Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLl 1984 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ci, TIL FÖSTUDAGS Fögnum vistgötunni Sveinn skrifar: Vinur minn Velvakandi. Nú kumrar í mér kætin, við að fylgjast með þróun lifnandi götu- menningar, í okkar fögru borg. Sölutjöldin í Austurstræti setja skemmtilegan svip á bæinn og uppákomur ýmsar úti við, þá helst í þau fáu, dýrmætu skipti, þegar veður leyfir. Misjafnlega misskildir lista- menn iðka listir sínar og fá stund- um silfur í þvældan hattkúf fyrir, eins og tíðkast í borgum hámenn- ingar. Leiðist mér þegar kok- hraustir lögreglumenn okkar eru að stugga við þessu fólki, sem sjaldnast er með ósóma eða til ama. Fögnum tilvist vistgötunnar, Þórsgötu, og verum samtaka um að þar megi verða fróm viðbót götulífs í bænum sem þegar er í blómlegri framrás. Eitthvað hafa framkvæmdir hökt við götuna, en langeygir sem aðrir, lofum þetta framtak fegrunar- og framafor- kólfa borgarinnar. Bréfritara er það gleðiefni að fylgj- ast með lifandi götumenningu í Reykjavík og hvetur hann lesendur til að fagna vistgötunni Þórsgötu. Þessir hringdu . . Sem flakandi sár M.A. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Eitt er það svæði hér í Reykjavík sem ég ber ákaflega mikið fyrir brjósti. Það er svæð- ið norðan Stekkjarbakka í Breið- holti, sem er eins og flakandi sár fyrir augunum á mér og fleirum, dag hvern. Alls kyns drasli og óþverra er sturtað á þetta svæði, öllum til ómældra leiðinda, sem í hverfinu búa. Langar mig í þessu sam- bandi að leggja hér eina fyrir- spurn fyrir borgarstjórann, Dav- íð Oddsson: Væri ekki hægt að efna til samkeppni um það hvernig hægt væri að fegra þennan stað á sem bestan hátt, svo íbúar nærliggj- andi húsa losni við að horfa upp á óþverrann sem ber fyrir augu dag hvern? Við stokkinn F.K. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Við sem erum orðin gömul vorum ekki lítið ánægð með þáttinn „Við stokkinn" er hann hóf göngu sína í útvarpinu sl. vetur. Það var eins og fallið hefði geisli á veginn frá æskuár- unum og við þökkum Akureyr- ingum kærlega fyrir. Því miður var þættinum svo breytt og bænastundin felld niður. Væri nú ekki hægt að hafa þáttinn eins og hann var í upphafi, bænin gerir öllum gott. Framboð neytenda við næstu kosningar? 8384-2059 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: Ágæti Velvakandi. Síðan að sjónvarpsþátturinn „Sólarlandaferðir* var á skján- um 17. þ.m. hefur fólk almennt á vinnustöðum hér í Reykjavík og sennilega um land allt vart haft annað umræðuefni. Ekki fer það á milli mála i umræðum fólks um þennan þátt, að fulltrúi Neytendasamtakanna, Jón Magnússon, átti hylli fólksins. Páll Magnússon, fréttamaður sjónvarpsins, annaðist þáttinn af mikilli röggsemi. í þættinum komu fram tveir þrautþjálfaðir ferðaskrifstofumenn, ásamt tveim fulltrúum flugfélaganna, sennilega toppmenn á sínu sviði. Hins vegar tók aðeins einn full- trúi neytenda í landinu þátt i umræðunum, en stóð sig þó, eins og áður segir, með prýði. Er það sannarlega gleðiefni og tími til kominn, að augu ráða- manna sjónvarpsins opnist fyrir málefnum neytenda. Það fer ekki á milli mála, að neytendur eru almennt hlunnfarnir í við- skiptum á öllum sviðum, ekki sist i sólarlandaferðum, eftir þættinum að dæma. Neytendur, gerið ykkur grein fyrir því hvað þið eruð sterkt afl, ef þið standið einhuga saman og beitið Neytendasamtökunum fyrir ykkur. Hvernig væri nú, að athuga framboð neytenda við næstu kosningar? Bréfritari fagnar því að tekið hafi verið á málum neytenda með þættinum „Sólarlandaferðir“, sem nýlega var á dagskrá sjónvarpsins. Stórmót sunnlenskra hesta- manna veröur haldiö á Rangárbökkum helgina 11.—12. ág- úst. Þátttaka kynbóta og keppnishrossa tilkynnist í sím- um 99-4430, 99-1801, 99-6055, 99-8173, fyrirs föstu- dagskvöldiö 3. ágúst. Framkvæmdanefndin. Fornbílaklúbburinn fer í sumarferö sína á morgun sunnudag kl. 14.00 frá Hótel Esju. Fariö veröur til Þingvalla. Fjölmenniö. Feröanefndin. VISA kynnir vöru Qg pjónustustaöi HJÓLBARÐASALA — VIÐGERÐIR: S Bifreiðaþjónustan, Borgarbraut, Borgarnesi 93-7192 Dekkiö, Reykjavíkurvegi 56, Hafnarfirði 91-51538 Gúmmivinnustofan, Skipholti 35 91-31055 Hekla, Laugavegi 170—172 91-21240 Hjólbarðahöllin, Fellsmúla 24 91-81093 Hjólbarðasólun Hafnarfjaröar, Drangahrauni 1 91-52222 Hjólbarðaverkstæði Björns Jóhanss., Lyngási 5, Hellu 99-5960 Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns, Hátúni 2a 91-15508 Hjólbarðaviðgerö Vesturbæjar, Ægisíðu 68 91-23470 Hjólbarðaþjónusta Heiöars, Draupnisgötu 7K, Akureyri 96-24007 Hjólið, v/Noröurlandsveg, Blönduósi 95-4275 Holtadekk, v/Bjarkarholt, Mosfellshr. 91-666401 Höfðadekk, Tangarhöfða 15 91-685810 Kaupfélag Árnesinga, Austurvegi, Selfossi 99-2000 Smurstöö SHELL-OLÍS, Fjölnisgötu 4A, Akureyri 96-21325 Sólning, Smiðjuvegi 32—34, Kópavogi 91-43988 Víkurbaröinn, Garðarsbraut 18A, Húsavík 96-41940 Víkurklettur, Smiðjuvegi 17A, Vík Mýrdal 99-7303 Verslió meó V7SA VISA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.