Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Frjálsir vextir „Var alls ekki var um mig á íslandi“ — sagði Peter Baly í samtali viö Morgunblaðið Gabriella og Peter Baly hittast í réttarhléinu. Gabriella var kölluð sem vitni en Peter hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan hann kom til Kölnar frá íslandi. Atvinnulíf er líflegt á höfuðborgarsvæðinu á þessu sumri. Framkvæmd- ir eru miklar. Nýjar bygg- ingar þjóta upp. Fjölmörg stórhýsi eru í smíðum. Þensla á vinnumarkaðnum er mikil og yfirborganir verulegar. Þetta væri yfir- leitt talið jákvætt. Margir eru þó þeirrar skoðunar, að þessa miklu þenslu megi rekja til óhóflegrar, er- lendrar lántöku. Hun eigi ekki rætur í þróttmiklu at- vinnulífi við sjávarsíðuna. Þess vegna sé hún beinlín- is hættuleg því efnahags- lega jafnvægi, sem ríkis- stjórnin hefur stefnt að. Afleiðing þessarar miklu spennu er mikill innflutn- ingur, mikil eftirspurn eft- ir lánsfé í bönkum og mikil eftirspurn eftir vinnuafli. Verkafólkið leitar úr fisk- verkun í framkvæmda- störf. Fiskiðjuverin eiga í erfiðleikum með að halda í hæft fólk. Þessi mikla þensla eigi því verulegan þátt í að auka á erfiðleika sjávarútvegs og fisk- vinnslu. Ríkisstjórninni er greini- lega ljóst, að hætta er á ferðum. Hún hefur þrýst á Seðlabankann, sem aftur hefur lagt hart að við- skiptabönkunum að draga úr útlánum. Það er úrelt aðferð til þess að ná tökum á peningamarkaðnum, að Seðlabanki og viðskipta- bankar geri með sér sam- komulag um útlánamark- mið, sem aldrei er fylgt. Hins vegar er til önnur leið, sem mundi stuðla að jafnvægi á peningamark- aðnum og í efnahagslífi þjóðarinnar almennt. í stað þess að Seðlabankinn reyni að pína bankastjóra viðskiptabankanna til þess að draga úr útlánum, eiga viðskiptaráðherra og Seðlabanki að veita bönk- um og sparisjóðum frelsi í vaxtamálum. Viðskipta- ráðherra og Seðlabanki eiga að segja við bankana: þið ákveðið sjálfir ykkar vexti, bæði vegna innlána og útlána. Þar með væri haldið áfram á braut frjálsrar samkeppni í bankakerfinu. .Vafalaust mundu vextir hækka eitthvað vegna samkeppni um innlán og mikillar eft- irspurnar eftir útlánum. En er það óeðlilegt við þær aðstæður, sem nú ríkja í efnahagsmálum? Seðla- bankinn hamast við að halda aftur af viðskipta- bönkunum í útlánum. Á sama tíma fá íslenzk fyrir- tæki heimildir til að taka lán í útlöndum og greiða erlendum sparifjáreig- endum mun hærri raun- vexti fyrir, en þau hafa leyfi til að gera hér á landi. Mörgum finnst óhugs- andi, að framboð og eftir- spurn ráði vöxtum. Hvers vegna? Þetta er spurning um að láta af vanabund- inni hugsun. Frelsi í vaxta- málum mundi eiga ríkari þátt í að skapa efnahags- legt jafnvægi á ný en nokkur önnur aðgerð, sem ríkisstjórnin getur beitt sér fyrir. Frjáls fjár- magnsmarkaður er orðinn ein af helztu forsendum nýrrar framfarasóknar á íslandi. Til hvers? Erfitt er að skilja hvers vegna Bandaríkja- menn sendu fjölmenna sendinefnd hingað til lands til viðræðna við ís- lenzka aðila um siglingar milli íslands og Bandaríkj- anna. Sjónarmið Banda- ríkjanna voru komin fram gagnvart íslenzkum stjórnvöldum og hefur sendiherra Bandaríkj anna kynnt þau svo rækilega að ekki verður betur gert. ís- lendingar hafa komið sinni afstöðu rækilega til skila. Sendinefndin hafði ekkert nýtt fram að færa, sem , máli skipti í viðræðum sín- um hér. Sá ótti margra, að um sýndarmennsku væri að ræða, hefur því miður ekki reynzt ástæðulaus. Meðan svo stendur, veldur þetta mál stirðleika í sam- búð íslands og Bandaríkj- anna, og er vonandi að það leysist sem fyrst, enda eru það sameiginlegir hags- munir beíasja þjóða. Það virtist bara liggja nokkuð vel á Peter Baly, þegar hann mætti fyrir rétti í Daun í Eifel í Vestur-Þýska- landi í síðustu viku. Hann er ákærð- ur um að hafa stolið konungserni úr Arna- og úlfagarðinum í Kasselburg f Eifel fyrir rúmu ári. Hann neitar ákærunni og segir Polacek nokkurn, sem seldi fuglinn, Ijúga því að hann hafi útvegað honum örninn. Ciesielsky er einn af þeim sem hugsanlega sendu Baly í ránsferð- ina til íslands. Dómarinn í arnar- ránsmálinu byrjaði yfirheyrslurn- ar yfir Baly á því að spyrja hann hvernig hann, atvinnulaus skó- smiðurinn, hefði haft efni á að fljúga til íslands með konuna og búa þar á hótelum í lengri tíma. Baly svaraði því til að kunningi hans hefði gefið honum peningana en þverneitaði að segja hvað hann heitir. Hann sagði í réttarhléinu að hann óttaðist um líf sitt og vildi þess vegna ekki segja fyrir hvern hann fór til íslands. Hann sagði í samtali við blaða- Konny Ciesielski frá Köln lét ekki sjá sig í réttarhöldum í máli gegn Peter Baly, flóttamanninum frá Is- landi, í Daun í Eifel-héraði í Vestur- Þýskalandi á þriðjudaginn. Hann var kallaður sem vitni, en kona hans hringdi í dómarann upp úr hádegi og sagði að hann væri með klemmda taug í baki og gæti ekki komið. Læknir hringdi seinna og sagði að Ciesielski hefði fengið áfall á lækna- stofunni hjá sér. Hann gæti ekki keyrt alla leið til Daun, sem er í u.þ.b. 150 kflómetra fjarlægð frá Köln. Gabriela Baly, eiginkona Balys, sem sat í fangelsi á íslandi í fimm daga í vor, var kölluð sem vitni, svo og móðir hennar, lögreglu- þjónn og maður að nafni Hiebeier, sem rekur stóran fuglagarð í Bæj- aralandi, og keypti konungsörninn sem Baly er ákærður fyrir að hafa stolið fyrir ári úr úlfa- og arnar- garði skammt frá Daun í Eifel- héraði. Hiebeler greindi frá því að hann hefði fengið konungsörninn frá menn Morgunblaðsins að þessi ónafngreindi náungi hefði sagt sér að það væri ekkert mál þótt hann Polachek nokkrum í skiptum fyrir tvo unga förufálka. Hann ætlaði að nota nýja fuglinn til að rækta fleiri erni, en skilaði honum strax þegar hann heyrði að fuglinn væri stolinn. Honum þótti ekkert skrýt- ið þótt engin skilríki fylgdu fugl- inum, því hann hafði áður keypt fugl af Polachek og þá fékk hann skilríkin seinna í pósti. Polachek sagði í síðustu viku þegar réttarhöldin yfir Baly hóf- ust að hann hefði keypt fuglinn af Baly fyrir 3.000 mörk (um 30.000 ísl. krónur) og selt hann fyrir sama verð. í dag kom í ljós að hann fékk tvo unga förufálka fyrir konungsörninn. Hann sagði í síð- ustu viku að hann hefði borgað Baly 500 marka fyrirframgreiðslu fyrir konungsörninn og borgað honum afganginn sunnudaginn 20. júní 1983, en fuglinum var stolið nokkrum dögum áður. Tengdamóðir Balys mætti fyrir réttinum i dag sagði að Baly- hjónin hefðu verið hjá sér hinn 20. júní. Þá var haldið upp á afmæli yrði gripinn á tslandi. Hann fengi kannski smásekt og yrði settur í landgöngubann. Gabrielu með fjölskyldunni í Köln, en hún á afmæli 21. júní. Gabriela sagðist einnig fær um að sanna hvar þau hjónin voru aðfaranótt 15. júní. Þau gistu þá hjá móður Balys, sem býr í Koch- en, ekki ýkja langt frá Daun. Hún sagðist hafa skrifað þetta hjá sér í minnisbók. Saksóknari og dómari brugðust heldur illa við þessum nýju tíðindum. „Hvers konar eig- inkona ertu eiginlega að hafa ekki sagt þetta fyrr,“ hvæsti saksókn- ari á hana. Hún á að koma með minnisbókina sem sönnunargagn í réttinn á fimmtudag, en þá verður málinu haldið áfram. Móðir Balys verður þá einnig kölluð sem vitni. Menn herma að Baly hafi nefnt tvo þekkta vestur-þýska fugla- ræktunarmenn, Niesters og Lútt- ger, í yfirheyrslum á íslandi og sagt að þeir hafi borgað sér fyrir ferðina þangað. Hann neitar nú að segja hver sendi hann til íslands. Niesters, sem rekur fuglagarð í Eifel-héraðinu og hefur góð sam- bönd við Saudi-Arabíu, mætti í '1 réttarhléinu: Dominik Kollinger, gæslumaður konungsarnarins sem stolið var, lengst til vinstri, Baly-hjónin og verjandi Balys frá Köln. Fjarvistarsönnun Balys í dagbók eiginkonunnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.