Morgunblaðið - 28.07.1984, Síða 22
22
Mexíkó:
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLl 1984
Ný ráðstefna
um fólksfjölgun
Sex milljarðar jarðarbúa árið 2000
Mexfkóborg, 27. júlí. AP.
FULLTRÚAR rúmlega 150
þjóða munu koma saman á
ráðstefnu í Mexíkóborg í
næsta mánuði til þess að ræða
fólksfjölgun í heiminum.
Ráðstefnan verður haldin að
frumkvæði Sameinuðu þjóð-
anna, sem einnig skipulögðu
ráðstefnu um þetta mál fyrir
tíu árum. Komið hefur fram að
íbúar jarðar muni verða sex
milljarðar árið 2000 og gefur
auga leið, að vandinn sem við
er að etja vegna þessa er mik-
■II. einkum í löndum þriðja
heimsins.
Framkvæmdastjóri ráðstefn-
unnar, Rafel M. Salas, sagði að
menn gerðu sér nú langtum
betri og gleggri grein fyrir þess-
um vanda en fyrir tíu árum og á
síðustu tíu árum hefur dregið úr
fólksfjölgun, frá því að vera um
2 prósent á ári í 1,7 prósent nú.
Salas sagði þó, að þetta segði
ekki alla söguna, vegna þess að
einkum hefði dregið úr fólks-
fjölgun í þeim löndum, þar sem
iðnvæðing og velmegun væri
mest. Einnig hefði dregið úr
fólksfjölgun í Kína og örfáum
þróunarlöndum. Salas sagði að í
Kína hefði fólksfjöldi nánast
staðið í stað síðustu tíu ár vegna
aðgerða og tilmæla stjórnvalda
um að hjón eignuðust ekki fleiri
en eitt barn en til skamms tíma
hefði það verið algengt að kín-
versk hjón eignuðust fleiri en
tíu börn.
Árið 1950 voru aðeins 11 borg-
ir í heiminum með 4 milljónir
íbúa eða fleiri, en voru 38 árið
1980. Árið 2000 er búizt við að 66
borgir verði með 4 milljónir
íbúa eða fleiri, þar af 50 þeirra í
löndum þriðja heimsins. í
skýrslu sem undirbúningsnefnd
ráðstefnunnar hefur tekið sam-
an segir að mannfjölgun á ári í
heiminum sé nú um 78 milljónir
en muni sennilega fara mest í 89
milljónir.
Farah Dibah Pahlavi keisaraynja, ekkja transkeisara, virðir fyrir sér hús það í Williamstown í Massachusetts,
sem hún hefur búið í ásamt börnum sínum fjórum undanfarin fjögur ár, eða síðan þau fóru í útiegð.
Fjölskyldan áformar nú að flytjast til Greenwich í ConnecticuL
Nígeríumenn vilja
ná sáttum við Breta
Nýja-Sjáland:
Nýja stjórn-
in tekin við
Wellington, Nýjn HjáUndi, 26. jnlf. AP.
NÝKJÖRIN ríkisstjórn
Verkamannaflokksins tók við af
stjórn Roberts Muldoons i dag,
tveimur vikum eftir að flokkurinn
vann stórsigur í þingkosningunum.
Muldoon og ráðuneyti hans af-
hentu afsagnarbeiðni sína snemma á
fimmtudag og voru David Lange og
19 ráðherrar hans svarnir i embætti
á eftir.
Lange stjórnin hefur heitið því
að bæta efnahagsástand í landinu,
með því að draga úr atvinnuleysi,
minnka erlendar skuldir og koma
á samvinnu milli iðnaðar og versl-
unar til að auka framleiðslugetu.
Einnig er búist við að Lange banni
heimsóknir bandariskra herskipa
sem eru kjarnorkuknúin, eða bera
kjarnorkuvopn og jafnvel að hann
banni heimsóknir allra herskipa
frá Bandaríkjunum, ef stjórnin
heldur áfram að neita að gefa upp
hvort kjarnorkuvopn séu um borð.
London, 27. jólf. AP.
LEIÐTOGI byltingarstjórnar
Nígeríu Muhammadu Buhari
sagði í dag, að hann vonaðist
eindregið til að ágreiningur
við Breta vegna Dikkó-
málsins, yrði leiddur til lykta
farsællega og sambúð ríkj-
anna kæmist í eðlilegt horf á
ný enda væri báðum aðilum
það áhyggjuefni hversu stirt
væri nú milli þessara vina-
þjóða.
Brezka útvarpið sagði í frétt
í morgun, að nígeríska stjórnin
hefði sent frá sér ítarlega frétt
um þetta þar sem vitnað væri í
ofangreind orð Buharis og tek-
ið fram að hann hefði tjáð
erkibiskupnum af Kantara-
borg, Robert Runcie, sem er í
Nígeríu, að hann væri mjög
áfjáður í að málið yrði leyst
með friði og í bróðerni. Runcie
Ungverjaland biðlar til þeirra
sem stofna vilja leynireikninga
Kftir Oidier Pouqoeui, fréturitara AFP I Vfn.
VIÐ VORUM í þann veginn að Ijúka við aðra ölkolluna, ég og
bæverski verkfræðingurinn, á barnum í lestinni. Vorum að
koma frá Búdapest. „Okkar á milli sagt,“ sagði hann. „Þús-
undir Vesturlandabúa leggja erlendan gjaldeyri inn á banka í
Búdapest. Ég bæti alltaf nokkrum mörkum við í bankanum
mínum, þegar ég á ieið hér um. Þetta er besta fjárfesting, sem
mér er kunnugt um.“
Það var enn eftir u.þ.b.
þriggja klukkutíma ferð til
Vínar, svo að ég bað hann að
segja mér fleira.
„Þetta er eins og í Sviss,”
sagði hann, „leynilegir spari-
fjárreikningar. Maður skrifar
bara undir og er einskis spurð-
ur, ekki einu sinni um nafn eða
heimilisfang.“
Ég spurði um vextina.
„Þeir eru misjafnlega háir,“
svaraði Bæjarinn, „en það er
hægt að fá allt að 13 prósent
vexti fyrir dollara, ef innstæð-
an er bundin í eitt ár.“
Ég hafði heyrt það í Búda-
pest, að það væru fleiri en
ítalskir mafíuforingjar, sem
ættu leynireikninga í Ung-
verjalandi. Þetta væri opin
leið til að gera „óhreina" pen-
inga „hreina".
Fyrir venjulegt dauðlegt
fólk er aðalfreistingin við
Búdapest sú, að þar er hægt að
sniðganga allar gjaldeyrisregl-
ur, sem gilda heima fyrir.
Þrjár virðulegar peninga-
stofnanir í Búdapest hafa
rauða teppið til reiðu fyrir þá
sem stofna vilja leynireikn-
inga: National Savings Bank,
Foreign Trade Bank og Hung-
arian National Bank.
Ungverjaland hefur það orð
á sér að vera fúsast komm-
únistaríkjanna til að skipta við
Vesturveldin.
Bankafulltrúi nokkur í
Búdapest sagði við mig: „Vin-
sældir leynireikninganna hjá
okkur sýna glögglega það
traust, sem ungverskur efna-
hagur nýtur erlendis."
En vestrænn bankamaður
sagði: „Ungverjaland er ekkert
Sviss ennþá. Og það er alls
ekki mikið um svona reikn-
inga. Ef átök yrðu milli aust-
urs og vesturs, þá gæti Ung-
verjaland ekki verið hlutlaust,
á sama hátt og Sviss. Hvernig
ættu eigendur leynireikning-
anna þá að nálgast peninga
sína?“
Hann benti einnig á, að
leyniþjónustumenn fyrir aust-
an kynnu að notfæra sér vitn-
eskju um inneignir þar til
þvingunaraðgerða gagnvart
eigendum reikninganna.
En ungverska bankakerfið
segist sjá við slíku. „Þeir
standa ekki leyniþjónustu-
mönnum okkar á sporði," sagði
bankafulltrúinn í Búdapest.
Mohammed Buhari hershöfðingi tal-
aði við Runcie erkibiskup á kirkju-
þingi í Lagos.
er á kirkjuþingi í Lagos, en
hann hefur einnig rætt við
ráðamenn um ágreininginn
milli landanna.
í yfirlýsingu stjórnar Níg-
eríu endurtekur Buhari fyrri
staðhæfingar um að stjórn
hans hafi hvergi komið nálægt
því að reyna að ræna Dikkó
þann 5. júlí sl.
Bretar hafa rekið tvo dipló-
mata frá Nígeríu úr landi og
Howe utanríkisráðherra hefur
sagt að það væri „óheppilegt"
að Haldu Hananiya sendiherra
Nígeríu í London kæmi aftur
til Englands að sinni. Nígeríu-
menn svöruðu með því að reka
tvo brezka diplómata frá Lag-
os og kröföust þess að Bretar
kölluðu heim sendiherra sinn.
Dularfullir heila-
sjúkdómar finnast
Bar lUrbour, Maine. 26. Júlí. AP.
Sérfræðingar sem rannsakað
hafa sérstaka tegund hæg-
verkandi vírusa sem valda hrörn-
unarsjúkdómum í heila og leiða
ávallt til dauða, hafa fundið mjög
svipaðan vírussjúkdóm í rann-
sóknarstofumúsum. Er þar með
talið að fyrsta skrefið hafí verið
stigið í þá átt að fínna lækningu á
þessum dularfullu heilasjúkdóm-
um.
Vírusar þeir sem um ræðir eru
taldir búa í líkamanum jafnvel
árum saman áður en þeir taka til
starfa og valda ólæknandi heila-
rýrnun. Um nokkur afbrigði er að
ræða, en kunnastur er svokallað-
ur Creutzfeld-Jacob-sjúkdómur.
Sérfræðingar í Bar Harbour-
rannsóknarstofunni fengu pata
af því að nokkrar af músum
þeirra væru haldnar sams konar
heilarýrnun og var þá fylgst
grannt með þeim. Ekki er vitað
hvað ýtir virusunum af stað í lík-
amanum og enn síður vitað
hvernig þeir eru þangað komnir.
Heilar veiku músanna voru
stappaðir saman og nokkrar heil-
brigðar mýs sprautaðar með efn-
inu. Eftir 24 mánuði voru sjö mýs
rannsakaðar og reyndust þær þá
allar haldnar heilarýrnum af
völdum hægvirkandi vírusa. Heil-
ar fórnarlamba þessa sjúkdóma
verða „eins og svampar" eins og
talsmaður vísindamannanna í
Bar Harbour komst að orði. Tals-
maðurinn, Richard Sidman, sagði
að stigið hefði verið mikilvægt
skref í þá átt að skilja betur eðli
hinna hægvirkandi vírusa og það
myndi í framtíðinni hjálpa til við
að greina sjúkdómanna og leita
lækningar við þeim.
Norskir hvalfangarar:
70 þús. n.kr.
trygging fyrir
tvær vikur
Ófllé, 26. jílf. Fri J»n Erik Uure,
frétUriUra Mbl.
BORIST hafa fregnir af mikilli hvala-
gengd við Austur-Grsnland.
Einn af norsku bátunum fimm,
sem hvalveiðar stunda á þessum
slóðum, landaði nýlega 46 tonnum.
Á hverjum bát eru sex manns og
nemur kauptrygging þeirra 70.000
norskum krónum á mann. Veiði-
tímabilið stendur aðeins í tvær vik-
ur.