Morgunblaðið - 04.09.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1984
27
Skólinn rekinn sem fyrirtæki
Rætt við Ingólf Skúlason í London Business School
London Business School
nefnist skóli þar sem Ingólfur
Skúlason hefur að undanförnu
stundað framhaldsnám í
rekstrarhagfræði. Morgun-
blaðið hafði fregnað að um all-
óvenjulega stofnun sé að ræða
og náði því tali af Ingólfi.
„Það er ekki hægt að segja
annað en að þetta sé nokkuð
strembinn skóli og taki tölu-
vert á,“ sagði Ingólfur, „en
þetta er geysilega skemmti-
legt. Námið tekur tvö ár og eru
100 nemendur teknir inn á ári.
Umsækjendur þurfa að gang-
ast undir inntökupróf, og er
meðaleinkunnin úr því ein sú
hæsta sem þekkist í slíkum
skólum í heiminum."
Hvernig gekk að yfirstíga
byrjunarerfiðleika?
„Það gekk tiltölulega vel.
Fólkinu er kennt hvernig það
skuli haga sínum vinnubrögð-
um, hvernig það eigi að vinna
verkefni og er sú kennsla mið-
uð við það að verið sé að vinna
í fyrirtæki. Þá er mönnum
kennt að greina aðalatriðin frá
aukaatriðunum og við lærum
að spyrja okkur réttra spurn-
inga.“
Hvernig fer námið sjálft
fram?
„Það má segja að aðal-
kennsluaðferðin sé hin svo-
kallaða case-aðferð. Þá eru
tekin ákveðin dæmi sem rót sí-
na eiga í sjálfu atvinnulífinu.
Mönnum er til dæmis ætlað að
leysa vanda ákveðins fyrirtæk-
is, sem í raun og veru hefur átt
sér stað. Hvernig vandamálið
er leyst er algerlega í höndum
nemenda sjálfra. Oft er unnið
saman í hópum og er hvert
verkefni á ábyrgð nemendanna
sjálfra. Þegar unnið er í sam-
vinnu læra nemendurnir að
taka tillit til annarra og
þekkja takmörk hvers og eins.
Alltaf er verið að rekast á
hindranir en stúdentarnir eru
fljótir að koma hverjir öðrum
til hjálpar."
Hvernig er andrúmsloftið ef
slík samkeppni er á meðal
nemenda?
„Það er erfitt að gera sér
grein fyrir því, en fyrsta hálfa
árið eru menn hræddir við
sjálfan sig, náungann og skól-
ann. Þvi að innan skólans eru
mjög fróðir og hæfir nemend-
ur. Þeir vita hins vegar að þeir
eru ekki alvitrir og þurfa að
læra á það að leita í fróðleiks-
kistur annarra nemenda."
Hvernig miðla kennararnir
speki sinni?
„Þeir gera það á ákaflega
lýðræðislegan hátt. Ef nem-
endur eru ekki ánægðir með
kennslu þeirra eru kennararn-
ir gagnrýndir og er ætlast til
að þeir komi til móts við nem-
endur. Gagnrýnin verður hins
vegar að vera vel rökstudd og
sanngjörn. Nemendurnir verða
líka að sætta sig við miklar
kröfur og þýðir ekkert að
koma óundirbúinn í tima eftir
að maður hefur séð yfirheyrsl-
ur þegar fólk stendur á gati.
Einkunnakerfið í skólanum er
líka hvetjandi fyrir nemendur
því 30 til 50% af einkunninni
eru gefin fyrir frammistöðu og
þátttöku og 10 til 70% fyrir
verkefnin sem unnin eru í hóp-
um, allt eftir námsgrein.
Kennararnir eru allt fólk sem
mikla reynslu hefur að baki í
allri stjórnun. Þeir þurfa að
hafa sannað sig í faginu þ.e. að
hafa starfað í fyrirtækjum og
gert hlutina sem þeir kenna í
alvörunni. Þeir eru í mörgum
tilfellum launaðir af einstök-
um fyrirtækjum. Stjórnendur
skólans eru líka virkir þátttak-
endur í atvinnulífinu, og for-
ráðamenn ýmissa stærri fyrir-
tækja í Bretlandi eiga sæti í
yfirstjórn skólans."
Hvernig er skólinn borinn
saman við Háskóla íslands?
„Háskólinn hér er teoretísk-
ari, einnig finnst mér nemend-
ur þar miklu daufari og
óframfærnari en í London
Business School. Sáralítið hef-
ur verið gert af því að fá nem-
endur til að taka virkan þátt í
tímum, starfa saman í hóp-
vinnu og virkja þá til hagnýtra
hluta. f stuttu máli sagt finnst
mér tími þeirra fara fyrir lítið
því hægt væri að afkasta mun
meira á sama tíma.“
Ingólfur Skúlason: „íslendingar
eiga fullt erindi í erlendan fjármála-
heim.
Tölvuvæðing í skólanum. Á
hvaða stigi er hún?
„Það er þægilegt að leita að
heimildum vegna ákveðinna
verkefna, því tölvukerfið í
skólanum hefur aðgang aö
flestum upplýsingabönkum í
Bretlandi. Ef mig langaði að fá
upplýsingar um það sem skrif-
að hefur verið um fiskiðnað á
íslandi er einfaldlega hægt að
finna flest það sem birst hefur
um það á prenti í enskumæl-
andi löndum. Svo er einnig
farið með bókasafnið. Þar er
allt flokkað eftir efnisatriðum
og auðvelt að nálgast allar
upplýsingar. Tölvutæknin er
einnig notuð í verkefnagerð,
t.d. við ritvinnslu og að búa til
líkön af hagspám. Þá hef ég
ekki minnst á myndbandaupp-
tökutæknina sem notuð er í
skólanum til að þjálfa nem-
endur í framkomu. Með því
tekst að færa ýmislegt í fari
þeirra til betri vegar, og um
leið er lært að þekkja veikleika
í fari andstæðingsins. Á hag-
nýtan hátt er tæknin notuð í
samningagerð, til að ná betri
samningum með því að þekkja
merkingu ýmissa líkamlegra
viðbragða andstæðingsins.
Við LBS eru starfandi rann-
sóknastofnanir svo sem The
Centre for Economic Forecast-
ing, sem hefur þróað svokallað
LBS-líkan af breska hagkerf-
inu, sem talið er það besta í
Bretlandi í dag enda eru for-
stöðumenn þess stöðugir gestir
hjá fjölmiðlum og ráðuneyt-
um. The Institute of Finance &
Áccounting safnar miklu
magni af upplýsingum fyrir
fjármálaheim Bretlands, og
eru þessar upplýsingar orðnar
nokkurs konar staðall sem all-
ir nota sem þessum málum
tengjast."
Auk Ingólfs eru nú við nám í
LBS tveir íslendingar, Krist-
ján Hjaltason og Kristín L.
Steinsen, sem hefur nám nú í
haust. Þannig að af rúmlega
tvö hundruð nemendum eru
þrír íslendingar.
Að lokum sagði Ingólfur að
íslendingar ættu fullt erindi í
erlendan viðskiptaheim, því
kunnátta þeirra á flestum
sviðum væri ekki síðri en gerð-
ist erlendis og víða má gera
stórkostlega hluti, ef menn
nota þau tækifæri sem bjóð-
ast.
SKIPTIBOKAMARKAÐUR
- sumarlaunm þín endast lengur
Pú þarft ekki að fletta lengi í stœrðfrœðibókinni þinni frá í
fyrra til að reikna út, að það getur borgað sig að skipta við
Skiptibókamarkað Eymundsson í Austurstræti. Fjörugan
markað með notaðar kennslubækur.
Skiptibókamarkaðurinn byggist á því, að við kaupum og
seljum notaðar kennslubœkur, sem eru enn í gildi. Wið köllum
þær skiptibækur. Þú kemur og selur okkur notaða kennslubók
-eða kaupir. Hafir þú verið í filutverki sölumannsins, og ekki
fundið skiptibók við fiæfi, færðu innleggsnótu, sem erekki bara
á bœkur fieldur allar vörur verslunarinnar. Einfalt, ekki satt?
Við fiöfum í gegnum tíðina lagt áfierslu á, að skólafólk fái
allt til skólans á einum stað. Pess vegna minnum viðáallar
nýju skólabækurnar í fiillunum fijá okkur.
Við skiptumst á
ISLENSKA:
Egils saga Skallagrimssonar
Laxdflsla saga
I fáum drátlum (Njöröur P Njarðvik)
Islsnskar bókmanntlr til 1550 (Baldur Jónsson o fl )
Islansk mélfrasöl, II . 2. utg (Knslján Arnason)
Stafsatnlngaroröabók. 3 útg (Halldór Halldórsson)
Straumar og stafnur, 2 utg (Hermir Pálsson)
DANSKA:
Dönsk-islansk orðabók, Isalold 1973
Islansk-dónsk orðabók, IsafoW 1976
Gyldandals ordbog for skola og h|am
Hlldur
Frammad
Gula Handskar
Dansan gannam sommaran
Da som kommar allarsldst (Trampe)
Altld skyldlg (Trampe)
Bara dat lebar rundt (Soeborg)
Flnn Seaborgs badsts
33 danska novallar
Stasrk nok (Tine Bryld)
Ladyklllar (O Johansen)
Sá forskelllge slnd (J Moiiebave)
ENSKA:
Ensk-islansk orftabók, Isafold 1976
Islansk-ansk orftabók, Isafold 1983
Oxford Advanced Laamars dlct. of currant
Engllsh, (ravisad and updated)
Engllsh 903, Book 5
Engllsh 903. Book 6
Now Raad On
Kernel Two
Uar
Explorlng Engllsh. Book 3
Tumlng Polnt, lesbók
Open Road, lesbók
Offlca Prsctlca, Book 1
Goodnlght Prof. Lova, Windmill
Mscbath. Naw Swan
Fluancy In Engllsh
Lord of tha Fllea
Studylng Strataglas. Book 4
Wrttlng Skllls. Cambndge
Task Llstanlng
Themes for Proficlancy
Mora Modam Short Storlas. Oxford
ÞÝSKA:
Þysk-islansk orftabOk. IsafokJ 3 útg
Þysk málfrasftl, (Baldur Ingólfsson)
Dautscha Sprachlahra fur Ausl. Grundstufa
1. Tall.
Dautsch fúr junga Lauta. lesbók
Andorra
Kontakt mlt dar Zalt
Dle Panna
Elnfach gasagt
Aus Modemer Tachnlk und Naturwissanschaft
Lándar und Manschan, lesbók
Schulardudan, Bedeutungswörterbuch
Schreck In dar Abandstunda
Vater und Sohn, Band I.
FRANSKA:
S'll vous plalt 1, lesbók
S'll vous plalt 2. lesbók
Mora Rapld Franch, Book 1
Dict. du francais Isngua étrangare. niveau 1
Dlct. du francals langue étrangere, niveau 2
SAGA:
Frá etnveldl tll lyftveldls, 3 útg (Heimir Þorleifsson)
Frá samfélagsmyndun tll s|álfst»ftisbaráttu
(Lýöur Bjömsson)
Þættlr ur sógu nyaldar. utg 1976 (Helgi Skúli
Kjartansson)
Penguln Atlas of World History, Vol. 1
Penguln Atlas of Wortd History, Vol. 2
ANNAÐ:
Baslc, 6 utg 02 (Halla B Baldursdóttir)
Efnafræftl I. (Anderson o.fl.)
Eftllsfræftl I b. (Staffanson o.fl.)
Jarftfraaftl, 3 og 4 utg (Þorleitur Emarsson)
Vefturfrnftl, 3. utg (Markus A. Einarsson)
Staerftfrsaftl handa 9. bakk grunnskóla, 3 útg.
(Höröur Lárusson)
Eftlls- og efnafræfti, II. bók, útg 1982 (Ólafur
Guömundsson o.fl.)
Black Holas. Ouasars and tha Universe. 2 útg.
Tha Story of Art
ÁSkiptibókamarkaðnum kaupum viðogseljum yfir 70 titla
af kennslubókum. Mundu, að skiptibókin þín verðurað vera
í góðu ásigkomulagi. EY/VIUNDSSON
Láttu sjá þig. Sumarlaunin þín endast lengur, látirðu stærðfræði-
bókina þína frá í fyrra vísa þér veginn - í Austurstrætið.
Tryggur fylgimutur skólafólks í meiren 100 ár