Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
63
Nýtt gat í
beltið er
stefna ríkis-
stjórnarinnar
— segir Þröstur
Ólafsson í Dagsbrún
BOÐAÐ var til almenns félagsfund-
ar hjá verkamannafélaginu Dags-
brún í Iðnó í ga r, þar sem leitað var
eftir verkfallsheimild hjá félags-
mönnum til handa trúnaðarmanna-
ráði félagsins.
Þröstur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri Dagsbrúnar, kvað gífurlega
óánægju vera með kjör meðal fé-
lagsmanna og hefðu menn á
vinnustaðafundum krafist þess að
verkfallsheimildar yrði leitað.
Hann sagði að þeir leituðu eftir
verkfallsheimild vegna þess að
þeir sæju ekki annan kost miðað
við stöðuna í samningaviðræðun-
um.
„Ég held að menn hafi næstu
7—10 daga til þess að komast að
niðurstöðu, sem getur verið þol-
anleg fyrir báða aðila, þannig að
ekki þurfi að koma til verkfalls-
boðunar og alls sem henni fylgir.
Það er ekki lengri tími en það til
stefnu. Ríkistjórnin er mjög
strangt með puttann á þessu og þó
margir atvinnurekendur treysti
sér til að borga hærri laun fá þeir
það ekki fyrir Vinnuveitendasam-
bandinu og ríkisstjórninni. Við
vitum að boðskapur ríkisstjórnar-
innar til launafólks er að það búi
til nýtt gat í beltið," sagði Þröstur
ólafsson að lokum.
Á þessum uppdrætti má sjá umfang
sýningarsvæðisins. Lengst til hægri
er Laugardalshöllin, í miðjunni er
100 metra löng skemma, sem verður
reist sérstaklega vegna sýningarinn-
ar og loks er minni skemma.
„Icelandic Fisheries
Exhibition“:
Stærsta sýn-
ing hér á
landi til þessa
Sjávarútvegssýingin „Icelandic
Fisheries Exhibition", sem haldin
verður í Laugardal dagana 22. til 26.
september næstkomandi, verður
stærsta sýning hér á landi til þessa
að sögn Þórleifs Ólafssonar, eins
umboðsmanna sýningarinnar bér á
landi. Framleiðsla á fimmta hundrað
fyrirtækja verður þar sýnd á um 200
básum, en sýningarsvæðið verður
alls um 10.000 fermetrar.
Til þess að koma þessu öllu fyrir
verða byggðar tvær stórar
skemmur, önnur þeirra alls um
2.500 fermetrar, 100 metra löng og
25 metra breið, og verður grunn-
flötur hennar mun stærri en
Laugardalshallarinnar. Þórleifur
Ólafsson sagði í samtali við blm.
Morgunblaðsins, að alls myndu
um 100 íslenzk fyrirtæki kynna
framleiðslu sína á sýningunni.
Þetta væri mjög mikilvægur þátt-
ur í kynningu íslenzkra iðanaðar-
vara fyrir sjávarútveg, þar sem
mikill fjöldi erlendra gesta væri
væntanlegur á sýninguna. Vitað
væri að erlendis litu menn upp til
Islendinga vegna þess hve fram-
arlega þeir stæðu á þessu sviði og
mikilvægt væri að vel tækist til.
Þá væri þetta kærkomið tækifæri
fyrir fólk úr sjávarútvegi hér á
landi til að kynnast þvi, sem á
boðstólum er hverju sinni.
Gísli Jósefsson
opnar sýningu
í GÆR, laugardaginn 8. septem-
ber, kl. 14.00 opnaði Gísli Jósefs-
son málari málverkasýningu í
Hamragörðum, Hávallagötu 24.
Þetta er fyrsta sýning Gísla. Hann
hefur unnið við húsamálun í 30 ár
hér í Reykjavík.
Gísli hefur málað og teiknað
myndir allt frá barnæsku, lærði
smávegis í Myndlistaskólanum í
málaradeild fyrir allmörgum
árum en hefur annars lært mest
af eigin reynslu.
Gísli er Vestfirðingur að ætt.
Sýning hans er opin frá 8.—16.
september, kl. 14.00—22.00 dag-
lega. Á sýningunni eru 35 olíu-
málverk og eru þau flest til
sölu.
RÁÐGJAFINN
FARARSTJÓRIÞINN
í FRUMSKÓGIVAXTA
5PYRÐU MAm im A MVAÐA MEIKMIMCö ÞÚ EICÖIK AÐ LEQOJA
RAÐCöJAEIMM 5ÉM EUÓTJ MVAÐ ÞÉM EM EYMIM BE5TU.
MAMM B/EÐUB ÞÉB MEILT.
Inn á hvaða reikning átt þú að leggja ? Lagðir þú inn á réttan reikning í gær?
Hvort hentar þér betur hjá okkur sparireikningur með 26% ársávöxtun
eða spariskírteini með 26% ársávöxtun ?
Wið erum ekki undrandi þótt þú standir ráðþrota í waxtamálum.
5purningarnar um áwöxtun fjár hafa aldrei verið eins erfiðar og einmitt nú.
Með þ\j\ að spyrja Háðgjafann \ Útvegsbankanum
færðu 5vör 5em skýra hvað þér er fyrir bestu. Hann ræður þér heilt.
BAÐGJAEIMM EB TVÍM/EL/\LAU5T Em/\B5TJÓBI ÞIMM
/ VAXTAFBUM5MÓGIMUM.
homdu á einhwern afgreiðslustað Útvegsbankans
og spyrðu eftir Ráðgjafanum.
ÚTVEGSBANKINN
EINN BANKI • ÖLL WÓNUSTA