Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 27 Tf rn \ i f : ' isstæðastir? „Þeir eru nú margir minnisstæðir, en ætli ég nefni ekki tónleika sem við tókum þátt í í Finnlandsferðinni 1979. Þeir voru í Tapiola-kirkjunni í Helsinski. Auk okkar voru þar nokkrir aðrir kórar og þeir voru miklu stærri en okkar og krakkarnir mun eldri. Þegar við byrjuðum að syngja fylltist kirkjan af fólki og eft- ir síðasta lagið, sem reyndar var þjóðsöngurinn okkar, ætlaði fagnað- arlátunum seint að linna. Fólkið tárfelldi. Og nú er önnur utanlandsferð á næstunni. „Já, og ég hlakka mikið til hennar og vona sannarlega að við stöndum Akranes: Barnakórinn í alþjóð- lega kórakeppni á Spáni BARNAKÓR Akraness fór á þriðju- daginn til Spánar til að taka þátt í alþjóðlegri kórakeppni sem haldin er árlega í Cantonégros nærri Barcelona. MótiA stendur yfir dagana 19.—22. júlí en ferðin í heild tekur tvær vikur. Fjöldi kóra sem tekur þátt í mótinu er á milli 40 og 50 og heimilt er að senda allt að 60 söngraddir í hverjum kór, en í Barnakór Akraness eru aðeins 24 böm sem þátt taka í þessu móti. Þetta er önnur utanlandsferð kórsins en sú fyrri var farin sumarið 1979 og þá á tónlistarráðstefnu í Finnlandi, sú ferð sannaði svo ekki varð um villst að slíkur kór á fullt erindi í alþjóðlegar kórakeppnir. Stjórnandi kórsins er Jón Karl Ein- arsson skólastjóri og hefur hann stjórnað kórnum frá stofnun hans 1976 og unnið frábært starf. Auk Jóns Karls eru tveir fararstjórar með kórnum, þar af annar þeirra Spánverji sem búsettur hefur verið á Akranesi um árabil. Fréttaritari Mbl. á Akranesi fylgdist með kórnum á söngæfingu fyrir skömmu og ræddi þar við stjórnandann, Jón Karl Einarsson, og tvær stúlkur úr kórnum, þær Bimu Þorbergsdóttur og Gyðu Gunnarsdóttur. Við spurðum Jón Karl fyrst hvern- ig æfingar hefðu gengið og hvaða vandamál væru helst við að æfa upp kórinn fyrir þessa ferð. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel og krakkarnir eru allir mjög áhuga- samir,“ sagði Jón. „Þaö fer þó ekki á milli mála að ýmis vandamál skjóta upp kollinum annað slagið, til dæmis má nefna að elstu krakkarnir stunda allir vinnu yfir sumartfmann og vegna þess hefur verið erfiðara að samræma æfingatfmann. Annað stórt vandamál sem má nefna er aö við syngjum lög sem eru tveggja, þriggja og fjögurra radda og þegar ég hef ekki nema 24 söngraddir í hópnum þá kostar það oft mikla þol- inmæði og vinnu að gera fjögurra radda lag konserthæft." Hvenær var kórinn stofnaður og hef- ur ekki orðið mikil endurnýjun á kór- félögum í gegnum tfðina? „Eg stofnaöi þennan kór árið 1976 og fyrsta æfingin var 18. október það ár. Það má segja að sffelld endurnýj- un sé á kórfélögum þó sami kjarninn hafi verið mestallan þann tíma sem kórinn hefur starfað og sú stúlka sem var yngst þegar kórinn byrjaði er enn í kórnum og það sem meira er að hún hefur aldrei misst úr eitt ein- asta skipti þegar við höfum komið fram opinberlega.“ Hefur kórinn komið víða fram opinberlega? „Já það er óhætt að segja það. Við höfum tekið þátt í fjórum landsmót- um barnakóra en þau fara fram ann- að hvert ár og tekið þátt f tónleikum við ýmis tækifæri og haldið sjálf- stæöa tónleika bæði á Akranesi og f Reykjavík, einnig hefur kórinn kom- ið fram bæði f sjónvarpi og hljóð- varpi.“ Það vekur athygli að aðeins eru stúlkur í hópnum sem fer til Spánar. Eru drengir áhugalausir fyrir að syngja f kórnum? „Ekki vil ég segja að þeir séu al- gjörlega áhugalausir. I kórnum hafa verið drengir, en að þessu sinni verða eingöngu stúlkur sem eru á aldrinum 11—17 ára.“ Að lokum, Jón, hvernig er að fjár- magna slíka ferð, er þetta ekki mjög kostnaðarsamt ævintýri? „Það hefur verið unnin geysilega mikil vinna við fjáröflun vegna ferð- arinnar. Akraneskaupstaður styrkir þetta að hluta til og krakkarnir hafa ásamt foreldrum sinum verið mjög duglegir að safna til ferðarinnar með hinum hefðbundnu fjáröflun- arleiðum. Þeir peningar sem safnast hafa eru um helmingur af þvl sem þarf til að fjármagna ferðina. Sfð- asti hluti fjáröflunarinnar var styrktartónleikar sem við héldum f Safnaðarheimilinu við Laugarbraut sunnudaginn 8. júlí. Við þökkuðum Jóni Karli spjallið og snérum okkur að einni stúlkunni 1 hópnum, Birnu Þorbergsdóttur, en hún hefur verið í kórnum frá stofn- un hans, var þá reyndar yngsti kór- félaginn. Við spurðum Birnu hvað það væri sem hefði haldið henni f kórnum öll þessi ár? „Ég hef mjög gaman af því að syngja og eins er félagsskapurinn f kórnum góður, þótt krakkarnir séu á mjög misjöfnum aldri." Nú sagði Jón Karl mér áðan að þú hefðir ekki misst úr eitt einasta skipti þegar kórinn hefur komið fram opin- berlega. Hvaða tónleikar eru þér minn- okkur vel,“ sagði Birna að lokum. Gyða Gunnarsdóttir er ein af þeim yngstu í hópnum, rétt nýorðin 11 ára. Hvenær byrjaðir þú í kórnum? „Ég byrjaði í mars á þessu ári og mér finnst mjög gaman að syngja f kórnum." Hefur þú áður komið til útlanda? „Nei, aldrei, og ég hlakka mikið til ferðarinnar." Nú hafið þið að undanförnu verið að safna peningum til að fjármagna ferð- ina. Hvernig tók fólkið ykkur? „Mjög vel yfirleitt og mér finnst allir eiga miklar þakkir skildar fyrir það,“ sagði Gyða að lokum og dreif sig síðan í sönginn af fullu þvf ekki mátti eyða of miklum tíma í blaða- viðtöl. Þegar ég yfirgaf hópinn var sungið með hárri raust lagið um Meistara Jakob með enskum texta og fór ekki á milli mála að kórinn er geysilega vel samæfður og stúlkurn- ar mjög áhugasamar. J.G. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHUSTORGI Vatnssalerni Kemisk vatnssalerni fyrir sumarbústaði, hjólhýsi og báta. Atlas hf Ármúla 7. - Sími 26755. 1‘ósthólf - Keykjavjk. Skrifstofan veröur lokuö frá 19. júlí til 8. september. Kristinn Einarsson hæstarréttarlögmaöur. STIRÐIR OG * ÞREYTTIR VÖÐVAR? Stirðir vöðvar og vöðva- bólga eru kvillar, sem hrjá marga íslendinga. En hér er kannski ráð við þessum vanda. Með Toshiba nuddtækinu getur þú slakað á og mýkt harða og þreytta vöðva hvar sem er og hvenær sem er. Tækið gengurfyrir rafhlöðum, það er fyrir ferðarlítið og einstak- lega áhrifaríkt. Leiðarvísir á íslensku fylgir. EINAR FARESTVEIT & CO HF BERGSTADASTRATI I0A Simi IfcOOS MALIÐ LEYST MEÐ TOSHIBA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.