Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 30

Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 FRJÁLS ÁLAGNING OG FRJÁLSIR VEXTIR ... ... hvers veena ekki frjálsan gjaldeyrismarka ð ? Rœtt við Jón Ingvarsson, stjórnarformann Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna Á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í maímánuði sl. var Jón Ingvarsson kjörinn formaður stjórnar Sölumiðstöðvarinnar og er hann yngsti maður, sem gegnt hefur því starfí. Jón Ingvarsson er gjörkunnugur málefnum sjávarútvegs- og físk- vinnslu og hefur, ásamt bróður sínum, Vilhjálmi, annazt daglegan rekstur ísbjarnarins hf., sem er eitt stærsta útgerðar- og físk- vinnslufyrirtæki á landinu og faðir þeirra bræðra, Ingvar Vilhjálms- son, stofnaði. Málefni útgerðar og fisk- vinnslu hafa mjög verið til umræðu á þessu sumri og eru ýmsar blikur á lofti á þeim vettvangi. Mikill taprekstur er í útgerð og flestum greinum fiskvinnslu. Ýmsir forsvarsmenn þessar- ar atvinnugreinar telja gengisbreytingu óhjákvæmilega en aðrir, að hún leysi eng- an vanda. Spurningar hafa vaknað um sjálfan grundvöll þessarar undirstöðu at- vinnulífs landsmanna. Ástand og horfur á mikilvægasta útflutningsmarkaði okkar, Bandaríkjamarkaði, eru ískyggi- legri en verið hefur um nokkurt skeið. Miklar birgðir hafa safnazt upp þar vest- ra, jafnvel sex til sjö mánaða birgðir og einhver lækkun hefur orðið á þorskblokk, þótt verðið á þorskflökum haldist enn. Morgunblaðið hefur átt viðtal við Jón Ingvarsson, sem hér fer á eftir og beind- ist fyrsta spurningin að markaðsmálum í Bandaríkjunum. Minnkandi hlutfall ímarkaði — Það er okkur áhyggjuefni, hve staða okkar á Bandaríkjamarkaði hefur stöðugt þrengzt að undanförnu. Hlutdeild íslend- inga í þorskflakamarkaðnum hefur minnkað á nokkrum árum úr 50% í 26%. Ástæður þess eru fyrst og fremst hinn stóraukni þorskafli Kanadamanna á sama tíma og þorskafli íslendinga hefur dregizt verulega saman. í annan stað hef- ur kanadískur sjávarútvegur notið stór- felldra ríkisstvrkja, og hefur af þeim sök- um geta boðið fiskinn á lægra verði. í þriðja lagi er samkeppnisstaða Kanada- manna sterkari en okkar af landfræði- legum ástæðum. Við þetta bætist, að vegna sterkrar stöðu dollarans, hefur framboð á fiski frá ýmsum öðrum, t.d. Norðmönnum, Dönum og Færeyingum aukizt verulega í Bandaríkjunum. Þessi þróun hefur því miður dregið úr svigrúmi til aukinnar sölu á þorskflökum og þorsk- blokk í Bandaríkjunum. — Er verðlagsstefna okkar vestra röng? — Verðmunur á íslenzkum og kanadískum þorskflökum er allt að 40—50 cent á pund, og það byggist eink- um á því, að kaupendurnir telja íslenzku þorskflökin betri að gæðum. Til þess að ná umtalsverðri söluaukningu, þyrfti sennilega að lækka verðið verulega og jafnvel allt niður í verð helztu keppinauta okkar. Sú söluaukning væri að mínu mati of dýru verði keypt, auk þess sem við- brögð keppinauta okkar yrðu sennilega samsvarandi verðlækkun. Að því, er ég fæ bezt séð, hefur verðstefna íslenzku út- flutningssamtakanna því verið rétt í öll- um megin atriðum. Það, sem að mínum dómi skiptir mestu, er að gera betur en keppinautar okkar í vörugæðum og vöru- vöndum. Ferskur fískur — Er hugsanlegt að markaður fyrir fryst- an fisk fari minnkandi en vaxandi fyrir ferskan fisk? — Ég held, að neyzla á fiski í Banda- ríkjunum hafi verið nokkuð svipuð í all- mörg ár. Hún nemur nú um 12—13 pund- um á mann á ári. Sá markaður, sem við höfum lagt mesta áherzlu á vestra er hinn svonefndi stofnanamarkaður og ég held, að hann muni áfram sækjast eftir frystum fiski, en markaður fyrir ferskan fisk er fyrst og fremst hjá dýrum veit- ingahúsum og stórmörkuðum. — Getum við aukið útflutning á ferskum físki til Bandaríkjanna? — Útflutningur á ferskum fiski til Bandaríkjanna er óframkvæmanlegur nema í fíugvélum og þá í formi flaka. Sölumiðstöðin hóf tilraunir með útflutn- ing á ferskum fiskflökum vestur um haf í heilum flugvélaförmum 1981. Þessi út- flutningur gekk sæmilega, og voru flutt út árin 1982 og 1983 samtals um 2000 tonn. En vegna stöðugrar hækkunar doll- ars gagnvart gjaldmiðlum Evrópu, jókst að sama skapi eftirspurnin á flugfragt frá Evrópu til Bandaríkjanna og flutn- ingsgjöldin hækkuðu geysimikið, auk þess sem mjög erfitt reyndist að fá flug- vélar yfir höfuð. Þetta hefur leitt til þess, að mjög hefur dregið úr þessum útflutn- ingi. Ef aðstæður breytast okkur í hag og flutningsgjöldin lækka, þá virðist ekkert vera því til fyrirstöðu, að þetta geti orðið álitlegur kostur. — Hvaða áhrif hefur þessi þrengri staða á markaðnum haft á verðlagið? — Verð á þorskflökum hefur að mestu haldist. öðru máli gegnir um þorskblokk. Hún hefur lækkað á tæpu ári úr $1.18 á pund í 95—98 cent. Vonandi er kominn botninn í þorskblokkarverðið, því ef það heldur áfram að lækka, er hætt við að flökin lækki einnig. — Hefur birgðasöfnunin í Bandaríkjun- um og staðan þar leitt til aukinnar áherzlu á aðra markaði? — Þorskframleiðslunni hefur að nokkru leyti verið beint á Bretlands- markað tímabundið til þess að draga úr birgðum vestra. Ef ekkert hefði verið gert í þeim efnum, er hætt við, að birgðir hefðu orðið allt of miklar um næstu ára- mót í upphafi þorskvertíðar. Því var að okkar dómi ekki um annað að ræða en að beina þorskframleiðslunni að hluta til Bretlands, þótt verðið væri mun lægra. — Hvað munar það miklu? — Ætli það sé ekki um 50% hærra í Bandaríkjunum. — Hvað um aðra markaði í Evrópu en Bretland? — Það er ekki mikill markaður fyrir fryst þorskflök annars staðar en í Bret- landi. Hins vegar hefur töluvert verið flutt út af þorskblokk til ýmissa Evrópu- landa auk Bretlands, t.d. Frakklands og Þýzkalands. Sá þorskur, sem þær þjóðir neyta er annaðhvort ferskur eða fiskrétt- ir unnir úr blokk. — En hvað um ferskfiskmarkaði í þessum löndum? — Þeir hafa verið stundaðir, fyrst og fremst af togurum en fiskur hefur einnig verið sendir í gámum. Togararnir eru staðreynd og skuldirnar líka — Hver eru áhrifín hér heima vegna þessarar markaðsþróunar erlendis? — Hún eykur óhjákvæmilega á þá erf- iðleika, sem íslenzkur sjávarútvegur á nú við að stríða. — Af hverju eru þessir erfíðleikar sprottnir að þínum dómi? — Rekstrarvandinn í sjávarútvegi er margþættur og á sér langa sögu. Auðvit- að ber hæst aflasamdrátt sl. tveggja ára, svo og versnandi markaðsstöðu, en auk þess hefur hækkun olíukostnaðar, hár fjármagnskostnaður og óðaverðbólga leikið sjávarútveginn grátt. Einnig á hin mikla fjárfesting í fiskiskipaflotanum sl. 5—6 ár sinn þátt í þessum erfiðleikum. — Ertu sammála þvi, að hægt sé að fækka verulega í togaraflotanum? — Miðað við það aflamagn, sem nú er talið skynsamlegt að veiða er flotinn auð- vitað of stór. Að hve miklu leyti hægt er að kenna of stórum togaraflota aflasam- dráttinn, liggur ekki fyrir. Skilyrðin í sjónum umhverfis landið, svo sem hita- stig sjávar og fæðumagn hljóta einnig að hafa afgerandi áhrif. Fækkun í togaraflotanum er auðvitað mjög flókið og viðkvæmt mál og engin viðunandi lausn í augsýn. Þjóðfélagið hefur alltaf gert miklar kröfur til sjávarútvegs, enda sótt til hans að miklu leyti lífskjör sín. Þessar síauknu kröfur eiga sinn þátt í því, hvað óvarlega hefur verið fjárfest í togurum hin síðari ár án þess að dæmið hafi verið hugsað til enda. Stjórnvöld hafa jafnvel gengið svo langt, að sumir fengu allt að 100% lán til kaupa á togurum. Þegar spurt er um, hvort hægt sé að fækka togurum, verða menn að hafa í huga, að togararnir eru staðreynd, og skuldirnar, sem á þeim hvíla eru líka staðreynd, og ef útgerð þeirra stendur ekki undir þeim, lenda þær að mestu leyti á þjóðfélaginu. — Skuldirnar eru til staðar vegna togara- kaupanna, en hvað um að selja skipin? — Það kann að vera skynsamlegt að selja óhentugustu og dýrustu skipin úr landi, ef kaupendur á annað borð finnast. — Sumir eru þeirrar skoðunar, að togar- ar séu orðnir úrelt veiðitæki frá Reykjavík. Hvað segir þú um það? — Aðstaða til útgerðar togara frá Reykjavík hefur að sjálfsögðu versnað eins og annars staðar. Fengsælustu þorskmiðin eru úti fyrir Vestfjörðum. Eftir því sem olían hefur hækkað í verði, hefur óhagkvæmni við að stunda fjarlæg- ari mið vaxið. M.a. af þeirri ástæðu hafa Reykjavíkurtogararnir sótt meira á karfamiðin hér syðra. Ég tel að togaraút- gerð frá Reykjavík eigi fullan rétt á sér. — Hvað er mikið vit í togaraútgerð yfír- leitt miðað við olíu- og fjárfestingarkostnað? — Auðvitað er ekkert vit í togaraút- gerð miðað við þær rekstrarforsendur, sem hún býr við í dag, en hins vegar er hætt við, að þjóðfélagið þyldi ekki þá lífskjaraskerðingu, sem því fylgdi, ef tog- araútgerð yrði lögð niður á íslandi. Fáránjegt að reka útgerð og fískvinnslu með tapi — Hver er kjarninn í erfiðleikum físk- vinnslu að þínum dómi? — Tekjur fiskvinnslunnar ráðast af verði á erlendum mörkuðum, því gengi, sem stjórnvöld ákveða svo og kostnaðar- þróun innanlands. Eins og allir vita, ræð- ur fiskvinnslan aðeins að takmörkuðu leyti markaðsverðum, og hún getur held- ur ekki velt innlendum kostnaðarhækk- unum út í verðlagið. Þess vegna hafa stjórnvöld yfirleitt farið þá leið, að bæta fiskvinnslunni þann útgjaldaauka, sem leitt hefur af innlendum kostnaðarhækk- unum svo og tekjumissi vegna lækkunar á erlendum markaðsverðum með því að fella gengi krónunnar og auka með þeim hætti tekjur fiskvinnslunnar. f rúmt ár hafa tekjur fiskvinnslunnar svo til staðið í stað þrátt fyrir um 11% lækkun krónu gagnvart dollar, því krón- an hefur jafnvel hækkað gagnvart flest- um Evrópumyntum, auk þess sem mark- aðsverð hafa lækkað nokkuð og birgða- staða þyngst. Á hinn bóginn hefur allur tilkostnaður hækkað stórlega, og er nú svo komið, að frystingin er rekin með 10-12% halla. — Er gengisbreyting nauðsynleg? — Gengisfelling ein sér held ég að leysi engan vanda til frambúðar, ekki sízt í ljósi þeirrar óðaverðbólgu, sem jafnan hefur fylgt stöðugum gengisfellingum. En

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.