Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 15
QOTTFÓLK MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 15 Fyndnir félagar Kvíkmyndir i Sæbjörn Valdimarsson Nýja bíó: Óvenjulegir félagar („Buddy, Buddy“) Leikstjóri: Billy Wilder. Handrit: Wilder og I. A. L Diamond, byggð á leikriti eftir Francis Veb- er. Tónlist: Lalo Schifrin. Kvik- myndataka: Harry Stradling Jr. Bandarísk, frá MGM, frumsýnd 1981. Sýningartími 96 mín. Myndir sem byggðar eru á leikritum, missa ósjaldan flug- ið í flutningum yfir á filmuna. Þær verða oft þröngar og af- markaðar, oft veldur það mest- um erfiðleikum að leysa upp sviðið og víkka sjónhringinn. Óvenjulegir félagar steytir á þessum blindskerum form- breytinganna, einkanlega er það þó kvikmyndahandrit þeirra öldnu kempna, Wilder og Diamonds, sem laskast í meðförunum og nær ekki flugi frumverksins. En hér segir af harðsvíruðum leigumorðingja, (Matthau), sem er að undirbúa morð á síðasta fórnarlambi sínu sem öll áttu að bera vitni í svindlmáli. Tekur Matthau sér hótelherbergi í nágrenni rétt- arsalarins og bíður byssufóð- ursins með kíkisriffil á bak við gluggatjöldin. Þá kemur babb í bátinn. í næsta herbergi flyst móður- sjúkt manntetur (Lemmon). I öngum sínum eftir að eigin- kona hans (Paula Prentiss) hleypur á brott með sérfræð- ingi í kynferðismálum (Kinski) reynir hann nú að stytta sitt auma líf á ýmsan hátt. En mis- tekst herfilega. Þessi sjálfsmorðshvöt ná- grannans eyðileggur allar áætlanir leigumorðingjans sem hyggst nú rétta sína frelsandi hjálparhönd... H é r er efni fyrir hendi til að matbúa hinn ágætasta gál- gahúmorsfarsa. Og kraftarnir eru fyrir hendi. Wilder hefur leikstýrt mörgum snjöllum gamanmyndum á síðustu ára- tugum, sem margar hverjar eru af svipuðum toga spunnar. Nægir að nefna Some Like It Hot, The Apartment, Irma La Douce, The Fortume Cookie og The Front Page. Samleikur þeirra Matthau og Lemmons er rómaður, m.a. úr síðastnefndu myndunum, og ekki síður í mynd Gene Saks, The Odd Couples. En þrátt fyrir mannaflann kemst, Óvenjulegir félagar tæp- ast í hálfkvist við ofangreindar myndir. Hún á ágæta spretti og uppákomur en heildin er í meðallagi. Milli bráðskemmti- legra kafla, sem luma á gull- kornum, koma langar, illa- uppfylltar eyður. Þó tel ég að fáum ætti að leiðast yfir mynd- inni. Þeir alræmdu, gömlu, góðu senuþjófar Matthau og Lemmon sjá til þess. Walter Matthau sem leigumorðinginn Trabucco í Óvenjulegir félagar. Atómstöðin: Á tveimur alþjóðlegum kvikmyndahátíðum Um 60.000 áhorfendur sáu kvik- myndina Atómstöðina, sem frum- sýnd var sl. vetur og lætur nærri, að aðsóknin hafi dugað til þess að standa undir helmingi framleiðslu- kostnaðar myndarinnar, að sögn Þórhalls Sigurðssonar, eins fram- leiðanda Atómstöðvarinnar. En hún kostaði 14 milljónir í framleiðslu, dýrasta íslenska kvikmyndin til þessa. Um þessar mundir er verið að sýna Atómstöðina á tveimur alþjóð- legum kvikmyndahátíðum erlendis, í Karlo Vary í Tékkóslóvakíu og í Ta- ormina á ltalíu og eru þeir Þorsteinn Jónsson, leikstjóri myndarinnar, og Örnólfur Árnason, framleiðandi, báðir staddir í Tékkóslóvakíu. Enn sem komið er hafa ekki tek- ist samningar um sölu á myndinni erlendis, en Þórhallur kvað að- standendur hennar bjartsýna á að svo mætti verða, enda um það dýra mynd að ræða, að reiknað hefði verið með að selja hana er- lendis frá upphafi. Eru það ein- kum aðilar í Bandaríkjunum, bæði sjónvarp og kvikmyndahús, sem svara er að vænta frá varðandi kaup á Atómstöðinni til sýninga á næstunni. Framleiðandi Atóm- stöðvarinnar er Kvikmyndafélagið óðinn, en í því eru, auk Þórhalls, þeir Þorsteinn Jónsson, örnólfur Árnason og Jón Ragnarsson. „Við gerðum það dýra mynd, að við gerðum okkur grein fyrir því strax í upphafi að við fengjum ekki þá aðsókn að henni hér heima, sem dygði til þess að hún stæði undir sér,“ sagði Þórhallur. „Því höfum við lagt mikla vinnu í að kynna hana erlendis og erum ennþá bjartsýnir að sú vinna skili sér innan tíðar." FHHMSKRIFSrOHN ÚRVAL Brottfarir það sem eftir er sumars: Mallorca: Ibiza: 25. júlí 2 vikur. Örfá sæti. 1. ágúst 8. ágúst 3 vikur. Uppseit. 22. ágúst 29. ágúst 3 vikur. Örfá sæti. 12. sept. 19. sept. 2 vikur. Laus sæti. 3. okt. 3. okt. 3 vikur. Laus sæti. Vertu samferða í sumar! Síminn er 26900. 3. vikur. Örfá sæti laus. 3 vikur. Uppselt. 3. vikur. Fáein sæti. 3 vikur. Laus sæti. Við bjóðum aðeins Úrvalsgistiaðstöðu: Á Mallorca: Ibúðir á Royal Magaluf og Ciudad Blanca í Alcucdia. sem sló i gegn á síðasta sumri. Állbiza: íbúðir /'Rialto á Figueretas og Arlanza á Playa d'en Bossa. Sérstakar Stjörnuferðir verða á öllum Ibiza brottförum í sumar. Við bjóðum Úrvalsgreiðslukjör, 8% staögreiðsluafslátt og óviöjafnanlegan barnaafslátt: 0 -1 árs greiöa 10%, 2 - 11 ár greiða 50%, 12 - 16 ára greiða 70%. imÉíéMÓGiBizA 8% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR OG AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN ALLT AÐ 17 ÁRA ALDRI jtza og pantanir Úrvalsferðirnar til Mallorca og Ibiza hafa gert stormandi lukku fsumar og uppselt hefur verið íallar ferðir hingað til. Ennþá eru þó til örfá sæti t.d. 2ja vikna Mallorcaferð 25. júlí. Við bendum sérstaklega á hinn.frábæra gististað okkar á Mallorca, Ciudad Blanca, en hann er án efa einn allra glæsilegasti staður sem íslendingum hefur böðist á sólarströnd, ekki síst fyrir fjölskyldufólk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.