Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
57
Andleg lífefni
Mikið er nú rætt og ritað um
lífefni — vítamín. Sjálfsagt mætti
telja uppgötvun á þeim og athug-
un eitt helzta viðfangsefni nær-
ingarfræðinga og heilsufræðinga
á þessari öld.
Vísindin virðast sanna, að án
þeirra getur hinn veglegasti
veizlumatur verið lítilsvirði fyrir
líf og heilsu líkamans.
Samt eru hin svonefndu lífefni
eða vítamín svo lítill hluti fæð-
unnar á hlöðnu veizluborði að
tæpast yrði mælt né vegið á venju-
lega vog og mælikvarða. Þau ku
vera nær ósýnileg og óskynjanleg
venjulegum skynfærum. En samt
sem áður svo ómetanleg, að án
þeirra hlýtur hinn hraustasti lík-
ami að veslast upp, hrörna og
deyja á stuttum tíma, jafnvel þótt
hann hefði daglega hrokaða diska
af gómsætum krásum til matar á
svignandi veizluborðum.
Líklega eiga þó vísindin eftir að
sanna mikilvægi annarra lífefna í
viðbót, sem einnig verður að neyta
nokkurs af, jafnvel fyrir það fólk,
sem hefur gnægð af vitamínríkri
fæðu.
Margir og þá ekki sízt læknar,
prestar og líffræðingar hafa
kynnzt fólki, sem lifir við alls-
nægtir, jafnvel af hollri og lífefna-
ríkri fæðu, en líður þó skort. „Það
má sér að engu una“, eins og það
er orðað. Virðist ávallt á barmi
eymdar og örvænis, jafnvel
hreinnar brjálsemi, oft með
sjálfsmorðsætlanir í huga.
Þessar ætlanir geta ýmist brot-
izt út í algjöru þunglyndi og þögn
eða stjórnlausum ofsa og arga-
þrasi.
En öllu þessu fólki er sameigin-
legt, að það virðist gjörsamlega
gleðisnautt og óhamingjusamt.
Hvorki störf né vinir virðast
megna að veita ánægju né yndi.
Lífið fjarlægist, hverfur að lokum
á einn eða annan hátt.
Fáir — ef til vill engir — sjúkl-
ingar eru í raun bágstaddari.
Oft eru þetta fíngerðar, við-
kvæmar sálir, góðar, gáfaðar og
listhneigðar manneskjur. En eitt
virðist þeim þó öllum sameigin-
legt. Það er heit og stundum blind
þrá eftir einhverju, sem þær jafn-
vel dylja bæði fyrir öðrum og
sjálfum sér.
Samt er það þessi þrá, sem er
oft hið eina, sem heldur þeim við
lífið og ber þær uppi í allri þeirri
svartsýni, sem einkennir nei-
kvæða hugsunarháttinn. Þetta
sálarástand virðist geta ríkt hjá
hverjum sem er á ýmsu stigi. En
þó aldrei hjá börnum. Hins vegar
oft hjá ungmennum innan við tví-
tugt, þótt þau leyni því mest. Al-
gengast hjá gáfuðum og viðkvæm-
um körlum og góðum, draumlynd-
um konum. Þetta er ekki sízt,
stundum helzt, meðal þeirra, sem
lifa við allsnægtir efnalega og efn-
islega, en ástleysi og skort á skiln-
ingi og alúð. Þetta böl, sem stafar
af andlegum lífefnaskorti, virðist
stöðugt færast í aukana, sérstak-
lega í fjölmenni.
Það má teljast meðal andlegra
tízkusjúkdóma, ekki sízt þar sem
heimilin bregðast á hættustund-
um.
Hraðinn, tæknin, tilgangsleysi,
streita og ástleysi virðast helztu
orsakir þessa andlega vítamín-
skorts undir yfirskriftinni „Sér að
engu una“.
Stundum geta lífefni fæðunnar
bætt þarna um og skortur á þeim
aukið þetta ástand andlegrar upp-
gjafar.
Sjálfsagt er því að vanda val
fæðu sem bezt og varast alla
vímugjafa, sem eru einmitt mesta
hættan á vegi þessa vanmegna
fólks, stundum eina athvarfið.
En hin andlegu vítamín sýnast
ýmsum einskisvirði og úrelt.
Án þess að efla þau til átaks og
orku í huga og hjarta, verðum við
samt öll óðar en varir allri gæfu
svipt og andlegri heilsu. Þarna er
um að ræða eflingu hinna æðstu
þátta mannlegrar sálar. Þær eru:
Trú, von og ást. Stundum nefndar
heilladísir hamningjunnar f armi
og barmi. Höfundur lífsins veitir
þær öllum til verndar og vaxtar.
Þar má ekkert vanrækja til efl-
ingar hinum andlega persónu-
leika.
Auðvitað er þar einnig um al-
genga andlega fæðu að ræða, sem
við gætum nefnt einu nafni
menntun eða menningu, sem skól-
ar og fræðslustofnanir veita
ásamt bókum og fjölmiðlum.
En það er eins og með efnislegu
fæðuna. Hversu vel, sem veitt er á
þennan hátt á vegum samfélags og
heildar, getur samt skort hin
æðstu og nauðsynlegustu, ætti
kannski að segja hin viðkvæmustu
vítamín til vaxtar og verndar ein-
hverjum þessara meginþátta
manngildis á vegum hins andlega
lífs, hins andlega líkama.
Til frekari skýringar skal hér
minnst á þær aðferðir, sem bezt
hafa veitt þessari heilögu þrenn-
ingu mannsvitundar kraft og líf til
heilla.
Þar má ekkert vanmeta, þótt
jafnvel gæti þótt úrelt og gamal-
dags fæða. Er það ekki einmitt hin
sígilda fæða hversdagsins, sem
ekki má gleymast, sem er auðug-
ust af lífefnum hins áþreifanlega?
Tökum þatt trúarinnar fyrst í
þessu kerfi hins andlega líkama.
Þar er eitt fyrsta og nauðsyn-
legasta af vítamínum nefnt trú-
rækni eða trúrækt.
Þar er signing barmsins hið
fyrsta, ásamt bæn á hljóðri stund
við móðurkné eða förðurfaðm.
Þar verður að skapa hljóða helgi
auðmýktar, lotningar og tilbeiðslu.
Þarna er svo kirkjan og hennar
helgisiðir næst. Umfram allt að
barnið eignist sina trúarhelgi-
dóma án allra öfga og fordóma
undir yfirskriftinni:
„Trúðu frjáls i Guð hins góða.“
Fjörefnin á trúarvegum er mik-
ilsvert að veita með hljómlist og
hljóðlátri fegurð. Mildi og friður
þurfa að fjarlægja allan ys og þys
hversdagsleikans, hvort sem
helgistundin er I musteri eða
fjallasal, á heiðarbæ eða hafsins
víðu strönd.
Vonin verður svo einmitt bezt
efld á sömu vegum og með svipuð-
um áhrifum og trúin. Trú og von
eru tvíburasystur, sem bezt tengja
himin og jörð, hinn sýnilega og
ósýnilega heim anda og efnis. Þær
eru óaðskiljanlegar í hverri heil-
brigðri sál. Frelsi, fegurð og friður
eru þar nauðsynlegustu vítamín.
Að sönnu má sjálfsagt telja, að
ástin sem á þessu sviði nefnist
elska og kærleikur sé æðsta eigind
mannssálar, og þar verði lífefnin
þýðingarmest.
Þar koma athafnir ekki síður til
greina en helgisiðir trúar og von-
ar.
Aðalvítamín elskunnar er fórn-
arlund og fyrirgefning. Sönn kær-
leiksþjónusta á vegum hversdags-
ins getur þar orðið æðri til efl-
ingar sönnu lífi en nokkur hefð-
bundin helgiþjónusta í löghelguð-
um musterum mannkyns.
Starfsemi að bættum hag hinna
bágstöddu og þjáðu getur orðið
hinn mesti aflvaki á eigin vegum.
Fólkið með veizluborðin ætti
aldrei að gleyma því. Þá yrði allt
helgara hærra og hamingjuríkara.
Einn eyrir gefinn af fórnarlund og
kærleika er gull á vöxtum í guð-
anna ríki í eigin sál.
MrtHty
Á myndinni sést hvar verið er að sleppa bréfdúfunum á íslandsmótinu í
kappflugi bréfdúfna í Grímsey.
vítamín
Ekkert er gleðilausri, einmana
persónu meira virði en að geta
gleymt sjálfri sér í sannri og ein-
mitt erfiðri kærleiksþjónustu. Sé
unnið þannig hverfur myrkrið og
eymdin, örvænið og tilgangsleysið,
sem eyðileggur andlega heilsu og
hjartafrið.
Mikil verður því gleðin, þegar sú
sannfæring skapast í ailslausri
sál, að „eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt", sólarbros, sem
verður andlegt vítamín til nýs lífs
þeim, sem engum ann eða unni,
honum sjálfum og umhverfi hans
til heilla.
Starf, umfram allt fórnarstarf
býr yfir beztu andlegu lífefnunum
Þetta þarf unga fólkið og ríka
fólkið sérstaklega að hafa hugfast.
Geta gleymt sjálfum sér og eigin
eymd í umhyggju og fórnum öðr-
um þreyttum og þjáðum til handa,
er nefnilega bezta lækningin,
svaladrykkur af lífsins lind.
Sýnið þannig dáðir og drenglund.
Varðveitið þannig sannan lífs-
kraft trúar, vonar og elsku, til
lækningar andlegum þjáningum,
böli og bölvun mannkyns, bæði
einstaklinga og þjóða.
„Þá mun alls böls batna" á helj-
arslóðum.
Árelíus Níelsson
Áskriftarsiminn ir 83033
Pfla sigur-
sælust
ÍSLANDSMÓT í kapoflugi bréf-
dúfna fór fram í Grímsey sl. laugar-
dag og var það Landssamband bréf-
dúfnafélags íslands sem gekkst fyrir
mótinu. 75 béfdúfum í eigu 25
manna, víðs vegar að á landinu, var
sleppt samtímis frá Grímsey kl. 7.15
og flugu þær síðan hver til síns
heima.
Eigendur bréfdúfnanna biðu
spenntir heima fyrir, eftir því að
þær skiluðu sér og voru úrslitin í
kappfluginu ljós um kl. 14.00. Sig-
urvegarinn reyndist vera brefdúf-
an Píla frá Húsavík í eigu Sigfús-
ar H. Jónssonar, en hún flaug á 50
kílómetra meðalhraða á klukku-
stund og skilaði sér heim á einni
klukkustund og 18 mínútum eða
heilum fimm mínutum á undan
þeirri sem hafnaði í öðru sæti.
Sigfús hlaut vegleg verðlaun fyrir
hæstan meðalhraða eða 50 þúsund
krónur. Sigurvegarinn, Píla, vakti
mikla athygli á mótinu, fyrir utan
það að vera sigursælust, því að að
heima í Húsavík biðu hennar af-
kvæmi í hreiðri og er ekki að efa
að hún hefur hraðað flugi sínu
sem mest hún mátti til að komast
sem fyrst til þeirra.
Dúfan, sem hafnaði í öðru sæti í
á íslandsmótinu, er einnig í eigu
Sigfúsar H. Jónssonar og flaug
hún á 47 kílómetra meðalhraða á
klukkustund. í þriðja sæti hafnaði
dúfan Víðförli á 46 kílómetra með-
alhraða á klukkustund og í fjórða
sæti Bláa þruman á tæplega 46
kílómetra hraða, en þær eru báðar
frá Reykjavík og í eigu Jóns Guð-
mundssonar. Þær flugu vega-
lengdina frá Grímsey til Reykja-
víkur sem er 320 kílómetrar, á sjö
klukkustundum.
n
WIRTHS
BESTECKE
Fagurlega hönnuð hnífapör
úr vesturþýzku gæðastáli
áÁetmiá'S
'PoledO 30 stk. í gjafakassa kr. 5.246.-
3 stk. 630,-
CvlorÍíl 30 stk. í gjafakassa kr. 2.780.-
3stk. 335.-
PrkL-rkL-rv 30 stk. í gjafakassa kr. 3.510.-
KOKOKO 3stk. 442.-
Póstsendum um allt land
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19 —SÍMAR 17910 & 12001
KRISTALL
& POSTULÍN