Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 7

Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 7 Mikill munur á hlutföllum kynja — í einstökum deildum Háskólans EF ATHUGAÐUR er fjöldi karla og kvenna sem þreyttu lokapróf við Háskóla Islands árið 1983 og hlutfoll kynja í einstökum deild- um kemur í Ijós að enn eru til ákveðin „kvennafög" og „karla- fög“. Þetta kemur fram í frétta- blaði Jafnréttisráðs. Munurinn á fjölda kvenna og karla er langmestur í verkfræði þar sem einungis 1 kona á móti 28 körlum þreyttu lokapróf og í hjúkrunarfræðum þar sem kon- urnar voru 22 á móti 1 karli. í raungreinum, læknisfræði, viðskiptafræði, lögfræði og guð- fræði voru karlar í miklum meiri- hluta eða um 70—80%. í félagsvísindum voru konur í miklum meirihluta, en þaðan luku alls 47 manns BA-prófi, og voru þar af 34 konur. öllu jafnari var skiptingin í heimspekideild, en af þeim sem luku BA-prófi þaðan var hlutfall kvenna 58%, en kandidatsprófi í sagnfræði lauk einungis 1 kona á móti 5 körlum. óhætt er að fullyrða að þessar tölur eru athyglisverðar á tímum kvennabaráttu og jafnréttis. Fyrsti fund- ur BSRB og ríkisvaldsins Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar með Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og rikisvaldinu, næst- komandi fimmtudag 2. ágúst, klukk- an 13.30. BSRB sagði upp kjarasamningi sínum við ríkisvaldið fyrr í vik- unni frá og með 1. september og vísaði kjaradeilunni þegar til rík- issáttasemjara, en það hefur hvor deiluaðila um sig rétt til að gera. Póstur og srnii: Fær ný innanhúss- símkerfi til sölu PÓSTUR og sími hefur nýlega gert samning við norska fyrir- tækið EB Scanword um að markaðsfæra fyrir þá hér á ís- landi lítil innanhússsímkerfi. Hafa nú þegar verið pöntuð hingað 15 kerfi og verða þau til sölu hjá Pósti og síma innan skamms. Síldveiðar í lagnet hefjast 10. ágúst nk. Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ákveðið, að sfldveiðar í lagnet megi befjast þann 10. ágúst næstkomandi. Síldveiðar í lagnet eru leyfis- bundnar og skal sækja um leyfi til þeirra til ráðuneytisins. Leyfi til veiða þessara eru bundin við báta minni en 50 brúttórúmlestir. Sigurður Þorkelsson, yfirverk- fræðingur Pósts og síma, sagði að þessi innanhússsímkerfi væru af tveimur gerðum, annað með 8 inn- anhússlínur og þrjár línur út í bæ og hið stærra væri með 16 línur innanhúss og 6 linur út í bæ. Kvað hann samninginn hljóða upp á viss kjör á þessum tækjum miðað við magn og ætlunin væri einungis að selja þetta á frjálsum markaði en ekki að nota þessi kerfi innan fyrirtækisins. Sagði Sigurður að kerfin væru af gerðinni FOX og hefðu ýmsa möguleika umfram þau kerfi sem nú væru á markaðnum, svipaðrar tegundar. INNLENT Doktor í jarðfræði í JÚLÍ 1983 varði Guðmundur Omar Friðleifsson doktorsrit- gerð í jarðfræði við háskólann í Edinborg. Ritgerðin nefnist á ensku „The Geology and the Alteration History of the Geitafell Central Volcano, Southeast Iceland", og fjallar einkum um tilurð og þróun háhitavirkni í fornri meg- ineldstöð í Hornafirði. 1 víðara samhengi tengist verkefnið rannsóknum Orkustofnunar á háhitasvæðum landsins, en jarð- hitadeild Orkustofnunar stóð straum af kostnaði við útvinnu rannsóknarinnar, sem að öðru leyti var fjármögnuð af LÍN. Guðmundur Omar er sonur Guðrúnar Ingvarsdóttur og Friðleifs E. Guðmundssonar, skrifstofustjóra. Guðmundur er fæddur 12. júní 1950, lauk stúd- entsprófi frá MR 1970, og BS-prófum frá HÍ 1975 og 1976. Dr. Guðmundur Ómar Friðleifsson Hann hefur starfað við háhita- rannsóknir í jarðhitadeild Orkustofnunar á árunum 1975-1977 og síðan 1981. Guðmundur er kvæntur Sig- rúnu Jakobsdóttur og eiga þau tvö börn. Móðiihefur Vonin um verölaun á Olympíuleikun- um er bjartari en oftast áöur. Þó þátttaka í drengilegum leik sé aö sjálfsögöu aðalatriðið - þá kitlar vonin um að ísland komist á verö- launapall aö sjálfsögöu. Hver þeirra sem nú eru komnir til vits og ára gleymir t.d. þeirri stundu þegar ísland komst í fyrsta og eina skipti á verðlaunapallinn - í Melbourne 1956. VQN PÍN UM EINNAF14 CLÆSILECUM BÍLUM AÐ VERÐ- MÆTI 4.7 MILLlONIR KRONA. StuóningurvióæslfufólkoRkariljosAngeks ÓLYMRUNEFNDAR (SLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.