Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
„Það varð fjaðrafok
í dúfnahúsinu þegar
Pflu bar að garði“
— sagði Sigfús M. J6ns-
son, eigandi sigur-
sælustu dúfunnar
á íslandsmótinu
í kappflugi bréfdúfna
SIGURVEGARI á íslandsmóti f
kappflugi bréfdúfna, sem haldið var
í Grímsey sl. laugardag var dúfan
Fíla frá Húsavík í eigu Sigfúsar H.
Jónssonar og hlaut hann 50 þúsund
krónur i verðlaun. Sigfús, sem er 16
ára gamall, er mikill áhugamaður
um dúfur og auk 30 bréfdúfna á
hann um 20 skrautdúfur. Blm. spjall-
aði örlítið við Sigfús og innti hann
eftir því hvort úrslitin hefðu komið
honum á óvart.
„Já, það má nú segja, ég bjóst
aldrei við því að Píla myndi vinna.
Ferðin var ógurleg á henni þegar
að hún kom fljúgandi að húsinu og
í óðagotinu hitti hún ekki i sitt
búr heldur í það næsta við hliðina,
þar sem hún hafnaði á vegg. Það
má því segja að það hafi verið
mikið fjaðrafok í dúfnahúsinu
Skógargerði þegar Pilu bar að
garði. Henni lá sennilega svona
mikið á því hún er með tvo unga í
hreiðri sem hún má vart af sjá.“
— Hvað á svo að gera við verð-
launin?
Sigfús H. Jónsson meó dúfuna Pflu.
„Ég hef verið að safna mér fyrir
bíl, ég fæ bílprófið í janúar á
næsta ári. Því verður verðlaunun-
um líklega varið í væntanleg bíla-
kaup,“ sagði Sigfús H. Jónsson.
Eins og sést á þessari mynd var ekkert aldurstakmark f kartöflugarðinum og allir sem vettlingi gátu valdið tóku
upp kartöflur.
Verslunarmenn tóku upp 3
tonn af kartöflum um helgina
Deilt um bjór
á næsta þingi:
„Oruggt að
lagt verður
fram laga-
frumvarp“
FÉLAGAR í Verslunarmannafélagi
Reykjavíkur áttu þess kost nú um
helgina að taka upp kartöflur fyrir
sjálfa sig hjá bónda nokkrum á
Kyrarbakkka. Að sögn Péturs
Maack hjá VR þáðu um 40 félags-
menn boðið ásamt fjölskyldum
sínum og fóru heim með rösklega
þrjú tonn af nýjum kartöflum.
Er þetta í annað sinn sem fé-
lagsmenn Verslunarmannafé-
lags Reykjavíkur taka upp kart-
öflur hjá kartöflubónda og nú
um helgina voru á annað hundr-
að manns sem komu til Eyrar-
bakka til þess arna. Pétur Maack
hjá félaginu sagði að góð
stemmning hefði ríkt á staðnum
og menn verið ánægðir með af-
raksturinn, en alls var komið til
Reykjavíkur með rösklega þrjú
tonn af nýjum kartöflum. Bónd-
anum voru greiddar 11 krónur
fyrir hvert kílógramm, en
starfsmenn VR voru á staðnum
til að vigta uppteknar kartöflur.
Sagði Pétur að næstu helgi yrði
haldið áfram að taka upp kart-
öflur á Eyrarbakka og ætti hann
— segir Friðrik
Sophusson alþm.
Friðrik Sophusson, alþingis-
maður, íhugar nú að leggja
fram frumvarp á næsta þingi
um að leyfa bruggun og sölu
bjórs hér á landi.
Morgunblaðið/Pétur Maack
Frá kartöfluupptökunni á Eyrarbakka nú um helgina. Á myndinni eru
talið frá vinstri: Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaformaður VR, Magnús
L. Sveinsson formaður VR og dóttir hans, Sólveig Magnúsdóttir.
jafnvel von á því að enn fleiri fengið vilyrði bóndans um
félagsmenn kæmu þá. Sagði áframhaldandi starf af þessu
hann ennfremur að VR hefði tagi.
Friðrik sagði, í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins, að
það yrði örugglega kannað hvort
möguleiki væri á að koma slíku
frumvarpi í gegn nú. „Ef það er
hins vegar ljóst að svo muni ekki
vera, þá býst ég við að endurflutt
verði tillaga til þingsályktunar,
sem gerir ráð fyrir þjóðarat-
kvæðagreiðslu um bjórmálið,"
sagði Friðrik. „Menn eru að átta
sig á því, að þetta mál hlýtur fyrr
eða síðar að fá eðlilega afgreiðslu
og allt sem bendir til þess að svo
muni verða. Við höfum mörg öld-
urhús, sem selja einhvers konar
bjórlíki, ferðamenn og farmenn
flytja bjór inn í miklu magni og
það hlýtur að koma að því fyrr eða
síðar að augu manna opnist fyrir
þvi að það gengur ekki að ísland
sé allt öðru vísi en önnur lönd í
kringum okkur. Þess vegna er ör-
uggt að það verður annað hvort
lögð fram þingsályktunartillaga
eða frumvarp til laga þegar þing
kemur saman,“ sagði Friðrik
Sophusson að lokum.
Frá aðalfundi Stéttarsambands bænda á ísafirði.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda:
— segir í ályktun um stefnumörkun í landbúnaði
AÐALFUNDI Stéttarsambands bænda lauk aðfaranótt sunnudags en hann
var haldinn á ísafirði og stóð yflr í þrjá daga. Á fundinum voru til umfjöllun-
ar ýmis hagsmunamál bændastéttarinnar og voru þau afgreidd í lok fundar-
ins með fjölmörgum ályktunum. Meðal annars var samþykkt kjaramála-
ályktun og ályktun um stefnumótun í landbúnaði.
I ályktun um stefnumótun i
landbúnaði segir meðal annars að
mótun framtíðarstefnu í landbún-
aði sé eitt brýnasta hagsmunamál
bændastéttarinnar. Sú óvissa sem
ríki um málefni landbúnaðarins sé
með öllu óþolandi og þær aðstæð-
ur hafi skapast i þjóðfélaginu að
sífellt verði meira aðkallandi að
viðtæk samstaða náist um
ákveðna landbúnaðarstefnu. Skor-
að er á ríkisstjórn og Alþingi að
taka höndum saman við bænda-
samtökin um slíka stefnu er
tryggi sem best afkomu landbún-
aðarins, þjóðinni til hagsbóta.
t ályktuninni eru tilgreind þau
meginmarkmið sem aðalfundur-
inn telur að eigi að vera í landbún-
aðarstefnunni. Þar er gert ráð
fyrir að framleiðsla landbúnað-
arvara skuli fullnægja þðrfum
innanlands, bæði er varðar land-
búnaðarafurðir til manneldis og
iðnaðarframleiðslu. Framleiðsla
umfram það verði í samræmi við
aðstæður á erlendum mörkuðum.
Bændum verði tryggð sambærileg
kjör og aðrir landsmenn njóta. Þá
segir að stefnt skuli að því að
framleiðslan byggist á innlendum
auðlindum og að ávallt sé tekið
tillit til hagkvæmnis og landnýt-
ingarsjónarmiða, með það fyrir
augum að efla hag bænda og
tryggja neytendum sem bestar og
ódýrastar búvörur. Ennfremur
segir að tryggja skuli og styrkja
eftir föngum núverandi byggð í
landinu og að atvinnuréttindi og
framleiðsluréttur þeirra er bú-
vöruframleiðslu stunda verði
tryggður með löggjöf.
Til að þessum markmiðum verði
náð, bendir fundurinn á nokkur
atriði. Meðal annars er lagt til að
sett verði löggjöf sem kveði á um
samninga á milli stjórnvalda og
framleiðenda um árlegt magn
þeirra tegunda búvöru sem tryggt
verði fullt verð fyrir. Framleiðslu-
stjórnun verði efld og öll búvöru-
framleiðsla felld inn í ramma
slíkrar stjórnunar. Aðlögum bú-
vöruframleiðslunnar að breyttum
markaðsaðstæðum gerist skipu-
lega og í samningsbundnum
áföngum og samhliða verði gert
stórátak í eflingu atvinnulífs svo
ekki komi til frekari byggðarösk-
unar.
Framleiðsla landbúnaðaraf-
urða fullnægi þörfum innanlands