Morgunblaðið - 28.07.1984, Síða 3

Morgunblaðið - 28.07.1984, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 3 Kaupir Grímsneshreppur jörðina Ásgarð?: Fimm aðilar vilja styrkja kaupin „EF EKKI verður þurrkur á morg- un þá má búast við að fundur verði í hreppsnefndinni og þá verða þeir möguleikar skoðaðir sem til greina koma, en það eru einir fimm aðilar sem nú þegar hafa sýnt áhuga á að styrkja okkur til kaupa á jörðinni Ásgarði," sagði Böðvar Pálsson, varaoddviti Grímsneshrepps, en eins og Morgunblaðið hefur þegar skýrt frá hefur hreppurinn forkaupsrétt á þeirri jörð, samkvæmt úrskurði Hæstaréttar. Boðvar sagði að undanfarið hefði hreppsnefndin verið að viða að sér upplýsingum um þá aðila sem hafa boðist til að styrkja kaupin gegn því að þeir fengju þar m.a. veiðiréttindi og lóðir til að byggja á sumarbústaði en enn hefði ekki verið tekin nein formleg ákvörðuin um hvort Grímsnes- hreppur nýtti sér forkaupsréttinn á jörðinni eður ei. Grímsneshreppur verður að ákveða hvort hann festir kaup á jörðinni fyrir 10. ágúst næstkom- andi og þá verður jafnframt að greiða kaupverðið að fullu, en það mun vera samkvæmt úrskurði hæstaréttar 15.136.500 krónur. Aðspurður um hvort ekki yrði fljótlega ljóst að hve miklu leyti þeir aðilar, sem hafa lýst sig reiðubúna til að leggja hreppnum til fé, kæmu til með að styrkja hreppinn til kaupanna sagði Böðv- ar að það væri ekki enn fyrirliggj- andi. „Það hafa verið fundir með þessum aðilum bæði hér fyrir austan og einnig i Reykjavík og þeir hafa sýnt þessu mikinn áhuga en þessi mál eiga öll eftir að skýr- ast betur nú um helgina," sagði Böðvar. „íbúar Grímsneshrepps hafa haft mikinn áhuga á þvi að hreppurinn keypti þessa jörð og vilja leggja talsvert af mörkum til þess að það verði hægt en það á eftir að koma i ljós hvernig samn- ingar takast við þá aðila sem hafa sýnt þessu áhuga. Við viljum nátt- úrlega fórna sem allra minnstu landi við gerð þessara samninga og þá kemur til greina að slá lán til nokkurra ára til að fjármagna kaupin," sagði Böðvar Pálsson að lokum. Isinn þokast norður ÍSINN undan Húnaflóa hefur þok- azt nokkuð til norðurs frá því staða hans var könnuð síðastliðinn mánu- dag. Þrátt fyrir það má búast við stökum jökum á siglingaleiðum, að minnsta kosti frá Horni að Flatey. ísinn var kannaður af Land- helgisgæzlunni í gær og kom þá meðal annars fram, að ísflákar og stakir jakar væru einkum undan og i mynni Eyjafjarðar og undan Siglufirði og Málmey. Sum staðar á könnunarsvæðinu var skyggni slæmt vegna þoku, en samkvæmt Forsetinn settur í embætti á miðvikudag FRÚ Vigdís Finnbogadóttir tekur á ný við forsetaembætti miðvikudag- inn 1. ágúst nk. Athöfnin hefst í dómkirkjunni klukkan hálf fjögur, en afhending kjörbréfs fer síðan fram í Alþingishúsinu. Er kjörbréf hefur verið afhent, mun forseti koma fram á svalir þinghússins. Þeir, sem ætla að vera við kirkjuathöfnina, eru beðnir að vera komnir í sæti fyrir klukkan hálf fjögur segir í frétt frá forsæt- isráðuneytinu og ennfremur að í Alþingishúsinu rúmist ekki aðrir en boðsgestir. Gjallarhornum verður komið fyrir úti svo að menn geti fylgst með því, sem fram fer í kirkju og þinghúsi. Lúðrasveit mun leika á Austur- velli. niðurstöðum Landhelgisgæzlunn- ar er megin ísbrúnin eins og með- fylgjandi kort sýnir. Fjölmargar myndir hafa birzt í Morgunblaðinu teknar í þessu herbergi. Þá hefur jafnan verið öðruvísi umhorfs í því þar sem um er að ræða fundarherbergi ríkisstjórnarinnar. Ekki fundarfært í Stjórnarráðinu Velflestir fundir í Ráðherrabú- staðnum vegna málningarvinnu ERFITT hefur verið um vik við fundahöld í Stjórnar- ráðshúsinu við Lækjargötu undanfarna daga og hafa velflestir fundir verið haldnir í Ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötuna. Að sögn Guðmundar Bene- diktssonar, ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu, hefur undanfarið verið unnið við veggfóðrun og málun í húsinu og því ekki hægt að athafna sig sem skyldi. Þá sagði Guð- mundur ennfremur að múrað hefði verið upp í glugga á suð- urhlið hússins en með því væri verið að færa þá hlið í upp- runalegt horf. Ekki kvaðst ráðuneytis- stjórinn geta sagt til um hven- ær málningarvinnunni yrði lokið en bjóst þó við að það yrði einhvern tíma í næstu viku. „Þetta eru vaskir menn,“ sagði hann og vísaði til iðnað- armannanna sem máluðu af kappi. Suóurgafl Stjórnarráöshússins. Fyllt hefúr verið upp ( ghiggann. Við erum komnir I Olympíu- liðið FUJI-liðið er kátt núna. Framkvæmdanefnd Olympiu- leikanna í Los Angeles 1984 hefur valið FUJI filmur fyrir allar myndatökur í sambandi við Olympiuleikana 1984. Á Olympiuleikunum eru aðeins þeir bestu - þeir sem skara fram úr, - i þeim hópi er FUJI. Nýlega kom á markað ný FUJI filma - FUJICOLOB HR, sem gefur þér bjartari skarpari og litrikari myndir en áður hefur þekkst. Nýja FUJICOLOR HR filman markar timamót i litfilmuframleiðslu og er örugglega skarpasta filma, sem þú átt kost á. Þess vegna á FUJI vel heima á OLympíuleik- unum - þvi þar eru aðeins þeir bestu. Officia! Fikn of the Los Ange/es 1984 Ofympics l A Oy*npæ SymOott C 1900 L A 0*t Com TW HK3H RESOLUTION FUJI PHOTO FILM CO., LTD. Tokyo, Japan €>1903 / 0101331123^^ SKIPHOLTI31 Ný filma HRiœ?HR400

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.