Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
Aldraðír þurfa
líka athvarf
Hve lengi geta aldraðir foreldrar með góðu móti haldið áfram
að búa í skjóli barna sinna? Geta þrjár kynslóðir í raun og veru
búið í sátt og samlyndi undir einu þaki? Hvenær má telja, að
tími sé til kominn að aldrað fólk fari á elli- eða hjúkrunar-
heimili?
Um þessi og önnur álíka viðkvæm vandamál mannlegra
samskipta er fjallað í þeirri grein, sem hér fer á eftir. Dr.
Stanley Cath er yfirlæknir við stofnun, sem annast alhliða
fjölskylduráðgjöf og meðferð félagslegra vandamála, en hún er
rekin í Belmont í Massachusetts-fylki í Bandaríkjunum. Hann
ræðir í þessari grein af mikilli hreinskilni um viðbrögð mið-
aldra barna við þeim aðstæðum, sem oft á tíðum skapast, þegar
aldraðir foreldrar þeirra þarfnast orðið umönnunar og marg-
víslegrar aðstoðar.
Hann segir frá því, á
hvern hátt sé unnt að
skera úr um, hvenær
timi sé til kominn aö
koma öldruðu foreldri fyrir á elli-
heimili, og auk þess gefur dr. Cath
mönnum ýmsar ábendingar um,
hvað teljast megi gott elli- eða
hjúkrunarheimili, hverjir þeir
þættir eru, sem menn ættu alveg
sérstaklega að gefa gaum að, áður
en ákvörðun er tekin um það, hvar
vista skuli gamalmenni til fram-
búðar.
Sp.: Dr. Cath, þegar því fólki fjölgar
stöóugt, sem nær orðið 75 ára
aldri eða meira, eru það þá ekki
að verða sífellt fleiri miðaldra
börn, sem lenda í þeirri aðstöðu
að sjá sig beinlínis knúin til að
taka endanlega ákvörðun um
það, á hvern veg umönnun for-
eldra þeirra skuli vera háttað?
Sv.: Á þessu leikur ekki nokkur
minnsti vafi. Eftir því sem hlut-
fallið milli yngri manna og gam-
alla hækkar þeim öldruðu í vil má
alveg gera ráð fyrir því, að um það
bil 25— 50 prósent allra þeirra
sem ná 65 ára aldri eða meira, og
þá alveg sérstaklega þeir, sem
verða áttræðir eða komast nokkuð
á níræðisaldurinn, verði annað-
hvort algjörlega eða þá að
minnsta kosti að nokkrum hluta
upp á umönnun annarra og forsjá
komnir.
Hitt má svo reyndar líka telja
athyglisvert, að það eru einungis
um það bil 5—10 prósent allra
aldraðra, sem hafna á hjúkrunar-
heimilum sökum þess, sem oftast
er í daglegu máli kallað kölkun,
eða svo nákvæmar sé til orða tek-
ið: viðvarandi truflanir á heila-
boðum, þ.e. andleg hrörnun og elli-
sljóleiki. Um það bil hálft prósent
heildaríbúatölu landsins hjarir við
slíkar aðstæður, og er meðalaldur
þessa fólks um 82 ár.
Það eru því um það bil nítuíu af
hundraði þeirra, sem náð hafa 65
ára aldri eða eru þaðan af eldri í
þjóðfélaginu, og af þessu fólki
verður verulegur hluti að treysta
að nokkru eða að öllu leyti á hjálp
vina sinna eða ættingja.
Mikiö um aö einstakl-
ingar aöstoöi aldraöa
í kyrrþey
Það fara að vísu ekki miklar
fréttir af því, en staðreyndin er þó
sú, að mjög margt miðaldra fólk
eða aldraðir annast í kyrrþey að
nokkru leyti um sér eldra fólk,
sem býr í næsta nágrenni. Þessi
hjálp einstaklinga felst í því að
mata öldunga og klæða þá, hjálpa
til við að halda hreinu og snyrti-
legu í kringum þá, annast innkaup
fyrir þá eða jafnvel að baða hina
öldruðu.
Sp.: Hverjar má þá telja helstu vís-
bendingarnar um, að aldrað
fólk sé tekið að tapa hæfileik-
anum til þess að búa út af fyrir
sig, og sjá um sig sjálft?
Sv.: Auk vaxandi minnisleysis,
aukins sljóleika eða þegar aldraðir
eru jafnvel farnir að tapa áttum
og eiga erfitt með að rata um sitt
nánasta umhverfi; þegar það reyn-
ist orðið vandkvæðum bundið
fyrir þá að nema og tileinka sér á
eðlilegan hátt það, sem fyrir augu
og eyru ber, og þegar öldruðum
hættir orðið til að lenda í ákafri
geðshræringu af minnsta tilefni,
þá getur líka komið til alvarleg
einkenni líkamlegrar fötlunar af
völdum gigtarsjúkdóma, langtíma
endurhæfing eftir sjúkdóma eða
slys, lömun af völdum heilablóð-
falls og loks má nefna vaxandi
heyrnarleysi eða sjóndepru.
Þá koma líka oft á tíðum til enn
aðrir þættir, tilfinningalegs eðlis
eða af fjárhagslegum, staðbundn-
um og félagslegum toga spunnum,
alveg sérstaklega hvað snertir
ekkjur eða ekkjumenn. Við dauoa
maka kann nefnilega að vakna
upp á nýjan leik viss óttatilfinn-
ing frá bernskuárunum með eldra
fólki; þar má sérstaklega nefna
skyndilegan ótta við að þurfa að
vera einn. Það er algengt meðal
fólks á áttræðis- eða níræðisaldr-
inum, sem að öllu öðru leyti held-
ur fullkomlega geðheilsu sinni og
sálarkröftum, en fer allt í einu að
sýna ummerki slíks ótta. Þetta
getur meðal annars komið fram í
því, að svo virðist sem þetta fólk
verði ófært um að muna lengur
atvik og hluti og geti einfaldlega
ekki séð um sig sjálft og það af
einskærum ótta, sem það er grip-
ið.
Ástand af þessu tagi getur svo
orðið ættingjum viðkomandi gam-
almennis ærið áhyggjuefni, þegar
daglegt líf þeirra verður fyrir
truflunum, til dæmis af sífelldum
símhringingum um hánótt eða þá
öðru áþekku ónæði af hálfu hins
aldraða.
Við slíku sálarástandi hjá öldr-
uðu fólki er hins vegar til læknis-
fræðileg meðferð, sem bætir
oftast úr þessum vandkvæðum.
Æskilegast, aÖ aldraðir
búi á sínum
eigin heimilum
Sp.: En getur þá aldrað fólk í raun
og veru búið eitt út af fyrir sig,
jafnvel þótt það eigi við ein-
hverja þess háttar erfíðleika og
vandkvæði að stríða?
Sv.: Vissulega, en þá verður líka að
ganga út frá því sem vísu, að þetta
aldraða fólk njóti raunverulega
vissrar bráðnauðsynlegrar aðstoð-
ar og þjónustu. Mjög margt aldrað
fólk getur lagt mikið af mörkum
til fjölskyldulifsins og gegnt þar
veigamiklu hlutverki, ef hægt er
að veita því andlega hressingu og
endurnæringu við og við.
En það eru hins vegar hin
mannlegu samskipti, sem eru
meginmálið. Reglubundnar heim-
sóknir fólks, sem hinir öldruðu
treysta vel og eru þeim til uppörv-
unar, geta oft á tíðum verið þeim
nægileg stoð til þess að hinum
öldruðu finnist, að þeir geti vel bú-
ið út af fyrir sig á sínum eigin
heimilum, og það þótt sumt aldrað
fólk þarfnist þar viss eftirlits
hjúkrunarfræðings og eins lyfja-
meðferðar.
Sp.: Hvers konar þjónusta við aldr-
aða er helst fyrir hendi í sveit-
arfélögum víðs vegar um landið
í því skyni að gera öldruðum
kleift að búa áfram á heimilum
sínum?
Sv.: Auk þeirrar þjónustu við aldr-
aða, sem hefðbundin samtök sjálf-
boðaliða inna af hendi, eins og til
dæmis á vegum kirkjunnar, hefur
víða verið komið á fót stofnunum
af hálfu bæjarfélaganna til að
veita öldruðum fasta heimilisað-
stoð og umönnun i heimahúsum;
verður þetta að teljast mjög þýð-
ingarmikið atriði í félagslegum
skilningi. Þá eru einnig fyrir
hendi margs konar þjónustustofn-
anir, bæði á vegum hins opinbera
og einnig einkafyrirtæki, þar sem
hinir öldruðu geta fengið aðstoð
við að matreiða heima hjá sér eða
aðstoð við þrif og meiri háttar
hreingerningar, sendiferðir og
þess háttar.
Þessi ráðgjafar- og meðferðar-
stofnun okkar á sviði félagsmála
hér i Belmont annast reglulegar
heimsóknir og aðstoð við aldraða,
og er einnig ætluð til hjálpar mið-
aldra fólki við að meta réttilega og
ráða fram úr ýmsum flóknum
vandamálum í sambandi við aldr-
að fólk, sem það hefur í sinni um-
sjá. Þarna getur verið um spurn-
ingar að ræða eins og til dæmis,
hvenær sé rétt að grípa inn í,
hvenær ekki; hvernig hjálpa eigi
aldtaðri móður eða öldruðum föð-
ur tiÁ að lifa áfram sjálfstæðu,
óháðu lífi, fremur en að losa þau
undan þeirri ábyrgð; hvenær veita
eigi öldruðum vissa aðstoð í
heimahúsum, hvenær heppilegast
sé að koma þeim fyrir á hjúkrun-
arheimili. Áþekka þjónustu og þá,
sem við veitum hérna, er nú víða
að finna hér í Bandaríkjunum.
Sp.: Að hve miklu leyti geta aldraðir
fengið nauðsynlegustu læknis-
hjálp í heimahúsum?
Sv.: Það er hægt að fá slíka hjálp í
heimahúsum, en það eru hins veg-
ar ekki alltaf læknar, sem annast
hana. Þetta á alveg sérstaklega
við um fátækrahverfi stórborg-
anna, enda þótt sumir heimilis-
læknar fari ennþá í sjúkravitjanir
heim til fólks. Það færist hins veg-
ar stöðugt í vöxt um allt land, að
aldraðir leiti sér læknishjálpar
hjá neyðarvökt.um sjúkrahúsanna
eða á slysavarðstofum.
Þegar kraftarnir þverra
Sp.: Er hægt að segja. að til séu ein-
hver viss mörk, sem gefí greini-
lega til kynna, að það sé bein-
línis orðið hættulegt fyrir aldr-
aða manneskju að búa lengur
út af fyrir sig?
Sv.: Já; á heimilum aldraðra rek-
umst við iðulega á mjög svo
greinileg ummerki algjörs van-
máttar viðkomandi, ellihrörnunar,
sem gerir það alveg óhjákvæmi-
legt, að þegar í stað sé gripið í
taumana: Brunnar eldhúsþurrkur
rétt við eldavélina, tómur ísskápur
eða þá skemmdur matur í kæli-
skáp. Þá kemur oft í ljós, að hinn
aldraði hefur mörgum sinnum
orðið fyrir því að detta kylliflatur
á gólfinu heima hjá sér eða hefur
ekki lengur fulla stjórn á þvag- og
saurláti sínu, er farinn að fá legu-
sár eða orðinn ófær um að bera
kennsl á sín eigin börn og vina-
fólk; er jafnvel farinn að gleyma
að borða.
Sp.: f þeim tilvikum, þcgar aldraðir
foreldrar verða að flytjast frá
heimilum sínum, er ástæðan þá
oftar líkamleg eða geðræn
hrörnun, freraur en fjárhagsleg-
ir erfíðleikar?
Sv.: Já. Það eru yfirleitt ekki fjár-
hagsleg vandræði, sem valda því,
að aldrað fólk getur ekki lengur
haldið áfram að búa á heimili
sínu. Það eru oftar nánustu að-
standendur hins aldraða, sem ekki
vilja lengur taka því með þegjandi
þögninni, hve gáleysislega gamal-
mennið er tekið að fara með eld,
hve lítt háaldrað foreldri skeytir
orðið um að halda sér snyrtilegu,
er farið að vera sífellt á ferli að
næturþeli en sofa á daginn eða
hefur orðið ekki fulla stjórn á
þvagláti sínu og hægðum.
Maður getur komið i heimsókn
til aldraðrar móður sinnar um
helgi og sýnst hún vera að öllu
leyti við eðlilega heilsu, hún getur
verið glöð og hress í bragði, full
sjálfstrausts og að því er virðist
fullfær um að sjá um sig sjálf, en
bara orðin svólítið gleymin eða
komið eins og eitthvað rjátl á
hana. En svo um þrjú- eða fjögur-
leytið næsta morgun, en það virð-
ist vera sá tími sólarhringsins,
sem er mönnum erfiðastur að
þessu leyti, þá hringir skyndilega
síminn hjá manni: „Jæja, hvenær
eigum við þá að leggja af stað? Þú
áttir að koma og ná i mig til að
fara með mig á hárgreiðslustof-
una, þar sem ég á pantaðan tíma.“
Þegar eitthvað þessu líkt hefur
endurtekið sig nægilega oft, fara
aðstandendur hins aldraða jafnan
að taka til sinna ráða. Sú systirin,
sem býr í Detroit, hringir í þá
systur, sem býr í De Moines og
báðar tvær flýta sér norður til
Boston til þess að hitta móður
sína. Þegar þangað er komið, er
eins líklegt, að þær skeri úr um, að
gamla konan geti ekki lengur búið
ein og út af fyrir sig.
Margs ber að gæta
Sp.: Hver eru helstu atriðin, sem
fólk ætti að hafa í huga, áður en
tekin er ákvörðun um, að aldr-
að foreldri flytjist inn á heimili
sonar síns eða dóttur sinnar?
Sv.: Fólk verður að gera sér grein
fyrir því, hversu mikið umburðar-
lyndi það raunverulega hafi til að
bera, þegar þrjár kynslóðir eiga að
búa saman undir einu þaki, og svo
verða menn að spyrja: Á húsmóð-
urinni á heimilinu eftir að lynda