Morgunblaðið - 09.09.1984, Qupperneq 39
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
Útgefandi iMabib hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö.
Bankarnir
í strand
Viðskiptabankarnir hafa
tilkynnt að tekið verði
fyrir ný útlán, hert verði á
hvers konar innheimtuaðgerð-
um vegna vangoldinna lána og
framvegis verði ekki hægt að
semja um lengingu lána í þeim
mæli sem áður hefur tíðkast.
Hér er um harkalega aðgerð
að ræða. Lengi hefur blasað
við að útlán hafa verið langt
umfram innlán í bönkunum.
Ríkisbankar hafa getað brúað
bilið að verulegu leyti með því
að taka lán erlendis. í ágúst-
mánuði einum versnaði lausa-
fjárstaða bankanna um 614
milljónir og um síðustu mán-
aðamót námu yfirdráttar-
skuldir viðskiptabankanna hjá
Seðlabanka og erlendis rúm-
lega 3,4 milljörðum króna. í
stuttu máli má segja, að nú
hafi verið tekið fyrir frekari
skuldasöfnun af þessu tagi og
bönkunum settar þær skorður
að gera upp við lánardrottna
sína í stað þess að verja fjár-
munum sínum til nýrra út-
lána. Það er alvarleg stað-
reynd þegar einn bankanna,
Útvegsbankinn, skuldar 47,9%
af innlánum sínum, næst hæst
er hlutfallið hjá Landsbank-
anum eða 21,4%. „Er staða
bankanna nú verri en hún hef-
ur verið í áratugi," segir í
fréttatilkynningu viðskipta-
bankanna.
í þessari sömu tilkynningu
segir, að frá stöðvun á nýjum
útlánum, að reglubundnum
rekstrarlánum atvinnuveg-
anna undanteknum, verði ekki
„unnt að víkja fyrr en ljóst er,
að sparnaður hafi aukist, eft-
irspurn eftir lánum minnkað
og lausafjárstaða bankanna
komist í eðlilegt horf.“ Við-
skiptabankarnir skýra hina
erfiðu stöðu með því að vísa til
þess að afkoma sé erfið í ýms-
um atvinnugreinum og fyrir-
tækjum og rauntekjur al-
mennings hafi lækkað; nei-
kvæðir raunvextir hafi deyft
tilfinninguna fyrir því, hvað
greiðslubyrði lána felur í sér;
með endurteknum skuldbreyt-
ingum hafi verið alið á þeirri
trú, að ætíð sé unnt að fá
frestun á umsömdum greiðsl-
um.
Undir öll þessi almennu rök
hljóta menn að taka. Lykil-
setningin í tilkynningu við-
skiptabankanna er þó þessi:
„Á hinn bóginn hafa menn of
seint brugðist við þessu á þann
eina hátt, sem getur leitt til
árangurs, þ.e. með því að sníða
sér stakk eftir vexti." 1 fram-
haldi af þessu hljóta spurn-
ingar eins og þessar að vakna:
Hvers vegna hafa bankarnir
ekki fyrr séð að sér? Var
óhjákvæmilegt að haga sigl-
ingunni þannig að bankarnir
strönduðu?
Ekkert þjóðfélag og alls
ekki hið íslenska þolir til
lengdar aö bankar hætti að
lána út peninga, enda er það
jafn ríkur þáttur í starfi
banka að lána út fé eins og að
kalla eftir innlánum. Innan
skamms tíma mun hrikta í
fyrirtækjum vegna útlána-
stöðvunarinnar. Keðjuverkun-
ina af lokun bankanna sér
enginn fyrir en þó er á flestra
færi að geta sér til um hver
hún verður. Það þarf kannski
ekki verkföll til að stöðva at-
vinnufyrirtækin.
Afkoma ríkissjóðs á þessu
ári ber þess glögg merki hve
þenslan hefur verið mikil, eins
og jafnan áður nýtur hann
góðs af aðflutningsgjöldum og
söluskattstekjum vegna mikils
innflutnings. Á hinn bóginn
blasir einnig við að ekki hefur
verið tekist á við vanda sjáv-
arútvegsins af þeirri festu sem
þarf, alltof langan tíma hefur
tekið að framkvæma skuld-
breytinguna margræddu sem
heitið var á fyrri hluta árs.
Margt bendir til að menn hafi
beinlínis gefist upp fyrir þeim
vanda. Þetta tvennt, of mikill
innflutningur og óuppgerðir
reikningar fyrirtækja í sjávar-
útvegi, stafar að skorti á
markvissri stefnu ekki síst í
bönkunum sjálfum.
Hinn 13. ágúst hlutu bank-
arnir frelsi til að ákveða vexti
sjálfir. Þar var um langþráöan
áfanga að ræða. Með öllu er
rangt að tengja núverandi erf-
iðleika og vaxtafrelsið saman,
ef rétt væri á málum haldið
ætti frelsið einmitt að auð-
velda bönkunum að takast á
við vandann. Þeir þurfa ekki
síður að auglýsa það fyrir
viðskiptavinum sínum að það
sé dýrt að taka lán en hve hag-
kvæmt það sé að geyma fé á
bankabókum.
Ríkisstjórnin hefur mótað
efnahagsramma til nokkurrar
framtíðar. Þar er ekki slakað
á, enda standa efni þjóðarinn-
ar ekki til þess. En enginn
efnahagsrammi þolir í senn
lækkun á útflutningsafurðum,
stöðvun á fjárstreymi úr bönk-
um vegna skuldasöfnunar
bankanna sjálfra og hækkun
launa vegna verkfallshótana
og verkfalla.
Áhugi Búlgara á
N or ður slóðum
úlgarar eru um margt
merkileg þjóð. Þeir hafa
mikinn áhuga á norður-
slóðum.
Fyrir nokkru skrifaði
búlgarska flugfélagið
undir samning við ferða-
skrifstofu í Kirkenes, sem liggur
skammt frá landamærum Sovétríkj-
anna, um að flytja mörg þúsund farþega
frá Búlgaríu til Norður-Noregs á næsta
ári. Þessi áhugi Búlgara á ferðalögum
til Norður-Noregs hefur vakið sérstaka
eftirtekt þar og víðar.
Búlgarar þurfa að tryggja sér rétt til
lendingar í Norður-Noregi, en þau rétt-
indi hafa þeir ekki enn. Talið er ólíklegt,
að norsk stjórnvöld ljái máls á því.
Á sama tíma og Búlgarar vilja flytja
mörg þúsund landa sinna til þess að
skoða fegurð Norður-Noregs, leita Sov-
étríkin eftir lendingarrétti fyrir Aero-
flot á svipuðum slóðum og segja, að til-
gangurinn sé að gefa Norðmönnum kost
á því að heimsækja sólarstrendur Sov-
étríkjanna við Svartahaf. Óneitanlega
hefur það vakið athygli í Noregi, að sov-
ézka flugfélagið skuli telja mestar líkur
á farþegum frá Norður-Noregi, þar sem
fæstir Norðmenn búa.
Áhugi Búlgara og Sovétmanna á að
hefja reglulegt flug til Norður-Noregs,
er íhugunarefni. Fyrir 13 árum kom
hingað til lands búlgarskur forsætisráð-
herra. Eitt þeirra skjala, sem hann lagði
á borð íslenzkra ráðherra í viðræðum
við þá var uppkast að loftferðasamningi
milli íslands og Búlgaríu. Þessi ráða-
maður lýsti sérstökum áhuga Búlgara á
að hefja fastar áætlunarferðir milli ís-
lands og Búlgaríu!
Það fer auðvitað ekkert á milli mála,
hvað er að gerast, hvort sem um er að
ræða þessi tilmæli Búlgara til íslend-
inga fyrir 13 árum, eða áform þeirra nú
um reglulegt flug til Norður-Noregs.
Hér er auðvitað á ferðinni tilraun til
þess að hefja víðtæka njósnastarfsemi í
skjóli farþegaflugs.
Brautryðjendastarf
I Morgunblaðinu um þessa helgi er
frásögn í máli og myndum af fyrirhug-
uðum byggingaframkvæmdum Hag-
kaups í nýja miðbænum. Þetta eru ein-
hverjar viðamestu framkvæmdir, sem
einkafyrirtæki á íslandi hefur lagt út í
og eiga vafalaust eftir að marka nokkur
þáttaskil í verzlunarsögu landsmanna.
Saga þessa fyrirtækis er ævintýri.
Fyrir aldarfjórðungi hóf verzlunin
starfsemi sína í gömlu fjósi við Eskihlíð
með því að bjóða vörur á lægra verði en
hér hafði tíðkast. Afstaða manna til
Hagkaups á þeim tíma var afar misjöfn.
Sumir kaupmenn og heildsalar litu
fyrirtækið hornauga og töldu hagsmun-
um sínum ógnað. Margir borgarar töldu
ekki við hæfi að verzla á þessum stað.
Síðan hefur Hagkaup vaxið með risa-
skrefum og er nú tvímælalaust einhver
sterkasta brjóstvörn gegn innrás SÍS-
veldisins í smásöluverzlun á höfuðborg-
arsvæðinu. Hagkaup, Vörumarkaðurinn
og fleiri fyrirtæki áttu mestan þátt í að
brjóta niður gamla og staðnaða verzlun-
arhætti og kynna nýjungar, sem hafa
skipt sköpum og orðið neytendum til
mikilla hagsbóta. Það eru slík fyrirtæki
sem hafa brotið niður gamalt kerfi
hafta og verðlagsákvæða, sem stjórn-
málamönnum var bersýnilega um megn
að afnema.
Á síðustu vikum hefur Hagkaup haft
forystu um að brjóta niður gamalt ein-
okunarkerfi í kartöflusölu. Verzlunin
hefur áður gert úreltu einokunarkerfi
Sölusamtaka bænda gramt í geði með
margvíslegum hætti, svo sem þegar
ódýrari jógúrt frá Húsavík var flutt til
höfuðborgarinnar. Ekki má gleyma
þeirri einvígisáskorun á hendur SÍS-
veldinu, sem fólst í ákvörðun fyrirtæk-
isins um að opna stórverzlun í höfuðvígi
Sambandsins á íslandi, Akureyri, með
þeim árangri, að vöruverð í höfuðstað
Norðurlands hefur lækkað verulega.
Að baki slíkum nýjungum í verzlun-
arháttum liggur ekki fyrst og fremst
von eigenda um hagnað, heldur mikil
hugsjón, enda fer það ekki á milli mála,
að stofnandi og aðalforystumaður þessa
fyrirtækis, Pálmi Jónsson, er fyrst og
fremst hugsjónamaður, sem hefur haft
ótrúlega víðtæk áhrif á framvindu
okkar samfélags, sérstaklega síðustu 10
ár eða svo.
Kjör launþega
Á mánudag hefst, að öðru óbreyttu,
verkfall prentara og er það fyrsta verk-
fa.ll, sem boðað er á þessu hausti.
Framundan er síðan boðað verkfall
opinberra starfsmanna, sem hefst
snemma í október hafi samningar ekki
tekizt. Um miðjan september hefst
verkfall í sláturhúsum á Suðurlandi.
Verkfall opinberra starfsmanna stóð
yfir haustið 1977 og var hið harðvítug-
asta og erfiðasta, sem háð hafði verið á
íslandi árum ef ekki áratugum saman. I
kjölfarið á því fylgdu tilraunir þáver-
andi ríkisstjórnar til þess að ná tökum á
verðbólguþróun með lagasetningu og
ófarir Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks í kosningunum sumarið 1978.
Þegar litið er yfir þá sögu alla, frá
samningum í júní 1977, verður ekki
sagt, að hún hafi orðið Iaunþegum í
landinu til framdráttar.
óumdeilt er, að almenn launakjör á
íslandi halda ekki til jafns við það sem
tíðkast í nálægum löndum. Á ferð um
frystihús í sumar, þar sem upplýst var,
að starfsfólk hefði með bónus 12—14
þús. krónur á mánuði, vaknaði sú spurn-
ing í huga höfundar þessa Reykjavíkur-
bréfs, hvar þjóðin væri á vegi stödd úr
því að höfuðatvinnuvegur hennar gæti
sannanlega ekki greitt hærra kaupgjald
en þetta.
I skoðunarferð um myndarlega
saumastofu í höfuðborginni, var upp-
lýst, að starfsstúlkur hefðu svipuð laun
þeim sem áður voru nefnd úr frystihús-
inu með bónus. Um það er ekki deilt, að
laun af þessu tagi duga ekki til lífs-
framfæris á Islandi. Enda er það nátt-
úrulega svo, að afkoma flestra fjöl-
skyldna byggist á vinnu og tekjuöflun
tveggja einstaklinga. Engum er þetta
betur ljóst en atvinnurekendum sjálf-
um. Einn af forráðamönnum frystiiðn-
aðarins hafði orð á því við höfund
Reykjavíkurbréfs fyrir skömmu, að
frystiiðnaðurinn fengi alls ekki viðun-
andi starfskrafta með þeim launum,
sem í boði væru.
Sömu sögu segja nú forráðamenn rík-
isstofnana, sem telja, að hið opinbera sé
að missa hæfustu starfskraftana til
einkarekstrarins, sem hafi meiri mögu-
leika á sveigjanleika í launagreiðslum.
Ríki og ríkisstofnanir séu yfirleitt ekki
samkeppnisfær um vinnuafl við einka-
reksturinn.
Áratugum saman hafa lífskjör hér
byggzt á mikilli yfirvinnu. Hún hefur
hins vegar lagzt að verulegu leyti niður
í nálægum löndum. Þess hefur gætt hin
síðari ár, að fólk er orðið þreytt á yfir-
vinnu. Á fjölmennum vinnustöðum gæt-
ir tregðu hjá launþegum að vinna yfir-
vinnu. Skattakerfið er orðið svo ágengt,
að margir telja að það borgi sig alls ekki
að hafa miklar tekjur af yfirvinnu.
I umræðum um þessi mál er lítið tal-
að um hlutskipti lífeyrisþega, en líklega
eru þeir, þegar á heildina er litið, sá
hópur, sem hefur hvað lélegasta af-
komu, en sættir sig um leið bezt við það.
Annar þáttur þessa máls er svo sá, að
sennilega er efnamunur í landinu að
verða mjög mikill og meiri en áður var,
sem er hættulegt svo fámennu samfé-
lagi. Það er óhætt að fullyrða að allir
þeir, sem hafa einhverja möguleika á að
svíkja undan skatti, gera það nú orðið.
Neðanjarðarhagkerfið er að likindum
margfalt stærra en menn hafa talið.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
43
Vera má, að það sé skýringin á því, að I
efnahagslíf þjóðarinnar sýnist blóm-
legra í reynd en opinberar tölur gefa
tilefni til að ætla. Samkomulag stjórn-
arflokkanna um afnám tekjuskatts í
áföngum, er sanngirnismál, sem
áreiðanlega er fagnaðarefni, þeim hluta
þjóðarinnar, sem stendur undir beinum
skattgreiðslum.
Staða atvinnu-
veganna
Það verður ekki deilt um það, að
launakjör á Islandi eru ekki sambærileg
við það, sem tíðkast í öðrum löndum í
okkar heimshluta. En það verður heldur
ekki deilt um þá augljósu staðreynd, að
undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar, út-
gerð og fiskvinnsla, geta ekki borgað
hærri laun. Leiði kjarasamningar á
þessu hausti til umtalsverðra kaup-
hækkana mun það óhjákvæmilega hafa
í för með sér gengisbreytingar og nýja
verðbólguöldu. Þar með hafa engin
áhrif orðið til góðs af þeim launahækk-
unum. Þetta er sú sjálfhelda, sem allar
umræður um kjaramál eru komnar í.
Staðreyndir um afkomu útgerðar og
fiskvinnlu liggja á borðinu. Aflasam-
dráttur er mikill. Verðlag á nánast öll-
um sjávarafurðum okkar erlendis hefur
ýmist staðið í stað eða farið mjög lækk-
andi. Hugsanlegt er, að við verðum að
setja síld í bræðslu á þessu hausti,
vegna þess að markaðir finnast ekki
fyrir síldarafurðir. Fróðir menn telja,
að enginn fjárhagslegur grundvöllur sé
fyrir veiðum og vinnslu á loðnu í haust.
Þorskblokkin hefur lækkað, en verði
þorskflaka hefur verið haldið uppi á
Bandarikjamarkaði. Markaðshlutdeild
íslendinga hefur þó minnkað stórlega,
eins og fram kemur í viðtali við Jón
Ingvarsson, stjórnarformann Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, sem birtist í
Morgunblaðinu nú um þessa helgi. Jafn-
vel aðrar tegundir sjávarafurða, eins og
rækja og hörpudiskur, hafa orðið illa úti
í verðlagsþróun erlendis. Þegar allt
þetta kemur saman er spurningin miklu
fremur sú, hversu langt er í það, að út-
gerð og fiskvinnsla stöðvist en að þessar
atvinnugreinar geti staðið undir kaup-
hækkunum.
Auðvitað er afkoma atvinnuvega mis-
jöfn og sumar greinar standa betur að
vígi en aðrar til þess að bæta kjör
starfsmanna sinna. En samhengið í
þjóðfélagi okkar veldur því, að það er
ekki einfalt fyrir forráðamenn þeirra
atvinnugreina, að bæta kjör starfs-
manna sinna, þótt þeir gjarnan vildu.
Það hefur verið eitt helzta gagnrýnis-
efni forráðamanna í sjávarútvegi og
fiskvinnslu, og raunar forystumanna
landsbyggðarinnar einnig á stjórnvöld,
að þenslan á suðvesturhorninu á þessu
sumri, sé óhófleg. Atvinnugreinar á
borð við byggingariðnaðinn yfirbjóði
vinnuaflið þannig, að undirstöðuat-
vinnugreinar séu ekki samkeppnisfærar
um vinnuafl. Það er gömul saga og ný,
að hækki laun verulega í einni atvinnu-
grein, færast þær launahækkanir á
skömmum tíma yfir í aðrar. Minna má á
eitt helzta vandamál viðreisnartíma-
bilsins, þegar velgengni í síldveiðum og
síldarvinnslu leiddi til mikilla tekna
þar, sem urðu til þess, að starfsfólk í
öðrum atvinnugreinum krafðist hins
sama, þótt þær atvinnugreinar gætu
engan veginn undir því staðið. Forsvars-
menn Sláturfélags Suðurlands standa
frammi fyrir verkfalli í sláturhúsum fé-
lagsins. Þeir veittu einum starfshópi í
fyrirtækinu launahækkun í sumar og nú
krefjast aðrir hins sama. Frammi fyrir
þessu standa forráðamenn þeirra at-
vinnufyrirtækja sem hugsanlega gætu
greitt hærri laun. Þeir horfast í augu
við það, að þeir eru ekki einir í heimin-
um og ákvarðanir þeirra um launa-
hækkanir geta haft afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir efnahagslífið í heild
sinni.
REYKJAVÍKURBRÉF
laugardagur 8. september
Hvar erum vid
á vegi stödd?
Við stöndum andspænis tvennu: I
fyrsta lagi, að launakjör og þar með lífs-
kjör á íslandi eru langt frá því að vera
sambærileg við það, sem nú tíðkast í
nálægum löndum. Ef það ástand varir
lengi, verður afleiðingin sú, að yngra
fólk, sem hefur aflað sér menntunar og
kynnzt öðrum þjóðum, mun hneigjast til
þess að hazla sér völl í öðrum löndum,
flytja til útlanda og koma í heimsókn til
íslands í sumarfríum á sama hátt og við
hin heimsækjum sveitina okkar, þegar
sól er hæst á lofti. I öðru lagi er það
óhrekjanleg staðreynd, að þrátt fyrir
mikil auðævi hafsins í kringum landið
og miklar orkulindir á landi, höfum við
haldið þannig á málum í einn og hálfan
áratug frá því að viðreisnartímabili
lauk, að höfuðatvinnugreinar okkar
geta ekki greitt fólki þau laun, sem
sjálfsagt þykir, að atvinnufyrirtæki í
nálægum löndum greiði sínum starfs-
mönnum. Hvað hefur gerzt?
Það er stundum haft á orði að litlu
skipti hverjir sitja við stjórnvölinn,
stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar
séu allir eins og þess vegna sé það ekk-
ert höfuðatriði, hverjir sitja í stjórnar-
ráðinu. Þetta er rangt. Við erum nú að
uppskera afleiðingar lélegrar stjórnar á
málefnum þjóðarinnar frá því að við-
reisnartímabilinu lauk. Á sama tíma og
aðrar þjóðir, sem við eigum mest sam-
skipti við, hafa rifið sig upp, tekizt á við
vandamál sín, byggt upp nýjar atvinnu-
greinar og búa nú við blómlegan efna-
hag og góð lífskjör, stöndum við frammi
fyrir hrikalegum vandamálum, mikilli
skuldasöfnun erlendis, kolrangri fjár-
festingu innanlands og alvarlegri van-
rækslu við uppbyggingu nýrra atvinnu-
greina. Þetta er í stærstu dráttum skýr-
ingin á því, hvers vegna verkalýðsfor-
ingjar og forystumenn í atvinnulífi eru í
algjörri sjálfheldu, þegar semja skal um
kaup og kjör á vinnumarkaðnum.
Hið eina, sem þessir menn raunveru-
lega geta gert, er að sameinast í kröfu-
gerð á hendur stjórnvöldum og stjórn-
málamönnum um, að þeir ræki skyldu-
störf sín betur í alþjóðarþágu.
Sjávarútvegurinn
er frumrótin
Hvað sem öðru líður eru útgerðin og
fiskvinnsla þær atvinnugreinar, sem við
byggjum afkomu okkar á og munum
gera um langa framtíð. Frumrótina að
vandamálum í efnahags- og atvinnulífi
okkar er að finna í sjávarútvegi. Þar
hefur verið lagt út í stórkostlega
offjárfestingu á einum og hálfum ára-
tug, sem kemur nú fram í lélegum
lífskjörum landsmanna. Hingað til hafa
það þótt gleðitíðindi þegar nýir togarar
koma til hafnar í sjávarplássum víðs
vegar um landið, en áreiðanlega er svo
um fleiri en höfund þessa Reykjavík-
urbréfs, að ástæða er orðin til að líta á
slíkar fréttir, ekki sem gleðitíðindi,
heldur sorgarfregnir, vegna þess að enn
eitt dæmið um rangar ákvarðanir í fjár-
festingarmálum hefur siglt í höfn.
Auðvitað er hæpið að kenna einum
um fremur en öðrum. En þó verður ekki
vikizt undan því, að leggja höfuðábyrgð-
ina á herðar alþingismanna sjálfra sem
hafa bai zt um á hæl og hnakka hver
fyrir sit' kjördæmi og fyrir einstök
byggðarló,- í kjördæmunum, að útvega
fjármagn til togarakaupa, jafnvel þótt
engar fjárhagslegar forsendur hafi ver-
ið fyrir þeim kaupum. Nú er mikið talað
um það, að dauft sé yfir atvinnulífi úti á
landi, en þensla sé á Reykjavíkursvæð-
inu. Það er ósköp eðlilegt, að dauiv é
yfir atvinnulífi á landsbyggðinni vegna
þess að afleiðingar fjárfestingar, sem
ekki verður staðið undir, eru að koma
fram af fullum þunga.
Það er höfuðsynd núverandi ríkis-
stjórnar, að á því rúma ári, sem hún
hefur setið að völdum, hefur hún nánast
ekkert gert til þess að takast á við þessi
vandamál. Það er engin lausn að breyta
skuldum í lengri lán. I yfirlýsingu
stjórnarflokkanna, sem birt var í gær,
föstudag, er ekki að sjá nokkur merki
þess að takast eigi á við höfuðvandann í
útgerð og fiskvinnslu. En ef til vill er
það undanskilið.
Forsvarsmenn einkarekstrar í sjávar-
útvegi segja, að með þeim ákvörðunum,
sem teknar hafa verið á undanförnum
misserum um kvótakerfi og fleira, hafi
grundvöllur verið lagður að lausn á
vandamálum sjávarútvegsins. Hins veg-
ar eigi eftir að sjá, hvort stjórnmála-
mennirnir láti lögmál efnahags- og at-
vinnulífs koma fram af fullum þunga
innan þessa ramma. Hvort þeir láti það
gerast, að fyrirtæki, sem enginn
grundvöllur er lengur fyrir, stöðvist,
þótt afleiðingarnar fyrir einstök byggð-
arlög verði mjög alvarleg. Þessir menn
segja sem svo, að komi stjórnmála-
mennirnir enn einu sinni til skjalanna
með bráðabirgðaráðstafanir til þess að
halda vonlausum atvinnufyrirtækjum
gangandi, sé útilokað að sjávarútvegur-
inn rétti við.
Sparnaðurí
ríkiskerfinu
Á næstu vikum verða mikil átök um
það innan ríkisstjórnarinnar og stjórn-
arflokkanna, hvernig standa skuli að af-
greiðslu fjárlagafrumvarps fyrir næsta
ár. I stjórnarandstöðu hafði Sjálfstæð-
isflokkurinn stór orð um nauðsyn þess
að draga úr útgjöldum hins opinbera.
Þegar flokkurinn hefur farið með fjár-
mál ríkisins, hefur minna orðið um
efndir. Núverandi ríkisstjórn hefur þó
haft uppi nokkra viðleitni í þessa átt.
Það er nánast föst regla, að ríkisfjöl-
miðlarnir verði vettvangur mikilla upp-
hrópana af hálfu hagsmunasamtaka,
sem telja gífurlegt hneyksli á ferðum, ef
einhvers staðar á að draga úr útgjöldum
skattgreiðenda. Það er alveg sama,
hvort þessar tilraunir eru gerðar í
skóla- eða heilbrigðiskerfinu, þar sem
útgjaldaaukning er einna mest nú á
tímum, eða annars staðar.
Þetta eru furðuleg viðbrögð, vegna
þess að félagsmenn í samtökum t.d.
kennara og heilbrigðisstétta, sem hér
koma við sögu, eru auðvitað einnig
skattgreiðendur. Og það er verið að gera
tilraun til þess að draga úr skattbyrði
þeirra með samdrætti í útgjöldum. Það
eru gleðitíðindi fyrir skattgreiðendur
þegar hagsmunahópar hefja harða hríð
að ríkisstjórninni vegna niðurskurðar á
útgjöldum. I hvert skipti sem það gerist
er það vísbending um, að ríkisstjórnin
sé að vinna skyldustörf sín með nokkr-
um árangri.
„Hingad til
hafa það þótt
gleðitíðindi,
þegar nýir
togarar
koma til
hafnar í sjáv-
arplássum
víðs vegar
um landið,
en áreiðan-
lega er svo
um fleiri en
höfund þessa
Reykjavik-
urbréfs, að
ástæða er
orðin til að
líta á slíkar
fréttir, ekki
sem gleðitíð-
indi, heldur
sorgarfregn-
ir, vegna
þess, að enn
eitt dæmið
um rangar
ákvarðanir í
fjárfest-
ingarmálum
hefur siglt í
höfn.M