Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI STOFNAÐ 1913 198. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 Prentsmiója Morgunblaðsins Líkur á þjóð- stjórn dvína Tel Aviv, 3. ágúst AP. SHIMON Peres, leiðtogi Verka- mannaflokksins í ísrael, átti í dag viðræður við leiðtoga nokk- urra smáflokka um myndun stjórnar án Likud-bandalags Yitzhaks Shamirs, forsætisráð- herra. Vonir til þess að þjóðstjórn verði mynduð fara sífellt minnk- andi og einnig styttist óðum sá Sprenging í Montreal Montreal, Kanada, 3. september. AP. AÐ MINNSTA kosti þrír létu lífið og 27 slösuðust í sprengingu sem varð á járnbrautastöð í Montreal í dag. Stuttu eftir sprenginguna var kanadískum ljósmyndara sýnt afrit af hótunarbréfi sem yfir- mönnum járnbrautarstöðvarinn- ar hafði borist fyrir nokkrum vikum. í bréfinu eru lítt skiljan- legar hótanir i garð Vatíkansins, en Jóhannes Páll páfi er væntan- legur til Montreal í næstu viku. I bréfinu segir að sprengt verði kl. 9:30 árdegis mánudaginn 3. sept- ember, en lest frá New York og Washington var væntanleg kl. 9:35. Hun kom hins vegar ekki fyrr en um kl. 10. Lögreglan og fleiri aðilar fengu svipuð hótun- arbréf, en vangaveltur voru um hvers vegna sprengja ætti upp þessa lest, þar sem ekkert og enginn merkilegur var með henni. Sprengingin varð um kl 10:20 þegar um 150 manns biðu eftir lest til Ottawa. Svo virtist sem sprengju hefði verið komið fyrir í einum geymsluskápanna á stöð- inni, en þeir þeyttust um svæðið ásamt glerbrotum og ollu meiðsl- um á fólki og manntjóni. tími sem Peres hefur til að mynda stjórn. „Mér þykir mjög fyrir þessu,“ sagði Peres í viðtali við útvarps- stöð í ísrael í dag, eftir að fimmtu viðræður þeirra Peresar á sunnu- dag reyndust árangurslausar. Þjóðin þarfnaðist hins vegar stjórnar nú þegar, þar sem efna- hagur landsins væri í rúst . „Eftir hverju erum við að bíða? Krafta- verki?“ spurði Peres í viðtalinu. Flokkur Peresar vann 44 þing- sæti í kosningunum í júli, sem var meira en nokkur annar flokkur fékk. Hann hlaut þó ekki hreinan meirihluta, en til þess þurfti hann 61 þingsæti. Hann nýtur nú ein- ungis stuðnings 54 þingmanna, að meðtöldum þingmönnum þeirra flokka sem fylgja Verkamanna- flokknum að máli. Peres ætlar nú að hefja viðræður til stjórnar- myndunar við þá smáflokka sem enn hafa ekki tekið afstöðu. Peres og Shamir greindi á um hver ætti að gegna embætti for- sætisráðherra og einnig um fram- tíð byggða gyðinga á Vesturbakk- anum. Frestur Peresar til að mynda stjórn rennur út 16 sept- ember nk. og er þá búist við að forseti landsins, Chaim Herzog, gefi Shamir tækifæri á að reyna myndun nýrrar stjórnar. m <% ,-v Sfm&mynd AP. Mótmæli fyrír utan þinggtaö verkalýðssnmbandsins í Brighton f gær. Franska skipið: Veður hindrar björgun- arstörf Ostend, Belgíu, 3. september. AP. VONT veður kom í dag í veg fyrir tilraunir til að bjarga gámum með geislavirkum úrgangi úr franska skipinu úti fyrir Belgíuströndum. Vísindamenn eru nú að efnagreina litsterkan vökva, sem rann f sjóinn úr tómum gámi. Fimm björgunarskip urðu að halda sig í höfn í dag vegna veð- urs, en ölduhæðin var allt að fimm metrar. Kranaskipið Titan liggur þó enn fyrir festum við franska flutningaskipið Mont Louis. f gær, sunnudag, gerðu björgunarmenn fyrsta gatið af sex á síðu Mont Louis, en upp um þau á að taka gámana. Veríð er nú að efnagreina lit- sterkan vökva, sem rann úr einum tómu gámanna í skipinu. Er hall- ast að þvi, að hann hafi myndast við efnabreytingar í fenól-kvoðu, sem gámaveggirnir eru þaktir með og á að hlífa vörum við hnjaski. Hvorki flúor né úraníum hefur verið greint í vökvanum. Klofhingur á þingi breska verkalýðssambandsins Brighton, 3. september. AP. KLOFNINGUR kom í Ijós þegar gengið var til atkvæða á þingi breska verkalýðssambandsins í dag, en rafvirkjar og starfsmenn orkuvera neituðu að lýsa yfir stuðningi við verkfall kolanámu- manna. Hins vegar var lýst yfir að viðræður í kolanámuverkfallinu, sem staðið hefur yrír í nær hálft ár, yrðu hafnar á ný seinna í vikunni. Kosningar f Kanada f dag: Mulroney spáð sigri Toronto, 3. september. AP. ÞÓIT skoðanakannanir bendi ein- dregið til þess að íhaldsflokkurinn í Kanada fari meö sigur af hólmi í kosningunum á morgun, segist John Turner, forsætisráðherra og leitogi frjálslyndra, sannfærður um að flokkur hans myndi næstu stjórn. Nýjasta skoðanakönnunin á fylgi frambjóðendanna sýnir að Brian Mulroney, formaður Verkamannaflokksins, hefur um 50% fylgi þeira kjósenda sem gert hafa upp hug sinn, Turner um 28% fylgi og Nýi Demókrata- flokkurinn 21%. Turner og fylgismenn hans reyndu um helgina að draga úr vinsældum Mulroneys, m.a. með Brian Mulroney því að efast um festu hans og ákveðni í þjóðmálum. Mulroney hefur gert stólpagrín að frjáls- lyndum í ræðum sínum og í aug- lýsingum sem frjálslyndir hafa látið gera, er Mulroney sýndur sem jóker í spilastokk. Þannig hyggjast þeir sannfæra samlanda sína um að Mulroney sé ekki treystandi fyrir alvarlegri mál- efnum. „Ég er sannfærður um að Kanadabúar greiði atkvæði þeim sem helst kunna lausn á alvarleg- ustu málunum f Kanada, s.s. at- vinnumálum," sagði Turner í kosningaræðu um helgina. Búist er við að talningu at- kvæða verði lokið snemma á mið- vikudag. Um 1.100 fulltrúar allt að 100 aðildarfélaga komu saman á þing- inu og voru verkfallsmál rædd af miklum hita. Hófsamari verka- lýðsleiðtogar voru hrópðir niður af æsingamönnum í umræðunum sem fram fóru áður en yfirgnæf- andi meirihluti þingsins sam- þykkti með handauppréttingum, stuðningsyfirlýsingu við verkfall kolanámumanna og að flytja ekki eldsneytisbirgðir framhjá verk- fallsvörðum. Þótt meirihlutinn hafi samþykkt tillöguna, neituðu fulltrúar helstu orku- og stálvera alfarið að taka þátt í aðgerðunum. „Ef við ættum að ganga að þessu, myndi allt atvinnulif stöðv- ast og þjóðlíf lamast," sagði Eric Hammond, aðalritari samtaka rafvirkja, sem telja um 383.000 fé- laga. John Lyons, leiðtogi starfs- manna orkuvera, sagði að yfir- menn hefðu verið beðnir um að taka rafmagn af landinu til stuðn- ings kolanámumönnum. Hann sagði að sínir menn þvertækju fyrir þess háttar aðgerðir, því ef misnota ætti völd þeirra á slíkan hátt, væri gerð aðför að lýðræði í landinu. Verkalýðsfélag Lyons tel- ur einungis um 41.000 meðlimi, en er þó talið eitt af mikilvægustu félögunum innan verkalýðssam- bandsins, sem telur um 10 milljón- ir félaga. Nokkuð var um mótmælaað- gerðir við þingstað verkalýðssam- bandsins og í námu nálægt Dover voru 36 handteknir í átökum sem urðu þegar 26 námamenn vildu brjóta verkbannið og halda til Salerni „Discovery“ ónothæf kanaveralhorda, 3. seplember. AP. TILRAUNIR til að bræða tshlunka, sem loka frárennslisrörum utan á geimferjunni Discovery, mistókust, með þeim afleiðingum að áhöfnin get- ur ekki notað salerni ferjunnar. Geimferjunni var snúið í þeirri von að geislar sólar bræddu ísinn, en allt kom fyrir ekki. Isinn losnaði heldur ekki við hristinginn þegar hreyflar ferjunnar voru ræstir. Viðgerðararmur ferjunnar verður sennilega notaður til að losa ísinn, eða einn geimfaranna sendur út til að leysa vandann. Annars hefur allt gengið að óskum I ferjunni og búist er við að hún snúi til jarðar á miðvikudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.