegra starfa árs- fundarins var samþykkt ályktun, sem birtinst annars staðar hér á sfðunni. Ársfundinn tókst mjög vel og voru fundargestir mjög ánægðir með góðar móttökur Færeyinga. Sumarskóli NUU, sem haldinn var hér á íslandi í fyrrasumar, verður haldinn f Danmörku í ág- ústbyrjun. Þrír íslendingar sækja sumarskólann að þessu sinni. hörku stjórnvalda í Austur- Evrópu f garð andófsmanna. I nágrannalöndum Norðurland- anna eru mannréttindi og frelsi fótum troðið á degi hverjum. NUU álftur, að hinum lýð- frjálsu löndum beri skylda til að benda á þess háttar mannrétt- indabrot, hvar sem er í heimin- um. NUU hvetur því ríkisstjórn- ir Norðurlandanna til að beita sér af auknum krafti gegn mannréttindabrotum, sérstak- lega í Austur-Evrópu. Sameiginleg barátta fyrir þessum málum er framlag, ekki aðeins til frelsis og lýðræðis, heldur einnig fyrir friði og minni spennu f heiminum. Starfsemi Heimdallar hefur verið með mjög blómlegum hætti í sumar. Skemmti-, kynningar- og fræóslustarfsemin sem hófst í byrjun sumarsins hefur mælst vel fyrir og verður því ekki slak- að á það sem eftir er sumars. Ásamt því að fjölmenna á stjórn- arfund SUS á Akureyri í síðasta mánuði hafa Heimdellingar heimsótt Eyverja, skoðað Alþingi o.fl. í Vestmannaeyjaferðina fóru um 20 manns og heppnaðist ferðin með afbrigðum vel enda eyjamenn þekktir fyrir fá- dæma gestrisni og þægilegt viðmót. Fararstjóri í ferðinni var Benedikt Bogason. Heim- sóknin í Alþingi tókst vel og var þátttaka mjög góð. Friðrik Friðriksson, framkvæmda- stjóri þingflokks sjálfstæð- ismanna og varaformaður SUS, kynnti störf Alþingis og húsakynni þess. Umsjón með þingferðinni höfðu þeir Ari Jónsson, Birgir Ármannsson og Stefán Jón Friðriksson. Námskeið í greinaskrifum og blaðamennsku var haldið i lok síðasta mánaðar og var þátt- taka góð enda leiðbeinendur þeir valinkunnu menn óli Björn Kárason, form. Vöku, og Óskar Magnússon, fréttastjóri DV. Fyrirhugað er námskeið um öryggismál í byrjun ágúst, þar sem farnar verða kynn- ingarferðir o.fl. Bókahappdrætti Heimdallar hefur gengið vel og eru rúm- lega 1.000 miðar seldir en ákveðið hefur verið að fresta drætti um fjórar vikur en draga átti þann 25. júlí. Stefnt er að því að selja um 2.500 miða svo enn er langt í land. Sjálfstæðismenn eru hvattir til þátttöku í happdrættinu. Hafin er vinnsla á stjórn- málariti II hjá Heimdalli og er þar um að ræða samantekt á ræðum og ritgerðum um kommúnismann, sem fluttar voru á fundum Heimdallar á 6. áratugnum. Samantekt á efn- inu hafði Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Einnig er hafin vinnsla á endurútgáfu Rauðu bókarinnar — leyniskýrslum SÍA, en upplagið af þeirri bók er löngu uppurið og víst er að mörgum þykir fengur að end- urútgáfu hennar. Loks má geta þess að 2. árgangur af Iðnaðar- riti Heimdallar mun líta dags- ins ljós í lok ágúst. Umsjón með útgáfustarfi Heimdallar hefur Þór Sigfússon. Ætlunin er að koma út einu fréttabréfi Heimdallar fyrir aðalfund sem verður í byrjun september. Þess má að lokum geta að skólanefnd Heimdallar mun hefja störf um miðjan ágúst og mun þá hefjast vinna við 3. árgang af handbók fyrir framhaldsskólanema og 3. tbl. 4. árgangs Nýs skóla. Stefnir kominn út NÝR Stefnir er korainn út. Að þessu sinni er blaðið helgað tveim málefnum. Annars vegar er minnst 35 ára afmælis Atlantshafsbanda- lagsins, en einnig eru birtar okkrar greinar sem fjalla um ís- land í norrænu samstarfi. í þessu blaði er bryddað upp á þeirri nýbreytni, að Þingmál, sem gefin hafa verið út af þing- flokki Sjálfstæðisflokksins, fylgja með sem sérstakt innlegg í blaðið. Ætlunin er að framveg- is muni Þingmál fylgja Stefni og flytja fréttir af málum sem eru til meðferðar hjá þingflokknum. Ritstjóri Stefnis er Hreinn Loftsson, en Friðrik Friðriksson hefur umsjón með Þingmálum. ATI .AhTTSHAFSBANDALAGIÐ /yíy 1949-1984 FRIÐUR í 35 ÁR HEIMDALLUR, samtök ungra sjálfstæðismanna f Reykjavík, hefur gefið út límmiða með áletruninni: Atlantshafsbandalagið 1949—1984 Friður í 35 ár. Límmiðarnir eru til sölu í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og kosta kr. 20 stk. Einnig eru fáanlegir á skrifstofum Heiradallar eldri útgáfur af límmiðum. Má þar nefna áletranirnar: NATO — stærsta friðarhreyfingin, Varið land — Frjáls þjóð, Alhliða afvopnun — Já takk og Einhliða afvopnun — Nei takk. Ályktun NUU Samþykkt á ársfundi í Færeyjum Bronco á Keflavíkur- flugvelli Keflavfknrnugvöllur, 13. júlí. NÚ ERU staddar hér á vellinum 12 flugvélar af gerðinni North- American Bronco, sem millilentu hér á leið sinni frá Þýskalandi til Kaliforníu. Þarna er um að ræða 2ja hreyfla, 2ja sæta orrustuvélar, sem meðal annars munu hafa ver- ið notaðar í Vietnam-stríðinu. Flugvélarnar eru dálítið einkenni- legar í laginu, ekki ósvipaðar flug- um. Þær áttu upphaflega að vera hér einungis eina nótt, en hafa nú verið hér í þrjá daga og hafa ekki getað haldið áfram vegna veðurs. G. Sigtr. Garöur: Votviðrasamt á Reykjanesskaga Gardi, 18. júlí. MIKIL úrkoma hefir verið á Suður- nesjum síðan góðviðrishelgina 7. og 8. júlí, að undanteknum Lands- mótsdögunum en þá stytti upp. Er það með ólíkindum hve góð tök stjórnendur landsmótanna hafa á veðurguðunum. Mér skilst, að allt frá því á seinni hluta sjöunda ára- tugarins hafi verið gott veður á landsmótum. Ekkert lát virðist á dumbungnum sem liggur yfir skag- anum, þótt skaplegt veður sé í Reykjavík og nágrenni. Heyannir og málningarvinna liggur niðri og má víða sjá hús og húsþök hálfmáluð og er ekki laust við að brún margra sé farin að þyngjast í samræmi við skýja- bólstrana. Umferð um Keflavikurveginn hefir verið mikil í sumar sem endranær og er ekki úr vegi að minna ökumenn á að i slfku vot- viðri er vegurinn mjög varhuga- verður, einkum þar sem hann hef- ir verið fræsaður. Þar liggur mikið vatn á honum og fljóta bilarnir ofan á bleytunni. Aftur á móti þar sem ekki hefir verið fræsað má alltaf keyra á hryggjunum og forðast þannig vatnsagann. Arnór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.