Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 9

Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 9 HUGVEKJA eftir séra Guðmund óskar Ólafsson Fyrsta guðspjall þessa sunnudags fjallar um það er Jesús læknaði daufan mann og málhaltan. Dæmin eru mörg í helgri bók er segja frá hvernig Jesús lét sig varða þá sem van- búnir voru eða utangarðs á einhvern hátt. Hann læknaði sjúka, mettaði svangan og tók upp hanskann fyrir niður- lægða. Kristnir menn hafa skilið þessar athafnir hans sem tákn um það hver hann var, sem verkin gjörði og í annan stað sem áskorun og brýningu til þeirra er vildu fylgja honum að breyta í sama anda til hjálpar við bágstadda og þurfandi. Ég hygg að það sé samgróið hugsun þorra Islend- inga, að enginn eigi að þurfa að líða skort í okkar landi á meðan efni eru næg og einnig að læknishjálpar og aðhlynn- ingar eigi allir að njóta sem þurfa, án tillits til stéttar, stöðu eða eigna. Víst eru deild- ar meiningar um aðferðir við að tryggja slíkt, en vonandi er samt að enginn vilji viljandi brúka þær leiðir, sem skerða fyrrnefnd markmið. En hversu langt eigum við að teygja okkur frá eigin bæj- ardyrum? Að gefnu tilefni þess að tryggja það að jarðar- gæðum sé réttilega skipt og að fólk sé fætt og því sinnt, í stað þess að safna í hlöður þeirra sem nóg hafa eða brúka fjár- magnið til hernaðarleikja, á meðan okkur tekst ekki að komast fyrir slíkt, værum við einnig í bæli níðinganna ef við réttum ekki hjálparhönd þar sem sultarkveinin og angist- arhrópin kveða við. Þetta er sagt til þess að við gerum okkur ekki sek um að setja allt undir einn hatt, sem óverjandi, þegar rætt er um hjálp við fólk í fjarlægð. Hvað íslendinga varðar, þá hefur þeirra skerfur verið í því fólg- inn fyrst og fremst að senda líðandi fólki nauðsynjar í bráðum háska og í annan stað aðstoð sem hefur beinst að því að hjálpa fólki að verða sjálfbjarga með því að senda menn til að segja til verka við atvinnuuppbyggingu eða kenna hollustuhætti og um sóttvamir, bora eftir vatni og svo framv. Ég hygg að fæst af framangreindu geti talist ölm- usa, eins og manni gæti skilist að einhverjir vildu álíta, held- ur hið öndverða, skerfur frá betli og ölmusu öðlist ekki sjálfsvirðingu. Ég vil eindregið taka undir þau orð. Það væri síst í samræmi við kristna hugsun, sem játar það að öll- um mönnum beri einn og sami réttur til lífs og gæða og virð- ingar sem börnum Guðs, það væri síst í samræmi við þá hugsun að sletta einhverju smáræði í beiningamanninn til að létta á samviskunni. því er það höfuðmál og dýpsta ætlan með kristinni boðun að leiða fólk undir vald og áhrif Jesú Krists, að hann megi um- breyta þessari veröld frá hatri til bróðurþels, frá óréttlæti til jafnaðar frá vopnaskaki til friðar. En Jesús lét ekki við það sitja að benda til vegsagn- ar, honum dugðu eigi orðin ein um að rætur alls ójafnaðar lægju í eðli og gerð manneskj- unnar, hann fórnaði og kostaði öllu til að uppræta þennan ójöfnuð með því að snúa fólki til Guðs og í annan stað með því að nota kærleika sinn til þess að láta þá ná rétti sínum sem á vegi hans urðu, hvort heldur var til saðningar hungruðum eða lækningar sjúkum. Og hann gaf okkur um það dæmi hvaða viðmiðun við Hollustu eða hermdargjafir? langar mig aðeins að ræða það. Eigum við að styðja hjálp við nauðstadda úti í heimi? Nokk- uð hefur verið deilt á svonefnda þróunarhjálp og það stundum með réttu. Það fer ekki á milli mála að oft á tíð- um hefur sá er síst skyldi auðgast á því sem ætlað var bjargvana fólki til aðstoðar. Og það er einnig rétt að marg- ur hver höfðinginn situr á stjórnunarstóli í ríkjum, þar sem almenningur á ekki mál- ungi matar, en vopnakaup eru talin nauðsynlegri brúksvarn- ingur en matur fyrir fólkið. Það er einungis blindum aug- um hulið að fátækt og um- komuleysi víða um heim er ekki mest vegna skorts á jarð- argæðum, heldur stafar slíkt af óréttlæti og fláttskap manna, hernaðarbrölti og óstjórn. Á þetta er og hefur verið bent æ ofan í æ úr pre- dikunarstólum kirknanna hér á landi sem annars staðar fyrr og síðar. Það er gömul en þó síný saga að ætíð eru margir reiðubúnir að hagnast á óför- um annarra og jafnvel búa þær til, svo verða megi til meiri auður, þar sem auður er fyrir. En eigum við að láta undir höfuð leggjast að verða til lið- semdar þar sem krömin er mest og neyðin sárust, af því að við vitum að misindismenn og plagarar mergsjúga þjóðir og koma í veg fyrir að þær geti bjargað sér sjálfar? Og hvað eigum við að gera, þegar nátt- úruhamfarir dynja yfir lönd, svo sem flóð og þurrkar, sem fella allt sem falla má? Á með- an okkur brestur auðnu til þeim sem nægjanlegt hafa, sem réttur er sem hluti af sameiginlegri eign úr skapar- ans hendi, veitt af því þeli sem borist hefur í brjóst úr erfð og fóstran frá Honum sem gekk um og gerði gott og sagði fylgj- endum sínum að gjöra slíkt hið sama. Mælt hefur verið opin- berlega í blöðum að „hvorki fá- tæktin né hungrið þó sárt sé víða“ sé höfuðvandamál þriðja heimsins, heldur gróðaaðferðir iðnríkjanna. En þó að unnt sé að benda á frumrót þjáninga, sem þó tæpast er stólparót, heldur á sér fálmara í margar áttir, þá breytir það ekki þeirri nöpru staðreynd, að væri hungruð manneskja í Afríku eða Asíu spurð hver væri hennar stærsti vandi þá ímynda ég mér að hún teldi sultarverkina sárasta og álíti brýnast að fá þá linaða, áður en hún væri fær um að með- taka hver væri valdur að bág- indunum. Því er það hvorki af- neitun á illverkum í veröld- inni, né heldur gert til að styðja við bakið á þeim sem halda þjóðlöndum i þjáninga- böndum, sem við reynum að rétta hjálparhönd í brýnustu neyð, heldur er það bæði skylda okkar og hjartans mál, jafnvel þó að „korngjafir" í sumum tilvikum kunni að mis- farast eða lenda í hlöðum óvandaðra. Þó að sumt „gjafa- korn“ virki eins og „hægverk- andi eitur“, þá er annað til lækningar og lífs ef rétt og vel er að verki staðið. Á það hefur verið réttilega bent í íslensku blaði nýlega, að sá sem er neyddur til að lifa af ættum að hafa í þeim efnum. Flestir kannast við sögu af munni hans um miskunnsama Samverjann. Ekki hefur Sam- verjinn orðið þekktur um aldir fyrir það að hlaupa uppi árás- armanninn sem réðist á ferða- lang, sem fór um þjóðveg, heldur hefur hann orðið for- dæmi, svo sem Jesús mælti fyrir um, með því að huga að sárum hins mædda þegar i stað, án tillits til aðstæðna eða hverjir voru að verki. Og á þann veg einan trúi ég að við hljótum að leggja mat á alla þörf, fjær eða nær og breyta svo sem Samverjinn gerði, eft- ir því sem við höfum burði til. Mörgum mannslífum hafa Is- lendingar bjargað af því að af- staða þeirra var þessi og mörg- um að auki gert kleift að verða sjálfbjarga. Mistök í þessum efnum sem öðrum eru ævin- lega á næsta leiti og leiðbein- inga er ætíð þörf að bestu manna yfirsýn, að við notum þær aðferðir til hjálpar bág- stöddum, sem happadrýgstar eru, en eins og menn forðum færðu manneskju til Jesú Krists þegar hann fór um Dekapólisbyggðir, að hann mætti gera hana heila, þannig hljótum við að halda áfram að færa fólk undir vald hans í þeirri veröld sem við lifum í nú. Og það gerum við með því að boða Drottins vilja í Kristi, nálægð hans og vegsögn og leyfum honum jafnframt að brúka okkur sem verkfæri til þess að hlynna að vanheilli manneskju og líðandi hvar sem hún á sér bústað á þessari jörð. PM^iðstoð VERÐBREFA- VIDSKIPTANNA NY LEIÐ I V Sparifjáreigandi: Ert þú óvanur að ávaxta sparifé þitt í verðbréfum. Eða áttu erfitt með að fóta þig í þeim frumskógi sparnaðartil- boða sem boðið er upp á í dag? Verðbréfamarkaður Fjárfestingarfélagsins býður nú sparifjáreigendum, félögum og peningastofnunum upp á „pakkalausn" í verðbréfaviðskiptum: 1. Ráðgjöf í verðbréfakaupum. 2. Hámarksávöxtun sparifjár með kaupum á verðbréfum. 3. Eftirlit með innheimtu þeirra. 4. Endurfjárfestingu afborgana og vaxta. NY LEiÐ í VE vn ;kii Sparrfjáreigendur: Leitið ekki langt yfir skammt. Vinnið upp tap verðbólguáranna. Látið Verðbréfamarkað Fjárfesting- arfélagsins sem hefur átta ára reynslu í raunávöxtun sparifjár annast hagkvæmustu ávöxtun sparifjár yðar. SÖLUGENGIVERÐBRÉFA 10. september 1984 Spariskírteini og happdrættislén ríkissjódi Ar-flokkur Sölugengl pr. kr. 100 Avöxtun-1 arkrafa > Dagafjöldi til innl.d. 1970-2 17.415,64 Innlv. i Seölab. 5.02.84 1971-1 16.626,04 Innlv. i Seðlab 15.09.84 1972-1 14.429,39 8,60% 135 d. 1972-2 12.020,98 Innlv. í Seölab 15.09.84 1973-1 8.692.68 Innlv. í Seölab 15.09.84 1973-2 7.944,02 8,60% 135 d. 1974-1 5.269,57 Innlv. í Seölab 15.09.84 1975-1 4.365,39 8,60% 120 d. 1975-2 3.255,46 8,60% 135 d. 1976-1 2.993,86 8,60% 180 d. 1976-2 2.436,98 8,60% 135 d. 1977-1 2.122,16 Innlv. í Seölab. 25.03.84 1977-2 1.903,77 Innlv. i Seölab 10.09.84 1978-1 1.438,89 Innlv. í Seölab. 25.03.84 1978-2 1.216,22 Innlv. í Seölab 10.09.84 1979-1 992,08 8,60% 165 d 1979-2 792,90 Innl.v. í Seölab. 15.09.84 1980-1 659,48 8,60% 215 d 1980-2 498,43 8,80% 1 ár 45 d 1981-1 423,12 8,80% 1 ár 135 d 1981-2 303,98 9,00% 2 ár 35 d 1982-1 304,52 8,60% 171 d 1982-2 221,18 8,80% 1 ár 21 d 1983-1 168,21 8,80% 1 ár 171 d 1983-2 109,90 8,80% 1 ár 81 d 1974-D 5,319,50 Innlv. i Seölab 20.03.84 1974-E 3.980,06 10,00% 81 d 1974-F 3.980,06 10,00% 81 d 1975-G 2.498,36 10,00% 1 ár 81 d 1976-H 2.288.48 10,00% 1 ár 200 d 1976-1 1.720,58 10,00% 2 ár 80 d 1977-J 1.526,31 10,00% 2 ár 201 d 1981-1.'I 329,87 10,00% 1 ár 231 d Veóskuldabréf — verðtryggð 2 afb. Nafn Nafn- Ávöxtun j á Sölu vext. Sölu vext. umfram ári gengiHLV gengi HLV verötr. 1 ár 95 6% 97 9% 13,75% 2 ár 92 6% 95 9% 13,87% 3 ár 90 7% 95 10% 14,00% 4 ár 88 7% 93 10% 14,12% 5 ár 86 7% 92 10% 14,25% 6 ár 83 7% 91 10% 14,37% 7 ár 81 7% 89 10% 14,50% 8 ár 79 7% 88 10% 14,62% 9 ár 77 7% 87 10% 14.75% 10 ár 76 7% 86 10% 14,87% 11 ár 74 7% 84 10% 15,00% 12 ár 72 7% 83 10% 15,12% 13 ár 71 7% 82 10% 15,25% 14 ár 69 7% 81 10% 15,37% 15 ár 68 7% 80 10% 15,49% Veðskuldabréf óverðtryggö Sölug m/v 18% 20% (HLVjfHlv) Þak 1 afb a ari 23% 28% ?0% 1 ár 82 83 85 89 80 2 ár 70 72 74 79 67 3 ár 60 62 64 69 56 4 ár 52 54 57 62 47 5 ár 46 48 51 57 41 Sölug m/v 18% 20% |HLV)f(HÍ7) Þak 2 afb. a ári 23% 21% 20% 1 ár 87 88 90 93 85 2 ar 76 77 80 84 73 3 ár 66 68 70 75 62 4 ár 58 60 63 68 54 5 ár 52 54 57 63 47 Daglegur gengisútreikningur Veröbréfamarkaóur Fjárfestingarfélagsins Lækjargötu12 101 Reykjavik lönaóarbankahúsinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.