Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
57
Sérfræðingur norsku veiðimálastofnunarínnar:
Minnkandi laxgengd
í ár stafar af veiði í sjó
en ekki af stofnblöndun
„Blöndun laxastofna í Noregi hefur verið hverfandi lítil og við höfum
engar vísbendingar um að ratvísi laxins hafi ruglast. Skoðun Hans Nordeng
er aðeins kenning og verður að skoðast sem slík. Það er ekkert fyrir hendi
sem rennt g»ti stoðum undir kenningar hans, en vissulega er það áhugavert
rannsóknarverkefni, að kanna hvort þær reynast réttar eða rangar,“ sagði
Lars P. Hansen, fiskfræðingur við norsku veiðimálastofnunina, í samtali við
blm. Mbl.
Hansen er sérfræðingur norsku
veiðimálastofnunarinnar í laxa-
rækt og laxagöngum og er á önd-
verðum meiði við vísindamanninn
Hans Nordeng við Óslóarháskól-
ann, sem heldur því fram, eins og
fram kom í Mbl. 24. ágúst sl., að
laxaræktunin sé að leggja norsku
ámar í eyði. Minnkandi laxagengd
í árnar stafi af því sem hann kall-
ar úrkynjun eða erfðamengun, en
ekki úthafsveiði.
Lars P. Hansen kveður ástæð-
una fyrir minnkandi laxagengd
fyrst og fremst stafa af gífurlegri
laxveiði í sjó. Mælingar hafi leitt i
ljós að 95% þess lax, sem gengur
úr ánum, séu veidd meðan hann
staldrar við í sjónum, og aðeins
5% skili sér því í árnar aftur.
„Ef um það er að ræða að ratvísi
brenglist við blöndun, þá er þar
um svo óverulegt vandamál og lít-
inn fiskafjölda að ræða að ekki
tekur á að minnast," sagði Han-
sen.
„Hins vegar höfum við áhyggjur
af hugsanlegum flótta frá eldis-
stöðvunum, einkum ef hann ætti
sér stað sumarmánuðina, og hugs-
anlegri blöndun eldisfisks við
villtan lax. Við vitum ekki hvað
slík blöndun hefði í för með sér,
hvort hún mundi raska ratvísi
þeirra eða þeim lífeðlisfræðilegu
þáttum er ráða göngu þeirra.
í þessu sambandi má geta þess
að 10 sinnum meira magni af laxi
er slátrað í eldisstöðvum en veitt
er úr sjó árlega og á magn eldis-
laxa eftir að aukast verulega á
næstu árum.“
Eigendur Halds hf. með skemil, sem nota má í sturtuklefa. Gunnar Eyjólfsson
til vinstri og Jón Harðarson. Ljóam. júKus
Skemlar, sem breyta
sturtuklefum í gufuböð
HALD sf. hefur sett á markaðinn sérstakan skemil, sem gerir það að verkum að
unnt er að nota venjulega sturtuklefa sem gufubað. Skemillinn er tengdur
hitaveituvatninu I baðklefanum og úðast beita vatnið út um fjóra úðara á
skemlinum og getur með því myndast allt að 65 stiga heit gufa f klefanum.
Eigendur Halds sf. eru Gunnar
Eyjólfsson og Jón Harðarson. Þeir
sögðu f samtali við blaðamann
Morgunblaðsins, að þegar hefðu 40
skemlar verið framleiddir og önn-
uðu þeir vart eftirspurn eins og á
stæði, þótt það ástand myndi lag-
ast. Samskonar spírala og eru á
skemlum þessum framleiða þeir fé-
lagar einnig fyrir gufublaðsklefa.
Sparnaður miðað við 500 klukku-
stundir við að nota slfkan spfral i
stað 7,5 kw rafmagnsofns kváðu
þeir félagar nema 9 þúsund krón-
um.
Á sýningunni Heimilið f Laug-
ardalshöll sýna þeir félagar nú
skemlana og klefa, sem þeir einnig
framleiða.
Þeir félagar sögðu, að við notkun
þessara skemla hefði svo virst sem
þeir hefðu góð áhrif á pscoriacis-
sjúklinga og kváðu þeir nú fara
fram könnun á áhrifunum á þá.
Kváðu þeir þó of fljótt að fullyrða
neitt um þetta, en reynslan lofaði
góðu.
Vaxtarræktin hf. sér um dreif-
ingu og sölu tækjanna fyrir Hald sf.
Þá fást skemlarnir einnig i bygg-
ingarvöruverslunum.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ájsfóum Moggans! '
„Karlmenn duglegri
að koma sér áfram“
í ÁSMUNDARSAL stendur nú yfir
sýning ungrar listakonu, Ágústu
Ágústsson. Ágústa sýnir pastel-
myndir af íslensku landslagi og
plaköt, sem hún hefur unnið fyrir
fyrirtæki og stofnanir í Bandaríkj-
unum. Sýningin ber nafnið Bréf til
íslands. Ágsústa er af íslensku for-
eldri en alin upp í Bandarfkjunum,
og býr nú í Boston.
„Ég var í Massachusetts Coll-
ege of Art í Boston í 4 ár,“ sagði
Agústa, þegar blm. hitti hana á
sýningunni hennar. „Ég var við
nám í listmálun, kennari minn
var með fyrirtæki sem heitir
Graphic workshop, þar sem
hann gerði plaköt. Hann hélt að
ég hefði gott af þvf að prufa að
búa til eitt slíkt. Ég hafði strax
gaman af þvf og hef haldið þvf
áfram. Núna á ég þetta fyrirtæki
ásamt vinkonu minni. Ég hélt
þegar ég byrjaði f myndlistinni
að ég myndi ekki getað lifað af
myndlistinni, en fyrirtækið hef-
ur gengið vel.“
— segir ung lista-
kona sem sýnir
nú í Ásmundarsal
— En þú hefur ekki sýnt
hérna áður?
„Nei, þetta er í fyrsta skiptið
sem ég sýni hér, og jafnframt
fyrsta einkasýning mín. Áður
hef ég eingöngu tekið þatt i sam-
sýningum. Það er mjög gaman
að sýna hérna. Alls konar fólk
kemur hingað á sýningar en það
er miklu einlitari hópur t.d. í
Bandaríkjunum.
Hér vinnur listamaðurinn all-
an undirbúning sjálfur, en er-
lendis sjá aðrir alveg um sýning-
una og allan kostnað en taka svo
helming þess sem þú selur í stað-
inn.
Mig langar til að byrja aftur
með olíumyndir, og gera ekki
eins mikið af plakötum f fram-
tíðinni, en þetta er alltaf spurn-
ing um tíma.“
— Hvernig er fyrir konur að
komast áfram í myndlist í
Bandaríkjunum?
„Það er ekki eins erfitt og það
var, en það er ennþá erfitt. Ég
held að þær séu almennt ekki
eins duglegar að koma sér á
framfæri og karlmenn. Einnig
eru þær ekki teknar eins alvar-
lega, það búast allir við því að
þær gefist upp og snúi sér að
fjölskyldunni.
Mér finnst konur vinna meira
saman en karlar, þeir eru hver í
sínu horni. Þegar við gerum
plakötin þurfum við að hjálpast
mikið að og það skiptir mjög
miklu máli.“
Ágústa sagðist ætla að koma
hingað næsta sumar og ferðast
um landið, og hún óskaði að hún
fengi betra veður en í fyrra þeg-
ar hún var hér á ferð.
Sýning Ágústu lýkur nú um
helgina.
Aðalfundur Læknaféiags Islands:
Ráðstafanir til að hefja kransæða
skurðaðgerðir verði gerðar
AÐALFUNDUR Læknafélags ís-
lands var haldinn á ísafirði dagana
24. og 25. ágúst sl.
Matthías Bjarnason, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra,
ávarpaði fundinn og ræddi einkum
um framkvæmdir á sviði heil-
brigðismála.
Annað aðalefni fundarins var
framhaldsmenntun íslenzkra
lækna innan lands og samræming
sérfræðináms á Norðurlöndum.
Framsögumaður var Viðar Hjart-
arson, læknir. Hitt aðalefnið var
fjárfesting vegna heilbrigðisþjón-
ustu. Framsögu hafði Lára M.
arsdóttir, hagfræðingur.
aðalfundinum voru sam-
þykktar 16 ályktanir, m.a. um
breytingu á læknalögum, greiðslu
lyfjakostnaðar, aðstoð við þróun-
arlönd, vottorðagjafir lækna,
vinnudeilusjóð lækna á Norður-
löndum og framhaldsnám í heim-
ilislækningum.
Þá var samþykkt áskorun til
heilbrigðismálaráðherra að gera
nú þegar ráðstafanir til að hægt
sé að hefja kransæðaskurðaðgerð-
ir á íslandi sem fyrst, og áskorun
til menntamálaráðherra um, að
reglum um nám í læknadeild Há-
skóla íslands verði breytt þannig,
að ekki útskrifist fleiri lækna-
kandidatar árlega en áætluð þörf
er fyrir, þ.e. í mesta lagi 22. 1
Loks var samþykkt að banna
reykingar á öllum fundum Lækna-
félags Islands.
1 [ raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
kennsla Hússtjórnarskóli Þingey- Námsstarf inaa á Lauoum auolvsir Tilraun meö starfsnám í fyrirtaekjum (3 mán. , * , ... . * tími) er í undirbúningi. Hægt er aö koma aö Hússtjónarbraut frá 9. janúar til 15. maí 1985 þremur nemum (okt.—des.). Um er aö ræöa sem metin er í áfangakerfi framhaldsskól- skipafélag, tryggingarfélag og verslunar- anna. Nemendur gefst einnig tækifæri til aö fyrirtæki. taka upp einstakar greinar í 9. bekk samkv. Upplýsingar veitir nánari samkomulagi viö Laugaskóla. Upplýsingar í síma 96-43135 eöa 96-43132. Verzlunarráð Islands. Skólastjóri.
Tónlistarskóli Mosfells- hrepps Innritaö er á skrifstofu skólans í Brúarlandi dagana 10.—12. september, kl. 15—18. Nemendur greiöi fyrra hluta skólagjalds viö innritun. Sími 666319. Skólastjóri.