Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1964 2& ÁTTA TIL TÍU þúsund bréf og skjöl sem varða sögu norska nasista- flokksins á árunum 1933—45 eru í höndum manns nokkurs í Austur- Noregi. Hefur hann snúið sér til norska blaðsins Dagbladet og boðið því að líta á safnið. © fljZi&F : mmm wr- í einkaskjalasafninu, sem nú hefur fengist vitneskja um, eru m.a. bréf sem erlend fasistasamtök sendu Nasjonal Samling á 4. áratugnum. f safni þessu eru m.a. bréf og skjöl miðstjórnarmanna flokksins og á þeim sést vel þróun flokks- starfsins og klofningur sá er varð í flokknum á fjórða áratugnum. Enn fremur getur þar að líta bréf frá velmektartímum flokksins á stíðsárunum, bréf frá Quisling, bréf frá áróðursdeild flokksins og flokksforystu, svo og bréf sem varða þátttöku ungra Norðmanna í þjónustu Þjóðverja í stríðinu. Dagbladet hefur átt fund með manninum sem hefur skjalasafn þetta í vörslu sinni, og blaðið full- yrðir, að skjölin séu ósvikin og hin merkustu fyrir norska þjóðarsögu. Maður þessi, sem blaðið nefnir „Martin", segist líta á safnið sem sitt eigið. „Fái það að haldast óbreytt, er ég fús að leyfa almenn- ingi að kynnast innihaldi þess. Ætli ríkið hins vegar að slá eign sinni á safnið, læsi ég það þegar í stað niður og dreg mig í hlé. Það kæmi aldrei til greina af minni hálfu að selja safnið,“ segir hann. „Martin" hefur um 10—12 ára skeið safnað skjölum varðandi norska nasistaflokkinn, Nasjonal Samling, og á nu orðið um 10.000 bréf og skjöl. Það er álíka mikið og er í eigu norska ríkisskjalasafns- ins um sögu flokksins. Hér sjást hulin Ifk þriggja þeirra, aem biðu bana f skotbardaga milli tveggja mótorhjólaflokka f Sydney á sunnudag. Sjö drepnir og tuttugu særðir í bardaga milli mótorhjólaflokka í Sydney Sydney, 3. seplember. AP. TVEIR flokkar mótorhjóla- manna réöust hvor á annan á fjölfórnu bílastæði í Sydney í Astralíu á sunnudag og börðust þar með byssum, hnífum og sveðjum. Þegar látunum linnti lágu 6 karlmenn og ein 14 ára % þykkara stál er ekkert smá mál! Við óvcegar islenskar aðstœður skiptir þykkt og umleíð styrkleikiog veðrunarþol þakplötunnar óendanleqa miklu mdli. BARKAR-stálplötumar eru að lágmarki 25% en almennt gerist um lítað stál a íslenskum markaði - þœr eru varanlegklœðning sem þú leggur á þakið í eltt sklpti tyrir 011 Þykkt og lögun platanna þýðir að þú kemst at með fœrri festingar. minna grindar- og sperruefni, fœrri vlnnustundir við lagningu o.íl Þetta er lúmskur spamaður - en þó augljós undirstrikun á yfirburðum BARKAR-stáls þegar doemið er reíknað tíl fulls. Þegar saman fer grimmsterkt efnUerskt og nýtískulegt útlit og hagstœtt verð er BARKAR-stál eðlUegur og sjálfsagður valkostur aUra þelrra sem gera hámarkskröfur til gœða, útUts og endingar. Barkar-stál vegna gæðanna,útlitslns og endingarinnar. i Framlettt erlendis undlr ströngu gœðaeftirUti i Húðað með 0,2 mm þykku Plastisol sem tryggir einstakt veðrunarþol i Afgreitt í lengdum að vaU hvers kaupanda Valsað hjá Berkl hf. 1 fuUkomnustu vélasamstœðum sem völ er á Fáanlegt í 10 Utum Besta þakplötuefnið á íslenskum markaði! ^BÖ iRKUR hf. HJALLAHRAUNI 2 ■ SIMI 53755 • POSTHÖLF 339 - 320 HAFNARFIROI gömul stúlka dauð í valnum, en 20 til viðbótar voru meira eða minna óvígir af sárum. „Þetta var líkast slátrun," var haft eftir manni, sem fylgst hafði skelfdur með þessum ógnaratburði. Af þeim, sem sárir voru, höfðu 7 særzt af byssuskotum og voru tveir þeirra lífshættulega særðir eftir bardagann milli flokkanna vegar „Comancheros" og hins vegar „Banditos". Fór bardaginn fram á bílastæði, þar sem mót- orhjólaunnendur og fleiri venja komur sínar á sunnudögum. Lögreglan skýrði svo frá í dag, að 31 hefði verið handtekinn eft- ir bardagann. Stúlkan, sem beið bana, kom hvergi nærri átökun- um sem slíkum, en var þarna stödd þeirra erinda einna að tveggja, sem nefna sig annars selja happdrættismiða. Allsherjarverk- fall í Argentínu Stór hluti þungaiðnaðarins lamaðist Bueno« Aires, 3. wptember AP. FYRSTA allsherjarverkfallið í Argentínu, slðan lýðræðislegir stjórnarhættir voru teknir þar upp að nýju fyrir 9 mánuðum, hófst í dag og hafði strax veruleg áhrif á atvinnulíf landsins. Mest af þungaiðnaði þess var lamaður í dag, en víða í minni fyrirtækjum virtu starfsmenn öll fyrirmæli verkalýðsleiðtoganna um verkfall að vettugi. í mörgum af verksmiðjum Buenos Aires voru nær 80% allra verkamanna fjarverandi og sömu sögu var að segja í mörgum borg- um annars staðar í landinu. Nær allar verzlanir svo og minni fyrir- tæki voru hins vegar opin og um 50% af öllum almenningsfarar- tækjum landsins störfuðu eðlilega. Það var stærsta verkalýðssam- band landsins, sem boðaði til verkfallsins til þess að fylgja eftir kröfum sínum um hærri laun og endurskoðun á efnahagsstefnu stjórnarinnar. Verkalýðsamband- ið styður Peronistaflokkinn og eru meðlimir þess yfir 5,3 millj. Ríkisstjórn Raul Alfonsins, sem komst til valda 10. desember sl. eftir nær 8 ára herstjórn í iand- inu, kunngerði í dag, að hún myndi ekki hafa nein afskipti af verkfallinu, þar sem þar væri um stjórnskrárvarin réttindi að ræða í lýðræðisríki. Verðbólga í Argentínu var 615% undanfarna 12 mánuði og hefur stjórnin veitt opinberum starfs- mönnum jafnt sem starfsmönnum einkafyrirtækja launahækkanir, sem nema meiru en hækkun fram- færsluvísitölunnar í landinu. Hef- ur stjórnin heitið því, að raunvirði launa muni hækka um 6—8% á þessu ári. Marokkó-Líbýa: Ríkjasamband að veruleika Rahat, 3. september. AP. SÁTTMÁLI um ríkjasamband Mar- okkó og Líbýu varð að veruleika á laugardag eftir að hafa hlotið stuðn- ing yfirgnæfandi meirihluta kjós- enda í Marokkó og stuðning þing- manna í Líbýu. Hermt er að kjörsókn í þjóðar- atkvæðagreiðslu um sáttmálann í Marokkó á föstudag hafi verið nær 100%, og opinberar tölur sýna að langt innan við eitt prósent kjósenda hafi hafnað sáttmálan- um. Líbýumenn samþykktu sáttmál- ann á sérstökum hátíðarfundi al- þýðuráðsins á laugardag f tilefni 15 ára afmælis byltingar, sem lauk með því að Khadafy komst til valda. Á hátíðarfundinum hélt Khadafy fjögurra klukkustunda ræðu um tilraunir til að sameina alla araba. Hassan Marokkókonungur bauð í dag öllum Araba- og Afríkuríkj- um að gerast aðilar að sáttmálan- um, sem hann kvað vera fyrsta skrefið til sameiningar araba- og afríkuþjóða. Noregur: nasista finnast Tíu þúsund bréf og skjöl norskra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.