Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
41
mar yrðu að-
ir og eftirlits
Lsnes I nágrenni Hafnar í HornafirðL Lengst til hægri (hvíta kúlan) sést á
áratugnum — ætlunin er að endurnýja þessa ratsjá. Skermarnir í miðrí
arnarliðsins. Með endurnýjun á ratsjá á Stokksnesi er ráðgert að rekstur
a AWACS-eftirlitsflugvéhim á Kefla-
ínum ratstjám. Myndin er tekin inni
— Því hefur verið haldið fram
að í raun sé verið að reisa stefnu-
vita fyrir bandarískar sprengju-
vélar, B-52, sem notaðar yrðu til
kjarnorkuárása á Sovétríkin.
„Þetta er fráleitt. í fyrsta lagi
eru meira en 2000 kílómetrar héð-
an til Kola-skagans, svo að dæmi
sé tekið, en ratsjárnar draga að-
eins um 370 kílómetra eða 200 sjó-
mílur. Þessar flugvélar ráða yfir
mun fullkomnari staðsetningar-
kerfum en felast í boðum frá slík-
um ratsjám, má þar til dæmis
nefna að fjarlægðavitar Flug-
málastjórnar, sem eru víða um
land, geta sent flugvélunum að
minnsta kosti jafn nákvæmar
upplýsingar og ratsjárnar og um
borð í vélunum eru tæki sem vinna
jafnt og þétt úr boðum fjarlægða-
vitanna. Ekki má gleyma Loran
C-kerfinu sem er nákvæmt leiðar-
og miðunarkerfi."
— Enn hefur því verið haldið
fram að ratsjárnar sem hér kæmu
til álita væru svo „sérhæfðar" að
þær mætti einungis nota í þágu
herliðs og hervéla og því þá bætt
við að sérstök tæki þurfi í flugvél-
ar til að þær geti nýtt ratsjárnar.
„Staðhæfingin um „sérhæfing-
una“ er röng; bæði í Evrópu og
Bandaríkjunum hafa flugvélar not
af slíkum ratsjám. Hér 'á landi
hefur Flugmálastjórn í 12 ár notið
góðs af loftvarnarratsjánni i
Rockville sem gegnir sama hlut-
verki og þær stöðvar sem nú eru
til umræðu. Um sendingu merkja
er það að segja, að í öllum íslensk-
um áætlunarflugvélum, vélum út-
búnum til blindflugs og mörgum
smærri vélum eða alls 130 talsins
eru sérstök senditæki sem auð-
kenna vélarnar í ratsjá og skrá
flughæð eins og þykir sjálfsagt til
öryggis í nútímaflugi.“
— Er ekki unnt að sinna eftir-
liti með ferðum sovéskra flugvéla
með gervihnöttum?
„Hvað sem líður ferðum gervi-
hnatta og upplýsingaöflun fyrir
tilstilli þeirra, sjáum við að ná-
granna- og vinaþjóðir okkar í
austri og vestri og meira að segja
Portúgalir í suðri eru í óða önn að
endurnýja ratsjárkerfin hjá sér
vegna vaxandi hættu af sovéskum
flugvélum. Með því að endurnýja
ratsjárkerfið hér á landi er ætlun-
in að bregðast við breyttum að-
stæðum með hagkvæmum og ör-
uggum hætti — endurnýjunin hef-
ur það meðal annars í för með sér
að ekki kemur til álita að fjölga
hér AWACS-flugvélum en fullyrð-
ingar um slík áform sáust meðal
annars í samtali í Þjóðviljanum á
dögunum."
— Sagt er að ratsjárnar séu
óþarfar af því að óboðnar vélar
birtist ekki „skyndilega" hér við
land eins og það er orðað.
„Um staðhæfingar af þessu tagi
er ekki annað unnt að segja en að
þær eru grófleg fölsun á stað-
reyndum og hættunum sem að ís-
lendingum steðja. Sem betur fer
er í flestum tilvikum unnt að
fylgjast með ferðum sovéskra
flugvéla er fara frá Kola-skagan-
um þegar þær fljúga inn á ratsjár-
svæði Norðmanna í Norður-Nor-
egi. Hins vegar hverfa þessar vél-
ar tiltölulega fljótt út af eftir-
litssvæði ratsjánna og enginn veit
hvert þær halda, reynslan hefur
sýnt það undanfarin ár að þær
geta nálgast ísland úr norð-vestri
eins og norð-austri. Fjarlægðin
milli ratsjársvæða tslands og
Norður-Noregs er 700 til 800 sjó-
mílur.
Þær ratsjár sem hér risu ef nú-
verandi áform næðu fram að
ganga draga aðeins 200 sjómílur
frá strönd landsins. Telji einhver
sér ógnað af þeim hlýtur sá hinn
sami að vilja vera í aðstöðu til að
laumast að landinu án þess að
gera nokkur boð á undan sér,“
sagði Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son, deildarstjóri varnarmála-
deildar utanríkisráðuneytisins, að
lokum.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir DAVID HATTON
ViA Kremlarmúra
Ringulreið í Kreml
HVER er það sem ræður í Kreml um þessar mundir? Það verða engin
verölaun fyrir rétta svarið af því að það er ekkert svar við þessari
spurningu.
Spurningin vaknar af því að fyrir sex vikum fór Konstantin Chernenko
forseti í sumarfrí og síðan hefur eiginlega ekkert til hans spurzt. Sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildarmönnum í Moskvu hefur hann verið í
.jVenjulegri læknisrannsókn og skoðunum" frá 7. ágúst.
ú staðreynd að hann hefur
O varla verið nefndur á nafn í
blöðum eða sjónvarpi er talin
vera staðfesting á því að honum
hafi mistekizt að öðlast raun-
veruleg völd innan forystu
kommúnistaflokksins.
Á Vesturlöndum er ekkert
óeðlilegt við það að fjölmiðlar
virðist búnir að gleyma stjórn-
málaleiðtoga um leið og hann
tekur sér sumarleyfi, en það
sama á ekki við í Sovétríkjunum.
Ævinlega er Leonid Brezhnev
fór í leyfi á Krím-skaga gætti
hann þess vandlega að hans væri
getið í fjölmiðlum jafnt og þétt,
ýmist er hann var að taka á móti
tignum gestum eða koma út úr
sumarhúsinu til að fara í vitjun í
sumarbúðir barna í nágrenninu.
I tíð Juri Andropovs var sú
áróðurstækni að láta leiðtogann
birtast á myndum á meðan hann
var fjarverandi fullkomnuð en
þrátt fyrir það að Andropov gæti
ekki komið fram opinberlega
vegna veikinda lögðu ráðamenn í
Kremls sig fram um að halda
honum í sviðsfjósinu, m.a. með
því að birta mfkið af yfirlýsing-
um í hans nafjli og leggja ævin-
lega áherzlu á að hann sæi um
daglega stjórn ríkisins.
Síðan Chernenko fór í leyfi
sitt hefur aðeins ein opinber orð-
sending verið birt í nafni hans.
Það var bréf sem sent var Sean
MacBride, fyrrum utanríkisráð-
herra írlands. 1 þau fáu skipti
sem á hann hefur verið minnzt
þar fyrir utan hefur nafn hans
verið nefnt í lok blaðagreina.
Þetta vekur ekki sízt athygli
af því að hinn 72ja ára gamli
Chernenko sást í sjónvarpi að
heita má daglega fyrstu sex
mánuðina sem hann var við völd.
Skortur á styrkri forustu í stjórn
Sovétríkjanna veldur vestænum
stjórnarerindrekum áhyggjum.
Þetta ástand hefur m.a. þau
áhrif að stefna Sovétstjórnar-
innar er óskýr og umfram allt
óútreiknanleg. Og þetta ástand
hlýtur líka að valda frammá-
mönnum í kommúnistaflokknum
verulegum áhyggjum er þeir
fylgjast með þeirri ringulreið
sem er að skapast.
Skýrasta dæmið um ringulreið
og stjórnleysi er það hvernig
Kremlverjar hafa staðið að und-
irbúningi fyrirhugaðra viðræðna
við Bandaríkjastjórn um vopna-
búnað í geimnum. Rússar hafa
tvístigið og snarsnúizt og skipt
um skoðun margsinnis, og er það
til marks um það að í Kreml er
engin samstaða um hvort hefja
skuli þessar viðræður með þátt-
töku þeirra eða ekki.
Margir vestrænir fréttaskýr-
endur eru þeirrar skoðunar að
deilur Rússa við A-Þjóðverja
vegna hugsanlegrar smáslökun-
ar gagnvart Bonn-stjórninni
stafi af þessari sömu ringulreið.
V-evrópskur erindreki einn í
Moskvu telur mjög ósennilegt að
Erich Honecker hefði nokkru
sinni farið út á þessa braut án
samþykkis frá Moskvu. Hann
þó er þessari stefnu fylgt áfram.
Afleiðingin er sú að Kremlverjar
hafa misst út úr höndunum hið
ákjósanlegasta tækifæri til að
klekkja á Reagan forseta á kosn-
ingaári.
Hefðu viðræðurnar haldið
áfram hefði Sovét-fofystan get-
að komið af stað alls konar deil-
um milli Reagan-stjórnarinnar
og bandamanna hennar í Evrópu
um það hvar skyldi láta undan
Sovétmönnum. Þetta heföi aukið
á ágreining innan NATO og gert
það að verkum að Reagan hefði
verið í vörn allt til loka þessa
árs.
Ýmsir af yngri kynslóðinni í
stjórnmálanefndinni eru áreið-
anlega orðnir óþreyjufullir og
vilja breytingar á toppnum sem
allra fyrst. Chernenko var settur
Konstantin Chernenko
segir að eftir að Chernenko fór í
fríið hafi skyndilega farið að
berast boðskapur frá Kreml, sem
hafi verið í beinni andstöðu við
hina fyrri afstöðu.
Þeir menn innan flokksforyst-
unnar, sem teljast vera tiltölu-
lega upplýstir, hljóta að vera
skelfingu lostnir vegna þess
skaða sem þegar er orðinn vegna
ástandsins. Sú var tíðin að
stefna Sovétstjórnarinnar í
utanríkimálum virtist þaulhugs-
uð og árangursrík, en á liðnu ári
hefur helzt litið út fyrir það að
Rússar væri ákveðnir í að leggja
snörur fyrir sjálfa sig við hvert
fótmál.
Tökum sem dæmi kjarnorku-
vopnamálin. í nóvember sl.
gengu Rússar frá samningaborð-
inu í Genf í þeirri trú að þannig
mætti þvinga ríkisstjórnir í
V-Evrópu til að stöðva dreifingu
Pershing- og stýriflauga. Fyrir
mörgum mánuðum var ljóst orð-
ið að slíkt væri ekki á dagskrá en
á valdastól af þvi að valdabar-
áttunni milli „ungu Tyrkjanna"
var ekki lokið. Nú virðist svo
sem málið sé útkljáð. Mikhail
Gorbachev, sem er 53ja ára, hef
ur að undanförnu komið fram í
fjölmiðlum sem maður númer
tvö og líklegur arftaki. Á það er
gizkað að hann muni á næstunni
þrýsta á hinn aldna og óstyrka
forseta að láta af völdum.
Lengst úti í Mongólíu hafa
gerzt atburðir sem kannski
benda til þess sem koma skal.
Yumzhagin Isedenbal forseti
sem hefur verið við völd í 32 ár
lét af embætti fyrir nokkrum
dögum af heilsufarsástæðum. 1
Rússlandi álíta sumir að þetta
hafi verið sett á svið til að sýna
að kommúnistaleiðtogi geti svo
sannarlega látið af völdum með
sæmd. En ætli Chernenko hafi
skilið vísbendinguna?
Uarid Hatton ritar í The Sundar
Times í London.