Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 62
66
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
IÞINGHLÉI
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
Þeir eru margir
spónarnir í
aski landbúnaðar
Atvinnugreinin þarf að þróa
sölukerfi að samtímakröfum
Landbúnaður hefur verið milli
tanna fólks (ekki búvaran ein) lengi
undanfarið. Stöku sérvizkurödd hef-
ur krafizt þess að atvinnugreinin
verði aflögð, enda megi flytja inn
búvöru erlendis frá. Aðrir, sem
fremur horfa um öxl en fram á veg,
vilja íslenzkan landbúnað óbreyttan
frá genginni tíö tii ókominnar, hvað
sem líður framvindu annarra þjóð-
lífsþátta. Vöruþróun, markaðsöflun,
framleiðni og arðsemi láta þeir lönd
og leið. Hvorir tveggja mæla íslenzk-
um landbúnaði til óþurftar.
Markaðs- og verðþróunarkerfi,
sem þjónaði sínum tilgangi fyrr á
tíð, þarf ekki að henta á líðandi
stund, hvað þá á komandi árum.
Landbúnaðurinn verður að fylgja
eftir framvindu og framförum í
framleiðslu, vöruþróun og vöru-
dreifingu, ef hann ætlar að halda
sínum hlut í framtíðinni. Það er
beggja hagur, bænda og neytenda,
að sölukerfið sé hagkvæmt og hafi
aðhald samkeppni að leiðarljósi.
Að öðrum kosti er hætt við að
hvorir tveggja komizt undir hæl
einokunar, er sitji yfir beggja hag.
Hvar kemur landbúnaðurinn
ekki við sögu?
Forystugrein Morgunblaðsins
sl. fimmtudag fjallar að hluta til
um stöðu landbúnaðar. Þar er
réttilega bent á að flestir þéttbýl-
isstaðir í landinu byggi allnokk-
urn hluta atvinnu og afkomu á úr-
vinnslu hráefna, sem landbúnaður
ieggur til, þ.e. á mjólkur-, kjöt-,
ullar- og skinnaiðnaði, auk verzl-
unar- og iðnaðarþjónustu við
blómleg landbúnaðarhéruð. Öll
frumframfreiðsla hefur margfeld-
isáhrif í atvinnugjöf, m.a. á vett-
vangi opinberrar þjónustu hvers-
konar. Það eru því fleiri en bænd-
ur sem misstu spón úr aski ef
landbúnaður heyrði íslandssög-
unni til.
Nefna má kaupstaði eins og
Húsavík, Akureyri, Sauðárkrók
o.fl., sem byggja tilurð sína nokk-
uð jafnt á sjávarútvegi og verzlun
og iðnaði í tengslum við nærliggj-
andi sveitir. Aðrir þéttbýlisstaðir,
eins og Blönduós, Selfoss, Egils-
staðir, Vík í Mýrdal o.fl. byggja
afkomu sína nær alfarið á land-
búnaði. Þau eru sárafá sjávarút-
vegsplássin, þessi „móðurskip"
fiskveiðiflotans sem mala þjóðar-
búinu gull á gjörvallri strand-
lengjunni, sem ekki eru jafnframt
þjónustumiðstöðvar fyrir sveitir
umhverfis. Sjálf höfuðborgin hef-
ur marga rótarenda í landbúnað-
inum. Spurningin er hvar land-
Margeldisáhrif landbúnaðar í vinnugjöf
Milli sex og sjö þúsund ársverk teljast í landbúnaði, frumframleiðslu. Frumframleiðsla hefur síðan margfeldisáhrif
á vinnugjöf. Þannig eru 3.200 mannár í úrvinnslugreinum: kjöt-, mjólkur-, ullar- og skinnaiðnaði. Erfiðara er að telja
ársverk í verzlunar- og iðnaðarþjónustu, sem landbúnaður, fjárfesting og rekstur, kaupa. Ekki segir margfeldi
frumframleiðslu sízt til sín í margs konar opinberri þjónustu, þó tölur séu þar ekki tiltækar. En þeir eru margir
spónarnir, sem næringu ná í í aski landbúnaðar. Stærsti spóninn er þó e.t.v. staönað vinnslu- og sölukerfi, sem ekki
nýtur nægilegs aðhalds samkeppni, og tekur sitt á þurru, að sögn.
Myndin sýnir heyskap og búpening á Egilsstaðabúi.
búnaður skarar ekki, á einn eða
annan hátt, aðrar atvinnugreinar
í þéttbýli?
í greinargerð, sem fylgdi tillögu
til þingsályktunar um stefnumót-
un í landbúnaði á síðasta þingi,
eru tíunduð ársverk (mannár) í
þessari nú umdeildu atvinnugrein.
Þar er að vísu byggt á tölum frá
árinu 1978, en breyting síðan er
ekki það mikil, að skekki heild-
armyndina.
Ársverk á lögbýlum (frum-
framleiðslu), þar sem aðalfram-
færi ábúanda er landbúnaður í
einhverri mynd, eru talin FÚmlega
6.800. Þar af í sauðfjárrækt
3.000, nautgriparækt 3.000,
hrossarækt 120, ylrækt og garð-
yrkju tæp 400. alifuglarækt 160.
svínarækt 40, loðdýrarækt 17, fóð-
urframleiðslu 36, nytjun hlunn-
inda 20 og dýraveiðum 20. Þar að
auki er vinna á tilraunabúum og
vinnuframlag þeirra, sem stunda
landbúnað að hluta en hafa aðal-
vinnu af öðru. Þar vóru um 450
ársverk. Samkvæmt slysatryggð-
um vinnuvikum 1978 vóru 10.790
ársverk í landbúnaði, en síðan
hafa ýmsar búgreinar, einkum
sauðfjárrækt, dregizt allnokkuö
saman.
Mannár í kjötiðnaði (þ.m.t.
slátrun) vóru 1.200 1979, 540 í
mjólkuriðnaði, 1.420 í ullar- og
skinnaiðnaði, eða samtals um
3.160. Þá eru enn ótalin margs
konar þjónustustörf (margfeld-
isstörf), bæði í opinberum og
einkarekstri, sem og rannsókn-
arstörf, kennslustörf o.þ.h. Land-
búnaður gegnir því enn undir-
stöðuhlutverki, næst á eftir sjáv-
arútvegi og iðnaði, í íslenzkum
þjóðarbúskap, að ógleymdri vörzlu
bændastéttarinnar á ýmsum
menningarverðmætum og hefðum.
Fylgja þarf framvindu og
laga sig að aðstæðum
Það sem mestu skiptir, í leik-
mannsaugum, fyrir landbúnað á
líöandi stund, er að fylgja eftir
þeirri framvindu í framleiðslu,
vöruþróun og dreifingu, sem þegar
er orðin og framundan er. Það
sölukerfi, sem viðgengst, hefur
ekki skilað æskilegasta árangri,
Athugasemdir við athuga-
semd viö afmælisgrein
eftir Sigurð Oddsson
„Og á hvorugur kröfu á hinn
vegna samvinnuslitanna, jafn-
framt sem öll dómsmál þeirra og
fjölskyldna þeirra skulu þegar í
stað hafin og málskostnaður felld-
ur niður."
Þetta skrifaði ég undir í janúar
1974, og þar með hélt ég að þessu
væri lokið. Síðan eru liðin rúmlega
10 ár og þann 1. ágúst sl. varð
hann pabbi 70 ára. í tilefni þess
skrifaði Guðmundur Ingvi afmæl-
isgrein í Morgunblaðið. Oddur
Sigurðsson var framkvæmda- og
fjármálastjóri Plastprents í 15 ár,
frá 44 ára til 59 ára aldurs. Það er
því eðlilegt að Guðmundur Ingvi
minnist á þetta tímabil í afmælis-
greininni. Þeir 20 dálksm hafa nú
orðið tilefni heilsíðugreinar frá
Hauki Eggertssyni er hann kallar
„athugasemd við afmælisgrein".
Það mun hafa verið árið 1954
sem faðir minn sá í fyrsta sinn
plastpoka. Hann sá strax kosti
þessa poka, hafði samband við
þýska sendiráðið og í framhaldi af
því var keypt vél og fyrirtækið
Plastprent sf. stofnað. Móðir mín
átti hugmyndina að nafninu. í
byrjun voru starfsmenn aðeins
tveir, hann og Viðar Janusson
prentari, sem nú starfar hjá
Plastos hf. Með mikilli vinnu og
útsjónarsemi gerði faðir minn
Plastprent að sterku iðnfyrirtæki
og sýndi um leið hvers einstakl-
ingsframtakið er megnugt, fái það
að njóta sín. Það var oft erfitt og
sérstaklega fyrstu árin. Boginn
var alltaf hátt spenntur. Það kom
sér vel fyrir Plastprent, að faðir
minn hafði þegar fyrir árið 1953
byggt hús sitt að Flókagötu 69, því
oft þurfti að fá veð fyrir lánum,
hvort heldur sem var vegna véla-
kaupa eða annarra framkvæmda.
Haukur átti einnig íbúð að hálfu
og eflaust hefur verið hægt að fá
eitthvað út á hana, en þau hjónin
gerðu kaupmála um það bil sem
Plastprent sf. var stofnað.
Á síðum Velvakanda hefur Guð-
mundur Finnbogason þegar leið-
rétt vísukorn sem Haukur notar í
grein sinni. Guðmundur segir
þessa vísu aila tíð hafa verið eina
af uppáhalds vísum sínum og því
hafi það tekið sig sárt að sjá hana
svona ranglega með farna á
prenti. Það er ekki bara vísukorn-
ið sem Haukur fer rangt með í
grein sinni, er hann læðist aftan
að föður mínum, um leið og hann
þykist fyrst og fremst senda Guð-
mundi Ingva tóninn og skrifar:
„Og hvers vegna þarf Guðmundur
Ingvi að gerast „hælbítur" á mig?
Mér vitanlega er engin óvinátta á
milli okkar." í grein sinni skrifar
Haukur: „Nú neyðist ég til að
segja söguna, og mun vísvitandi
ekki halla réttu máli.“
í grein sinni gerir Haukur til-
raun til að sverta mannorð föður
míns gagnvart fyrri vinnuveitend-
um hans hjá Elding Trading. Ég
mun ekki svara þeim rógburði.
Áslaug og Kristján Kjartansson
þekkja föður minn alltof ve' til að
„Ég komst að þeirri
niðurstöðu við lestur
Velvakanda, að hafí
Guðmundur Á. Finn-
bogason haft ástæðu til
að leiðrétta vísukornið
þá beri mér að leiðrétta
missagnir Hauks Egg-
ertssonar, hvort sem
þær eru vísvitandi eða
óafvitandi þó mér sé
ekki Ijúft að rifja þessi
mál upp nú, 10 árum
síðar og það í dagblöð-
um, en svara Hauki á
þeim vettvangi, er hann
hefur valið.“
leggja eyrun við slíkt slúður. Hins
vegar mun ég koma inn á eftirfar-
andi fjögur atriði.
1) Hauki þykir á sig hallað þar
sem segir: „Eftir sex ár kom til
starfa í fyrirtækinu Haukur Egg-
ertsson."
2) Hann fullyrðir að samstarf
hans og Odds hafi verið með ágæt-
um og að Oddur hafi upp úr þurru
og að ástæðulausu ákveðið að slíta
öllum félagsskap við Hauk.
3) Hann fullyrðir að Oddur hafi í
fyrstu hvorki viljað kaupa né
selja, „en loksins, eftir nær heils
árs þjark keypti ég svo hluta
Odds. Hann þverneitaði að kaupa
minn“.
4) Hann fullyrðir að auk endur-
skoðanda fyrirtækisins hafi
Oddur haft þrjá lögfræðinga sér
til halds og trausts, en Haukur að-
eins notið aðstoðar Harðar Ein-
arssonar hrl. er formlega var
gengið frá málum 12. jan. 1974.
Þó svo skylt sé að hafa það er
sannara reynist, þá skiptir litlu
máli hver var brautryðjandi í
plastpokaframleiðslu. Það verður
vart skrifað í íslandssöguna, hins
vegar er staðreyndum snúið þann-
ig við í fullyrðingunum hér að
ofan, að ekki er hægt annað en
svara þeim. Ég komst að þeirri
niðurstöðu við lestur Velvakanda,
að hafi Guðmundur Á. Finnboga-
son haft ástæðu til að leiðrétta
vísukornið þá beri mér að leið-
rétta missagnir Hauks Eggerts-
sonar, hvort sem þær eru vísvit-
andi eða óafvitandi þó mér sé ekki
ljúft að rifja þessi mál upp nú, 10
árum síðar og það í dagblöðum, en
svara Hauki á þeim vettvangi, er
hann hefur valið.
1) Þó svo Haukur hafi verið annar
eigandi fyrirtækisins frá byrjun
er það staðreynd, að á meðan
Plastprent sf. óx og dafnaði undir
farsælli stjórn Odds Sigurðssonar,
var hinn eigandi fyrirtækisins for-
stjóri Kötlu hf. Rekstur Kötlu hf.
gekk brösuglega, það bilaði vigt,
forstjóranum stefnt, fyrirtækið
selt og Haukur kom til starfa hjá
Plastprent. Þrátt fyrir þessa stað-
reynd hefur Haukur verið óspar á
greinar sem gefa í skyn að hann
hafi fyrstur manna hafið fram-
leiðslu plastpoka á íslandi og þá
sem brautryðjandi. Greinar þess-
ar hafa birst í dagblöðum, sérrit-
um og jafnvel dreift um erlenda
grund. Ég ætla að vitna í tæknirit
sem heitir Nord Emballage og er
dreift um öll Norðurlönd. f des-
emberhefti 1983 stendur orðrétt.
„En av Islands pionárer i till-
verkning av plasförpackningar
heter Haukur Eggertsson. För 30
ár sedan startade han Plastprent,
i dag en av Islands största privat-
ágda industrier."
2) Það segir sig reyndar sjálft að
maður sem hefur í 18 ár helgað sig
allan í að byggja upp fyrirtæki,
ákveður ekki allt í einu og að
ástæðulausu að hætta, eins og
Haukur gefur í skyn að Oddur hafi
gert 2. feb. 1973. Haukur segir í
grein sinni: „Hans orð voru, að
vegna breytts viðhorfs síns og
sinnar fjölskyldu o.s.frv." Þetta
eru orð Hauks. Inntak þess sem
faðir minn sagði var á þá leið, að
hann hefði lengi umborið ráðríki
Hauks Eggertssonar í þeirri von
að samvinna Eggerts og Sigurðar
yrði betri, en nú væri sýnt með
þeim viðtökum sem Sigurður hefði
fengið að svo yrði ekki. Hann hefði
því ákveðið að leggja ekki á af-
komendur sína þann kross er hann
sjálfur hefði svo lengi borið.
3) Haukur skrifar í grein sinni:
„Ég hafnaði þessum skiptum, það
væri til þess að eyðileggja fyrir-
tækið. Vélakostur er þannig upp-
byggður, að ein vél tekur við af
annarri, og að þá slitnaði hin eðli-
lega framleiðslukeðja. Miklu
skynsamlegar væri, að annar hvor
keypti hlut hins. Við það var ekki
komandi í fyrstu en svo kom fram
tilboð um að selja mér hlut Odds,
en verðið var svo fráleitt að ég