Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
Sagt eftir leikinn
Kvikmyndir
Árni Þórarinsson
Regnboginn: KeppnistímabiliA —
That Championship Season.
★ ★ ★
Bandarísk. Árgerð 1982. Handrit
og leikstjórn: Jason Miller. Aðai-
hlutverk: Bruce Dern, Stacy
Keach, Robert Mitchum, Martin
Sheen, Paul Sorvino.
Jason Miller varð sem ungur
rithöfundur frægur fyrir leikrit-
ið That Championship Season
sem sýnt var lengi og við mikla
hrifningu á Broadway. Síðan
hefur lítið farið fyrir rithöfund-
inum Jason Miller, en þeim mun
meir fyrir traustum, dálítið
samanbitnum leikara með því
nafni. Margir muna sjálfsagt
eftir Miller í hlutverki prestsins
í The Excorist, fyrri hluta. Nú
hefur Jason Miller fengið tæki-
færi til að leikstýra eigin mynd
og viðfangsefnið er gamla
Broadway leikritið sem á sínum
tíma gerði hann frægan.
Fyrsta fjórðunginn af þessari
mynd er vart unnt að greina að
hér er á ferðinni kvikmyndað
leikrit: Miller dregur upp bráð-
skemmtilega mynd af hlutskipti
fjögurra fóstbræðra á miðjum
aldri: Borgarstjórans Bruce
Dern, sem er að berjast fyrir
endurkjöri (sú stjórnmálabar-
átta verður reyndar ekki nægi-
lega sannfærandi) með aðstoð
skólastjórans Stacy Keach og
kapítalistans Paul Sorvino, og
loks týnda sauðsins Martin
Sheen, sem kemur heim til
gömlu borgarinnar á árlega
samkomu þeirra félaga þar sem
minnst er sigursæls samstarfs
og vináttu í körfuknattleiksliði
menntaskólans. Við þessa fyrstu
sýn virðist ekki komast hnífur-
inn á milli þeirra. Þegar svo
I góðra vina fundur hefst á heim-
ili guðföðurs þeirra allra, hins
gamla þjálfara liðsins, Robert
Mitchum, hefst ansi harðsnúið
og hefðbundið uppgjörsdrama af
ætt Ibsens, Arthur Millers og
allra hinna þar á milli. Þá birt-
ast glufurnar í persónunum og
gliönunin í vinátunni.
Með tilstyrk einvalaliðs fyrr-
nefndra þungaviktarleikara
tekst Jason Miller að gera úr
velskrifuðu leikriti sinu lengst af
grípandi dramatíska kvikmynd.
Gamli þjálfarinn með sína fornu
frasa um lífið sem langan
knattleik verður bindiefnið í
þessu morkna bræðralagi, þar
sem siðferðilegt hrun grípur um
sig og ekkert stendur að lokum
eftir nema minningin um sam-
eiginlegan sigur, — gamalt
keppnistímabil. Sú úrlausn sem
Miller veitir efni sínu er að vísu
nokkuð ódýr; maður trúir ekki á
gamla grammófónsplötu með
upptöku á sigurleik körfuknatt-
leikliðs sem björgunarhring
sökkvandi félagsskapar. En
drjúgur húmor, snörp samtöl og
úrvalsleikur geta That Champ-
ionship Season að fyrirtaks
kvöldstund.
hennar var Bandaríkjamaðurinn
Allen Funt. Hann hélt úti árum
ef ekki áratugum saman sjón-
varpsþætti vestra, sem bar heit-
ið Candid Camera og margir
kannast við hérlendis úr kana-
sjónvarpinu forðum tíð. Candid
Camera gekk út á það að leggja
alls kyns snörur fyrir granda-
lausa vegfarendur og filma við-
brögð þeirra með falinni tökuvél.
Þetta varð geysi vinsælt aðhlát-
ursefni og gat af sér eftirlík-
ingar viða um lönd; oft hafa ís-
lenskir sjónvarpsmenn gripið til
falinnar myndavélar þegar þeir
eru ekki nógu fyndnir og uppá-
fyndingarsamir sjálfir við
skemmtiþáttagerð.
Hin seinni ár virðist falin
myndavél vera í hvað mestri
notkun í Suður-Afríku. Þaðan
Ófarir
annarra
Bíóhöllin: Fyndið fólk 2 — Funny
People 2. ★ ★ Suður-afrísk. Ár-
gerð 1983. Handrit og stjórn:
Jamie Uys. Aðalhlutverk: Pétur,
Páll og við hin.
Maðurinn sem rennur á ban-
anahýði og dettur á rassinn er
ein elsta hláturbrella í saman-
lagðri sögu gamanleikjanna.
Manninum sem rennur á ban-
anahýði og dettur á rassinn í
„raunveruleikanum" er hins veg-
ar ekki hlátur í hug. Hann vill
gleyma því sem fyrst. Um af-
stöðu bananans er ekki vitað. En
þegar þriðji aðilinn er kominn til
sögunnar, þegar áhorfandi er til
staðar, þá verður atburðurinn að
aðhlátursefni. Við hlægjum að
óförum annarra.
Á þessu byggist notkun „földu
myndavélarinnar" svokölluðu.
Sá sem fullkomnaði notkun Janiie Uys gerir fólki grikk í Funny People 2.
Bruce Dern berst fyrir endurkjöri með aðstoð Keach og Sorvino — dyggra
vina (?) f That Championship Season.
Komið verði á fót
slysaranitsóknanefitd
Ein af niðurstöðum fundar um slysavarnir sem haldinn var á Hótel Loftleiðum
DAGANA 22. til 23. ágúst sl. var
haldinn fundur um slysavarnir í
Hótel Loftleiðum. Fundarboðendur
voru landlæknir Ólafur Ólafsson,
heilbrigðis- og tryggingamálaráðu-
neytið, Slysavarnafélag fslands,
Tryggingastofnun ríkisins, neyt-
endasamtökin, Umferðarlæknis-
fræðafélag íslands o.fl. Á fundinn
var boðið fulltrúum allt að 50 aðila,
sem á einn eða annan hátt fjalla um
forvarnir og aðgerðir gegn slysum,
þeirra á meðal voru þrír fulltrúar frá
Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni
(WHO).
Árið 1980 skipaði heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra nefnd
undir forsæti landlæknis, til þess
að kanna tíðni og tildrög slysa í
umferð, heimahúsum, frístundum
og á sjó og voru upplýsingar
nefndarinnar lagðar fram á fund-
inum. Blm. hitti ólaf Ólafsson
landlækni að máli og innti hann
fyrst eftir því hvað hefði orðið til
þess að fundur þessi var boðaður.
„Slys eru meiriháttar heilbrigð-
isvandamál," sagði ÓLafur „og
orðin var full þörf á því að þeir
aðilar sem hlut eiga að máli,
kæmu saman og ræddu forvarnir
slysa og gerðu tillögur um laga- og
reglugerðarbreytingar um slysa-
varnir. Þó að við Islendingar séum
fremstir í flokki hvað varðar for-
varnir gegn langvinnum sjúk-
dómum, s.s. hjarta- og æðasjúk-
dómum, krabbameini, sykursýki
o.fl. þá erum við eftirbátar ná-
grannaþjóða okkar í slysavörnum.
Orsök þess er meðal annars sú að
aðgerðir gegn slysum eru í hönd-
um að minnsta kosti sex ráðu-
neyta og er samvinna þeirra á
milli alls ekki nægjanleg.
Á fundinum var því aðallega
rætt um leiðir til samræmdra að-
gerða um slysavarnir. Lagðar voru
fram upplýsingar um helstu slysa-
tegundir og stuðst við skráningu
slysadeildar Borgarspítalans, upp-
lýsingar landlæknis, sjúkrahúsa ,
sjóslysanefndar o.fl. Helstu niður-
stöður voru þær að algengustu
slys á Stór-Reykjavíkursvæðinu
árið 1983 voru slys útivið, en þau
voru 10.500. Næst komu heimaslys
7.600, vinnuslys 6.000 og íþrótta-
slys 2.600, en á fundinum var lögð
fram fyrsta úttekt sem gerð hefur
verið um íþróttaslys hér á landi og
voru tölur mun hærri en áætlað
hafði verið. Skólaslys á árinu 1983
voru 1.600 og umferðarslys 1.300.
Sem merki um lélega skfáningu
slysa skal bent á að ekki er til nein
skrá yfir heimaslys sem þó eru
mjög tíð og og aðeins tæpur helm-
ingur umferðarslysa er á skrá hjá
lögreglu."
— Hverjar urðu niðurstöður
fundarins?
Frá fundinum um slysavarnir. Mbi./RAX
Ólafur Ólafsson landlæknir
„Niðurstöðurnar urðu m.a. þær
að farið er fram á að sett verði á
fót slysarannsóknanefnd, sem
starfa skuli á sama hátt og t.d.
sjóslysanefnd og flugslysanefnd.
Algengust allra slysa og jafn-
framt alvarlegust eru sjóslys. Á
fundinum var fjallað um þau slys
en þó ekki mjög ýtarlega, þar sem
að sérstök ráðstefna um sjóslys
verður haldin i næsta mánuði. Þá
leggur fundurinn til, að kennsla í
slysafræðum verði gerð að skyldu-
grein í grunnskólum og gæti hún
þá t.d. verið kennd í tengslum við
heimilisfræði. Fram kom á fund-
inum að 14—15% allra vélhjóla
hér á landi valda slysum en aðeins
um 2% allra bíla. Þvf eru vélhjól
7—8 sinnum hættulegri í umferð-
inni en bílar og er brýn þörf á
forvörnum í þeim efnum. Fundur-
inn leggur áherslu á að þess verði
krafist enn ákveðnara en áður, að
ökumenn vélhjóla noti hjálma við
akstur og að vélhjólin svo og fatn-
aður ökumanna séu í áberandi lit-
um.
Tryggingastofnun ríkisins sér
um slysabætur, en fundurinn æsk-
ir þess að henni sé veitt heimild til
að verja fé til að forðast slys.
Fundurinn vill að aukin verði
notkun bílbelta og sett verði við-
urlög við vanrækslu á notkun
þeirra. Síðast en ekki síst æskir
fundurinn þess að efldar verði
slysavarnir í heimahúsum en eins
og ég nefndi hér áðan voru heima-
slys á árinu 1983, 7.600. Nauðsyn-
legt er að merkja vel öll lyf og
eiturefni því athygli vekur há
tíðni eitrana hjá börnum á aldrin-
um 0—4 ára.
I lok fundarins var kosin fjög-
urra manna undirbúningnefnd
sem í eiga sæti Salome Þorkels-
dóttir alþingismaður, Ólafur
ólafsson landlæknir, Gunnar Þ.
Jónsson pófessor og Haraldur
Henrýsson forseti SVFÍ. Nefndin
á að vinna að því að stofnuð verði
landsnefnd sem sjá á um það, að
ályktunum fundarins um slysa-
varnir verði fylgt eftir. Ætlunin
er að hópurinn, sem kom saman á
fundinum, hittist að ári og ræði
stöðu mála eins og hún verður þá.“
— Er það álit manna að fund-
urinn hafi tekist að óskum?
„Já, menn virðast vera mjög
ánægðir með niðurstöður fundar-
ins. Þetta er í fyrsta sinn sem svo
stór hópur kemur saman til að
ræða þessi mál og er það jákvæð
þróun ef að þessi hópur getur hist
reglulega og borið saman bækur
sínar. Það verður þó að segjast
eins og er að stjórnvöld taka afar
seint við sér varðandi fjárbeiðnir,
það er engu líkara en að valdam-
enn þjóðfélagsins séu síðastir
manna til að skilja þýðingu slysa-
varna. Það stendur þó vonandi til
bóta,“ sagði ólafur Ólafsson land-
læknir að lokum.