Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 53
61 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984 inni og vafalaust prakkaranum líka. f ólgusjó framhaldsmenntunar- innar missti Gæi kúrsinn stuttan tíma. Svo var kúrsinn tekinn á ný og siglt af öryggi í höfn. Hann varö tannlæknir í vor, kvæntist Nínu skömmu síðar, stofnaöi heimili og setti upp tannlækna- stofu. Hann var stórstígur og hon- um lá á. Síðustu samskipti okkar voru aðeins fáum dögum áður en hann féll frá. Þá bað hann mig að aðstoða sig við skjalagerð vegna kaupa á húsi. Þau skjöl voru aldrei undirrituð. Á námsárunum eignaðist Garð- ar dóttur, Elvu Dögg, með Ingu, þáverandi sambýliskonu sinni. Milli föður og dóttur var einstak- lega gott samband sem Garðar lagði sig fram um að rækta þótt leiðir skildu. Á næstunni mun svo líta ljósið lítil mannvera sem aldrei á þess kost að kynnast föður sínum, þeim góða dreng sem nú hefur kvatt okkur. Megi drottinn styrkja börnin á vegferð þeirra því þau hafa misst mikið. Það er erfitt að skilja almættið þegar slökkt er á lífsneistanum með þessum hætti og nýblómstruð hamingja gerð að sárum söknuði. Gísli Baldur Okkur setti hljóð, þegar við fregnuðum lát Garðars Brands- sonar. Þessi ungi geðþekki maður vann með okkur á tannlæknastof- unni í Tjarnargötu 16 um tíma í fyrrahaust, meðan hann var að undirbúa sig undir að hefja rekst- ur eigin stofu á Hellu í Rangár- vallasýslu. Kom strax í ljós, að hann kunni að umgangast starfs- fólk og sjúklinga af glaðværð og háttvísi. Hann var prúður maður og gerði sér far um að vanda tal sitt og framkomu alla. Þannig munum við geyma Garðar Brandsson í minningu okkar. Við sendum ekkju hans, foreldr- um og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur á þessari erfiðu stund. Hörður Sævaldsson og starfsfólk. Stundum er erfitt að sætta sig við hve stutt er á milli gleði og sorgar í þessu lífi. Ekki er langt síðan að ég fékk tækifæri til að gleðjast með frænda mínum og starfsbróður, Garðari Brandssyni, við brúðkaup hans og Nínu Gunnarsdóttur í apríl sl. og nú er komið að kveðju- stundinni. Garðar var aðeins 31 árs. Hann fæddist 16. júlí 1953 og voru for- eldrar hans hjónin Jónína Mar- grét Gísladóttir og Brandur Jónasson, yfirflugvirki. ólst hann upp í líflegum hópi fimm systkina í stórri samhentri fjölskyldu. Hann var stór og myndarlegur, en undir stóru skapi hans bærðist ótrúlega viðkvæm sál. Skarðið er stórt, þegar fyrsta barnabarn foreldra minna kveður þennan heim, en vissulega skilur hann mikið eftir. Minningar frá barndóms- og unglingsárum, sem við er fylgdust með skildum ekki alltaf hvað var. Það var fyrst nú á þessu ári, sem greinilegt var að markinu var náð. Hann lauk tannlæknisnámi um síðustu áramót og hóf starf, sem féll vel við meðfædda hand- lagni hans. Virtist hann njóta þess að byggja upp starf sitt og starfsvettvang á sjálfstæðan hátt eftir eigin hugmyndum. Það sem þó var ekki síður mik- ilvægt var að síðastliðið vor gekk hann að eiga vandaðan lífsföru- naut, sem var honum samhent í einu og öllu. Jafnframt skópu þau saman hlýlegt heimili, sem ánægjulegt var að koma á. Því miður hefi ég og kona mín af óviðráðanlegum ástæðum ekki tækifæri til að fylgja Garðari síð- asta spölinn, en við biðjum þess að Nínu, foreldrum hans og dóttur, Elvu Dögg, verði gefinn kraftur til að bera þeirra miklu sorg og sökn- uð. Sjálfur þakka ég fyrir minn- ingar, sem ég geymi um samskipti við kröftugan og svipmikinn frænda. Samskipti, sem Garðar setti aldrei dökkan blett á. Hvíli kær frændi í friði. Magnús R. Gíslason. Garðar Brandsson er dáinn. Hann varð bráðkvaddur heima hjá sér. Þannig hljómuðu orð móð- ur minnar í síma síðla mánudags. Við Garðar vorum systkinasyn- ir og þekktumst eins og tíðkast innan fjölskyldna, þar sem ald- ursmunurinn er 4 ár, en kynnt- umst betur þegar leiðir lágu sam- an i tannlæknadeildinni, Garðar sem nemandi og undirritaður sem kennari. Hann var prúður og hæg- ur nemandi og samvinna okkar góð. Garðar var einn fimm barna hjónanna Jónínu M. Gísladóttur og Brands Tómassonar, flugvirkja, uppalinn á rausnar- og fyrirmynd- arheimilinu Hörgshlíð 22, Reykja- vík. Eftir nám ákvað Garðar að setja á stofn tannlæknastofu á Hellu, sem hann og gerði fyrir tæpu ári síðan. Margt áttum við sameiginlegt og þurftum ýmislegt að spjalla og kynntist ég því Garðari enn nánar og fann þá hvern öndvegismann hann hafði að geyma. Stutt er síð- an við hjónin vorum við brúðkaup þeirra Garðars og Nínu Kristínar. Nú blasti lífið við. Fögur eigin- kona og væntanlegt barn, erfiðu námi lokið og brúðkaupsferðin til Evrópu nýafstaðin. Þvílíkt reiðarslag, en við sem Guömunda Bjarna- dóttir Vestmanna- eyjum — Fædd 27. desember 1908 Dáin 28. ágúst 1984 Á laugardaginn, 1. september, var til moldar borin frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum amma mín, Guðmunda Bjarnadóttir. Hún var fædd 27. desember 1908 í Fljótum í Sléttuhlíð. Foreldrar hennar voru Bjarni Guðmundsson og Margrét Sigurveig Gottskálks- dóttir. Þau eignuðust sex börn. Þegar amma var tveggja ára gömul fluttist fjölskyldan til Siglufjarðar. Þar ólst hún upp við mikið ástríki foreldra sinna. Þegar amma var tvítug að aldri urðu mikil straumhvörf í hennar lífi. Hún fór til Vestmannaeyja í atvinnuleit. Þar kynntist hún ung- um efnismanni, Stefáni Valda- syni, og giftu þau sig tveimur ár- um síðar. Þau eignuðust fimm börn: Guðrúnu Valdísi, fædd 1930, dáin 1937, Margréti, fædd 1931, Kristínu Jónu, fædd 1934, Gunnar Kristinn, fæddur 1938, dáinn 1940 og óskar, fæddur 1942. Minning Amma og afi reistu sér hús við hliðina á Sandgerði, húsi föður afa. Þar áttu þau ánægjuleg ár og fylgdust með uppvexti barna sinna. Síðar á ævinni byggðu þau stærra hús að Bröttugötu 4 og bjuggu þar ásamt Óskari syni sín- um til dauðadags. Amma var alla tíð mikið snyrti- menni og hugsaði um heimili sitt að stakri prýði. Henni var alla tíð annt um velferð barna sinna og áttu þau hug hennar og hjarta. Það varð henni þungbær reynsla að missa tvö börn í blóma lífsins og síðar eiginmann sinn árið 1982 og þar komu fram sár er aldrei greru til fulls. í dag leitar hugur minn aftur í tímann. Þegar ég, borgarbarn úr Reykjavík, kom í heimsókn ásamt foreldrum og systkinum og naut þess frjálsræðis og fegurðar sem Vestmannaeyjar gáfu mér. Þ6 er mér minnisstæðust sú hlýja og það öryggi sem streymdi frá heim- Nýtt tölublað af „Hestinum okkar“ trúum á almættið verðum að trúa því að slíkt hafi einhvern æðri til- gang. Eiginkonu, Nínu Kristínu Gunnarsdóttur, dóttur, Elvu Dögg 11 ára frá fyrri sambúð, foreldr- um, systkinum og öðrum aðstand- endum vottum við hjónin dýpstu samúð. Tómas Á. Einarsson Úti er þetta ævintýr. Yfir skuggum kvöldið býr. Vorsins glóð á dagsins vöngum dvín. Þögnin verður þung og löng þeim, sem unnu glöðum söng og trúáð hafa sumarlangt á sól og vín. Við svona fregnir setur mann hljóðan og minningarnar sópast að. Minningar um ungan mann sem fyrir svo stuttu kvaddi okkur í skólanum og hélt til starfa. Bú- inn að ná þeim áfanga sem við öll stefnum að og bíðum með óþreyju. Enn við megum ekki einblína of mikið á framtíðina því enginn veit hvað hún ber í skauti sér og nú hefur Garðar kvatt í hinsta sinn. Garðar kunni að njóta líðandi stundar og jafnt í skóla sem utan höfum við átt með honum gleði- og ánægjustundir þar sem honum tókst ekki svo sjaldan að kitla hláturtaugar viðstaddra. Við þökkum þessar samverustundir og þær lifa með okkur um ókomna tíð. Innilegustu samúðarkveðjur sendum við ástvinum hans öllum. ÚT ER komið 2. tölublað 25. ár- gangs af Hestinum okkar. Meðal efnis í blaðinu má nefna'umfjöllun um fjórðungsmótin sem haldin voru í sumar á Kaldármelum og Hornafirði, viðtal við Ólaf Jónsson stóðbónda í Hemlu í Hvolhreppi. í vísnaþættinum eru birtar Gránu- vísur eftir sr. Pál Bjarnason frá Undirfelli í Vatnsdal og rætt við Gísla Jónsson sem var gæslu- maður á Skógarhólum í sumar. Þá er sagt frá ferð tveggja stjórn- armanna L.H. og ritstjórnarfull- trúa Hestsins okkar um Vestfirði þar sem haldnir voru tveir svæð- isfundir í vor. Kemur fram í þess- ari grein hver aðstaða Vestfirð- inga er í hestamennskunni. I unglingaþætti er fjallað um unglingakeppnina auk þess sem birtur er útdráttur úr bréfum sem þættinum hafa borist. Þá er myndaopna frá hestadögum sem haldnir voru í Garðabæ í vor og sagt er lítillega frá undirbúningi fyrir fjórðungsmótið sem haldið verður í Reykjavík á næsta ári og birt þar merki mótsins. Hesturinn okkar kemur út fjór- HESTUEINN mnr/m um sinnum á ári en stefnt er að útgáfu fylgirits með fjórða tölu- blaði sem innihéldi ættbók sem verið hefur í fjórða tölublaði. Rit- stjóri Hestsins okkar er Albert Jó- hannsson, Skógum, og ritstjórn- arfulltrúi Valdimar Kristinsson. (Fréttatilkynning.) En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? (Tómas Guðmundsson) Tannlæknanemar. Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. ili ömmu og afa. Þar var hlutur ömmu stór. Við áttum góðar stundir, en allt of fáar, þar sem við sátum á tali saman og hún rifjaði upp liðna at- burði sem stóðu henni ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Þá naut amma sín vel. Nú þegar ég fylgi ömmu síðasta spölinn þar sem hún verður lögð til hvílu við hliðina á afa fyllist hugur minn söknuði og virðingu fyrir þeim og öllu því góða sem þau hafa fyrir mig gert. Hrönn Kjærnested Réttirnar í haust NÚ FER senn að líða að réttum, en þær fyrstu verða sunnudaginn 9. september. Alls verða réttir á yfir 50 stöðum á tímabilinu 9.—24. sept- ember. Réttir í ár verða sem hér segir: Sunnudaginn 9. september: Hrútatungurétt í Hrútafirði, V-Hún. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V-Hún. Skarðaréttir í Gönguskörðum, Skag. Mánudagur 10. sept: Reynistaðarétt í Staðarhr., Skag. Miðvikudagur 12. september: Hraunsrétt í Aðaldal, S-Þing. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Tungnaréttir í Biskupstungum, Árn. Fimmtudagur 13. september: Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Skaftholtsrétt í Gnúpverjahr., Árn. Stafnsrétt í Svartárdal, A-Hún. Föstudaginn 14. september: Auðkúlurétt í Svínadal, A-Hún. Skeiðaréttir á Skeiðum, Árn. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A-Hun. Víðidalstungurétt í Viðidal, V-Hún. Laugardagur 15. september: Auðkúlurétt í Svínadal, A-Hún. Heiðabæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Kaldársrétt við Hafnarfjörð. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. Undirfellsrétt f Vatnsdal, A-Hún. Víðidalstungurétt i Víðidal, V-Hún. Sunnudagur 16. september: Fossvallar. v/Lækjarbotna (Rvk./Kóp.) Mælifellsrétt i Lýtingsstaðahr., Skag. Skrapatungur. í Vindhælishr. A-Hún. Tungurétt í Svarfaðardal, Eyjaf. Mánudagur 17. septemben Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Fljótstungurétt i Hvítársiðu, Mýr. Hafravatnsrétt í Mosfellss., Kjósars. Húsmúlarétt v/Kolviðarhól, Árn. Kaldársbakkar. i Kolbeinsst.hr., Hnapp. Nesjavallarétt í Grafningi, Árn. Silfrastaðarétt í Akrahr., Skag. Þingvallarétt i Þingvallasveit, Árn. Þórkötlustaðarétt v/Grindavík. Þverárrétt í Eyjahreppi, Snæf. Þriöjudagur 18. september Kjósarétt i Kjósarhreppi, Kjósasýslu. Kollafjaröarrétt í Kollafirði, Kjós. Mýrdalsrétt í Kolbeinsst.hr., Hnapp. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Miðvikudagur 19. september: Hítardalsrétt f Hraunhr., Mýr. Langholtsrétt í Miklaholtshr. Snæf. Oddstaðarrétt í Lundareykjadal, Borg. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Skaftártungur. í Skaftárt., V-Skaft. Svarthamarsr. á Hvalfjarðarstr., Borg. Svignaskarðsrétt i Borgarhr., Mýr. Vogarétt, Vatnsleysuströnd, Gullbr. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Fimmtudagur 20. september: Grímsstaðarétt í Álftaneshr., Mýr. Ölfusrétt i ölfusi, Árn. Ölkeldurétt i Staðarsveit, Snæf. Föstudagur 21. september: Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Laugardagur 22. september: Krísuvíkurrétt, Krisuvfk, Gullbr.s. Sunnudagur 23. september. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Mánudagur: Fellsendarétt i Miðdölum, Dal. Legsteinar granít — marmari Opiö alla daga, einnig kvöld ó.f Unnarbraut 19, Seltjarnarnesi, og helgar. símar 620809 og 72818.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.