Morgunblaðið - 02.09.1984, Síða 12

Morgunblaðið - 02.09.1984, Síða 12
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1984 Óskað upplýsinga um japönsku ferðamennina sem létust í Rjúpnabrekkukvísl Um 9 % fjölgun nýnema í Háskóla íslands — konur í meirihluta Síðastliðinn sunnudag, 26. ág- úst, gaf að líta auglýsingu í Morg- unblaöinu, þar sem Sigurður Jak- obsson hjá Kaunvísindastofnun Háskólans biður þá að hafa sam- band við sig, sem varir urðu við ferðir Japananna þriggja sem lét- ust í Rjúpnabrekkukvísl 10. ágúst sl. Hjá Sigurði fengust þær upp- lýsingar að enn hefði enginn lát- ið frá sér heyra í sambandi við auglýsinguna. Auglýsinguna kvaðst Sigurður hafa sett í blað- ið að ósk aðstandenda Japan- anna, sem af skiljanlegum ástæðum er mikið í mun að fá nánari upplýsingar um ferðir þeirra hér á landi. Einnig bað Háskólinn í Tókýó Raunvísinda- stofnun að reyna að afla upplýs- inga um ferðir Japananna, sem voru hér á landi í rannsóknar- ferð á vegum Háskólans. Vitað er að Japanirnir lögðu af stað frá Reykjavík 3. ágúst en ekkert spurðist til ferða þeirra fyrr en í Öskju, 8. eða 9. ágúst. Þeir sem urðu varir við ferðir Japananna, frá 3. til 8. ágúst, eru því vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Sigurð Jakobsson hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans. SKRÁÐIK nýnemar í Háskóla Is- lands eru 1.614, en voru á sama tíma í fyrra 1.476. Er því um rúmlega 9% fjölgun að ræða. Af einstökum námsdeildum er fjölgunin mest í lagadeildinni eða 38%. Á hælana fylgir líffræðideildin með 37 % aukn- ingu frá því í fyrra. Þá er kvenfólk í meirihluta skráðra nýnema. 836 konur eru skráðar í skólann í ár, en 778 karlar. í fyrra voru karlar í meirihluta, 777 á móti 699 konum. Skráningu í Háskólann lýkur formlega 15. júlí, en samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni skrifstofu Háskólans eru á hverju ári veittar undanþágur og nem- endur innrita sig í skólann þó að formlegur umsóknarfrestur sé runninn út. Eftirfarandi upplýs- ingar miðast við 29. september 1984 annars vegar og 23. ágúst 1983 hins vegar. Skráðir nemendur í lagadeild voru í fyrra 129, en eru í ár 178, þannig að um er að ræða um 38% aukningu. I líffræðideild eru skráðir ný- nemar 41, en voru í fyrra 30, sem þýðir um 37% aukningu. Verkfræði- og raunvísindadeild er fjölmennasta deild Háskólans með 344 skráða nemendur fyrir næsta námsár. í fyrra voru skráð- ir nýnemar 325, og er því um u.þ.b. 6% aukningu að ræða. í heimspekideild eru skráðir 278 nýnemar en voru í fyrra 253, sem samsvarar um 10% aukningu frá síðasta ári. Nemendum í matvælafræði fjölgar í ár um 33,3% eða úr 15 nemendum í 20. í félagsvísinda- deild er hins vegar fækkun úr 191 nemanda í 188. Skráðir nýnemar í guðfræði- deild eru í ár 13 talsins, en voru 10 í fyrra. Þá hefur skráðum nýnem- um í tannlæknadeild fækkað um fjóra úr 33 í 29, eða sem samsvar- ar um 14% fækkun. Undir læknadeild Háskólans flokkast læknisfræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. í læknisfræði eru í ár skráðir 106 nýnemar, en voru í fyrra 138. Hér er þvi um 30% fækkun að ræða. 1 lyfjafræði eru nú skráðir 32 ný- nemar, en í fyrra voru þeir 28, þannig að aukningin liemur um 14%. Nemendum í hjúkrunarfræði fjölgar í ár um ein 48%, eða úr 89 1 132. Þar er kvenfólk í áberandi meirihluta, 125 konur á móti sjö körlum. Hlutfallið milli kynja var svipað í fyrra. Nemendafjöldi í sjúkraþjálfun er takmarkaður við 18 nemendur. Kynskiptingin þar í ár er þannig að fimm karlmenn eru skráðir nýnemar, en 13 konur. Cterkur og kD hagkvæmur auglýsingamioill! Ehh HÆKKUM \JB IhhlÁhSVEKTI V/axtabreytingar frá 27. ágúst: 5parireiKningar með 18 mán. uppsögn hækha í 25%, ársávöxtun 26,6% InnlánssKírteini 6 mánaða_haekka í 24,5%, ársávöxtun 26% Verðtryggðir sparireikn. 3ja mánaða binding hækka í 3% Verðtryggðir sparireikn. 6 mánaða binding hækka í 6,5% Tékkareikningar___________hækka í 10% Aðrir vextir eru óbreyttir frá 13. ágúst 5.1. HÆ5TU BAhHAVEKTIRhlR! 5parireikningar Búnaðarbankans með 18 mánaða uppsögn bera 26,6% ávöxtun á ári. Þetta eru hæstu bankavextir sem bjóðast Búnaðarbankinn mun ávallt leitast við að veita sparifjáreigendum hæstu vexti sem í boði eru hverju sinni. fjfBlJNAÐARBANKI VCy ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.