Morgunblaðið - 09.09.1984, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
Verkefnalisti stjómarflokkanna:
Hallalaus fjáriög
forsenda árangurs
— segir Magnús Gunnarsson, framk. VSÍ
Kaupskerðing áfram lífankeri ríkisstjórnar-
innar, segir Asmundur Stefánsson, forseti ASÍ
í hinu nýja samkomulagi stjórnarflokkanna er lögö áhersla í nýsköpun
atvinnulífsins og aö miöaö sé aö því, að skapa grundvöll til að hleypa nýju blóði
í íslenskt atvinnulíf. Þar segir ennfremur aö meö framkvæmd þess ætti að vera
unnt að tryggja áframhaldandi stööugleika í þjóöfélaginu og nýja framfara-
sókn til betri lífskjara. Morgunblaðið leitaöi álits Ásmundar Stefánssonar,
forseta Alþýðusambands íslands. og Magnúsar Gunnarssonar, framkvæmda-
stjóra Vinnuveitendasambands Islands, á þeim hugmyndum sem þar koma
fram, einkum með tilliti til atvinnu- og kjaramála.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, sagði m.a.: „Það er augljóst að
samkomulag stjórnarflokkanna
miðar að því að halda kjaraskerð-
ingunni áfram á næsta ári, það er
að segja, kauphækkanir eiga að
verða minni er. verðhækkanir. Það
er líka ljóst, að rikisstjórnin ætlar
sér að ná því markmiði, ekki bara
með almennum aðgerðum heldur
líka með lögboðum, því það er skýrt
tekið fram, að það eigi áfram að
vera i lögum bann við verðtrygg-
ingu launa. Að visu stendur þar, að
það eigi að gerast að höfðu samráði
við aðila vinnumarkaðarins, en
niðurstaðan er fyrirfram ákveðin,
því fyrir mönnum er valið eitt að
ráða því, hvort eigi að vera hampur
eða nælon í hengingarólinni. Þetta
sýnir fyrst og fremst, að kaup-
skerðing á áfram að vera lífankeri
þessarar ríkisstjórnar," sagði Ás-
mundur Stefánsson.
Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, hafði m.a. þetta
um málið að segja: „Mér virðist
sem kjarninn í þessum tillögum
byggist á þeirri hugsun og skoðun
að betri lífskjör verði því aðeins
tryggð, að atvinnulífið sé öflugt og
arðbært. Ég hlýt að vera sammála
þeirri stefnu og að það sé lykillinn
að framtíðaruppbyggingu. En til að
geta framfylgt þessum hugmynd-
um um uppbyggingu atvinnulifs-
ins, er nauðsynlegt að unnt verði að
setja fram hallalaus fjárlög. Og ég
verð að viðurkenna það, að ég dreg
það í efa, að mönnum takist að
koma sér saman um slika lausn og
hef þá í huga þau átök sem urðu i
vetur út af sama vanda. Jafnframt
hef ég verulegar áhyggjur af því, að
í tillögunum eru ekki neinar þær
lausnir sem að leysa fyrirsjáanleg-
an vanda útgerðarinnar og fisk-
vinnslunnar. Eg held að sá vandi sé
svo mikill að það verði erfitt að
komast fram úr næsta ári án þess
að takast á við hann. Það svigrúm
fyrir kauphækkanir sem þarna er
gefið er á engan hátt i tengslum við
afkomu okkar meginútflutnings-
greina," sagði Magnús Gunnarsson.
í samkomulagi stjórnarflokk-
anna er kveðið á um að tekjuskatt-
ur af almennum launatekjum verði
afnuminn í áföngum. Magnús
kvaðst vera sammála afnámi tekju-
skatts, enda vakti hann einna
fyrstur máls á þessu atriði. Hins
vegar kvaðst hann vilja mæta
tekjutapi ríkissjóðs með samdrætti
i ríkisbúskapnum fremur en álagn-
ingu eyðsluskatta. Ásmundur sagði
að tillögur um afnám tekjuskatts-
ins væru góðra gjalda verðar, en
hins vegar ætti að mæta tekjutapi
rikissjóðs með skattlagningu
eyðslu, og sú eyðsla sem hugsað
væri til, væri greinileg útgjöld til
matvöru og húsbygginga. I sam-
komulaginu kæmi nefnilega fram,
að leggja ætti fyrir þing frumvarp
um virðisaukaskatt, sem þýtt gæti
söluskattsálagningu á matvöru,
sem nú væri undanþegin sölu-
skatti. Eins myndi söluskattur
falla á húsbyggingar, sem nú væru
að hálfu undanþegnar söluskatti.
Sagði Ásmundur að sér finndist
þetta ekki lýsa miklum skilningi á
erfiðleikum þeirra sem erfiðast
eiga í þjóðfélaginu.
Höskuldur Ólafsson um slæma lausaQárstöðu:
Hefur áhrif um
allt þjóðfélagið
„ÉG GET ekki séð annað en þaö séu
óbemju erfiöleikar framundan á fjár-
málasviðinu. Staöa bankanna er verri
en hún hefur veriö um háa herrans tlð
og þaö gefur augaleið aö þaö kemur
til meö aö hafa áhrif út um allt þjóö-
félagiö á næstu vikum og mánuöum,"
sagöi Höskuldur Ólafsson, banka-
stjóri Vershinarbankans, er Morgun-
blaöiö innti hann álits á frétt blaðsins
um versnandi lausafjárstööu bank-
anna.
í fréttinni kom einnig fram, að
hjá Verslunarbankanum einum
hefur innlánsaukning orðið hlut-
fallslega meiri en aukning útlána
og um það sagði Höskuldur m.a.:
„Það er rétt, að við erum með hag-
stæðara hlutfall en aðrir bankar
milli innlána og útlána. Við höfum
haft hagstæða þróun núna síðustu
vikurnar í innlánum og vaxtabreyt-
ingin sem var gerð í sfðasta mánuði
hefur hlúð að innlánaaukningu hjá
okkur,“ sagði Höskuldur ólafsson.
„Við kynntum við vaxtabreytinguna
athyglisverða nýjung, einir banka,
sem var Kaskóreikningurinn, og
hann hefur hlotið mjög góðar við-
tökur. Markaðurinn virðist hafa
svarað mjög vel þeirri hugmynd
sem við settum þar fram og það
hefur greinilega verið þörf fyrir
þennan möguleika. Þetta hefur sem
sagt stuðlað að aukinni innláns-
þróun hjá okkur.“
Höskuldur sagði ennfremur að
jafnframt hefði verið haldið fast
utan um útlán, eins og framast
hefði verið unnt og kæmi það m.a.
fram f þessum samanburði við út-
lán og innlán annarra banka. „Við
höfum reynt að halda uppi ábyrgri
stefnu f þessum efnum. Megin við-
fangsefnið hjá okkur, eins og öðr-
um, hefur auðvitað verið að koma
lausafjárstöðunni við Seðlabank-
ann í lag og okkur hefur tekist að
vinna verulega á f þeim efnum nú
síðustu vikurnar," sagði Höskuldur
Ólafsson.
Leiðrétting
í FRÉTT Morgunblaðsins í gær
um útför Þorvalds Skúlasonar
listmálara er sagt að Hlíf Sigurð-
ardóttir hafi leikið á fiðlu. Rangt
er farið með föðurnafn hennar,
hún er Sigurjónsdóttir. Þá er rangt
farið með nafn Othars Hanssonar í
fréttinni.
í frásögn af fundi Landssam-
bands sjálfstæðiskvenna á bls. 16
er föðurnafn séra Heimis þjóð-
garðsvarðar rangt, hann er Steins-
son.
Velvirðingar er beðist á þessum
mistökum.
Sinfóníuhljómsveitinni vel tekið á tónleikaferðalagi um Vesturland
Rut Ingólfsdóttir spilaði einleik meö hljómsveitinni, hún spilaöi ballööu og pólonesu eftir Vieuxtemps.
„Viljum
fá hljóm-
sveitina sem
oftast“
Sinfóníuhljómsveit íslands var
vel tekið þegar hún spilaði í félags-
heimilinu Dalabúð, { Búðardal, sl.
fostudagskvöld. Tónleikagestir
klöppuöu hljómsveitina tvisvar upp,
söng þá Kristinn Sigmundsson meö
hljómsveitinni Kampavínsaríuna úr
óperunni Don Giovanni og hljóm-
sveitin spilaði „Ólgandi blóð“ eftir
Johan Strauss.
Hljómsveitarmeðlimir sem
blm. ræddi við voru sammála um
að mjög ánægjulet væri að spila
úti á landi.
Þetta eru erfiðar ferðir og bið-
tíminn oft mikill hjá tónlistar-
fólkinu.En þeir sögðu að það væri
alls staðar tekið höfðinglega á
móti þeim.
Aðstaðan á hverjum stað er
mismunandi. Fyrir tónleika í
Dalabúð mátti sjá tónlistarmenn-
ina í öllum hornum að æfa sig, og
konsertmeistarann hitti blm. þar
sem hún var að æfa sig á kvenna-
klósettinu!
„Okkur ber skylda til að heim-
sækja landsbyggðina og við reyn-
um að nota haustin og vorin til
þess,“ sagði Sigurður Björnsson,
framkvæmdastjóri, þegar blm.
hitti hann þar sem hann var að
selja miða á tónleikana.
— Hvað um þá gagnrýni að þið
farið með „léttari* efnisskrá út á
land?
„Það hefur sýnt sig að aðsóknin
er ekki góð ef við erum með
þunga efnisskrá, fólk vill létta
tónlist og aðgengilega og við eig-
um að leika það sem fólkið vill.
Það þjónar engum tilgangi að
'leika fyrir tómu húsi. Við förum
ekki með fullskipaða hljómsveit
Einsöngvarí i tónleikunum var Krístínn Sigmundsaon. Hann sagöi aö eitt
það skemmtilegasta sem hann gerði værí aö syngja úti á landi.
út á land, því að það er ekki pláss
fyrir hana í þessum litlu húsum,
svo við verðum að velja efnis-
skrána eftir því.“
í hléi hitti blm. hjónin Friðrik
Hjartar og önnu Nílsdóttur, bú-
sett í Búðardal. „Við vildum sem
oftast fá slíka gesti, því þetta er
mjög gaman. Hér er líka vaxandi
áhugi fyrir klassískri tónlist,“
sögðu þau. Aðrir tóku í sama
streng.
„Mér finnst mjög gaman að
vinna með hljómsveitinni," sagði
hljómsveitarstórinn Klauspeter
Seibel, eftir tónleikana. Tónlist-
arfólkið er mjög þolinmótt, en
þessar ferðir eru erfiðar. Það
leggur sig allt fram og spilar eins
vel hér og í Reykjavik, og er ég
mjög ánægður með það. ísland er
frábært land. Ég á eftir að
stjórna hljómsveitinni í vetur og
hlakka til þess, sérstaklega að
stjórna flutningi á „Hollendingn-
um fljúgandi“ eftir Wagner.“