Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 37 Nýtt nafn sem lofar góðu Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Nik Kershaw. Human Racing. Eitt af þeim fjölmörgu nýju nöfnum sem skotist hafa upp á himin breska poppsins er Nik Kershaw. Hann gaf lagið „Wouldn’t it Be Good“ út á smá- skífu. Lagið varð mjög vinsælt og Nik á leiðinni að verða kunn- ur sem góður söngvari. En það var stóra plata piltsins sem beð- ið var eftir. Lagið lofaði mjög góðu en spurningin var sú, hvort hann væri einn af fjölmörgum sem eiga eitt gott lag og týnast síðan. Stóra plata Nik Kershaw heit- ir „Human Racing" og geymir hún tíu lög. „Wouldn’t it Be Good“ er að sjálfsögðu á plöt- unni ásamt smáskífunni sem fylgdi henni eftir, „Dancing Girls". Fyrrnefnda lagið tapar nokkuð gæðum sínum við nánari hlustun og „Dancing Girls" er eitt það leiðinlegasta sem heyrst hefur lengi. í raun endurspeglar það stóra gallann við þessa plötu, það er útsetningarnar. Hljóðgerflar eru óspart notaðir og lagið er kalt og óaðlaðandi. Þannig fer Nik einnig með fleiri lög á plötunni. Hann er mjög góður lagasmiður en virðist ekki ráða við að útsetja lögin. Til að mynda efast ég ekki um að lögin „Shame on You“, „I Won’t Let the Sun Go Down“ og „Bogart" myndu njóta sín betur í einfald- ari og miklu hrárri útsetningu. Platan olli mér að nokkru leyti vonbrigðum. Nik Kershaw sýnir að hann hefur góðan hæfileika en enn vantar sitthvað uppá að þeir fái að njóta sín. Ef rétt reynist þá Væri ég ekki hissa á að vita af drengnum með frá- bæra plötu á næsta ári eða jafn- vel því þarnæsta. Hver veit. Við skulum bara bíða og sjá. Hlutfallstalan ekki rétt í AL/STURSTRÆTI 7 V7ÐSK1PTV í hjarta borgarinnar, Austurstræti 7, eru aðalstöðvar erlendra viðskipta Búnaðarbankans. Þar, og í útibúum um allt land, veitir bankinn alla gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn, útflytjendur og innflytjendur. VÍSA greiðslukort. r^BÍNAÐARBANKI V/y ÍSLANDS fyrirsögninni í fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær misritaðist hlutfallstala inn- kaupaverðs og flutningsgjalds í útsöluverði gasolíu. Rétt hlutfall er 74% eins og kom fram í frétt- inni en ekki 75% eins og stóð í fyrirsögninni. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Ekki aukin plöntu- sala í Keflavík 1 frétt í Morgunblaðinu 17. júlí sl. er ekki rétt sagt frá að plöntu- sala hafi aukist hjá Plöntusölunni í Keflavík því hún verið verið heldur minni í ár en á síðasta ári. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Lokað á morgun, föstudaginn 20. júlí, vegna jaröarfarar RAGNARS JÓNSSONAR forstjóra. Bókaútgáfan Helgafell, Víkingsprent hf. Lokað vegna jaröarfarar RAGNARS JÓNSSONAR forstjóra föstudaginn 20. júlí frá kl. 14.00 til 16.00. Verslun O. Ellingsen hf. VARMO SIMJOBRÆÐSLUKERFI VARMO snjóbræðslukerfið nýtir affallsvatnið til að halda bílaplönum, götum, gangstéttum og heimkeyrslum auðum og þurrum á veturna. Við jarðvegsskipti og þess háttar framkvæmdir er lagn- ing VARMO snjóbræðslukerfisins lítill viðbótar- kostnaður og ódýr þegar til lengri tíma er litið. VARMO snjóbræðslukerfið er einföld og snjöll lausn til að bræða klaka og snjó á veturna. VARMO = íslensk framleiðsla fyrir íslenskt hitaveituvatn. VARMO = Polir hita, þrýsting og jarðþunga. VARMO = Má treysta í a.m.k. 50 ár. VARMO = Heildarkerfi við allar aðstæður. RE BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLÁNDSBRAUT 4. SlMI 33331.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.