Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 36

Morgunblaðið - 04.09.1984, Side 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 Mjólkurlítr- inn kostar nú 21,50 kr. SMÁSÖLUVERÐ mjólkur, mjólkur- vara og nautgripakjöta htekkaði um 3,5 til 4,4% um mánaöarmótin sam- kvæmt ákvörðun sexmannanefndar. Mjólkurlítrinn kostar nú 21,50 kr. Hskkaði hann um 80 aura, eða um 3,5 til 4%eftir tegundum umbúða. Lftri af rjóma hækkaði um 3,3% og kostar nú 143,10 kr. Hver lítri af undanrennu kostar nú 14,20 kr. Kíló af skyri hækkaði um 4% og kostar nú 38,90 kr. Smjör hækkaði um 4,4% og kostar nú 250,30 kr. hvert kíló. Ostur hækkaði um 3,3% og kostar hvert kíló af honum nú 222,20 kr. Nautgripakjöt hækkaði um 4,2%. Kostar 1 kg. af 1. verð- flokki (UN*) nú 181,90 kr. og af 2. verðflokki (UNI) 161,50 kr. Kaupmannahöfn: - Fréttabréf úr Jónshúsi FRICO geislaofninn er tilvalinn vermir á svalir, útverustaði og garðhús þegar svalt er í veðri á góðviðrisdögum á íslandi. Endurseljendur: Ratvörur - Laugarnesvegl 52 - Reykjavfk Glóey - Ármúla 28 - Reykjavík Skúll Þórsson - Álfaskeiði 31 - Hafnarfirði Rafborg - Grindavík Árvirkinn - Selfossi Kaupfélag V-Skaftfelllnga - Vlk í Mýrdal Verslunin Kjarni - Vestmannaeyjum Bífreiða- og trésmlðja Borgarness Sigurdór Jóhannsson raftækjavinnustofa - Akranesi Leifur Haraldsson - Seyðisfirði Rafvlrklnn - Eskiflrði Kristall - Höfn/Hornafirði Rafborg - Patreksfirði Ljósvaklnn - Bolungarvik Raftækni - Akureyri Árni og Bjarni - Reyðarfirði J/f RÖNNING Sund?bm SÍmi 84000 an teikningar og klippimyndir Ingibjargar Ránar, sem er kennari að mennt og hefur myndskreytt í skólum og fyrir blöð. — Næst verða settar upp myndir Sigríðar Sigurðardóttur, efnilegrar lista- konu, sem nú er á förum til náms í Escola Massanna í Barcelona, og verður viðfangsefni hennar þar steint gler. Skammt er þess að bíða að hauststarf félaganna hefjist og þá hinir föstu liðir í félagsheimilinu. Má geta þess, að Norræna félagið í Kaupmannahöfn heimsækir Jóns- hús ásamt gestum frá Helsing- borg og Malmö tvo laugardaga í september og mun heimafólk í húsinu segja frá Jóni Sigurðssyni og skemmta gestunum með hljóð- færaleik. G.LÁsg. Auðkúluheiði: Sýslumað- ur lét smala hrossunum SÝSLUMAÐUR Húnvetninga lét smala hrossum af norður- og austur- hiuta Auðkúluheiðar um helgina. Lögregluvarðstjóri frá Blönduósi fór á heiðina á sunnudagsmorgun við þriðja mann og komu þeir niður um kvöldið með 88 hross frá 4 bæjum í Austur- Húnavatnssýslu. Eins og kunnugt er ráku Svínvetningar hrossin á heiðina í sumar í trássi við bann landbúnaðar- ráðuneytisins og samningaumleitanir, sem verið hafa f gangi að undanförnu, hafa ekki borið árangur. Frímann Hilmarsson lögreglu- varðstjóri sagði í samtali við blaða- mann Mbl. í gær að leitin hefði gengið vel. Hrossin hefðu flest verið á takmörkuðu svæði; á uppgræðslu og ábornu landi. Sagði hann að hrossin hefðu verið frá Stóra-Dal, Guðlaugsstöðum, Eiðsstöðum og Eldjárnsstöðum og hefðu eigend- urnir tekið við þeim hjá afréttar- girðingunni. Taldi hann að fá hross væru eftir á heiðinni því stóðin frá Höllustöðum, Mosfelli og Auðkúlu hefðu farið af sjálfsdáðum út af heiðinni eða lent innan girðingar þegar eyðibýli var girt af og ekki verið sett aftur á afréttinn. Sagði hann að styggð hefði ekki komið að fé á heiðinni þar sem þessi hluti heiðarinnar hefði verið smalaður á laugardag og þeir notað tækifærið og farið í kjölfarið. Frímann sagðist ekki vera búinn að taka kostnaö við smölunina saman og ekki vita hvernig hann yrði innheimtur en bjóst við að það yrði með væntan- legum sektum upprekstrarmanna. Happdrætti Qlympíunefndar: Dregið á laugardaginn NÚ FER hver að verða síð- astur til að greiða heimsenda happdrættismiða Ólympíu- ncfndar íslands. Dregið verður næsta laugardag, 8. september. Drætti verður ekki frestað aftur. Alls eru 14 bifreiðir í vinn- ing í happdrættinu, að verð- mæti um 4,7 milljónir króna, 3 Ford Sierra og 11 Dort Escort. Allir vinningar eru skatt- frjálsir. Lausamiðar eru til sölu úr einum vinningsbílnum í Austurstræti. (FrétUtilkynBÍiiiO Norræna húsið: Tónleikar í kvöld TÓNLEIKUM, þar sem leikin verða verk eftir Grieg og Chopin í Norræna húsinu í kvöld, hefur verið frestað til kl. 21.15, en áður höfðu þeir verið auglýstir klukkan 20.30. Það eru norski píanóleikar- inn Einar Steen-Nekleberg og danska leikkonan Birte Storup Rafn, gestir Norræna hússins, sem fram koma á tónleikunum. Jónshúsi, 28. á|fÚNt. í JÚLÍ og ágúst hefur verið margt um manninn hér í Jóns- húsi og hefur fjöldi ferðamanna, sem koma í safn Jóns Sigurðs- sonar og félagsheimilið, aukizt að mun. Hafa nú t.d. 1.000 manns skoðað safnið á árinu. I'á hafa verið listsýningar eins og oft áður og ýmis konar skemmti- kvöld með íslenzkum skemmti- kröftum, bæði búsettum hér og að heiman. Fyrst skal nefna bókmennta- kvöld í félagsheimilinu um miðjan júlí, en þar lásu þau Jón úr Vör, Einar Már Guðmundsson, Sverrir Hólmarsson, Magnúz Gezzon og Dóra Stefánsdóttir úr verkum sín- um. Voru áheyrendur margir og nutu upplestrarins vel. — Þá lék hljómsveitin Hrím af miklu fjöri eina kvöldstund í júlílok fyrir ís- lendinga hér í borg og höfðu tveir hljómlistarmannanna samið hluta laganna, þeir Hilmar J. Hauksson og Matthías Kristinsson, en auk þeirra leikur Wilma Young í tríó- inu. — Nokkru síðar kynnti svo Hörður Torfason nýjustu plötu sína „Tabu“ hér. Eru öll lög og textar eftir Hörð, en auk hans leika Þormóður Karlsson, Gísli Víkingsson, Kristján Þór Sigurðs- son, Ólafur Sigurðsson, Björgúlfur Egilsson og Þorbjörn Erlingsson á plötunni. Sýningar á veggjum félagsheim- ilisins í sumar voru ljósmynda- sýning Finnana Lauri Dammert, sem hann kallaði „Nokkuð í tengslum við ljósmyndun" og síð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.