Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 51 „Létu sig dreyma um byltingu við sólarlag" Endurnar voru hreint ekki með nein læti á kyrru yfirborði tjarnarinnar í miðborg Reykja- víkur sólríkan fimmtudag fyrir hálfum mánuði, þær lifðu í sátt og samlyndi við Guð og menn og kunnu ekki síður en mannfólkið að meta sólskinið. Bandarískur ferðamaður stóð með myndavél í hendi við tjarn- arbakkann gengt húsi Félags- málastofnunar Reykjavíkur- borgar og myndaði umhverfið. Hann var sko ekki að versla, hann var að dáðst af náttúrunni og gekk eftir Tjarnargötunni áleiðis að Ráðherrabústaðnum og myndaði húsið frá ýmsum sjónarhornum. Hinum megin við götuna, við dagheimilið voru börnin að leik í rólum og sand- kössum og unglingar sleiktu sól- skinið á grasflötinni ekki langt frá styttunni af ólafi Thors. Annars var rólegt i hádeginu þennan sólríka dag, lítil umferð bifreiða eða gangandi fólks. Eft- ir Tjarnargötunni, ekki langt frá Ráðherrabústaðnum, gekk Ant- on Örn Kjærnested hinn ötuli framkvæmdastjóri bókaklúbbs Almenna Bókafélagsins og gekk greitt, líkiega verið á leið heim í hádegismatinn. Sumarleikhúsið „Light Nights" efnir til sýninga fyrir erlenda ferðamenn í gamla Tjarnarbíói og eru komnar út- stillingamyndir í glugga við hús- ið, útlendur ferðamaður greip í hurðarhúninn á útidyrahurð- inni, þar var lokað, miðasala greinilega ekki hafin. í brekkunni upp af Ráðherra- bústaðnum í leikaranýlendunni sem sumir nefna „Beverly Hills" búa Flosi Ólafsson, Baldvin Halldórsson, Gísli Alfreðsson og Helgi Skúlason ásamt fjölskyld- um. Ókunnugir sem leið eiga um hverfið ímynda sér að þarna búi athafnarmenn í verslun eða iðn- aði. Gömlu timburhúsin taka sig vel út og aldrei betur en í sól- skini og hafa fengið nýtt útlit, máluð ýmist í skærum ljósum litum eða dökkum litum og um- hverfið til fyrirmyndar, hús og garðar. Fegrunarnefnd Reykja- víkur mætti gjarnan veita auka- verðlaun (það er búið eins og kunnugt er að veita aðalverð- launin) til húsráðenda í „Beverly Hills", t.d. kassa af góðu kon- fekti eða dýrum vindlum, í við- urkenningarskyni fyrir mikla al- úð í frágangi lóða og húsa. Við Tjarnargötu hefur löngum búið fólk sem sett hefur svip á umhverfið, á mannlífið, athafna- menn, embættismenn og lista- menn. í annálum er getið um Rosenern, stiftamtmann, dansk- an umboðsmann konungs sem árið 1848 fyrirskipaði ákveðin nöfn á allar götur sem þá voru í Reykjavík, ein af þessum götum var Tjarnargata sem síðar fékk svo sama nafn og alþýða manna hafði þegar skýrt hana. Snemma á öldinni byggðu embættismenn í bænum hús við Tjarnargötu og þar reis af grunni aðalslökkvi- stöðin í bænum. Á horni Tjarn- argötu og Kirkjustrætis bjó í upphafi starfsferils síns seint á nítjándu öld, Geir Zöéga, útgerð- armaður, sem lengi var einn af aðalburðarásunum i reykvísku athafnalífi. Á Tjarnargötu núm- er fimm bjó um eftir aldamótin siðustu, frændi hans og alnafni, Geir Zoéga síðar rektor, afi Geirs Hallgrímssonar, utanrik- isráðherra. Húsin sem þeir al- nafnarnir bjuggu í eru löngu horfin, einnig hús sem stóð við Tjarnargötu númer þrjú sem hét Suðurbær, þar bjó lengi Guð- mundur Hannesson böðull, með konu sinni Margréti. Á þessum slóðum reis síðar stórbygging Steindórsprents sem enn er við götuna, hið veglegasta hús þar er Happdrætti Háskólans með umboð og gefur út vinningaskrá mánaðarlega sem veldur allt i senn vonbrigðum og gleði. í húsi við Tjarnargötu 6, sem einnig er horfið, bjó Pétur Guð- jónsen, orgenleikari, brautryðj- andi í íslensku tónlistarlífi seint á nítjándu öldinni og í byrjun tuttugustu aldarinnar. Hann var tengdafaðir eða forfaðir margra af helstu oddvitum i menning- arlífi þjóðarinnar hér fyrr á ár- um eins og t.d. Indriða Einars- sonar. Saga Ráðherrabústaðar- ins að Tjarnargötu 32 er svolítið sérstök. Húsið var upphaflega byggt fyrir Ellefsen, forstjóra norsku hvalveiðistöðvarinnar á Vestfjörðum, sem þar var með starfsemi um og eftir aldamótin síðustu. Húsið var byggt við Dýrafjörð og endurreist sem ráðherrabústaður í Reykjavík og er mikil prýði af húsinu þar sem það stendur í brekkunni í Tjarn- argötu og ágætt að geta boðið þangað gestum ríkisstjórna, stórmönnum heimsins sem leið eiga um landið hvort sem er sumar, vetur, vor eða haust. Hús Islensk-Erlenda að Tjarnargötu 18 er komið til ára sinna en eigi að síður vel útlítandi og vel með farið. Þar ræður ríkjum Friðrik Sigurbjörnsson og hefur gert í áraraðir með traust fyrirtæki og þekkt. Húsið að Tjarnargötu 20 er tengt ákveðnu tímabili I lífi þeirra sem eitt sinn voru ungir og byltingasinnaðir og störfuðu í Æskulýðsfylkingunni, sambandi ungra sósíalista, á sjöunda ára- tugnum þegar algengt var að kæmi til átaka við lögreglu á götum úti vegna Víetnam eða herstöðva á Islandi. Þar réðu ríkjum á skrifstofu um tíma Kjartan Ólafsson, síðar ritstjóri Þjóðviljans, Jón heitinn Rafns- son, hagyrðingur góður, minnis- stæður maður, sem varð á sú yf- irsjón eins og fjölda annara að trúa á Sovétríkin og Stalín og Vernharður Linnet, jazzgeggj- ari, sem kunni tvö hundruð manna spjaldskrá utan að, mundi fæðingardag og heimili félaga og það sem meira var um vert mundi símanúmer hjá fé- lögum og það var ekki lítið atriði þegar efna átti til „liðsfunda" eins og mótmælaaðgerðir voru þá nefndar. Að Tjarnargötu 26 búa þau hjón Sveinn Einarsson rithöf- undur og Þóra Kristjánsdóttir, listráðunautur og umsjónarmað- ur Kjarvalsstaða, ásamt dóttur sinni í skemmtilegu húsi. Fram- sóknarflokkurinn var með bæki- stöðvar í þessu húsi á sjöunda áratugnum á þeim tíma þegar Kristinn Finnbogason og Þráinn Valdimarsson réðu miklu i Framsóknarflokknum og eiði- merkurganga flokksins utan rík- isstjórna var löng og erfið og sumir framsóknarmenn voru farnir að örvænta og töldu að seint eða aldrei kæmi að því að flokkurinn eini og sanni kæmist að kjötkötlunum. Róttækir, sósíalískir ungl- ingar voru stundum að leynast í kjarrinu við Tjarnargötuna, upp af tjörninni hér forðum með eggjalíkjörsflösku eða hvítvíns- flösku í buxnastreng og létu sig dreyma um byltingu við sólar- lag. Þá var gróðurinn heldur lít- ill en nú í dag er umhverfið allt kjarri vaxið og fagurt sem fyrr. Jakob Frímann Magnússon, sá ágæti listamaður kom út úr húsi við Tjarnargötu 10, þegar ég gekk fram hjá um daginn, burstaklipptur og minnir á fjall- göngumann, stórstígur, þrekvax- inn og gekk ákveðnum skrefum út götuna og ekki langt frá flaug hvítur mávur og fylgdist með pilti sem er leikstjóri kvikmynd- ar Stuðmanna, sem nú á að fara að hefja tökur á og heitir „Hvítir mávar“, sérkennileg tilviljun það. Karlar — Konur NUDD - NUDD - NUDD Megrunar- og afslöppunarnudd. (10 tíma kúrar). Megrunarnudd, vöðvabólgunudd, partanudd ogj afslöppunarnudd. Nudd — sauna — mælingar — vigtun — matseóill. Opið til kl. 10 öll kvöld. Bilastæði. Sími 40609. Nudd- og sólbaösstofa^ Ástu Baldvinsdóttur, Hrauntungu 85, Kópavogi. LEIÐBEINENDA TÆKNI OG NÁMSKEIÐA GERD Námskeið fyrir leidbeinendur MARKMIÐ: Markmið námskeiðsins er að auðvelda leiðbeinendum að beita þeirri tækni sem hvðst við leiðbeinendastörf og í vali á námsaðferð- um, og gerð verður grein fyrír skipulegri uppbvggingu námskeiða. EFNI: Fjallað verður um eftirtalda þætti: - Leiðbeinandinn - Þátttakendur - Hjálpartæki - Kennsluefni - Námsefnið (hugmyndir) - Niðurröðun (atburðarrás) námsefnis - Dagskrárgerð - Efnisgerð ÞATTTAKENDUR: Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum og þeim sem þurfa að leið- beina á námskeiðum, og setja upp námskeiðsefni. LEIÐBEINANDI: Sigurður Örn Gíslason. rekstrarráð- gjafi. Hefur starfað sem rekstrarráð- gjafí í 6 ár og rekur nú eigið ráðgjafa- fyrirtæki. Hann hefur m.a. stjómað námskeiðum í leiðbeinendatækni fyrír ýmsa hópa sl. 2 ár. TÍMI: 19.-20. september kl. 9.00 - 13.00. TILKYNNIÐ PÁTTTÖKU í SÍMA 82930 ASTJÓRNUNARFÉLAG Æm íslands nas^,23 BJARM DAGUR'AUGl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.