Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 17
Afmæliskveðjæ MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 17 hæsta gæöaflokki. Einföld, formfögur hönnun. Sænskt listahandbraqð eins og þaö gerist best. Þolir þvott í vél, springur ekki né kvarnast. Hagstætt verö. Póstsendum Kosta' ^ J r a Bodal v J Bankastræti 10 — Sími 13122 Friðaráætlun milli Araba * og Israela Ammin, 17. júlf. AP. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsisfylkingar Palestínu, sagði í dag, að Javier Perez de Cuetlar, aðalframkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hefði á takteinum nýja friðar- áætlun milli Israela og araba. „Við höfum fallizt á þessa áætlun og de Cuellar er nú að ræða við stjórnvöld í Moskvu um þessa áætlun," sagði Ara- fat á fundi með fréttamönnum í dag. Hann sagði það þó ekki tímabært að svo stöddu að gera grein fyrir einstökum atriðum þessarar friðaráætlunar. Eysteinn Tryggvason jarðfræðingur 60 ára Það er tæplega viðeigandi að tefja lengi við skriftir þó að maður mér kunnugur fylli tug. Þess hátt- ar tímamót gefa þó tilefni til lítill- ar kveðju, einkum ef kveðjan rúm- ar einhver þau orð, sem ekki verða sögð í daglegri önn, en mega gjarna komast til skila á hátíðis- degi. Fáa menn þekki ég, sem dylja sveimhugann í sjálfum sér betur en Eystein Tryggvason. Þó grunar mig að töfrar þingeyskrar náttúru hafi átt drjúgan þátt f að móta sálina í hlédrægum unglingi. Það er andstætt lifsreglum Eysteins Tryggvasonar að blaðra um það, sem maður veit lítið eða ekkert um, en einhver sagði mér að þessi unglingur hafi vakið eftirtekt kennara síns á Laugum fyrir sér- staka hæfni í reikningi. Það er tæplega i frásögur færandi ef ekki fylgir önnur vitneskja. Kennarinn við menntastofnun á íslenskum útkjálka var nýorðinn doktor frá stærðfræðiskólanum f Göttingen og það á þeim tima, þegar þessi skóli reiknaði heiminn inn i atóm- öld. Vera má að Leifur Ásgeirsson hafi flutt andblæ þeirrar sögu norður f Reykjadal, þar sem mót- tækilegur unglingur fór að hugsa um að helga lff sitt vfsindum. Mér er fullljóst að Eysteinn grettir sig og kallar svona hugleiðingar óljós- ar spekulasjónir, sem hafa lftinn stuðning í mælanlegum stað- reyndum. Rétt. Hinu getur Ey- steinn ekki neitað að unglingur að norðan, sem ákvað að fara f lang- skólanám í náttúruvisindum um það leyti sem lýðveldi var stofnað, hlýtur að vera óforbetranlegur sveimhugi, þrátt fyrir alla stærðfræðilega rökvfsi. Ætli það hafi ekki verið 1964 eða 1965 að ég gisti við annan mann í tjaldi uppi í öskju og veðr- ið með lakasta móti, að lokum svo slæmt að við hörfuðum i skálann f Herðubreiðarlindum. Þar var þá fyrir hópur manna, sem lfka höfðu flúið í skjól. Eysteinn Tryggvason og hans menn voru að mæla hreyf- ingar jarðskorpunnar f öskju. Eysteinn kominn alla leið frá Tulsa i Oklahoma, þar sem hann gegndi prófessorsstöðu, en kom heim á sumrin að mæla fóstur- jörðina. Þetta voru fyrstu kynni og skildu lftið eftir annað en upp- lýsingar um staðreyndir mæling- anna. Nokkrum árum seinna frétt- ist að Eysteinn væri að koma heim, alkominn, og fer að vinna við Háskóla Íslands. Enn ein sönn- un þess að maðurinn er óforbetr- anlegur sveimhugi. Um sama leyti var Norræna eldfjallastöðin sett á laggirnar og ekki leið á löngu uns Eysteinn var þangað kominn og byrjaður að mæla Kröfluelda. Þá fyrst hófust kynni mín af Eysteini fyrir alvöru. Engin stofnun er betri eða verri en samanlagðir hæfileikar starfs- fólksins gefa tilefni til. Aðrir verða að dæma hvort stofnunin hafi í heild sinni gegnt ætlunar- verkinu með sómasamlegum hætti. Þó er víst að hlutur Ey- steins verður óhjákvæmilega þungur á þeirri vogarskál og allt til betri vegar. Hann sameinar f senn hugkvæmni f verkefnavali og við lausn erfiðra spurninga, og ótrúlega þrautseigju og vinnu- semi. Þegar þar við bætist skýr hugsun og hæfilegt virðingarleysi fyrir ríkjandi kenningum, ásamt fyllstu virðingu fyrir mældum stærðum, þá fer ekki hjá því að afrakstur vinnunnar sé traustur og mikill að vöxtum. Starfsfólk og styrkþegar Nor- rænu eldfjallastöðvarinnar taka undir óskir um góðan afmælisdag og afkastamikla framtíð. Guðmundur E. Sigvaldason Bindindismótið Galtalækjarskógi Verslunarmannahelgin 3. — 6.ágúst 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.