Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 íslandsmótið í knattspyrnu Skagamenn meistarar Sjá nánar/37. Átta atvinnumenn koma í leikinn gegn Wales • Ásgeir Sigurvinsson gerði Wales-búum lífið leitt (síðustu viðureign þjóðanna — skoraði þá tvívegis. Þeir hafa vafalausf góðar gætur á honum í þetta skipti. Morgunbiaöið/Friðþ|ófur Fram úr fallsætinu „ÞESSI leikur varö aö vinnast — annars var þetta búiö hjá okkur. En þó sigur hafi unnist er ekki nema hálfnað þaö verk að halda sér í deildinni,“ sagði Jóhannes Atlason, þjálfari Fram, ( gær- kvöldi eftir að lið hans hafði lagt Víkinga að velli, 3:1, (1. deildinni í knattspyrnu. „Leikurinn ein- kenndist af mikilli taugaveiklun — sárstaklega fyrri hálfleikurinn, þá var alveg skelfileg taugaveikl- un í leik okkar,“ sagöi Jóhannes. Þaö var greinilegt að leikmenn vissu aö um Iff og dauöa var aö tefla í leiknum. Framarar voru, eins og Jóhannes sagöi, mjög tauga- spenntir — enda heföi tap þýtt fall í 2. deild. En eftir sigurinn í gær eru þeir komnir úr fallsæti. Fyrri hálfleikurinn var slakur — hart barist á báöa bóga og nokkur færi. Guömundur Torfason fékk besta færiö — komst einn inn fyrir vörn Víkings og lék á markvöröinn, en Jón Otti Jónsson, sem lék í marki Víkings, náöi aö slæma hendi í boltann og færiö rann út í sandinn. Síðari hálfleikur var mun fjörugri — og þá voru mörkin öll skoruö. Staðan Staðan í 1. deildinni er nú þannig: 16 11 2 3 29:16 35 ÍBK 16 8 3 5 19:16 27 Valur 16 6 6 4 22:15 24 Þór 16 6 3 7 24:23 21 Víkingur 16 5 5 6 25:27 20 Þróttur 16 4 7 5 17:17 19 KR 16 4 7 5 16:23 19 Fram 16 5 3 8 18:21 18 UBK 16 3 8 5 15:16 17 KA 16 4 4 8 23:34 16 Sautjánda og næst síðasta um- ferð Islandsmótsins hefst á fimmtudaginn með leík Fram og Vals. UBK og KA leika síöan á föstudag og á laugardag eru þrír leikir: Þór—Víkingur, ÍBK—KR og Þróttur—ÍA. Víkingur - Fram 1:3 Þaö fyrsta geröi Guömundur Steinsson á 57. mín. Hafþór Sveinjónsson gaf fyrir markiö, Guömundur tók boltann niður, sneri af sér varnarmann og skoraöi örugglega af markteig. Sex mín. síöar jafnaöi Geir Magnússon. Hann kom inná sem varamaður stuttu áöur. Eftir glæsi- legan undirbúning skallaöi hann fallega í netiö eftir fyrirgjöf Ragn- ars Gíslasonar. Eftir markiö sóttu Vikingar stíft og fengu mjög góö tækifæri — en þeir náöu ekki aö bæta viö marki. Þaö geröu Framarar hins vegar. Eftir tvö dauöafæri Víkings í röö náðu Framarar skyndisókn — örn Valdimarsson, sem nýkominn var inná sem varamaöur, fékk boltann á eigin vallarhelmingi og einlék upp allan völl, inn á vítateig og sendi fyrir markiö. Þar kom Guö- mundur Torfason á fullri ferö og skoraöi af markteig. Ómar Jóhannsson skoraði þriöja mark Fram á næstsíöustu mínútunni. Hann fékk boltann rétt aftan við miöju — tók á rás fram völlinn meö Gylfa Rútsson á hæl- unum, lék á Jón Otta markvörö sem kom út á móti og skoraði í mannlaust markiö. Fögnuöur Framara var mikill enda dýrmæt stig í höfn. Víkingar voru daufir í dálkinn — þeir gátu sjálfum sér um kennt. Þeir fengu næg færi til aö sigra en nýttu þau ekki. „Þetta var í einu oröi sagt lélegt. Mjög lélegt," sagöi Björn Árnason, þjálfari Víkings, eftir leikinn. i STUTTU MALIi Valbjarnarvöllur 1. delld. Víkingur—Fram 1:3 (0:0) Mark Víkinga: Geir Magnússon á 63. mín. Mörk Fram: Guömundur Steinsson á 57. rnin.. Guómundur Torfason á 82. mín. og Omar Jó- hannsson á 89. mín. Gul spjöld: Andri Marteinsson, Vikingi og Guömundur Torfason, Fram. Áhorfendur: 612 Dómari: Þorvarður Björnsson EINKUNNAGJÖFIN: Víkingur: Jón Otti Jónsson 6, Kristlnn Heiga- son 5, Ragnar Gíslason 5, Einar Einarsson 4, Magnús Jónsson 5, Andri Marteinsson 6, Kristinn Guðmundsson 6. Omar Torfason 5, Amundi Sigmundsson 6, Gytfi Rútsson 4, Heimir Karlsson 5, Gelr Magnússon (vm) 5, Hans Leó (vm) lék of stutt. Fram: Guömundur Baldursson 6, Hafþór Sveinjónsson 5, Trausti Haraldsson 4, Þor- steinn Vilhjálmsson 4, Sverrir Einarsson 7, Þorsteinn Þorsteinsson 6. Kristinn Jónsson 6, Viðar Þorkelsson 4, Guómundur Steinsson 6, Guömundur Torfason 6, Úmar Jóhannsson 5, örn Valdimarsson (vm) lék of stutt. _SH. ÍSLENDINGAR leika sinn fyrsta leik í undankeppni heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu á Laugardalsvellínum í næstu viku gegn Wales-búum. Tony Knapp, þjálfari liðsíns, hefur valið sextán manna hóp fyrir leikinn og var hann tilkynntur i gær. Átta at- vinnumenn eru í hópnum — og virkar íslenska liöið sterkt á pappírnum. „Það er þó ekki nóg — það verður aö samstilla hóp- inn og blása í hann baráttuanda," eins og Ellert B. Schram, formaö- ur KSI, sagði í gær. Ásgeir Sigurvinsson, sem skor- aöi bæöi mörk islands í síöustu viöureigninni viö Wales á Vetch Field í Swansea, leikur meö ís- lenska liöinu gegn Wales. Hann átti frábæran leik i Swansea en þá geröu liöin jafntefli, 2:2, í mjög eft- irminnilegum leik. Sextán manna hópurinn lítur annars þannig út: Markmenn: Bjarni Sigurösson ÍA og Þorsteinn Bjarnason iBK. Aörir leikmenn: Arnór Guöjohn- sen, Anderlecht, Atli Eövaldsson, Fortuna Diisseldorf, Árni Sveins- son, ÍA, Ársæll Kristjánsson, Þrótti, Ásgeir Sigurvinsson, Stuttgart, Guömundur Þorbjörns- son, Val, Janus Guölaugsson, Lár- us Guömundsson, Bayer Uerding- en, Magnús Bergs, Eintracht Braunschweig, Pétur Pétursson, Feyenoord, Ragnar Margeirsson, ÍBK, Siguröur Lárusson, ÍA, Sævar Jónsson, SC Brugge, Þorgrímur Þráinsson, Val. Reikna veröur meö því aö allir atvinnumennirnir verði í byrjunar- liði islands — og veröur fróölegt aö sjá hvernig Tony Knapp hyggst stilla upp liöi sínu. Magnús Bergs leikur í fremstu viglínu meö félagi sínu i Vestur-Þýskalandi en fullvíst má telja aö hann leiki ekki i þeirri stööu í landsleiknum. Svo virðist sem Knapp hafi jafnvel valið hann til aö leika stööu vinstri bakvaröar, eöa þá aö hann yröi notaöur sem aftasti tengiliöur. Baráttujaxl á miöjunni. Bjarni Sigurðsson hlýtur aö standa í marki íslenska liösins — varnarmenn eru líklegastir Þor- grímur, Sævar, Janus og Magnús — nema Árna Sveinssyni veröi stillt upp sem bakveröi vinstra megin — en þaö vekur athygli aö enginn vinstri bakvöröur úr 1. deildinni er í hópnum. Á miðjunni ættu aö veröa Ás- geir, Atli, Arnór og hugsanlega Magnús Bergs — leiki Árni sem bakvöröur, og Lárus Guömunds- son og Pétur Pétursson í framlín- unni. _____ ________ HSÍ veitir undanþágu STJÓRN Handknattleikssam- bands íslands ákvað á fundi sín- um í gærkvöldi aö standa ekki í veginum fyrir þvi að Siguröur Gunnarsson gæti gerst leikmaö- ur vestur-þýska liðsins Gross- waldstadt, ef beiðni um félaga- skipti hans til liðsins bærist. Ný reglugerö var samþykkt þess efnis í síöasta HSÍ-þingi aö leik- menn fengju ekki félagaskipti til erlendra liða eftir 31. júli. Stjórnin ákvaö aö veita undanþágu nú á þeirri forsendu aö reglugeröin væri ekki nægilega kynnt. Heimsmet í stangarstökki Sovétmaðurínn Sergei Bubka setti heimsmet í stangarstökki ( Róm á föstudagskvöldiö — stökk 5,94 metra. Bubka átti heimsmetið fyrir mótiö, 5,90 metra. Á mótinu stökk svo Frakkinn Pierry Vigneron 5,91. Fjórtán mín. síðar bætti Sovétmaðurinn svo þaö met. Á myndinni sést Bubka svífa yfir rána á sínu nýja heimsmeti. Sjá nánar/38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.