Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 t Eiginmaöur minn, RAGNARJÓNSSON forstjóri, Njörvasundí 32, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 20. júlí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Björg Ellingsen t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, AGNES PÉTURSDÓTTIR, Ljósheimum 12, Reykjavfk, lóst aö kvöldi þess 17. þ.m. f Landspítalanum í Reykjavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. t ERNA A. FRIÐRIKSDÓTTIR, f. Zierke, Ásvallagötu 63, lést í Borgarspítalanum 16. júlf. Fyrir hönd vandamanna, Jón Sigurjónsson. t Frænka okkar, GUÐMUNDÍNA JÓHANNESDÓTTIR ADAMS frá Brekkholti, lést í Borgarspftalanum þriöjudaginn 17. júlí. F.h. aöstandenda Bertha Siguröardóttir. ■ Móöir okkar, h KRISTlN pálsdóttir. Kaplaskjólsvegi 11, andaöist 17. Júlí Þórhildur Jónsdóttir, Kristín Þóröardóttir, Jens Jónsson, Valur Páll Þóröarson. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, GUOLÍN KATRÍN GUÐJÓNSDÓTTIR, Háeyri, Eyrarbakka, veröur jarösungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 21. júlí kl. 14.00. Jóna Ásmundsdóttir, Jón Sigurgrfmsson, Helga Ásmundsdóttir, Geir Björgvinsson og barnabörn. t Minningarathöfn um hjartkæra eiginkonu mína, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, INGIBJÖRGU ÁSTU BLÓMSTERBERG, Ási, Vestmannaeyjum, veröur f Fríklrkjunni f Reykjavík föstudaginn 20. júlf kl. 10.30. Jarösett veröur í Vestmannaeyjum og veröur útförin auglýst síöar. Bragi i. Ólafsson, Ásta Sigrún Erlingsdóttir, Ólafur Bragason, Guömunda Magnúsdóttir, Bragi f. Ólafsson yngri. t Þökkum af alhug auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför KRISTINS HJÖRLEIFS MAGNÚSSONAR, fyrrverandi skipstjóra, Suöurgötu 8, Sandgerói. Guö blessi ykkur öll. Ingibjörg Steinunn Eyjóltsdóttir, Hrefna Kristinsdóttir, Kristjana Kriatinsdóttir, Hjördís Kristinsdóttir, Sigrún Kristinsdóttir, Magnús E. Kristinsson, Sólveig Kristinsdóttir Halldór B. Aspar, Randver Ármannsson, Þóröur H. Hilmarsson, Leifur Helgason, Sigurlaug Eirfksdóttir, og barnabörn. Helgi S. Gíslason Tröðum - Minning Oft mótast í hugann á ungum aldri atburðir, sem maður man ætíð síðan. Fyrsta minning mín um frænda minn og vin, Helga í Tröðum, er sú, að við kúrðum sam- an í sama rúmkorninu, skælandi af kulda. Já, það var kalt í gamla torfbænum í Laxárholti, þar sem foreldrar okkar beggja bjuggu við lítil efni veturinn 1918. Síðan hafa kynni okkar haldizt óslitið þar til hann lézt 6. júní sl. Helgi Sigurður, eins og hann hét fullu nafni, var sonur hjónanna Kristínar Hallbjörnsdóttur frá Brúarhrauni í Kolbeinsstaða- hreppi og Gísla Gíslasonar frá Skálanesi. Hann fæddist 11. júlí 1913. Foreldrar hans bjuggu á ýmsum stöðum hér á Mýrum til ársins 1926, að þau flytja að Tröð- um, og þar hefst lífsstarf Helga. Hann vann foreldrum sínum á meðan bæði lifðu, en árið 1933 deyr faðir hans, og tekur hann þá við búsforráðum. Ekki var um stórbúskap að ræða. Þeir, sem muna eftir hinu litla kotbýli á þessum tíma og líta augum það stórbýli, sem nú blasir við, þegar horft er þangað heim, þekkja það mikla starf, sem þarna hefur verið unnið. Þegar Helgi byrjaði búskap í Tröðum lá kreppan eins og mara á íslenzkum landbúnaði, en áfram var haldið að byggja upp og stækka, eftir því sem efni leyfðu. Með framsýni, útsjónarsemi og dugnaði hefur á rýrðarkoti risið stórbýli, sem er til fyrirmyndar um alla umgengni, bæði innan stokks og utan. Traðir voru fyrsta býlið hér í Mýrasýslu, sem veitt var viðurkenning félagasamtaka fyrir fyrirmyndar umgengni. Ekki verður svo rakin búskap- arsaga Helga að ekki sé dreginn fram hlutur konu hans og bróður. Svo samtvinnuð eru störf þeirra að uppbyggingu Traðaheimilisins, að þar verður enginn þráður rak- inn svo þræðir þeirra allra fléttist ekki saman, og því aðeins var þetta starf mögulegt. Katrín, kona Helga, er dóttir hjónanna Ágústu Ólafsdóttur og Guðmundar Evjólfssonar. Bjuggu þau hjón á Isleifsstöðum og I Lambhústúni. Á Ísleifsstöðum er Katrín fædd 18. september 1918. Ársgömul er hún tekin í fóstur af móðurforeldrum mínum, sem þá bjuggu í Tröðum, og dvaldi hún hjá þeim þar til þau brugðu búi, en eftir það hjá Sigurbjörgu ólafs- dóttur, móðursystur minni, sem bjó í Hundastapa. En dvöl hennar í Tröðum var ekki lokið. Árið 1935 flyzt hún þangað á ný og tekur við búsfor- ráðum, og á hún þar langan og farsælan starfsdag að baki. Þau hjón eignuðust fjórar dætur, sem allar eru giftar. Sigrún býr í Dan- mörku, Kristín í Mosfellssveit og Sigurbjörg og Heiða í Borgarnesi. Barnabörnin eru orðin sjö. t Alúöarþakkir til allra þeirra er auösýndu okkur hlýhug og samúö við andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar, EÐVARÐS GEIRSSONAR, flugvirkja. Guö blessi ykkur öll. Sessilja Hrönn Guömundsdóttir, Fjóla Eðvarösdóttir, Geir Eövarösson, Ingibjörg Sólveig Eövarösdóttir og aörir aöstandendur. t Innilegar hjartans þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og lang- afa, ÞORSTEINS AUSTMARS, Hvannavöllum 2, Akureyri. Sigrún Áskelsdóttir, Siguröur Á. Þorsteinsson, EKas Þorsteinsson, Sigurbjörg Kristjónsdóttir, Áslaug M. Þorateinsdóttir, Björn Jakobsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegar þakklr fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur, tengdafööur, afa og langafa, KRISTINS SIGURDSSONAR, slökkviliösstjóra, frá Skjaldbreiö, Vestmannaeyjum. Guö blessi ykkur. Bjarny Guöjónsdóttir, Ásta Kristinsdóttir, Ragnar Guönason, Sigfriö Kristinadóttir, Jóna Björg Kristinsdóttir, Eygló Kristinsdóttir, Guörún Ragnarsdóttir, barnabörn og Jón Kristófersson, Erling Pálsson, Grfmur Guönason, Þorvaröur Þorvaldsson, barnabarnabarn. t Viö þökkum auösýnda samúö vegna andláts RAGNHILDAR LOFTSDÓTTUR, Hátúni 10b. Sérstakar þakkir til Guömundar Eyjólfssonar læknis og alls starfs- fólksins á deild A-7 á Borgarspítalanum. Ragna Jóhanneadóttir og Gislí Ólafsson. Ekki naut Helgi nein\ar skóla- menntunar utan stopul.ar barna- kennslu fyrir fermingu, en í barnaskóla kom strax í ljós hin skarpa greind, sem hann hlaut í vöggugjöf. Lengra nám hefði orðið honum auðvelt, ef efni hefðu leyft, en starf bóndans hefði alltaf orðið honum hugstæðast. Helgi hafði líka unun af sjósókn, og tók hann það í arf frá forfeðrum sfnum, sem voru jöfnum höndum bændur og formenn, — mönnum, sem lék jafn vel í hendi stýri og ár sem amboð til búskapar. Helgi tók mikinn þátt í félags- málum, sat í sveitarstjórn yfir 20 ár og var hreppstjóri síðustu 12 árin. Ýmsum fleiri störfum gegndi hann, sem öll voru unnin af þeirri samvizkusemi, er einkenndi öll hans störf. Helgi var maður hjálpsamur og vildi hvers manns vandræði leysa. Fyrir mörgum árum veiktist kona mín og þurfti að dvelja f sjúkra- húsi um alllangt skeið. Leitaði ég aðstoðar þeirra hjóna í vandræð- um mínum, og var hún veitt eins og þetta væri sjálfsagður hlutur, en fyrir mig var þetta dýrmæt hjálp, sem ég minnist alltaf með þakklátum huga. Það er gott að eiga góða að, þegar á bjátar. Jarðarför Helga var gerð frá Akrakirkju 16. júnf að viðstöddu fjölmenni. Jarðarfarardagur hans lfktist ævideginum: Morgunninn 16. júní var kaldur og drunga- legur, en um hádegi létti f lofti, og þegar við bárum kistu hans til hinzta hvflustaðar skein sól f heiði. Hann strengdi þess heit ungur að vinna sig upp úr fátækt og allsleysi. Þá var ekki bjart framundan, en á sjötugsafmælinu var sólskin allt um kring. Draum- ar hans höfðu rætzt, — gæfan hafði verið honum örlát. í byrjun þessa árs kenndi hann lasleika og fór f Sjúkrahús Akra- ness til rannsóknar. Var hans vænzt fljótlega heim aftur, en f ljós kom, að hinn slyngi sláttu- maður hafði kvatt dyra í Tröðum og 6. júní lézt hann í Land- spítalanum f Reykjavík. Við hjónin þökkum honum vin- áttu og samfylgd á liðnum árum og sendum ástvinum hans samúð- arkveðjur. Ólafur á ökrum Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.