Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 09.09.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984 35 En þú spurðir um minnis- stæðar hljómsveitir og þá kemst ég auðvitað ekki hjá því að nefna KK-sextett. Á þessum ár- um var KK kapítuli út af fyrir sig í þessum hljómsveitabransa hér á landi. í fyrsta lagi hafði hljómsveitin þá sérstöðu að vera með sitt „eigið sánd“, ef svo má að orði komast. Maður þurfti ekki að heyra nema nokkra takta þá vissi maður að þetta var KK. Otsetningar voru allar mjög vandaðar og gott skipulag á hlutunum auk þess sem Hin þyrnum stráða braut Árið 1964 flutti Jón Páll af landi brott, og hefur lengst af síðan verið búsettur erlendis. Ég spyr hann hvort einhver sérstök ástæða hafi verið fyrir því að hann flutti út: „Það er á vissan hátt dálítið erfitt fyrir mig að tala um þessa ákvörðun, eða meta það hvers vegna ég valdi þessa leið. Inn í þetta fléttast tilfinninga- og fjölskyldumál, sem ég vil helst eiga við mig sjálfan. En í þessu sambandi má kannski segja að ég hafi þarna staðið frammi fyrir þeirri spurningu, hvað ég vildi gera við mitt líf. Og það má þá orða það svo, að ég hafi valið að leggja út á „hina þyrnum stráðu braut listamannsins". Sjálfsagt eiga margir erfitt með að setja sig í spor manna sem fórna eðlilegu fjölskyldulífi fyrir svo ótrygga framtíð, sem því fylgir að vera hljómlistar- maður. Og sjálfsagt skilja engir, nema þeir sem hafa reynt það sjálfir, þessa sterku þörf sem tónlistarmenn hafa fyrir því að fá „útrás fyrir sköpunargáfuna", eins og einhver hefur orðað það á undan mér. En þetta er nú einu sinni svona, og héðan af verður því ekki breytt. í þessu sambandi dettur mér í hug margfræg saga um hljóm- listarmanninn, sem var spurður að því hvað hann gerði: „Ég er hljómlistarmaður," svaraði hann. „Já, en við hvað vinn- urðu?“ var þá aftur spurt. Ég man eftir því að pabbi átti erfitt með að skilja, að hljóðfæraleik- ur gæti verið atvinna. Kannski í og með þess vegna fór ég út í að læra að verða loftskeytamaður, þótt ég hafi aldrei starfað við það. En þetta kemur kannski ekki málinu við. Ég tók þessa ákvörð- un 1964, að reyna fyrir mér er- lendis. Það má kannski bæta því við, að ein af ástæðunum hafi verið sú, að þegar maður var bú- inn að spila í KK, þá var ekki hægt að komast hærra og ekki eftir neinu að sækjast hér heima. Ég fór fyrst til Kaupmanna- hafnar og spilaði þar m.a. í hljómsveit sem var eins konar blanda af dans- og jasshljóm- sveit. Ég kynntist þarna mörgu góðu fólki í músíkbransanum og spilaði í Danmörku og Þýska- landi í þrjú eða fjögur ár. Síðan kom ég heim og spilaði eitt ár með Ragga Bjarna á Sögu, en fór síðan til Svíþjóðar, þar sem ég hef að mestu verið síðan, með smá stoppum hér heima. Pétur Östlund fór til Svíþjóð- ar um svipað leyti og ég og við spiluðum nokkuð saman til að byrja með. í fyrstu var ég aðal- lega í danshljómsveitum og í leikhúsum, auk þess sem maður tók þátt í „jam-sessionum“ þeg- ar færi gafst. Síðustu fjögur ár- in, sem ég var í Svíþjóð, var ég aðallega við kennslu og eftir það kom ég heim. Og þá erum við eiginlega komnir allan hringinn, því það var þá sem ég ákvað að setjast á skólabekk í Los Angel- es. Þar var ég í fyrravetur og tek seinni hlutann nú í vetur. En það er dýrt að vera þarna og þess vegna hafa vinir mínir í sjónvarpsupptöku f.v.. Kristján Magnússon, Rúnar Georgsson, Jón Páll, Arni Egilsson og Guðmundur Steingrímsson. KK-sextettinn 1959, f.v.: Árni Scheving, Jón Páll, Kristján Kristjánsson, Guðmund- ur Steingrímsson, Jón Sigurðsson og Þórarinn Ólafsson. hljómsveitin naut mikilla vin- sælda. Það var alltaf fullt þar sem KK var. Ég spilaði stundum í afleysingum með KK-sextett árið 1958, og það gat stundum verið strembið að koma inn í bandið með litlum fyrirvara og þurfa að lesa beint af blöðunum. En þetta leiddi svo til þess, að ég byrjaði fast með KK árið 1959. Þá varð nokkur uppstokkun í hljómsveitinni og tveimur árum seinna hætti Kristján að spila og hljómsveitin var leyst upp. Kristján var alveg sérstakur maður í þessum bransa. Hann var kannski enginn yfirburð- amaður í hljóðfæraleik, en hann hafði einstaklega fallegan tón, fyrir utan það hvað hann var laginn við að halda bandinu saman og búa til þetta sérstaka „KK sánd“, sem gerði hljóm- sveitina að sér fyrirbrigði í þess- um bransa. Á þessum tíma lærði ég mikið sem ég bý að enn þann dag í dag.“ úr jassinum hér ákveðið að halda þessa tónleika á Hótel Borg til styrktar þessu námi. Hér á landi hefur orðið stökk- breyting í jasslífinu og margir góðir jassleikarar komið fram á sjónarsviðið. Að mínum dómi hefur FÍH-skólinn verið sá vermireitur sem hlúð hefur að þessum gróðri sem nú er að spretta upp og eins hafa margir efnilegir strákar farið út að læra. Nokkrir þessara stráka munu koma fram á tónleikunum og auk þess gamlir og grónir jassleikarar og góðir vinir mínir í gegnum árin. Björn Thoroddsen, gítarleik- ari, sem lærði við þennan sama skóla í LA, er einn þeirra manna sem ég hef mikið álit á, og á þessum tónleikum munum við spila „dúó“ á gítara. Þá mun koma fram tríó, sem á að vera af eldri skólanum í „King Cole- stílnum" og með mér í því verða Kristján Magnússon á píanó og Árni Scheving á bassa. Einnig verðum við með kvartett og þar verður Árni á víbrafón, Tómas Einarsson á bassa og Alli Al- freðs á trommur. Auk þess munu koma þarna fram gömlu kempurnar Guðmundur Ing- ólfsson og Guðmundur Stein- grímsson og þrír tenórsaxafón- leikarar, þeir Rúnar Georgsson, Þorleifur Gíslason og Stefán Stefánsson. Ég vona svo bara að áhugamenn láti sjá sig og menn geti átt þarna ánægjulega stund, og umfram allt notið jasstónlistarinnar, sem þarna verður á boðstólum." Sy.G. Frá upptöku sem útvarpað var í „Voice of America" 1964. Lengst til vinstri er Árni Scheving, þí Olafur Stephensen, Jón Páll, sem skyggir á Gunnar heitinn Ormslev og lengst til hægri er Pétur Ostlund.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.