Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 23 Kaupmannahöfn: Sýning Hörpu Björnsdóttur Jónshúai, 23. Jlgusl. NÝLEGA var opnuð í Galerie Gerly, Vandkunsten 13, skammt frá Ráð- húsinu í Kaupmannahöfn, sýning Hörpu Björnsdóttur á málverkum, teikningum og grafík. Var margt gesta við opnunina, en sýningin stendur til 12. september. Harpa stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1976—79 og ’81—’82. Hafa verk hennar verið til sýnis á Kjarvals- stöðum í fyrra og nú í ár á þremur sýningum alls, en 1982 sýndi hún í Jónshúsi og á Fuglesang á Lol- landi. Á Harpa Björnsdóttir einn- ig þátt í ljóðabók myndlistar- manna, sem út kom sl. vor. Málverkin hér á Galerie Gerly eru 15, teikningar 9 og grafík- myndir 4, og njóta verkin sín vel á tveimur hæðum gallerísins. Eru húsakynnin björt og kemst sterk litasamsetningin vel til skila í ljóðrænum myndunum. G.L. Ásg. Hagkaup fer fram á laga- breytingu — svo unnt sé að selja gler- augu áfram í versluninni Verslunin Hagkaup selur enn gleraugu, þrátt fyrir aö heilbrigðismálaráöherra hafí tilkynnt að slíkt samræmist ekki lögum. „Já, það er rétt, við seljum enn gleraugu og ætlum okkur að halda því áfram," sagði Gísli Blöndal, skrifstofustjóri í Hag- kaup, í samtali við blaðamann Mbl. „Það er skilningur heil- brigðismálaráðuneytis, að sam- kvæmt lögum megi ekki aðrir en sjóntækjafræðingar selja gler- augu og þá samkvæmt tilvísun læknis. Við báðum um undan- þágu, en fengum sem sagt neit- un. Nú höfum við ritað ráðherra bréf, þar sem segir, að við teljum sölu þessara gleraugna, sem við nefnum stækkunargler, ekki falla undir umrædd lög. Hag- kaup fer fram á að umræddum lögum verði breytt, þannig að ráðherra leyfi sölu þessara gler- augna áfram. Til að styðja þá beiðni bendum við á, að af þeim liðlega 4300 kaupendum lestr- argleraugnanna er langstærsti hópurinn fullorðið fólk og ellilíf- eyrisþegar, sem hafði ekki efni á að kaupa sér slík gleraugu, eða notaði stækkunargler í staðinn. Sú mikla sala sem við fengum í upphafi, eða 2000 stækkunargler á fyrsta mánuðinum, styður einnig þá kenningu, að fólk hafi ekki haft efni á að kaupa þessa vöru áður, þrátt fyrir þörfina. Á Norðurlöndunum hefur sala stækkunarglerja verið leyfð á líkan hátt og við förum fram á að verði leyft hér. Við vonum að ráðuneytið beiti sér fyrir því að umræddum lögum verði breytt, en fram að því munum við upp- fylla þau skilyrði sem þarf. Við þurfum því að ráða sjóntækja- fræðing og viðskiptavinir okkar þurfa að fara til augnlæknis og fá hjá honum tilvísun. Það eykur kostnað fólks mikið.“ Hagkaup auglýsir eftir sjón- tækjafræðingi eftir helgina, en Gísli sagði að áfram yrði reynt að knýja fram breytingu á þess- um lögum. Hann kvað umræður þær um að fólk gæti verið með gláku, sem það yrði ekki vart við fyrr en of seint, ef það færi ekki til augnlæknis, vera rökleysu. „Það geta allir farið inn í næstu lyfjaverslun og keypt sér verkja- töflur við höfuðverk, án þess að vita að höfuðverkurinn stafar af alvarlegum sjúkdómi. Auðvitað eiga allir að fara til augnlæknis, ef eitthvað er að sjón þeirra, en það er gleraugnasölu okkar óvið- komandi," sagði Gísli Blöndal að lokum. Vanti þia skólabækur, skólatöskur, ritföng eða hvað annað sem að gagni kemur við námið þá ertu á réttum stað hjá okkur. ISókahúÖ LMÁLS &MENNINGAR J LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242 Ge* BBponssonl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.