Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 13

Morgunblaðið - 28.07.1984, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JtTLÍ 1984 13 Grundarfjarðarkirkja fær styrk til kaupa á orgeli ÞEGAR Sparisjóður Eyrarsveitar, Grundarfirði, hætti starfsemi í nóv. 1982 og Búnaðarbanki ís- lands tók við rekstri hans, var stofnaður sjóður um eignir Spari- sjóðsins, sem skyldi varið til styrktar menningar- og líknarmála í Eyrarsveit. Fyrst var veitt úr sjóðnum 17. júní sl. að lokinni messu, kr. 500.000 til oreglsjóðs Grundar- fjarðarkirkju til kaupa á pípu- orgeli, sem er í smíðum í Þýska- landi. Á myndinni afhendir Halldór Finnsson, fyrrverandi spari- sjóðsstjóri, Vilhjálmi Péturs- syni sóknarnefndarformanni ávísunina, einnig er á myndinni sr. Jón Þorsteinsson sóknar- prestur. Annað friðarþing Alþjóða Rauða krossins 2.—6. september á Álandseyjum Annað friðarþing Alþjóða Rauða krossins verður haldið I Álandseyjum dagana 2.-6. sept- ember. Hátt á þriðja hundrað fulltrúar frá rúmlega 200 lands- félögum sækja ráðstefnuna og eru þeir alls staðar að úr heimin- um. Frá íslandi fara þrír full- trúar, formaður RKI, fram- kvæmdastjóri og einn stjórnar- maður. Að sögn Jakobínu Þórðardótt- ur, deildarstjóra alþjóðadeildar RKÍ, var fyrsta friðarþingið haldið í Belgrad árið 1977. { lok þess komu fram starfsreglur fyrir landsfélögin þar sem þau skyldu vinna að friði og hafa þau starfað síðan að friðarmálum á grundvelli þeirra. Á Álandseyja- þinginu verður rætt um hvað hefur áunnist í friðarbaráttunni og hvað megi fara betur. Fyrir þinginu liggja vinnuplögg fjölda landsfélaga og eru tíu þeirra send sameiginlega frá Norður- Iöndunum. fslendingar eru vita- skuld aðilar að þeim en senda ekki aðrar sértillögur. Meðal þeirra mála sem tekin verða fyrir eru nýjar reglur um vernd óbreyttra borgara í hernaðar- átökum, aðgerðir gegn ómannúð- legum styrjöldum og ræddar verða leiðir til að hindra að börn séu send út á vígvellina. Jakobína sagði að lokum að þingið sem slíkt hefði ekki vald til að skylda aðildarþjóðir Rauða Krossins að fylgja þeim ályktun- um sem samþykktar verða í lokin en þau ríki sem hefðu skrifað undir Genfarsáttmálann og gengist undir skilmála hans fengju hvatningu til að sinna mánnúðarmálum heima fyrir og annars staðar. hollenska utanrikisráðuneytinu. Prins Claus mun heimsækja og skoða verkefni sem unnin eru með aðstoð Hollendinga i þróunar- löndum. Hann mun gera tillögur um framhald þeirra verkefna og aðstoðar sem veitt verður til þeirra til utanrikisráðuneytisins og ráðherra. Einnig mun prinsinn taka sæti þróunarlandaráðherr- ans sem um þessar mundir er frú Schoo á alþjóðaráðstefnum sem hún getur af einhverjum ástæðum ekki setið. Auk þessa aðalstarfs mun prinsinn sitja áfram í stjórn hollenska Seðlabankans og sem formaður þeirrar nefndar sem fer með yfirumsjón og hönnun hafna í þróunarlöndunum og heyrir undir samgöngumálaráðuneytið. Viðskipti Fokker-flugvélaframleiðend- urnir hafa nú gengið frá fyrstu sölusamningunum á nýrri tegund flugvéla F-100. Um er að ræða sölu á átta vélum til svissneska flugfélagsins Swiss Air og er verð- ið um 5 milljarðar króna. Með þessari nýju tegund sem taka mun 107 farþega er Fokker kominn á fulla ferð í samkeppninni við risa- fyrirtækin McDonnell og Boeing. F-100 er sérstaklega hönnuð með tilliti til þess að geta lent og tekið á loft við slæmar veðuraðstæður. Til þess að þetta nýja flugvéla- verkefni hjá Fokker komi til með að borga sig og skila eilitlum arði þarf minnsta kosti að framleiða og selja 150 vélar. Fokker-fyrirtækið fékk sem svaraði 8 milljörðum króna í ríkistryggðu láni til að hanna flugvélina á þeirri forsendu að mikilvægt sé að „know-how“ haldist í landinu. Ferðaskrifstofa Vest- mannaeyja í nýju húsnæði VcKtfnannju-TÍum. 16. nlf. UM HELGINA var opnuð Ferða skrifstofa Vestmannaeyja hf. f nýj- um húsakynnum við Vesturveg þar sem skrifstofan leigir 60 fm í ný- byggingu húsgagnaverslunarinnar Reynistaðar. Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja var stofnsett 4. mars sl. eftir lang- an undirbúning, skraf og ráða- gerðir, en mörg ár eru liðin frá því menn gerðu sér grein fyrir þeirri þörf að hafa hér starfandi ferða- skrifstofu. Mjög vaxandi ferða- mannastraumur hefur verið hingað, sérstaklega eftir gos, og hefur ýmsum þótt á skorta í skipulagi ferðamannaþjónustunn- ar hér í bæ. Tilfinnanlegast hefur mönnum þótt hvað flestir hinna fjölmörgu erlendu túrista sem hingað koma árlega stansa stutt og skilja þar af leiðandi lítið eftir síg. Skriður komst á hugmyndina um ferðaskrifstofu árið 1982 þegar Arnar Sigurmundsson flutti til- lögu þar um í bæjarstjórn en lítið gerðist í málinu þar til i janúar í vetur þegar 30 áhugamenn um ferðamál komu saman til fundar og kusu sérstaka undirbúnings- stjórn i málið. Eftir mikið og vandasamt undirbúningsstarf var endanlega gengið frá stofnun Ferðarskrifstofu Vestmannaeyja hf. 4. mars sl. og eru nú tilskilin leyfi komin innrömmuð upp á vegg í hinum nýju húsakynnum og starfsemin komin i fullan rekstur eins og áður hefur komið fram hér í Morgunblaðinu. í stjórn Ferðaskrifstofu Vest- mannaeyja eru: Andri Valur Hrólfsson formaður, Kristmann Karlsson og Engilbert Gíslason. t varastjórn eru Pálmi Lórensson og Bragi I. ólafsson og kjörnir endurskoðendur ólafur Elisson og Ólafur Gráns. Framkvæmdastjóri FV er Engilbert Gislason og auk hans starfar við fyrirtækið Ing- veldur Gyða Kristinsdóttir sem sölumaður. Hluthafar i FV eru 25 að tölu, fyrirtæki og einstaklingar. — hkj. Námskeiö fyrir leiöbeinendur í almenningsíþróttum veröur haldið dagana 10., 11., og 12. ágúst n.k. og hefst kl. 18.00 í Kennaraháskóla íslands. Kennari verður dr. Kenton Finanger prófessor við Luther College í Bandaríkjunum. Þátttaka tilkynnist til skrifstofu ÍSÍ sími 83259 fyrir 1. ágúst n.k., og eru nánari upplýsingar gefnar þar. íþróttasambands íslands og íþróttanefnd ríkisins. VANTAR ÞIG N0TAÐAN BÍL? Hjá Heklu færðu óskir þínar uppfylltar □ Stóran bíl □ Lítinn bíl □ Fólksbíl □ sendibíl □ Camlan bíl □ Nýlegan bíl FLESTAR CERÐIR — ÝMSIR CREIÐSLUSKILMÁLAR VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI hjTPTi í NÝJA BÍLASALNUM í HEKLUHÚSINU [h]HEKIA Laugavegi 170-172 Sír HF Sími 21240

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.