Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 Mjólkurlítr- inn kostar nú 21,50 kr. SMÁSÖLUVERÐ mjólkur, mjólkur- vara og nautgripakjöta htekkaði um 3,5 til 4,4% um mánaöarmótin sam- kvæmt ákvörðun sexmannanefndar. Mjólkurlítrinn kostar nú 21,50 kr. Hskkaði hann um 80 aura, eða um 3,5 til 4%eftir tegundum umbúða. Lftri af rjóma hækkaði um 3,3% og kostar nú 143,10 kr. Hver lítri af undanrennu kostar nú 14,20 kr. Kíló af skyri hækkaði um 4% og kostar nú 38,90 kr. Smjör hækkaði um 4,4% og kostar nú 250,30 kr. hvert kíló. Ostur hækkaði um 3,3% og kostar hvert kíló af honum nú 222,20 kr. Nautgripakjöt hækkaði um 4,2%. Kostar 1 kg. af 1. verð- flokki (UN*) nú 181,90 kr. og af 2. verðflokki (UNI) 161,50 kr. Kaupmannahöfn: - Fréttabréf úr Jónshúsi FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaði og garðhús þegar svalt er í veðri á góðviðrisdögum á íslandi. Endurseljendur: Ratvörur - Laugarnesvegl 52 - Reykjavfk Glóey - Ármúla 28 - Reykjavík Skúll Þórsson - Álfaskeiði 31 - Hafnarfirði Rafborg - Grindavík Árvirkinn - Selfossi Kaupfélag V-Skaftfelllnga - Vlk í Mýrdal Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum Bífreiða- og trésmlðja Borgarness Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Leifur Haraldsson - Seyðisfirði Rafvlrklnn - Eskiflrði Kristall - Höfn/Hornafirði Rafborg - Patreksfirði Ljósvaklnn - Bolungarvik Raftækni - Akureyri Árni og Bjarni - Reyðarfirði J/f RÖNNING Sund?bm SÍmi 84000 an teikningar og klippimyndir Ingibjargar Ránar, sem er kennari að mennt og hefur myndskreytt í skólum og fyrir blöð. — Næst verða settar upp myndir Sigríðar Sigurðardóttur, efnilegrar lista- konu, sem nú er á förum til náms í Escola Massanna í Barcelona, og verður viðfangsefni hennar þar steint gler. Skammt er þess að bíða að hauststarf félaganna hefjist og þá hinir föstu liðir í félagsheimilinu. Má geta þess, að Norræna félagið í Kaupmannahöfn heimsækir Jóns- hús ásamt gestum frá Helsing- borg og Malmö tvo laugardaga í september og mun heimafólk í húsinu segja frá Jóni Sigurðssyni og skemmta gestunum með hljóð- færaleik. G.LÁsg. Auðkúluheiði: Sýslumað- ur lét smala hrossunum SÝSLUMAÐUR Húnvetninga lét smala hrossum af norður- og austur- hiuta Auðkúluheiðar um helgina. Lögregluvarðstjóri frá Blönduósi fór á heiðina á sunnudagsmorgun við þriðja mann og komu þeir niður um kvöldið með 88 hross frá 4 bæjum í Austur- Húnavatnssýslu. Eins og kunnugt er ráku Svínvetningar hrossin á heiðina í sumar í trássi við bann landbúnaðar- ráðuneytisins og samningaumleitanir, sem verið hafa f gangi að undanförnu, hafa ekki borið árangur. Frímann Hilmarsson lögreglu- varðstjóri sagði í samtali við blaða- mann Mbl. í gær að leitin hefði gengið vel. Hrossin hefðu flest verið á takmörkuðu svæði; á uppgræðslu og ábornu landi. Sagði hann að hrossin hefðu verið frá Stóra-Dal, Guðlaugsstöðum, Eiðsstöðum og Eldjárnsstöðum og hefðu eigend- urnir tekið við þeim hjá afréttar- girðingunni. Taldi hann að fá hross væru eftir á heiðinni því stóðin frá Höllustöðum, Mosfelli og Auðkúlu hefðu farið af sjálfsdáðum út af heiðinni eða lent innan girðingar þegar eyðibýli var girt af og ekki verið sett aftur á afréttinn. Sagði hann að styggð hefði ekki komið að fé á heiðinni þar sem þessi hluti heiðarinnar hefði verið smalaður á laugardag og þeir notað tækifærið og farið í kjölfarið. Frímann sagðist ekki vera búinn að taka kostnaö við smölunina saman og ekki vita hvernig hann yrði innheimtur en bjóst við að það yrði með væntan- legum sektum upprekstrarmanna. Happdrætti Qlympíunefndar: Dregið á laugardaginn NÚ FER hver að verða síð- astur til að greiða heimsenda happdrættismiða Ólympíu- ncfndar íslands. Dregið verður næsta laugardag, 8. september. Drætti verður ekki frestað aftur. Alls eru 14 bifreiðir í vinn- ing í happdrættinu, að verð- mæti um 4,7 milljónir króna, 3 Ford Sierra og 11 Dort Escort. Allir vinningar eru skatt- frjálsir. Lausamiðar eru til sölu úr einum vinningsbílnum í Austurstræti. (FrétUtilkynBÍiiiO Norræna húsið: Tónleikar í kvöld TÓNLEIKUM, þar sem leikin verða verk eftir Grieg og Chopin í Norræna húsinu í kvöld, hefur verið frestað til kl. 21.15, en áður höfðu þeir verið auglýstir klukkan 20.30. Það eru norski píanóleikar- inn Einar Steen-Nekleberg og danska leikkonan Birte Storup Rafn, gestir Norræna hússins, sem fram koma á tónleikunum. Jónshúsi, 28. á|fÚNt. í JÚLÍ og ágúst hefur verið margt um manninn hér í Jóns- húsi og hefur fjöldi ferðamanna, sem koma í safn Jóns Sigurðs- sonar og félagsheimilið, aukizt að mun. Hafa nú t.d. 1.000 manns skoðað safnið á árinu. I'á hafa verið listsýningar eins og oft áður og ýmis konar skemmti- kvöld með íslenzkum skemmti- kröftum, bæði búsettum hér og að heiman. Fyrst skal nefna bókmennta- kvöld í félagsheimilinu um miðjan júlí, en þar lásu þau Jón úr Vör, Einar Már Guðmundsson, Sverrir Hólmarsson, Magnúz Gezzon og Dóra Stefánsdóttir úr verkum sín- um. Voru áheyrendur margir og nutu upplestrarins vel. — Þá lék hljómsveitin Hrím af miklu fjöri eina kvöldstund í júlílok fyrir ís- lendinga hér í borg og höfðu tveir hljómlistarmannanna samið hluta laganna, þeir Hilmar J. Hauksson og Matthías Kristinsson, en auk þeirra leikur Wilma Young í tríó- inu. — Nokkru síðar kynnti svo Hörður Torfason nýjustu plötu sína „Tabu“ hér. Eru öll lög og textar eftir Hörð, en auk hans leika Þormóður Karlsson, Gísli Víkingsson, Kristján Þór Sigurðs- son, Ólafur Sigurðsson, Björgúlfur Egilsson og Þorbjörn Erlingsson á plötunni. Sýningar á veggjum félagsheim- ilisins í sumar voru ljósmynda- sýning Finnana Lauri Dammert, sem hann kallaði „Nokkuð í tengslum við ljósmyndun" og síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.