Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
ptffpll Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Óleysanleg
loðnudeila?
Islendingar munu eiga í ár-
vissri deilu við næstu ná-
granna- og vinaþjóðir á meðan
ekki tekst samkomulag um
nýtingu íslenska loðnustofns-
ins. Þessi deila rís að jafnaði
um mitt sumar þegar skip
nágrannaþjóðanna taka að
huga að loðnuveiðum norð-
vestur af íslandi, þar sem nú
er umdeilt svæði á milli Jan
Mayen og Grænlands. Þessi
atriði koma helst til álita:
• Norðmenn hafa viðurkennt
rétt íslendinga til að ákveða í
samráði við sig hámarksafla á
loðnu (300 þús. lestir frá
sumarvertíð 1984 til 1985) við
ísland og Jan Mayen. Evrópu-
bandalagið sem enn ákveður
veiðimagn innan grænlenskr-
ar lögsögu hefur ekki gerst að-
ili að slíku samkomulagi.
• íslendingar og Norðmenn
hafa samið um skiptingu
loðnuaflans sín á milli þannig
að íslendingar fá 85% (195
þúsund lestir nú) en Norð-
menn 15% (105 þúsund lestir
nú, en Norðmenn fá jöfnunar-
afla vegna mikilla loðnuveiða
íslendinga í fyrra). Evrópu-
bandalagið (EB) hefur ein-
hliða ákveðið að í grænlenskri
lögsögu megi veiða 105 þúsund
lestir.
• Ekki hefur verið dregin
markalina milli Jan Mayen og
Grænlands. Norðmenn vilja
miðlínu en Danir sem fara
með samninga fyrir hönd
Grænlendinga vilja fá 200 míl-
ur í átt að Jan Mayen og vísa
meðal annars til samnings ís-
lendinga og Norðmanna. ís-
lendingar styðja sjónarmið
Norðmanna.
• Skip sem veiða samkvæmt
ákvörðun Evrópubandalagsins
hafa sótt afla austur fyrir
miðlinu. íslendingar vilja að
Norðmenn sendi varðskip til
að stugga við þeim. Norðmenn
hafa ekki gert það og telja sig
ekki samningsbundna til að
verða við óskum íslendinga.
• Færeyingar hafa undanfar-
in ár fengið heimild hjá EB til
að veiða 7.000 lestir af loðnu í
grænlenskri lögsögu. Þeir hafa
þar til í sumar ekki veitt þessa
loðnu. Færeyingar og Danir
hafa í sumar veitt um 22 þús-
und lestir af loðnu milli Jan
Mayen og Grænlands.
• Konunglega Grænlands-
verslunin fékk heimild hjá EB
til að veiða 30 þúsund lestir af
loðnu og þar af seldi hún Fær-
eyingum 27.900 lesta veiðirétt.
• íslendingar vilja að afli sem
veiðist með heimild EB drag-
ist frá 105 þúsund lesta kvóta
Norðmanna. Þessari kröfu
hafna Norðmenn.
• Grænlendingar ganga úr
EB 1. janúar 1985 en hafa selt
bandalaginu veiðiheimildir
innan lögsögu sinnar næstu
fimm ár, þar á meðal rétt til
að veiða loðnu.
• íslendingum hefur verið
boðið að kaupa veiðiheimildir
og fisk í grænlenskri lögsögu
en hafnað boðinu.
• Danir vilja að gerðardómur
skeri úr um markalínuna milli
Jan Mayen og Grænlands, ís-
lendingar hafa léð máls á
þeirri hugmynd en Norðmenn
hafna henni og vilja semja um
málið.
• Norðmenn telja brýnast að
semja um skiptingu loðnuafl-
ans milli deiluaðila en sam-
komulag um markalínu geti
beðið þar til síðar. íslendingar
vilja að áhersla verði lögð á
markalínuna fyrst.
• Jonathan Motzfeldt, for-
maður grænlensku heima-
stjórnarinnar, telur ósann-
gjarnt að íslendingar standi
gegn því að Grænlendingar
eignist 200 mílur í átt að Jan
Mayen og segir „merkilegt" að
íslendingar eigi 85% einkarétt
á leyfilegum hámarksafla á
loðnu.
• Pauli Ellefsen, lögmaður í
Færeyjum, segir að færeysk
yfirvöld verði við óskum ís-
lendinga um að þau krefjist
ekki frekari veiðiheimilda af
Evrópubandalaginu en á hinn
bóginn geti þau ekki hindrað
að færeysk útgerðarfyrirtæki
semji við rétthafa í græn-
lenskri lögsögu (þ.e. einnig
fyrir austan miðlínu í átt að
Jan Mayen) um kaup á veiði-
heimildum.
• íslendingar hafa sagt við
Færeyinga að það kunni að
bitna á veiðiheimildum þeirra
í íslenskri lögsögu ef þeir veiði
svo mikið af loðnu í græn-
lenskri lögsögu að íslending-
um blöskri.
Hér hafa verið sett fram 14
atriði sem koma til álita, þeg-
ar tekið er mið af þeim yfirlýs-
ingum sem aðilar loðnudeil-
unnar hafa gefið á síðustu vik-
um í samtölum við Morgun-
blaðið. Eins og af þeim sést
skarast deiluefnin um marka-
línu og aflamagn, staðreyndin
er sú að loðna veiðist venju-
lega ekki Grænlandsmegin við
miðlínu í áttina að Jan Mayen.
Gangur málsins hefur verið
sá að aðilar hafa skipst á orð-
sendingum þar sem megin-
sjónarmið þeirra eru ítrekuð.
Af íslands hálfu hefur þeirri
skipan sem nú ríkir hvað eftir
annað verið mótmælt og er
samstaða um málið í utanrík-
ismálanefnd Alþingis sem
rætt hefur einstaka þætti þess
á fjölmörgum fundum í sumar.
Á Alþingi íslendinga hefur
hvað eftir annað verið lýst yfir
því að íslendingar ættu að
stofna til samstarfs við Græn-
lendinga og Færeyinga í fisk-
veiðum á Norður-Atlantshafi.
í loðnumálinu hefur ekki borið
mikið á því að við þær yfirlýs-
ingar sé staðið í verki.
Jonathan Motzfeldt er
væntanlegur til íslands 26.
september næstkomandi og
Pauli Ellefsen hefur lýst því
yfir að hann sé hvenær sem er
fús til viðræðna við íslendinga
um þessi mál og önnur. Þótt
Grænlendingar hafi selt Evr-
ópubandalaginu veiðiheimildir
í lögsögu sinni hafa þeir ekki
framselt bandalaginu úr-
skurðar- og ákvörðunarvald
um leyfilegan hámarksafla á
loðnu. Ef að líkum lætur verða
það einkum færeysk skip sem
stunda munu loðnuveiðar í
grænlenskri lögsögu.
Að sjálfsögðu leysti það
mikinn vanda fyrir íslendinga
ef Norðmenn gripu til þess að
loka veiðisvæðinu við Jan
Mayen við miðlínu og fæla
þannig önnur skip en norsk og
íslensk frá því að sigla á þess-
ar slóðir til loðnuveiða. Ekki
virðast miklar líkur á að Norð-
menn verði við þessari kröfu
íslendinga sem Grænlend-
ingar telja ósanngjarna. Fleiri
en Grænlendingar hljóta að
velta því fyrir sér, hvaða
sanngirni sé í því af íslend-
inga hálfu að heimta 200 mílur
fyrir sig í áttina að Jan Mayen
en vilja síðan setja Græn-
lendingum stólinn fyrir dyrn-
ar.
Eins og málum er háttað
sýnist sá kostur nærtækastur
fyrir íslendinga að taka upp
samningaviðræður við Græn-
lendinga um nýtingu loðnu-
stofnsins og ná samkomulagi
við þá er svipi til Jan Mayen-
samkomulagsins við Norð-
menn að svo miklu leyti sem
aðstæður leyfa með það í huga
að grænlensk stjórnvöld fallist
á forgangsrétt íslendinga og
samþykki auðvitað helst
einkarétt íslenskra skipa til að
veiða 85% af leyfilegum há-
marksaflá á loðnu er lúti ís-
lenskri stjórn. Grænlendingar
veiða enga loðnu sjálfir og
gefa þá skýringu meðal annars
á veiðiheimildum til Færey-
inga að þær séu öðrum þræði
veittar til að kenna græn-
lenskum sjómönnum loðnu-
veiðar. Hverjir eru betur til
slíkrar kennslu fallnir en ís-
lenskir sjómenn?
Evrópubandalagið hefur
sýnt stífni í öllum viðræðum
um loðnu.
Ákvörðun þess um 105 þús-
und lesta loðnukvóta við
Grænland á vafalaust að sýna,
að bandalagið sættir sig ekki
við að íslendingar ákveði
leyfilegan hámarksafla en hún
gefur jafnframt til kynna að
bandalagsþjóðirnar geti sætt
sig við að sitja við sama borð
og Norðmenn, þannig að ís-
lendingar .fengju hugsanlega
einkarétt á 70% loðnuaflans.
Takist að leiða alla aðila
loðnudeilunnar að samninga-
borðinu komast íslendingar
ekki hjá því að svara spurn-
ingum um þetta.
Sverrir Haukur Gunnlaugsson deildarstjóri:
Ratsjárstöðva
eins til varna
Á DÖGUNUM voni felldar tillögur i
þingi framsóknarmanna i Vestfjörð-
um og sveitarstjórnarmanna i Aust-
fjörðum þar sem lýst var andstöðu
við iform um að reisa nýjar ratsjir-
stöðvar hér i landi. Sömu dagana og
andmæli gegn ratsjirstöðvunum
voru felld dvöldust hér í boði Sam-
taka herstöðvaandstæðinga menn
fri útlöndum sem lýst var sem sér-
fróðum um varnarmil og drógu með-
al annars í efa að upplýsingar ís-
lenskra stjórnvalda um gildi og eðli
hinna nýju ratsjirstöðva væru réttar.
Pólitísk ikvörðun hefur enn ekki
verið tekin um þetta mil en i vegum
utanríkisriðuneytisins hafa ýmsir
þættir þess verið í rannsókn. Morg-
unblaðið sneri sér til Sverris Hauks
Gunnlaugssonar, deildarstjóra varn-
armiladeildar utanríkisráðuneytis-
ins, og leitaði álits hans.
— Því hefur verið haldið fram
að óvenjuleg leynd hvíldi yfir
ratsjármálinu?
„Fullyrðingar af þessu tagi eru
ekki á rökum reistar," sagði Sverr-
ir Haukur Gunnlaugsson, „hitt er
sönnu nær að íslensk stjórnvöld
hafa líklega aldrei haft eins mikið
frumkvæði að því og á síðasta ári
að upplýsa almenning um áform
er miða að bættum vörnum í land-
inu.
Þessu til staðfestingar vil ég
minna á það að 15. júlí 1983 sendi
utanríkisráðuneytið frá sér frétta-
tilkynningu, þar sem skýrt er frá
því að í undirbúningi sé athugun á
endurnýjun ratsjárkerfisins i
landinu. Þar var meðal annars
komist svo að orði, að ratsjár-
stöðvum sé „ætlað sama hlutverk
hér og annars staðar, að fylgjast
með umferð í nágrenni landsins.
Rætt hefur verið um að reisa tvær
ratsjárstöðvar í stað þeirra sem
lagðar voru niður á Vestfjörðum
og Norðausturlandi og endurnýja
tækjabúnað þeirra, sem fyrir eru
á Stokksnesi og Reykjanesi. Þá
opnast betri möguleikar en áður
til að nýta ratsjárstöðvar við
stjórn á umferð almennra flugvéla
i innanlandsleiðum og í milli-
landaflugi, sem og við öflun upp-
lýsinga fyrir Landhelgisgæsluna."
Jafnframt var í fréttatilkynning-
unni skýrt frá því, að nýjar rat-
sjárstöðvar yrðu mannaðar að
mestu eða öllu leyti af Islending-
Fri eftírlitsstöð varnarliósins við Stoki
ratsji stöðvarinnar sem er fri fimmta
stöðinni eru hhití af fjarskiptabúnaði i
hennar færist í íslenskar hendur.
Engar hugmyndir eru uppi um að fjölg;
víkurflugvelli en þær eru búnar fullkon
f AWACS-vél.
endurnýja ratsjárkerfið kemur
það i hlut mannvirkjasjóðs Atl-
antshafsbandalagsins að fjár-
magna framkvæmdirnar en ekki
Bandaríkjamanna."
um.
Þá má minna á að 15. nóvember
1983 svaraði Geir Hallgrímsson,
utanríkisráðherra, fyrirspurn á
Alþingi um ratsjármálið og sagði
að eðli hugsanlegra ratsjárstöðva
á Norðausturlandi og Vestfjörðum
væri nákvæmlega hið sama og
stöðvanna sem fyrir eru í landinu.
Þá skýrði ráðherra frá því að
utanríkisráðuneytið hefði beðið
dr. Þorgeir Pálsson, dósent og
flugvélaverkfræðing, að annast
könnun á málinu í samráði við
fulltrúa frá Landhelgisgæslu,
Pósti og síma og Flugmálastjórn.
Þessi athugun nær meðal annars
til tæknilegra þátta, er kunna að
koma framangreindum stofnunum
að góðu gagni. Um staðarval sagði
ráðherra, að utanríkisráðuneytið
hefði heimilað varnarliðinu sjón-
hornsmælingar og fleiri athuganir
yrðu gerðar í samráði við ráðu-
neytið og tækniaðila, ýmislegt
benti til að þeir staðir þar sem
ratsjárstöðvar stóðu áður á Vest-
fjörðum og við Langanes reyndust
enn heppilegastir. öll voru þessi
atriði staðfest í skýrslu utanríkis-
ráðherra um utanríkismál sem
hann flutti og rædd var á Alþingi
í mai síðastliðnum.
íslenskir aðilar hafa unnið að
rannsókn málsins í samræmi við
þetta. Hér er um umfangsmikið
verk að ræða. Verði ráðist í að
— í blaðinu Jane’s Defenee
Weekly mátti nýlega lesa, að
Bandaríkjamenn væru að byrja á
því að endurnýja DEW-varnarlín-
una þar sem hún teygir sig yfir
Alaska og Kanada og ætluðu að
kosta til þess 1000 milljón banda-
ríkjadölum. Eru framkvæmdir hér
hluti af þessu stórátaki?
„Ekki er hægt að segja það,
framkvæmdir hér á landi yrðu á
vegum Atlantshafsbandalagsins
eins og áður er komið fram. Jafn-
framt kæmi til greina að sú rat-
sjártegund sem yrði fyrir valinu
hefði tvíþætt hlutverk. Við nöfum
lagt áherslu á að frá ratsjárstöðv-
um hér á landi megi fylgjast bæði
með ferðum í lofti og á sjó. Rat-
sjárnar sem athygli okkar beinist
að draga um 200 sjómílur eða
álíka langt og bunga jarðar leyfir.
Fyrir hendi er sú tækni sem gerir
kleift að nota sömu ratsjána bæði
til að fylgjast með flugvélum og
skipum. Norðmenn hafa athugað
þessa tækni vegna endurnýjunar á
ratsjám hjá sér og við erum að
kynna okkur rannsóknir þeirra.
Þá er sá kostur einnig fyrir hendi
að starfrækja sérstaka ratsjá í
hinum fyrirhugðu stöðvum til eft-
irlits með skipum. Athuganir á
vegum utanríkisráðuneytisins
beinast ekki síst að því að rann-
saka þessa kosti til hlítar."