Morgunblaðið - 09.09.1984, Blaðsíða 67
þó ekki tækist honum að gera
neinn bindindismann úr mér.
Ég hef oft furðað mig á því, að
Þ.Þ.V. skyldi velja mig fram yfir
marga mæta menn, til þess að
vinna fyrir sig. Ég trúi því að þar
hafi æðri máttarvöld spilað inn i.
Nú er Þorsteinn kominn á
þeirra fund. Stormasömu, eril-
sömu, en giftudrjúgu starfi hefur
verið skilað. Minnisvarðarnir eru
óbrothættir og minningin um góð-
an mann gleymist ekki þeim sem
kynntust. Ég votta þeirri góðu
konu Ingigerði Jóhannsdóttur,
sem hitaði margan góðan kaffi-
sopann fyrir okkur Þorstein, svo
og öðrum ættingjum mina dýpstu
samúð.
Ólafur Haraldsson
Þorsteinn Þórður Víglundsson,
fyrrverandi skólastjóri í Vest-
mannaeyjum, lést þriðja þessa
mánaðar í Landakotsspítala í
Reykjavík. Hann fæddist á að
Melum í Mjóafirði 19. okt. 1899.
Foreldrar hans voru Víglundur
Þorgrímsson og kona hans, Jónína
Guðrún Þorsteinsdóttir. Var faðir
hans Snæfellingur að uppruna, en
móðir hans af Hurðabaksætt í
Borgarfirði vestra. Þau slitu sam-
vistir þegar Þorsteinn var á
barnsaldri, og var hann frá átta
ára aldri í fóstri í Hóli í Norðfirði
hjá Stefaníu Guðjónsdóttir frá
Hlíð í Hrunamannahreppi og
Vigfúsi Sigurðssyni, sjó- og út-
gerðarmanni frá Kúfhóli í Land-
eyjum.
Fjórðungi bregur til fósturs,
segir máltæki, og er mér sagt að
Þorsteinn hafi á unglingsárum
mótast af Vigfúsi fóstra sínum.
Að þeirrar tíðar hætti hefur
Þorsteinn snemma farið að leggja
hönd að verki, og má geta þess að
14 ára reri hann frá Norðfirði sem
fullgildur háseti hjá fóstra sínum.
En hugur sveinsins stóð til
mennta og naut hann þegar á
unglingsárum tilsagnar ágætra
kennara, og má þar til nefna Sig-
dór Brekkan og Valdimar Snævar,
sem báðir voru þá virtir skóla-
menn á Norðfirði.
Næsti áfangi á menntabraut-
inni var búnaðarskólinn á Hvann-
eyri og lauk Þorsteinn prófi í bú-
fræði vorið 1919. Sennilegt er að
Halldór Vilhjálmsson, bænda-
höfðingi og skólastjóri á Hvann-
eyri, hafi hvatt efnilega nemendur
til frekara náms í búvísindum. Að
minnsta kosti er víst að hugur
Þorsteins stefndi til náms í búnað-
arháskólanum í Ási í Noregi. Með
það markmið í huga stundaði
hann nám í þrjá vetur í Noregi.
Fyrst í Lýðháskólanum í Voss og
síðar í Menntaskólanum á Volda
þar sem hann lauk stúdentsprófi í
sögu, norsku og stærðfræði 1924.
En draumurinn um háskólavist að
Ási rættist ekki. Þar var fjár-
skortur þröskskuldur í vegi, svo
hitt að Þorsteinn fann sig knúinn
til að leggja fósturforeldrum sín-
um lið, sem þá höfðu misst einka-
son sinn og orðið fyrir brunatjóni.
Haustið 1926 innritaðist Þor-
steinn svo í Kennaraskóla íslands
og lauk þaðan kennaraprófi vorið
Í927.
Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti,
var þá fræðslumálastjóri auk þess
sem hann kenndi við skólann og
hefur þá að sjálfsögðu kynnst
Þorsteini. Hvatti nú Asgeir Þor-
stein til að fara til Vestmannaeyja
og taka við skólastjórn ungl-
ingaskólans þar. Varð það að ráði,
og þar með varð hann skólastjóri
unglingaskóla Vestmannaeyja til
1930, að skólanum var breytt í
Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja.
Þá var Þorsteinn að tillögu Ás-
geirs skipaður skólastjóri og
gegndi hann því starfi til ársins
1963.
Saga Þorsteins sem skólastjóra
og skólamanns hér í Eyjum er
löng og verður ekki rakin hér, en
aðeins minnt á, að það kom í hlut
hans að byggja hér upp mennta-
stofnun, sem með tímanum vann
sér traustan sess og viðurkenn-
ingu í bæjarfélaginu. Þar liggur
mikil vinna að baki, sem ekki var
alltaf metin sem skyldi. Þorsteinn
var afbragðs kennari og bar um-
hyggju fyrir nemendum sínum.
Hann vildi koma öllum til nokkurs
þroska.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 1984
Bygging skólahúsnæðis var einn
þáttur í baráttu Þorsteins fyrir
bættum hag gagnfræðaskólans.
Þar voru lengi vel hindranir á
vegi, en með harðfylgi Þorsteins
og stuðningi mætra manna reis
gagnfræðaskólabyggingin af
grunni í túninu sunnan við Landa-
kirkju. Það var á sínum tíma stór
sigur í skólamálum Vestmanna-
eyja.
En Þorsteinn kom víðar við í
málefnum Vestmannaeyja. Hann
var einn af stofnendum Sparisjóðs
Vestmannaeyja 1943. Þar var
hann lengi formaður stjórnarinn-
ar og sparisjóðsstjóri til 1974 að
hann sagði því starfi lausu að eig-
in ósk. Ég sem þessar línur rita
kynntist Þorsteini í því starfi þar
sem ég átti um árabil sæti með
honum í stjórninni, og minnist
þess að laun hans hjá Sparisjóðn-
um voru aukaatriði, en höfuðmálið
að sjóðurinn dafnaði og gengdi
sínu hlutverki í þágu bæjarbúa.
Þorsteinn ar samvinnumaður og
vann að stofnun Kaupfélags Al-
þýðu 1932 og síðar, árið 1950,
stofnaði hann Kaupfélag Vest-
mannaeyja, sem starfar enn hér í
bænum.
Þorsteinn var vel ritfær, og
skrifaði blaðagreinar hér heima,
og einnig í norsk blöð og rit. Hann
var um skeið fréttaritari Ríkisút-
varpsins og Bergens Tidende. Þá
var Þorsteinn um árabil ritstjóri
Framsóknarblaðsins hér í Eyjum.
En á ritvellinum mun hans lengst
minnst fyrir ársritið Blik, sem
hann gaf út og ritstýrði í áratugi.
Þar er að finna mikinn fróðleik og
frásagnir um menn og málefni hér
í Vestmannaeyjum.
Þorsteinn átti vinum að fagna í
Noregi, og hafði sambönd við þá.
Að áeggjan þeirra hófst hann
handa um samningu íslensk-
noskrar orðabókar. Ef svo mætti
segja var það verk þrettán ára
tómstundavinna. Norðmenn virtu
þetta framlag að makleikum og
heiðruðu Þorstein með ólafsorð-
unni. Einnig var hann kjörinn
heiðursfélagi í Vestmamannlaget í
Bergen.
Þorsteinn átti sæti sem fulltrúi
Framsóknarflokksins í bæjar-
stjórn Vestmannaeyja á árunum
frá 1950 til ’54. Mér er minnis-
stæður opinn bæjarstjórnarfund-
ur, sem haldinn var í Samkomu-
húsi Vestmannaeyja, þar sem
fjöldi bæjarbúa var mættur. Fyrir
lá tillaga þess efnis að leggja
niður Bæjarútgerð Vestmanna-
eyja og selja tvo togara sem rekst-
urinn byggðist á. Ástæðan fyrri
tillögunni var hallarekstur út-
gerðarinnar. Þorsteinn studdi til-
löguna með einurð og afli, enda
þótt hann vissi að afstða hans
væri ekki vinsæl meðal bæjarbúa.
Þannig var Þorsteinn. Hann fylgdi
sannfæringu sinni. Þessi ráðstöf-
un gjörbreytti fjárhagsstöðu bæj-
arins til bóta.
Árið 1935 hóf Þorseinn söfnun í
því skyni að koma á fót byggða-
safni hér í Eyjum. Seinna varð
hann formaður byggðasafns-
nefndar kaupstaðarins. Þessi
hugmynd að stofná byggðasafn
varð fljótlega að raunverulegu
fyrirtæki, sem hlóð utan á sig ár
frá ári. Bæjarbúar afhentu Þor-
steini gjarnan áhöld og tæki, sem
vegna breyttra atvinnuhátta voru
að missa gildi sitt, og með árunum
varð hér um heilt byggðasafn að
ræða.
Hvað Þorsteinn var trúr þessu
hugðarmáli sínu kom best fram
eftir að jarðeldarnir brutust út
hér á Heimaey. Þá var hann kom-
inn á áttræðisaldur og lagði á sig
fleiri ferðir til að bjarga byggða-
safninu og koma því í örugga
geymslu.
Safnahús Vestmannaeyja reis
af grunni á Stakkagerðistúninu og
15. apríl 1978 afhenti Þorsteinn
bæjarfélaginu safnið og er mér
kunnugt um að hann fagnaði
þeirri stund, að vita það komið í
örugga vörsíu í nýjum og góðum
húsakynnum.
Sama dag var Þorsteinn kjörinn
heiðursborgari Vestmannaeyja.
Þann 15. janúar 1926 kvæntist
Þorsteinn Ingigerði Jóhannsdótt-
ur frá Krossi í Mjóafirði, sem lifir
mann sinn eftir langt og farsælt
hjónaband. Hann minntist oft á
hana Ingu sína og gat þess m.a.
hvað það væri gott að koma heim í
heimiliskyrrðina eftir langan og
strangan vinnudag. „Góða konu
hver hlýtur hana,“ segir í ritning-
unni.
Þorsteinn var einn af þeim, og
ég held að óhætt sér að fullyrða,
að hún eigi sinn óbeina þátt i því
mikla starfi, sem hann orkaði á
lífsleiðinni.
Börn þeirra eru: Stefán kennari,
kvæntur Erlu Guðmundsdóttur,
Kristín Sigríður, kona Sigfúsar
Johnsen kennara, Víglundur Þór
læknir, kvæntur Fríðu Daníels-
dóttur, Inga Dóra sjúkraliði, kona
Guðmundar Helga Guðjónssonar
deildarstjóra. Uppeldisdóttir er
Anna Pálína Sigurðardóttir kona
Guðlaugs Guðjónssonar verslun-
arstjóra.
Hér í Eyjum bjó fjölskyldan
lengst af i Goðasteini við Kirkju-
bæjabraut, en eftir jarðeldana
settust þau Þorsteinn og Inga að í
Hafnarfirði að Hjallabraut 5.
Ég vil svo að lokum þakka
Þorsteini samfylgdina og votta
Ingu og allri fjölskyldunni dýpstu
samúð.
Blessuð veri minning Þorsteins
Þ. Víglundssonar.
Sigurgeir Kristjánsson
Kvöldið annars dags septem-
bermánaðar var óvenjufagurt i
Reykjavík. Það var einhvern veg-
inn óhugsandi að gera sér i hug-
arlund að marglitar pensilstrokur
vesturhiminsins væru i rauninni
síðustu skímur jarðvistar afa
mins og nafna. En þegar harma-
fregnin um andlát hans barst um
nóttina eftir, var eins og hið fagra
haustkvöld hefði verið táknrænn
minnisvarði um hinn ötula yrkja
menningar- og menntagarðsins.
Minnisvarði um mann sem helgaði
líf sitt og fórnaði sér í þágu bætts
þjóðfélags, menntunar og jafn-
réttis, og ruddi slíka vegi í frjóa
mold Vestmannaeyja að hans
verður ávallt minnst í menning-
arsögu byggðarlagsins.
Norðmaður einn sem fylgst
hafði gjörla með starfi Þorsteins
Þ. Víglundssonar sagði eitt sinn
við mig að starf hans væri ekki
minna en þrjú ævistörf. Ég þóttist
alltaf sjá í starfi hans sterkan
samhljóm, þar sem öll verkin mið-
uðu að sama takmarki og voru
samofin hugsjónum hans. Með
komu sinni til Vestmannaeyja
nokkru fyrir byrjun kreppunnar
miklu hófst hann handa við að
endurbæta unglingamenntun, sem
mjög var ábótavant. Byrjað var í
fábrotnu húsnæði með örfáa nem-
endur, þar sem skylduverk út-
vegssamfélagsins kölluðu flestar
vinnufærar hendur til starfa. Eft-
ir nær fjögurra áratuga starf var
risinn Gagnfræðaskóli með
hundruð nemenda; bygging sem
Þorsteinn hafði sjálfur unnið að
hörðum höndum samhliða kennsl-
unni og mörgum öðrum verkefn-
um.
Tema lífs hans um að bæta kjör
hinna verst settu gengur eins og
rauður þráður í gegnum starf
hans öll þau ár sem hann var virk-
ur í starfi í Eyjum. Það er ekki
nokkur vafi á að stofnun Spari-
sjóðs Vestmannaeyja var þaul-
hugsað mótvægi gegn einhæfri
bankapólitík útgeröarstaðarins á
þeim tímum. Velferðarríkið sem
nú blómstrar fyrir innan Ægisdyr
Heimaeyjar á ekki síst stofnun
Sparisjóðsins líf sitt að launa.
Aðkomumaðurinn Þorsteinn Þ.
Víglundsson var fljótur að koma
auga á þá mikiu arfleifð sem fólg-
in var í hvers kyns minjum og
munum sem tilheyrðu hinu gamla
sjósóknarsamfélagi Eyjanna.
Samhliða skólastjóra- og spari-
sjóðsstjórastarfinu lagði hann
með minjasöfnun sinni grundvöll-
inn að Byggðasafni Vestmanna-
eyja og beitti sér á efri árum fyrir
byggingu hins myndarlega safna-
húss sem nú hýsir byggðasafn,
bóka- og skjalasafn. Áratugum
saman skrifaði hann Blik, fyrst
sem skólarit en síðar ársrit Vest-
mannaeyja. Ritið er nú geymd gíf-
urlegs fróðleiks um sögu byggðar-
lagsins.
Önnur hugsjónamál bættust í
hópinn og hann hóf gerð íslensk-
norskrar orðabókar á sjötta ára-
tugnum. Ekki var hægt að bæta
tímum við sólarhringinn og vinnu-
álag dagsins heldur aðeins hægt
að hefja vinnudaginn fyrr. Klukk-
an fimm á morgnana var sest við
skriftir og unnið fram til klukkan
sjö, þegar skyldur skólastarfsins
kölluðu. Svona voru morgnarnir í
Goðasteini, húsi þeirra Ingigerð-
ar, í mörg ár. Mér er það minnis-
stætt sem ungum drenghnokka að
einhvern tíma þegar ég gisti í
Goðasteini að vetrarlagi og var
árrisull og reikaði fram í morg-
unsvala stofuna þá sat orðabókar-
maðurinn í þykkri vírúlpu með
lopagriflur á höndum og skrifaði.
Hann sagði mér þá að hann væri
langt kominn með essið!
Ég hef farið nokkrum orðum um
vinnuna, sem í lífi og starfi nafna
míns var helgur dómur. Það er
ekkert undarlegt að hugsjóna-
menn af því tagi sem Þorsteinn Þ.
Víglundsson var, setji varanleg
spor í lífsmótun náinna ættingja
sinna. Við náin kynni bættist svo
71
við, að hinn á ytra borði hrjúfi
athafnamaður hafði að geyma
ástríkan fjölskyldumann. Fjöl-
skyldulíf í Goðasteini einkenndist
af ástúð þeirra hjónanna og ákaf-
lega mikilli gagnkvæmri virðingu,
sem ekki fór fram hjá afabörnun-
um. Mér varð þá ljóst að mikið af
verkum hans var á vissan hátt
samvinnuverkefni þeirra hjón-
anna. Amma var hinn ráðagóði
bakhjarl sem veitti honum stuðn-
ing í hvívetna. T.d. var fbúðarhús
þeirra hjóna notað sem allt í senn
skóli, náttúrugripa- og byggðasafn
í langan tíma.
Saga Þorsteins Viglundssonar
verður ekki skrifuð í svo fáum lín-
um og fátæklegum. Hafi hann
þökk fyrir veganestið. Það er erf-
itt að sjá á bak slíkum manni og
söknuðurinn sár ekki síst elsku-
legri ömmu minni. Én það hug-
hreystir að vita að hann situr ekki
aðgerðarlaus úti f jaðri sólarlags-
ins, heldur safnar efni í nýja bók.
Þorsteinn I. Sigfússon
+
Ástkær eiginmaöur og faöir, tengdafaöir og afi,
JÓN KRISTJÁN SUMARLIÐASON,
Víövangi 5, Hafnarfiröi,
lést í Ðorgarspítalanum þriöjudaginn 4. september.
Jaröarförin augtýst siöar.
Béra Jónadóttir,
börn, tangdabörn og barnabörn.
t
Móöir okkar. tengdamóöir, amma og langamma,
KRISTÍN INGIMARSDÓTTIR,
er lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 3. september. veröur
jarösungin frá Fossvogskirkju miövikudaginn 12. september kl.
13.30.
Anna Hjélmarsdóttir, Baldvin Magnúaaon,
Aðalsteínn Hjélmarsson, Margrét Árnadóttír,
Guöbjörg Hjélmarsdóttir, Pétur Þorlaifsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Móöir okkar og tengdamóöir,
MAGDALENA JÓSEFSDÓTTIR,
Efstasundí 55,
éóur Stigahlíö 24, Reykjavfk,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 11. september
kl. 15.00.
Jarðsett veröur í kirkjugaröinum við Suöurgötu.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vilja minnast hinnar
látnu er bent á líknarsjóöi.
Hulda Valdimarsdóttir,
Birgir Valdimarsson,
Helga Valdimarsdóttir, Elias Valgeirsson,
Margrét Jónsdóttir.
I
+
Systir okkar, móöir, tengdamóöir og amma,
JÓHANNA BJARNADÓTTIR,
hjúkrunarkona,
Laugarnesvegi 100,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 13. september
kl. 13.30.
Guötríöur Bjarnadóttir,
Guólaugur Bjarnason,
Laufey Bjarnadóttir,
Bjarni Björnsson, Bragi Björnason,
Ingibjörg Garöarsdóttir, Katrfn Magnúsdóttir,
fvar Jónsson, Magnús Danfel Karlsson,
Jóhanna Frföur Bjarnadóttir, Björn Jón Bragason,
Margrét Hanna Bragadóttir.
+
Sonur minn,
SIGURÐUR H. SIGURJÓNSSON,
blfreiöastjóri,
Lundarbrekku 6, Kópavogi,
veröur jarösunginn þriöjudaginn 11. sept. kl. 10.30 frá Fossvogs-
kirkju.
Blóm og kransar afþakkaölr en þeim sem viidu mlnnast hans er
bent á líknarstofnanir.
Marfa Þ. Pétursdóttfr,
Bólstaöarhlíö 40.