Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
5
50.000 lestir af
loðnu komnar á land
— þrívegis hefur verið landað erlendis á vertíðinni
LOÐNUVEIÐAR hafa gengið bæði
vel og illa frá því þær hófust um
mánaðamót að sögn Andrésar
Finnbogasonar hjá loðnuncfnd. Alls
höfðu í gær borizt um 60.000 lestir
loðnu á land. Á mánudag var til-
kynnt um 9.000 lesta afla og síðdeg-
is í gær hafði verið tilkynnt um 6.000
lesta afla. Á síðasta hausti var fyrstu
loðnunni ekki landað fyrr en 10.
nóvember. Alls hefur loðnu verið
landað þrívegis erlendis það sem af
er vertíð.
Andrés sagði, að veiðarnar
hefðu farið rólega af stað en nú
væru 42 af 50 bátum, sem leyfi
hafa til veiðanna, farnir af stað.
Loðnunni væri landað frá Vest-
MIKIÐ hefur verið um það að undan-
lornu að íslenzk fiskiskip hafi selt
afla sinn erlendis, aðallega í Englandi
og býzkalandi. Þá hefur loðna verið
seld í Færeyjum og Danmörku. All-
gott verð hefur fengizt fyrir aflann
samkvæmt upplýsingum L(Ú og eru
töluverðar landanir fyrirhugaðar er-
lendis á næstunni.
Á mánudag seldi Ögri RE 268,9
lestir í Bremerhaven. Aflinn var að
mestu karfi og varð heildarverð
5.673.400 krónur, meðalverð 21,10.
Guðbjörg ÍS seldi í gær og fyrradag
208,9 lestir, mest karfa, f Cuxhaven.
Heildarverð var 4.158.300 krónur,
mannaeyjum og norður um land
allt til Krossaness. Aðeins ein
löndunarstöð á Austurlandi hefði
tekið við loðnu til þessa, Eski-
fjörður, en þar hafa heimabátar
landað. Loðnan veiddist nú aðal-
lega út af Vestfjörðum og væri
hún allt að 20% feit og því gott
hráefni.
Andrés sagði ennfremur, að
verkfall BSRB hefði valdið nokkr-
um erfiðleikum við að fylgjast
nákvæmlega með afla og við fitu-
og þurrefnisinnhaldsmælingar.
Sérstaklega hefði lokun strand-
stöðvanna valdið erfiðleikum.
Hilmir SU hefur landað einu
sinni í Hirtshals í Danmörku og
meðalverð 19,19. Á mánudag seldi
Dalarafn VE 47 lestir í Grimsby.
Heildarverð var 1.379.900 krónur,
meðalverð 29,40. 14 lestir af keilu í
afla Dalarafns drógu heildarverðið
nokkuð niður. Sama dag seldi
Drangey SK 120 lestir 1 Hull. Heild-
arverð var 3.612.300 krónur, meðal-
verð 30,10. Talsvert magn af grá-
lúðu í aflanum dró heildarverðið
nokkuð niður. í gær seldi Tálknfirð-
ingur BA 129,5 lestir í Grimsby.
Heildarverð 4.442.300 krónur, með-
alverð 34,31. Helga Jóh. VE kom til
Grimsby í gær og var þá byrjað að
landa úr henni, en löndun lýkur
ekki fyrr en í dag.
einu sinni í Fuglafirði i Færeyjum
og Júpíter hefur einu sinni landað
í Fuglafirði. Áætlað hráefnisverð í
Færeyjum er 1.750 krónur fyrir
loðnulestina og 2.150 í Danmörku.
Af því verði þurfa seljendur að
greiða útflutningsgjöld og löndun-
arkostnað, en það þarf ekki við
löndun hér.
Lágmarksverð á loðnu til skipta
var í haust ákveðið 900 krónur
fyrir hverja lest miðað við 15%
fitufrítt þurrefnisinnihald og 16%
fituinnihald loðnunnar. Verðið
breytist til hækkunar eða lækkun-
ar í samræmi við þurrefnis- og
fituinnihald. Verksmiðjurnar
greiða 39% ofan á þetta verð, sem
rennur til útgerðar og í stofnfjár-
sjóð og auk þess greiða þær út-
flutningsgjöld af framleiðslunni.
Þær greiða því 1.251 krónur fyrir
hverja lest hráefnis og auk þess
um 145 krónur fyrir hverja hrá-
efnislest umreiknað frá útflutn-
ingsgjöldum. Verksmiðjurnar
greiða því alls um 1.400 krónur
fyrir hverja hráefnislest. Fiski-
mjölsverksmiðjan I Krossanesi
hefur frá upphafi vertíðar boðið
10% hærra verð fyrir loðnuna.
Markaðsverð loðnuafurða er, að
sögn Jóns Reynis Magnússonar,
framkvæmdastjóra Síldarverk-
smiðja ríkisins, mjög lágt um
þessar mundir. Lýsisverð er um
300 dollarar fyrir lestina og 5 doll-
arar fást fyrir próteineiningu
mjöls. Jón Reynir sagðist telja
ólíklegt að verðið lækkaði frekar,
en var ekki heldur bjartsýnn á
verulegar hækkanir.
Mikið um fisk-
landanir erlendis
Morffunblaðid/G. Berg.
Verkfallsverðir BSRB á verði í gámi einum á bryggjunni.
Strandferöaskipið Hekla:
Kyrrsett á Ak-
ureyri í 11 daga
Akurejri, 23. október.
Strandferðaskipið Hekla hefur
legið við Togarabryggjuna á Akur-
eyri frá því föstudaginn 12. okL, en
þá kom skipið hingað með um 500
tonn af áburði og ca. 8 tonn af öðr-
um vörum. Frá sama tíma hafa með-
limir BSRB komið í veg fyrir að
skipið verði afgreitt og hefur verið
vakt við skipið allan sólarhringinn
síðan.
Deilan snýst um það hvort for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins,
Guðmundur Einarsson, hafi geng-
ið í störf BSRB-félaga með því að
ganga sjálfur frá fylgiskjölum
varðandi flutning skipsins. Full-
trúi útgerðarinnar á Akureyri
tjáði Mbl., að varðandi þau ca. 500
tonn af áburði, sem í skipinu
væru, þá hefði verið gengið, að
venju, frá fylgiskjölum vegna
þeirra í Áburðarverksmiðjunni í
Gufunesi, enda hefði skipið verið
lestað þar. Ekkert væri því tii
fyrirstöðu í sjálfu sér að skilja þau
8 tonn af öðrum vörum, sem deil-
an virtist snúast um, eftir en það
hefði ekki verið leyft heldur.
G.Berg.
Laxá siglir aftur út á ytri höfnina I Reykjavík eftir að hafa gert árangurslaus-
ar tilraunir til að leggjast við bryggju í Sundahöfn í gærdag.
Morgunblaðið/Bjarni.
Sviptingar
við Sundahöfn
VERKFALLSVERÐIR BSRB létu
til sín taka við Sundahöfn í gærdag
er reynt var að leggja flutningaskip-
inu Laxá þar við bryggju. Tókst
þeim að koma í veg fyrir losun
skipsins, og sigldi það aftur út á ytri
höfnina eftir nokkur þóf.
Kjaradeilunefnd hafði úr-
skurðað að heimilt væri að toll-
afgreiða skipið, og hafði það
reyndar verið gert á Eskifirði
fyrir nokkrum dögum. Farmur
þess var aðallega svina- og kjúkl-
ingafóður og taldi verkfallsstjórn
BSRB, að kjaradeilunefnd hefði
gengið út fyrir verksvið sitt með
þeim úrskurði, samkvæmt
ákvæðum laga um starfssvið
hennar, og úrskurði um starfs-
svið tollvarða í verkfalli. Að sögn
Guðrúnar Árnadóttur, formanns
verkfallsstjórnar BSRB, var það
einkum þrennt sem verkfalls-
stjórn taldi verkfallsbrot varð-
andi mál þetta, en það var að
hafnsögumaður sigldi skipinu í
höfn, tilraun var gerð til að binda
skipið, og skipinu var haldið
óbundnu við bryggju með aðstoð
hafnsögubáta, en hafnsögumenn
væru í verkfalli eins og aðrir
opinberir starfsmenn. Eftir
nokkurt þóf sigldi skipið út á ytri
höfnina án þess að losna við farm
sinn.
Þá gerðist það við Sundahöfn
um svipað leyti í gær, að tvö af
skipum Hafskips slitu sig frá
bryggju og eru þau nú á leið til
hafna á meginlandi Evrópu,
vegna þess að þau fengu ekki af-
greiðslu hér heima. Eru það
leiguskipin María Katalína og
Hvítá. Hluti af farmi þeirra átti
að fara um borð í annað skip hér
og til Bandaríkjanna. Verður
þessum farmi skipað um borð í
önnur skip sem sigla með hann til
Bandaríkjanna. Skaftá kom til
Reykjavíkur í gærmorgun og lá á
ytri höfninni í Reykjavík þegar
Morgunblaðið hafði síðast spurn-
ir af í gærkvöldi.
Sumargleðin hefur svo sannarlega glatt borgarbúa undanfarnar helgar í Broadway og
enn heldur hún áfram á föstudags- og laugardagskvöld._________________________
Nú er um að gera að fagna vetri á gleöikvöldi með SumargleÖinni í Broadway.___
Miðasala og boröapantanir
í Broadway daglega. Sími 77500.