Morgunblaðið - 28.07.1984, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.07.1984, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 Ingimundur hf. — eina rækjuvinnslan í Reykjavík *•. , * i*r*i. § ■ Ásgeir ÞonirianoD verkstjóri í vinnslusalnum. Morgunbladid/Árni Sœberg. Rækjan hefur veitt fulla vinnu í sumar - að öllum líkindum komið í veg fyrir stöðvun á þessum tíma, segir Ásgeir Þorvarðarson verkstjóri Rjekjuverksmiðjum hefur fjölgað mjög hér á iandi að undanförnu f kjölfar samdráttar á hefðbundnum veiðum og síaukinnar rckjuveiði svo varia heyrir til tíðinda þó ein bætist í hópinn. Þó þykja það ef til vill tíðindi, að aðeins ein slfk hefur litið dagsins Ijós f Reykjavfk, þó rckjumiðin taki ekki mið af stað- setningu böfuðborgarinnar. Það eru þeir feðgar Ármann Friðriksson og Ármann Ármannsson, eigendur Hskverkunarinnar Ingimundar hf., sem riðið hafa á vaðið og gera út tvö skip á rækjuna og veita þannig 40 til 50 manns stöðuga vinnu í sumar, sem annars hefði að öllum líkindum verið dauður tími hjá fyrirtækinu. Morgunblaðsmenn heimsóttu fiskverkunina Ingimund hf. í vik- unni og hlutu þar leiðsögn Ás- geirs Þorvarðarsonar, verkstjóra. Hann sagði, að vinnsla hjá Ingi- mundi hefði hafizt 14. júní síð- astliðinn, en skipin hefðu hafið veiðar nokkru fyrr. Það væru Helga RE 49 og Helga 11 RE 373, skip fyrirtækisins, sem veiðarnar stunduðu. Þær hefðu verið með um 10 lestir á túr að meðaltali og hvor um sig væri komin með 60 til 70 lestir. Veiðarnar hefðu gengið vel að undanskildum smávægi- legum byrjunarörðugleikum. Veiðarnar stunduðu skipin aðal- lega fyrir Norðurlandi, en einnig í Kolluál, þegar ís hamlaði veiðum nyrðra. Rækjan væri hins vegar skipanna frá veiðum minnkuðu verulega auk þess, sem þau losn- uðu við þann fisk, sem slæddist með rækjunni, í vinnslu þar. Hér syðra væri nánast ómögulegt að losna við fiskinn og ylli það þeim nokkrum erfiðleikum að þurfa að vinna hann með rækjunni. Ásgeir sagði, að vinnslan gengi mjög vel enda rækjan góð, þó eng- inn af starfsmönnum fyrirtækis- ins hefði komið nálægt rækju- vinnslu áður og hún væri þeim því algjör nýjung. Þeir væri því alveg hissa á þvi hve vel þetta hefði gengið, en það hefði vissulega hjálpað mikið, að aðstoð hefði fengizt hjá Sölumiðstöðinni í upp- hafi. Að meðaltali tækju þeir á móti um 20 lestum á viku og væri þá unnið frá 8 til 7 virka daga, en um þessar mundir hefðu þeir einnig tekið á móti afla af einum báti til viðbótar og álagið á starfsfólkinu því mikið. Vinna þessa vikuna hefði því farið upp í það, að vera frá 6 á morgnana til 9 á kvöldin og liklega yrðu þau að vinna um helgina til að forða hrá- efni frá skemmdum og ná góðu fríi um verzlunarmannahelgina. Það væri gaman að fást við rækjuna, þegar allt gengi svona snurðulaust fyrir sig enda fylgdi henni ekki mikið líkamlegt erfiði fyrir starfsfólkið, þó hinn langi vinnudagur gæti verið þreytandi. Þetta væri allt annað en saltfisk- urinn, sem hefði ásamt síldinni verið uppistaðan í vinnslunni til þessa. Hins vegar skyggði það dá- lítið á ganginn, að illa gengi að losna við rækjuna og markaðs- verð væri alltaf að lækka. Nú væri búið að framleiða um 20 lestir af rækju og ekki einn einasti kassi farinn fyrir utan nokkra kassa af blokk, sem hefðu farið í einhverja prufusendingu. Rækjan hefði bæði verið fryst í blokk og laus- fryst. Meira verð væri fyrir hana lausfrysta, en það háði þeim i verkuninni að vera ekki með full- komin lausfrystitæki. Eins og er væri rækjan lausfryst í pönnum. „Hér hefur verið stöðug vinna siðan ég byrjaði hjá fyrirtækinu i ágúst í fyrra og rækjan hefur bjargað miklu eða öllu fyrir starfsfólkið í sumar. Án hennar hefði skipunum ábyggilega verið lagt og vinna varla hafizt fyrr en með sildinni i haust. Annars er framhaldið ekki endanlega skipu- lagt, óákveðið er hve lengi verður haldið áfram á rækjunni, þar sem veiðileyfum á síldina hefur enn ekki verið úthlutað og óvfst hve- nær loðnuveiðar hefjast," sagði Ásgeir Þorvarðarson. Linda Hrönn Eggertsdóttir sagði, að mikill munnr væri á því að vinna í rækjunni og saltfiskinum. Rækjan væri miklu léttari, en það væri hálf kalt að sitja lengi við færibandið. Það væri léttara að vinna í rækjunni, að minnsta kosti Ifkamlega, en það væri ekki sérlega uppbyggjandi að vera við bandið. stærri fyrir norðan og þvi væri lögð meiri áherzla á veiöar þar. Þegar veitt væri fyrir norðan lönduðu skipin á Sauðárkróki og væri rækjan flutt suður með flutningabílum. Útreikningar sýndu, að af þvi hlytist svipaður kostnaður og að láta skipin sigla með aflann suður. Þá fylgdi þessu fyrirkomulagi sá kostur, að frávik Séð yfir vinnslusalinn. Hollandspistill eftir Eggert H. Kjartansson Atvinnuleysi meðal ungs fólks Nú í vor luku um 250.000 ung- menni námi og komu út á vinnu- markaðinn i leit að atvinnu. Sam- kvæmt þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið af hagfræði- stofnun Hollands munu aðeins um 150.000 þessa fólks finna eitthvað að gera á næstu mánuðum. í júlí 1985 er gert ráð fyrir að enn verði um 25% af þessum hóp atvinnu- laus. Ctlitið er því svart ef haft er í huga að nú eru 790.000 til 800.000 á atvinnuleysisskrá. Fyrir nokkru komu tvö stærstu félög atvinnurekenda og tvö stærstu verkalýðsfélögin sér sam- an um það að vinna að því að gefa öllum þeim sem nýloknir væru námi og búnir að vera atvinnu- lausir í lengri og skemmri tíma tækifæri til þess að fá starfsþjálf- un úti á vinnumarkaðinum. Þessir aðilar eru sammála um að þetta fólk verði að fá tækifæri því ann- ars komi til með að halla enn meir undan fæti fyrir því í þeirri sam- keppni sem ríkir. Rætt hefur verið um hvoru tveggja launuð og ólaunuð störf. Félagsmálaráðherrann Drs. Konings sem kemur til með að þurfa að leggja sitt af mörkum ef af veröur heldur að sér höndunum. Hann vill meira öryggi fyrir því að það fjármagn sem kemur úr ríkiskassanum ávaxti sig. Á með- an þessir valdamiklu aðilar eru að reyna að koma sér saman um það hvernig, hvar og hvort peningum verði veitt til þessarar tíma- bundnu lausnar fyrir atvinnulaust ungt fólk bíður hollenskt samfélag næstu öldu sem útskrifast eftir u.þ.b. niu mánuði. KLM og íran Um þessar mundir fer fram rikisrannsókn á því hvort sá samningur sem KLM (konunglega hollenska flugfélagið) hefur við Ir- an Air innihaldi á einhvern hátt hernaðarlega samvinnu. í júni kom í ljós að tvær af þeim Boeing 747 frá íran sem hafa verið á við- gerðarlista hjá KLM eru notaðar af íranska hernum til þess að orustuþotur geti tekið eldsneyti á flugi. Samningurinn milli KLM og Iran Air þurfti ekki samþykki utanríkisráðuneytisins hollenska þar sem sagt var að eingöngu væri um að ræða viðgerðir á flugvélum sem notaðar væru til farþega- flutninga. Sendiherra íraks í Haag sagði að hann væri undrandi á því að KLM væri að gera við herflug- vélar fyrir Irani og hélt því fram að ekki væri lengur hægt að tala um hlutleysi Hollands gagnvart stríðsaðilum. I siðustu viku var gert við tvær Boeing 747 hlið við hlið í KLM-skýlinu á Schiphol, önnur var frá írak og hin frá Iran. Prins Claus aftur til fullra starfa Prins Claus, eiginmaður Beatrix drottningar, er farinn að starfa fullan vinnudag eftir tveggja ára fjarveru vegna veikinda. Þessi tvö síðastliðin ár hefur hann verið i meðferð vegna þunglyndis sem hann átti við að stríða. Mikilvæg- asta starfið sem prinsinn kemur til með að inna af höndum í fram- tíðinni er Inspectur-General (eft- irlitsframkvæmdastjóri) þróun- arlandasamvinnudeildarinnar i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.