Morgunblaðið - 28.07.1984, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
19
við viðkomandi gamalmenni, sem
flytur inn á heimilið? Þrátt fyrir
allar þær breytingar, sem orðið
hafa á stöðu kvenna á seinni ár-
um, þá eru það samt í 90% tilvika
einmitt konurnar, sem aðallega
munu annast gamalmenni á heim-
ilinu. Eru þær færar um að taka
því með jafnaðargeði, þegar faðir
eða móðir húsfreyju eða húsbónda
taka upp á því að vakna skelfingu
lostin um hánótt, eða gamalmenni
setur allt á annan endann við mat-
borðið eða tekur upp á því að fara
að segja barnabörnunum skringi-
legar sögur af foreldrum þeirra,
þegar þeir voru smábðrn?
Sp.: Er um einhver sérstök vanda-
má! að ræða, sem snerta alla
aðila, þegar aldrað foreldri flyt-
ur inn til barnanna sinna?
Sv.: Sé um aldraða ömmu að ræða,
sem flytur inn á heimili sonar síns
eða dóttur, þá kann svo að fara, að
sjálf húsmóðirin þurfi að eftirláta
ömmunni vissan hluta húsmóður-
sviðs síns eða ákveðinn hluta
heimilisins. í löndum, eins og
Kína og Rússlandi, er litið á slíka
tilhögun sem nánast sjálfsagðan
hlut, en konur á Vesturlöndum
eiga ekki eins auðvelt með að
sætta sig við slíkt fyrirkomulag á
heimilum sínum. En eftir því sem
fleiri bandarískar konur eru tekn-
ar að stunda vinnu utan heimilis-
ins, kann vel að vera að fleiri kon-
ur sætti sig fullkomlega við að
veita afa eða ömmu aukið valdsvið
innan heimilisins, sérstaklega að
þvi er varðar barnauppeldið. En á
mörgum heimilum eru uppi harð-
vítugar deilur um það, á hvern
hátt eigi að haga uppeldi barn-
anna eða þá hvernig eigi að verja
þeim fjármunum, sem ætlaðir eru
til heimilisþarfa og svo framvegis.
Stundum kemur það fyrir, að
afinn eða amman ætla sér að
koma á bandalagi við barnabörn-
in, sem stefnt er gegn foreldrun-
um. Það bakar þeim foreldrum,
sem fyrir slíkum samblæstri
verða, oft miklum sársauka að
verða þannig eins og milli steins
og sleggju á sínu eigin heimili, á
milli uppreisnargjarna barna og
aldraðs foreldris, sem vegna ein-
hverra fornra væringa ætlar sér
að sýna viðkomandi á þennan hátt
ærlega í tvo heimana. Svo getur
það vitanlega líka komið fyrir, að
uppi verði ákafar deilur út af
ráðstöfunum á eignum aldraðs
foreldris.
Sp.: Hverjir eru þá kostirnir við að
láta aldrað foreldri flytja inn á
heimili sonar eða dóttur?
Sv.: Það er einmitt fyllsta ástæða
til að undirstrika það, hvernig
aldraðir móður- eða föðurforeldr-
ar geta auðgað fjölskyldulífið og
gefið því aukið inntak. Afinn og
amman ganga sjálf oft í endurnýj-
un lífdaganna, þegar þau hafa
þannig komist í öllu nánara sam-
band við barnabörnin sín, en börn
og unglingar vekja iðulega nýjar
vonir og nýja trú á framtíðina í
brjóstum aldraðra.
Afi eða amma eru hins vegar í
augum barnabarnanna afar mikil-
vægur tengiliður við fortíðina.
Þegar fólk eldist vel og öðlast
virðuleika ellinnar, gerist það oft
umburðarlyndara gagnvart ung-
viðinu, sem er að slíta barnsskón-
um og er oft heldur galgopalegt í
háttum, einkum er þó barnabörn-
unum fyrirgefið margt. Hinir
öldruðu sýna þannig barnabörn-
um sínum og yfirsjónum þeirra
oft á tíðum mun meira umburðar-
lyndi heldur en þeir sýndu sínum
eigin börnum og brekum þeirra
hér áður fyrr á árunum.
Vistun á elli-
eða hjúkrunarheimili
Foreldrar, sem komnir eru á
miðjan aldur, gefa börnum sínum
líka gott fordæmi, þegar þeir sýna
öldruðu foreldri sínu, sem býr á
heimili þeirra, ástúð, kærleika og
umhyggju; á þann hátt kenna for-
eldrar börnunum sínum að sýna
þeim alúð og tillitssemi, sem ekki
eru lengur í fullu fjöri og komnir
fremur á fallanda fót, og þetta sé
sá æviþáttur, sem hver og einn fái
að reyna, nái hann (eða hún) há-
um aldri.
Aldrað fólk við sæmilega lík-
amlega heilsu ætti þá líka að geta
tekið ofurlítið til hendinni við
dagleg störf á heimilinu og létt
þannig undir, enda veitir vinnan
þeim aukna hlutdeild í fjölskyldu-
lífinu og eflir sjálfsvirðingu
þeirra.
Sp.: Eru fjölskyldur oft á tíðum of
fljótar á sér að senda aldraða
foreldra á hjúkrunarheimili?
Sv.: Að því er ég best þekki til af
langri reynslu minni í þessum
málum, er þessu yfirleitt ekki
þannig varið. Það er altítt, að full-
orðin börn lofi foreldrum sínum
því hátíðlega að senda þá aldrei
frá sér á hjúkrunarheimili. Flestir
eiga síðar eftir að naga sig í hand-
arbökin fyrir að hafa tekið sllka
ákvörðun. Ég man eftir tilviki, þar
sem ég hafði mælt með því við
fjölskyldu eina í janúarmánuði, að
hún sendi afann á heimilinu, sem
orðinn var illa haldinn af lömun
eftir alvarlegt heilablóðfall og
sýndi sívaxandi merki andlegrar
hrörnunar, á hjúkrunarheimili, en
það var svo ekki fyrr en í júní það
ár, að þessi fjölskylda hafði sig
loksins í að koma þessari vistun
gamla mannsins á góðu hjúkrun-
arheimili í kring. Mér finnst þetta
mjög svo einkennandi fyrir af-
stöðu margra. Um það bil níutíu
af hundraði af því aldraða fólki,
sem við fylgjumst með nokkru
með hér á stöðinni, hefur réttilega
verið vistað á hjúkrunarheimilum,
en venjan er þó sú, að það sé ekki
gert, fyrr en nánustu aðstandend-
ur hafa gert allt, sem í þeirra
valdi stóð til að þurfa ekki að láta
aldrað foreldri frá sér fara.
Sp.: Hvernig getur fólk best dæmt
um það, hvort elli- eöa hjúkrun-
arheimili sé verulega góð stofn-
un?
Sv.: Menn ættu að hitta einhvern
að máli, sem á náinn ættingja á
viðkomandi heimili. Svo á líka að
skoða eldhúsið á elli- eða hjúkrun-
arheimilinu, og það þarf að hafa
tal af félagsráðgjöfum, sem starfa
á stofnuninni. Þá þurfa menn að
hafa í huga, að aldraðir þurfa á
margs konar læknishjálp og ná-
kvæmri hjúkrun að halda, þannig
að það skiptir máli, hvernig hátt-
að er læknisþjónustu á viðkom-
andi heimili, og hvort nægilega
margt þjálfað hjúkrunarfólk sé
þar starfandi. Það gefur alltaf
besta raun, þegar hjúkrunarheim-
ili hefur á að skipa fastráðnu liði
lækna og hjúkrunarfólks, sem er
vel samhent og kanna vel til sinna
verka, af því að aldraðir eiga oft
við margs konar kvilla að stríða
samtímis.
Sp.: Hve há er undraðstala þeirra
starfandi elli- og hjúkrunar-
heimila, sem kallast geta virki-
lega góðar, öruggar og vistlegar
stofnanir?
Sv.: Ég myndi segja svona um það
bil 80% þeirra heimila, sem starf-
rækt eru í þessu skyni. Eins og
raunar er hægt að segja um allan
áþekkan rekstur, er oftast um
góða viðleitni að ræða til að gera
vel, þótt sú virðingarverða við-
leitni beri hins vegar ekki alltaf
árangur sem skyldi. Við höfum
hér I Bandaríkjunum bestu elli- og
hjúkrunarheimili í heimi, en mörg
þeirra eiga þó við ýmiss konar
vandamál að stríða. Enda þótt
rekstur elli- og hjúkrunarheimila
sé feikilega arðvænleg starfsemi,
halda sumir forstjórar slíkra
heimila því samt fram, að stofn-
anir þeirra hafi ekki efni á því að
framkvæma ýmsar þýðingarmikl-
ar endurbætur, sem oft eru orðnar
mjög aökallandi. Ég á oft mjög
erfitt með að fallast á siík rök.
Sp.: Hvað er hægt að gera til að auð-
velda öldruðu fólki að venjast
þeirri breytingu, sem verður á
högum þess, þegar það er vistað
á elli- eða hjúkrunarheimili?
Sv.: Þetta er einmitt mjög þýð-
ingarmikið atriði, sem aðstand-
endur þurfa alltaf að gefa gaum,
af því að mörgu öldruðu fólki
finnst það fyrst í stað vera skilið
eftir eitt og yfirgefið, líkt og því
hafi verið ýtt til hliðar fyrir fullt
og allt. Það er mjög mikilvægt, að
hinn aldraði sé fyrst búinn undir
þær breytingar, sem eiga eftir að
verða á högum hans. Það ætti að
lýsa hjúkrunarheimili í áheyrn
allrar fjölskyldunnar og auðvitað í
áheyrn hins aldraða sem mjög
gagnlegum og hentugum stað fyrir
fólk, sem þarfnast þess að hafa
stöðugt einhvern til að líta til með
sér, einhvers, sem alltaf er á
næsta leiti. Og svo skiptir það
auðvitað höfuðmáli, að börn hins
aldraða og barnabörnin komi stöð-
ugt í lengri eða skemmri heim-
sóknir til vistmannsins.
Sp.: Hvað er algengasta daggjaldiö,
sem fólk þarf ad greiða fyrir
elli- eða hjúkrunarheimili?
Sv.: Verðið getur verið þetta frá 28
til 35 dollarar á dag (þ.e. 780—980
ísl. kr.) fyrir aldraða manneskju,
sem ekki þarf sérstaka umönnun
eða hjúkrun sérþjálfaðs hjúkrun-
arfólks, og svo getur daggjaldið
farið allt upp í 125 dollara (3.500
ísl. kr.) fyrir aldraðan sjúkling,
sem þarfnast mikillar umönnunar
hjúkrunarfólks. Það skiptir því
miklu máli, að öll sjúkdómsgrein-
ing á hinum aldraða hafi verð vel
og samviskusamlega af hendi
leyst, svo að ekki sé verið að leggja
fólk inn á hjúkrunarheimili að
óþörfu. Þá þarf jafnvel að gæta
þess, að ekki sé beinlinis verið að
færa sér í nyt þá sektarkennd, sem
aðstandendur aldraðs foreldris
kunna að vera haldnir yfir því að
þurfa að láta leggja hinn aldraða
inn á hjúkrunarheimili eða vista á
elliheimili, sem gæti leitt til þess
að fjölskyldan sé t.d. látin borga
dýrum dómum fyrir læknis- og
hjúkrunarþjónustu, sem hinn
aldraði í raun og veru alls ekki
þarfnast.
Lisle-
bréfin
Erlendar
bækur
Sigurlaugur Brynleifsson
The Lisle-Letters. An Abridge-
ment edited by Muriel St. Clare
Byrne. Selected and Arranged by
Bridget Boland. Foreword by
Hugh Trevor-Roper. Secker &
Warburg — The University of
Chicago Press 1983.
„Sagnfræðingurinn á að lesa
frumheimildir hvers tíma, þar til
hann heyrir fólkið tala.“ Þetta er
góð regla um þá tima sem nægar
heimildir eru til um, bæði opin-
berar heimildir og einkaheimildir.
Verra er að fást við tímabil, þegar
heimildir eru af skornum
skammti. Einkaheimildir eru eðli-
lega gagnlegar og veita skýrari
innsýn í tímabilið en opinberar
heimildir og um þær má stundum
heyra á tal þeirrar tíðar manna.
Paston-bréfin frá 15. öld veita
þannig innsýn i öld Rósastríðanna
og þessi bréf, Lile-bréfin, eru enn
betri heimildir og þá um 16. öldina
öndverða, tíma Hinriks VIII og
siðaskiptatímana. Þetta tímabil
sem bréfin spanna, 1533—40, ein-
kenndust af terrorisma stjórn-
valda, tengslin við Róm voru slit-
in, konungur skipaði sjálfan sig
yfirmann kirkjunnar, klaustrin
voru lögð niður og eignir þeirra
gerðar upptækar, ríkisvaldið var
styrkt og allir þeir sem mögluðu
voru miskunnarlaust teknir af lífi.
Svik, lygi og græðgi einkenndu
samskipti manna í ríkara mæli en
áður hafði verið og yfir þessu öllu
gein sá sárasjúki Hinrik VIII. Það
fór svo að þeir margir hverjir sem
ákafastir voru í ofsóknaræðinu
gegn kaþólikkum fóru sömu leið
og fórnardýr þeirra, á höggstokk-
inn. Það sannaðist sem oftar „að
byltingin etur börnin sín“. Því
þessar aðgerðir Hinriks VIII voru
bylting.
Þessi bréf hafa lengi verið kunn
og ýmsir sagnfræðingar hafa not-
að þau sem heimildir frá þessum
árum, eða hluta þeirra. En það var
Miss Byrne sem fyrst sá að þessi
bréf voru heild, og sem slík höfðu
þau geysilegt gildi sem heimild
um lifnaðarhætti, fjölskyldutengsl
og hag og pólitíska sögu tímabils-
ins. Bréfin kasta skæru ljósi á líf
þessa fólks fyrir 450 árum. Útgef-
andinn, Miss Byrne, notaði %
hluta safnsins, skrifaði bréfin upp
og flokkaði þau og raðaði. Hún
vann við þetta um fjörutíu ára
skeið og með hinum næma sögu-
lega skilningi og þekkingu á tfma-
bilinu tókst henni að endurvekja
og blása lífi í fjölmargar persónur
og tímaskeið, sem er nú fyrir
hennar tilverknað risið upp og lif-
ir sínu lífi á þessum blaðsiðum.
Miss Byrne notaði 1900 bréf til
þessa verks, sem kom út hjá Uni-
versity of Chicago Press á 86. af-
mælisdegi Miss Byrne í maí 1981.
Útgefandinn gefur bréfin út með
ítarlegum athugasemdum. Þetta
urðu sex bindi og útgáfan er dæmi
um hvernig best verður gengið frá
merkum heimildarritum. Þessi út-
gáfa er úrval frumútgáfunnar, og
hefur vinkona útgefandans séð um
valið.
Þessum bréfum var upphaflega
safnað saman sem sönnunargögn-
um í ákæru á hendur Arthur
Plantagenet, Lisle lávarðar, fyrir
drottinssvik á dögum Hinriks
VIII. Bréfin voru rituð á árunum
1533—40 og meðan Lisle lávarður
hafði aðsetur f Calais sem stjórn-
sýslumaður þar og þurfti því að
hafa stöðug bréfaskipti við fólk
sitt og umboðsmenn á Englandi.
Hér segir frá skólagöngu barn-
anna, rekstri búa lávarðarins, inn-
heimtu landsskulda, málastappi
og ráðstöfunum margvfslegum f
sambandi við öflun ýmiskonar
nauðsynja.
Þetta úrval er ágætur inngang-
ur að heildarsafninu.