Morgunblaðið - 09.09.1984, Page 56
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
Ásgeir Siguruinsson
ætlar að skora fyrir ísland
Landsleikur íslands og Wales á miðvikudaginn markar upphafið
að samstarfi Ásgeirs Sigurvinssonar og Arnarflugs til
landkynningar í Evrópu.
Hvort sem Ásgeir skorar mörk fyrir ísland í leiknum gegn Wales
eða ekki, er víst að með þátttöku sinni vekur hann athygli á
ættlandi sínu og þjóð. Og ef viðþekkjum hann og félaga hans rétt
munu úrslit leiksins verða á þá leið að eftir verður tekið víða
um heim.
Með sinni alúðlegu framkomu og leikni og hraða á vellinum
á Ásgeir eftir að skora oft fyrir ísland á næstu misserum -
á knattspyrnuvellinum og í hugum milljóna manna um
alla Evrópu.
Áfram ísland!
Flugfélag með ferskan blæ
Lágmúla 7, sími 84477
Frances Dee og Darby Jones í mynd Jacques Tourneaur I Walked With a
Zombie.
Gamalt og
gott eða vont
Myndbönd
Árni Þórarinsson
Yfir gömlum bíómyndum er ein-
hver sérstakur sjarmi. Breytir þá
engu hvort myndirnar eru veru-
lega góðar eða verulega slæmar.
Maður gerir á margan hátt aðrar
kröfur til gamalla bíómynda en
nýrra, eða öllu heldur býst við
öðru; ekki endilega einhverju
verra, aðeins einhverju öðruvísi.
Alveg eins og maður á von á öðr-
um hlutum í skáldsögu frá 19. öld-
inni en sögu sem skrifuð var í
fyrra. Sjónvarpið sýnir annað
slagið gamlar myndir og það gera
bíóin reyndar líka. En það er
myndbandið sem nú á dögum er
hið varanlega athvarf gömlu
myndanna.
Úrvalið af gömlum og góðum
"Wómyndum á myndbandaleigun-
um er því miður býsna gloppótt og
þá miða ég við myndir fram undir
1955. Það þarf bæði að verða vand-
aðra og fjölbreyttara. En samt er
eitthvað forvitnilegt að finna í
hillunum og mest er úrvalið á
Myndbandaleigu kvikmyndahús-
anna. Slatti af gömlum klassíker-
um er á flestum stærri leigunum
og margar þeirra bjóða jafnframt
upp á þá syrpu sem ég ætla að
minnast á í dag. Hér er um að
ræða spólur og hefur hver að
geyma tvær gamlar blómyndir
(sem sagt tvær myndir á verði
einnar) og settar eru á markað af
breska fyrirtækinu Kingston Vid-
eo. Þær láta ekki mikið yfir sér í
hillum myndbandaleiganna þesar
spólur, í litlum og illa hönnuðum
pappaöskjum sem flestar eru
orðnar dálítið snjáðar. En á þeim
má finna afþreyingu sem einatt er
góð kvöldskemmtun.
Mér er að vísu alveg hulin ráð-
gáta hvernig þessar myndir eru
valdar og settar saman í pró-
gramm. Þarna ægir saman ensk-
um og amerískum þrillerum,
söngleikjum, hrollvekjum, gam-
anmyndum og dramatískum
myndum. Margar þeirra eru af
öðrum og þriðja gæðaflokki en
hafa sinn sjarma og sitt skrýtna
skemmtigildi þrátt fyrir það.
Cary Grant, Myrna Loy og Melvyn Douglas {gamanmyndinni Mr. Blandings
Builds His Dream House.
Nýtt fyrir-
tæki um
myndbönd
FÉLAGIÐ Nýmynd hf. var stofnað í
júní sl. og er heimili þess og varnar-
þing í Reykjavík. Tilgangur félags-
ins er að vinna auglýsingar, fræöslu-
og kynningarefni á myndbönd og
veita alhliða þjónustu á því sviði.
Stofnendur félagsins eru fyrir-
tækin Myndbær hf., Varp hf.,
Skyggna, Passamyndir hf., og eft-
irtaldir einstaklingar, Rafn Jóns-
son, Ásmundur Einarsson, Böðvar
Guðmundsson, Einar Guömunds-
son, Friðgeir Axfjörð, ísidór Her-
mannsson, Oddur Gústafsson,
Ómar Magnússon, Valdimar
Leifsson, Maríanna Friðjónsdótt-
ir, Sigurður Grímsson, Sigurður
Þorri Sigurðsson, Örn Sveinsson,
Baldur Hrafnkell Jónsson og
Valdemar Gísli Valdemarsson.
Flestir stofnenda eru eða hafa
verið starfandi hjá sjónvarpinu.
Stjórn félagsins skipa Böðvar
Guðmundsson formaður og Krist-
ján P. Guðnason og Jóhann Briem,
meðstjórnendur. Til vara eru Isi-
dór Hermannsson og Rafn Jóns-
son.