Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 63
MORGUNBLADIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 71 Slysavamamenn í þjálfunar- og námsferð: Liður í að treysta björgunarkeðjuna — segir Hannes Hafstein, framkv.stj. SVFÍ FÉLAGAR úr björgunardeildum Slysavarnafclags íslands á Vestur- landi og Vestfjörðum héldu til Skot- lands í gjer í þjálfunar- og námsferð. Er ferð þessi farin og skipulögð í náinni samvinnu við björgunarfélög og björgunarstöðvar f Skotlandi. Fararstjóri þessarar ferðar verður Hannes Hafstein, framkvsmda- stjóri SVFÍ. 15. september næst- komandi verður önnur ferð af sama toga og fara þá félagar úr björgun- arsveitum á Norður- og Austurlandi. Fararstjóri þá verður Gunnar Tómasson frá Grindavfk. Hannes Hafstein, framkvæmda- stjóri SVFÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið, að björgunarsveit- irnar sjálfar stæðu straum af kostnaði vegna ferðanna, en auk þess hefðu ýmsir aðilar sýnt þessu bæði skilning og velvilja. Eimskip, Hafskip og skipadeild Sambands- ins hefðu sýnt þessum ferðum mikinn áhuga og velvilja. Mark- miðið með þessum ferðum væri nám og þjálfun í björgun manna af sjó og við sjó og væru því mikil- vægur þáttur í starfsþjálfuninni. I ferðunum myndu menn kynna sér björgunarstöðvar og kynnast starfsemi félaga sinna í Skotlandi. Ferðirnar væru því mikilvægur liður í því að treysta hlekkina í Motzfeldt í op- inbera heimsókn Landsstjórnarformaður Græn- lands Jonathan Motzfeldt og kona hans koma til íslands 26. septem- ber nk. og dveljast hér á landi til 29. september í boði Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra. (Krétutilkynning frá fonuetinriAunejtinu.) björgunarkeðjunni á Norður Atl- antshafi. Þá væri mikill áhugi á því að reisa hér á landi þjálfun- armiðstöð og því væri sú þekking og reynsla, sem menn öfluðu sér í Skotlandi mikilvæg þegar þar að kæmi. „Vika íslenska hestsins“ í Hollandi Ilagana 10. til 16. september veröur haldin í Hollandi hátíð sem ber yfirskriftina „Vika íslenska hestsins“. Er hér um aö ræða af- mælishátíð félags eigenda ís- lenskra hesta í Hollandi sem er 25 ára um þessar mundir. Dagskrá verður fjölbreytt og má þar nefna fyrirlestra um ýmis mál, kvik- mynda- og myndbandasýningar alla dagana. Kynbótahross verða sýnd og dæmd og alþjóðlegt mót verður haldið þrjá síðustu dagana. Einnig verður keppt í því sem á ensku kallast „Long distance ride“ en erfiðlega hefur gengið að fá íslenska þýðingu á þessari nafngift svo vel fari, en ýmsir hafa kallað þetta „þolreið". Setningarathöfn verður á mánudagskvöld þann tíunda en á þriðjudag hefst ræktunarráð- stefna FEIF (Samband eigenda íslenska hesta í Evrópu) og mun Friðþjófur Þorkelsson halda þar erindi um ræktun á íslenskum hestum. Á miðvikudag verða kynbótahross dæmd og munu þeir Friðþjófur og Walter Feldmann frá Þýskalandi dæma þar hvor í sínu lagi. Að því loknu verða pallborðsumræður um kynbótadóma og munu þeir Friðþjófur og Feldmann sitja þar fyrir svörum varðandi þau atriði sem þá kann að greina á um og fleira. í tengslum við há- tiðina verður haldinn aðalfund- ur FEIF nánar tiltekið 17. sept- ember. Ljóst er að nokkrar Haldin í tilefni af 25 ára afmæli Félags eigenda íslenska hestsins þar i landi mannabreytingar munu eiga sér stað í stjórn samtakanna og mun núverandi forseti, Ewald Isenbugel, frá Sviss ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hefur Volker Ledermann frá Þýska- landi ákveðið að gefa kost á sér í forsetaembættið en hann er nú- verandi ræktunarfulltrúi í stjórn og verður því að kjósa nýjan ræktunarfulltrúa ef hann mun ná kjöri í stöðu forseta. Einnig mun Gunnar Jónsson frá Danmörku hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhald- andi setu í stjórn en hann hefur gengt stöðu ritara. Pétur Behr- ens frá Islandi sem setið hefur í stjórn sem blaðafulltrúi hefur einnig ákveðið að hætta og eiga íslendingar þá aðeins einn mann eftir í stjórn sem er Gunnar Bjarnason en hann er reyndar heiðursforseti samtak- anna. Meðal keppenda á alþjóðlega mótinu sem heldið verður í lok hátiðahaldanna verða nokkrir íslendingar og munu þeir ef að líkum lætur keppa á hestum sem verða fluttir héðan næstu daga en einnig verða fengnir hestar að láni úti. Þeir íslend- ingar sem keppa eru Reynir Að- alsteinsson, Sigurbjörn Bárð- arson, Þórður Jónsson, Viðar Halldórsson, Herbert Ólason og einnig gæti svo farið að Sigurð- ur Sæmundsson bættist í hóp- inn. Ekker er endanlega ákveðið á hvaða hestum hver keppir en til greina kemur að Reynir verði með stóðhestinn Nasa frá Geirs- hlíð og Tenór frá Flugumýri og Þórður fer að öllum líkindum með skeiðhestinn Hjört utan og keppir á honum í skeiði. Heyrst hefur að Sigurbjörn Bárðarson munu keppa á Seif frá Hömrum í fimmgangi og fái lánaðan hest úti í tölt og fjórgang. Svo gæti þó farið að fá yrði lánaða hesta erlendis fyrir alla knapana en það ræðst af því hvenær hrossin verða flutt út. Afmælishátiðin verður haldin í Uddel sem kann að hljóma kunnuglega í eyrum Íslendinga því þar var haldið Evrópumót 1979 og var það einmitt þá sem hestar íslensku keppendanna veiktust eins og mörgum er sjálfsagt í fersku minni. Einmana inn- brotsþjófur? EKKI sækjast allir innbrotsþjófar eftir peningum eða skemmta sér við að eyðileggja sem mest. Altént ekki pilturinn, sem braust inn í Bókabúð Breiðholts við Arnar- bakka aðfaranótt laugardagsins. Hann reyndist bara vera einmana. Þegar komið var að honum inni í búðinni hafði hann safnað í mal sinn nærri þrjátíu tímaritum af ýmsum uppruna — öll áttu þau þó sammerkt að vera mestmegnis myndir af fáklæddum og óklædd- um konum. wrnmmnmimz; srrTL^uv’r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.