Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 24

Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Geir Hallgrímsson í ræðu á allsherjarþingimi: Athafnir í stað orða hiá Sameinuðu þjóðunum Geir HaUgrínusson flytur ræóu í þingsal Sameinuðu þjóðanna í New York Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, flutti raeðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna mánudaginn 24. september síð- astliðinn. Morgunblaðið birtir hana nú á degi Sameinuðu þjóðanna. í upphafí máls síns árnaði hann forseta þessa 39. allsherj- arþings heilla í störfum og bauð Brunei Darussalam velkomið sem 159. aðildarríki SÞ en síðan sagði utanríkisráðherra. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna gæti verið mikilvægasta samkoma í heimi. Allsherjarþingið er einstæður vettvangur, þar sem fulltrúar ólíkra ríkja skiptast á skoðunum um hin fjöl- breyttustu mál. En hversu vel gengur okkur að hag- nýta þennan vettvang, þessa einstæðu samkomu, til þess að treysta framgang grundvallarhugsjóna okkar um frið, far- sæld og mannréttindi, sem staðfestar voru í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna? Hvernig hefur okkur miðað að móta þá heimsmynd, sem þjóðirnar hafa svo lengi þráð en verið synjað um á þessari 20. öld tveggja heimsstyrjalda og nær óteljandi annarra vopnaðra átaka? Nálgumst við markmið okkar eða er- um við að fjarlægjast þau? í lok síðasta árs, er 38. allsherjarþing- ið hafði fjallað um heimsmálin um þriggja mánaða skeið, iýsti hinn virti forveri yðar, Illueca forseti Panama, stöðu mála og sagði, að þingið hefði verið „spegilmynd af því alvarlega hættu- ástandi, sem mannkynið stendur and- spænis í heimi nútímans". Fátt jákvætt virðist hafa gerst síðan þessi orð voru sögð. Sumir myndu jafnvel freistast til þess að segja, að okkur hefði fremur bor- ið enn lengra af leið. Á þessum fyrsta degi almennrar umræðu nýs allsherjar- þings virðist því viðeigandi að varpa fram spurningum eins og: Hvert stefnum við? Hverju er líklegt að þetta þing fái áorkað? Mun þingið yfirleitt ná nokkrum raunhæfum árangri? í merku viðtali nýlega sagði hinn reyndi og virti fyrrum fastafulltrúi Singapore, T.T.B. Koh, er var forseti haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna: „Hjá Sameinuðu þjóðunum stendur allt fast.“ Verður þetta svo einnig þá mánuði sem nú fara í hönd, eða jafnvel næstu árin? Á það fyrir okkur að liggja að bregðast við miklum fjölda mikilvægra mála á dagskrá þessa allsherjarþings með því að sveipa þau fögrum orðum eða drekkja þeim í mótsagnakenndum eða óraunhæf- um ályktunum — og gleyma þeim síðan þar til annað jafn árangurslítið þing hefst? Ætlum við nú, eins og í fyrra og svipað og á þinginu þar áður, að samþykkja 63 ályktanir um afvopnunarmál án raun- verulegrar viðleitni til að jafna ágrein- ing okkar á milli eða benda á leiðir út úr núverandi sjálfheldu? Verði þessi raunin, herra forseti, þá horfir ekki vel um þetta þinghald. í mjög athyglisverðri skýrslu um nú- verandi stöðu alþjóðamála minnist Perez de Cuéllar aðalframkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna á „ríkjandi tilhneigingu til að sneiða hjá meiriháttar vandamál- um, sem þegar til lengdar lætur er lík- legt til að valda auknum vonbrigðum og biturleika". Hann bendir einnig á þá „tregðu sem virðist koma I veg fyrir það átak sem þarf til þess að nýta alþjóða- stofnanir á árangursríkan hátt“. í upphafi þessa 39. allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna hvetur ástandið víða um heim vissulega til þess að farnar verði nýjar leiðir til að ná raunveru- legum árangri. Athafnir verða að koma í stað orða; raunhæfar samningaviðræður í stað innantómra ályktana. Öll ríki ættu að leggja fram sinn skerf, ekki háð stærð þeirra heldur getu til að vinna af heilind- um að framgangi mála. Þetta allsherjar- þing, þar sem svo margir áhrifamiklir stjórnmálaleiðtogar verða saman komn- ir, býður upp á tækifæri til þess að koma málum á skrið á ný. Við skulum öll af fremsta megni leggja lið endurnýjuðu raunhæfu átaki til þess að leysa einhver þeirra miklu vandamála sem herja á þjóðir okkar og heiminn all- an. Framlag Norðurlanda Norðurlöndin fimm — Danmörk, Finnland, fsland, Noregur og Svíþjóð — voru ekki alltaf friðsæl fyrr á öldum en hafa nú um langt skeið notið ávinnings af náinni samvinnu á fjölmörgum svið- um. Lifnaðarhættir og daglegt líf í þess- um heimshluta endurspeglar þróun, sem kætni öllum þeim til góða, er fylgdu sömu braut. Fundarhamarinn, sem þér, herra for- seti, notið við stjórn þessa þings þjóð- anna, gerður af íslenskum myndhöggv- ara, Ásmundi Sveinssyni, er táknrænn fyrir þá þróun, sem orðið hefur í gegnum aldirnar meðal Norðurlandabúa. Ham- arshöfuðið sýnir viking biðja fyrir friði. Norðurlandabúar, sem fyrrum herjuðu innbyrðis og á aðrar þjóðir, lifa nú í friði og vilja deila með öðrum lífsháttum, sem rekja rætur sínar til hinna háleitu hug- sjóna, er við öll, aðilar að stofnskrá Sam- einuðu þjóðanna, höfum lýst yfir að séu markmið okkar. Núverandi ástand heimsmála og ýmis helstu dagskrármál þessa allsherjar- þings voru til umræðu á venjubundnum fundi utanríkisráðherra Norðurlanda I Reykjavík fyrr í þessum mánuði. Fréttatilkynningu, þar sem skoðanir ráðherranna á málum þessum koma fram, hefur verið dreift til allra fasta- nefnda hjá Sameinuðu þjóðunum og til aðalframkvæmdastjóra samtakanna. Ráðherrarnir staðfestu á ný öflugan stuðning Norðurlandanna við Sameinuðu þjóðirnar. Þeir lögðu áherslu á mikil- vægt hlutverk Sameinuðu þjóðanna við varðveislu friðar og nauðsyn þess að efla mátt samtakanna á hættu- og styrjald- artímum. Þeir ítrekuðu fyrri yfirlýsingar um nauðsyn virðingar fyrir grundvall- arreglum þjóðarréttar, eins og þeim er lýst í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Þeir lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að allar þjóðir gætu átt aðild að Samein- uðu þjóðunum. Nauðsyn afvopnunar Það eru augljós sannindi að allar þjóð- ir þrá frið. Fengi fólkið sjálft að ráða, ætti því að vera unnt að tryggja friðinn. En víða er valdið ekki i höndum fólksins. Það sem við slíkar aðstæður veldur mest- um áhyggjum er hið linnulausa vigbún- aðarkapphlaup og sú mótsögn að eytt er í vígbúnað einni billjón dollara á þessu ári meðan mikill hluti mannkyns býr við sult og seyru. Það er þvi hið brýnasta mál, að stærstu vopnaveldin stórefli við- leitni sína til þess að takmarka og fækka venjulegum vopnum og kjarnorkuvopn- um. Ekki ber sist að vona að Sovétríkin, sem í tæpt ár hafa ekki viljað halda áfram samningaviðræðum um fækkun gereyðingarvopna, endurskoði afstöðu sína. Það væri vissulega ánægjulegt, ef samskipti á þessu allsherjarþingi gætu leitt til grundvallarbreytingar á núver- andi stöðu mála og þar með létt fargi af mannkyni. Heildarlausn afvopnunarmála hlýtur að vera takmark okkar. Við verðum að keppa að því marki af einbeitni og veita því verkefni algjöran forgang. Takmark- aðir samningar um fækkun vopna eða samningar bundnir við afmörkuð svæði, sem leiða aðeins til flutnings vopna- birgða, hljóta að hafa takmarkað gildi og geta jafnvel skapað nýjar hættur. Ég hlýt, sem fulltrúi íslands, er byggir efnahagsafkomu sína á hinum viðkvæmu auðlindum hafsins, að lýsa alvarlegum áhyggjum yfir auknum vígbúnaði í höf- unum. Þessi þáttur vígbúnaðarkapp- hlaupsins verður væntanlega til umræðu á næsta allsherjarþingi, þegar könnun á vígbúnaðarkapphlaupinu í höfunum, sem ákveðin var á 38. allsherjarþinginu, verð- ur vonandi lokið. I öllum samningum um afvopnun eða takmarkanir vopnabúnaðar verða að vera fullnægjandi ákvæði um eftirlit. Sérhvert ríki, sem gengst af heilum hug undir gagnkvæmar samningsskuldbind- ingar á sviði afvopnunar, hefur enga ástæðu til að veigra sér við gagnkvæmu eftirliti. Tortryggni milli þjóda Ég tek fyllilega undir þá skoðun aðal- framkvæmdastjórans að „meginhindrun- in í vegi afvopnunar og vopnatakmark- ana (sé) öryggisleysi þjóða". Það á rót sína að rekja til þeirrar tor- tryggni milli forysturíkja, sem tók á sig núverandi mynd fljótlega eftir síðustu heimsstyrjöld. Allar tilraunir til þess að bæta þetta óheillavænlega ástand hafa fram að þessu mistekist. Ekkert varan- legt trúnaðartraust hefur skapast milli stórveldanna. Efling gagnkvæms trausts er því brýn- asti þáttur þess úrlausnarefnis, sem þjóðir heims standa andspænis. Við verðum að auka viðleitni okkar til þess að þræða hinn þrönga og torsótta veg til nýs og friðsamlegra heimsástands. I því skyni verður að hagnýta til fulls þennan einstæða vettvang, þar sem við nú kom- um saman, nefndir samtakanna, svo og Stokkhólms-ráðstefnuna um afvopnun og traustvekjandi ráðstafanir, sem nú stendur yfir. En möguleikinn á því, að árangur ná- ist, veltur ekki aðeins á orðum, töluðum úr þessum ræðustól eða öðrum, heldur fyrst og fremst á gjörðum ríkja. Efling raunverulegs lýðræðis meðal þjóða heims — það er að segja virðing fyrir mannréttindum og frelsi, virðing fyrir fullveldi ríkja og sjálfsákvörðun- arrétti þjóða, viðurkenning á að lönd skuli byggð með lögum en ekki ofbeldi, og réttlátari skipting auðlinda — er mik- ilvægasta forsenda þess að traust megi skapast. Öllu þessu og reyndar enn fleiru var heitið af þjóðum okkar við undirrit- un stofnskrár Sameinuðu þjóðanna og við inngöngu í samtökin, en vanefndirn- ar valda jafnvægis- og öryggisleysi. Það stendur hverjum og einum okkar næst að gera hreint fyrir eigin dyrum. Þar sem við höfum af fúsum og frjálsum vilja tekið á okkur með milliríkjasamn- ingum gagnkvæmar skuldbindingar, höf- um við engan rétt til að víkjast undan gagnrýni, ef við stöndum ekki við skuld- bindingar okkar. f þessu sambandi hlýt ég að víkja að því, að hörmulegt hefur verið að horfa upp á þau grófu mannréttindabrot, sem margar þjóðir hafa orðið að þola. Mann- réttindabrot eins og kynþáttaaðskilnað- ur (apartheid) og hlutskipti einstaklinga og hópa, sem krafist hafa grundvallar- mannréttinda fyrir sjálfa sig og sam- borgara sina, valda aívarlegum áhyggj- um. Dæmi um þetta er hið hryggilega mál dr. Andrei Sakharovs og konu hans, Yelenu Bonner. Hlutur þróunarríkja Ekki verður of mikil áhersla lögð á nauö- syn þess að bæta stöðu verst settu þróun- arríkjanna og styrkja grundvöll efna- hagslegrar afkomu þeirra. Iðnvæddu löndin verða að opna markaði sína fyrir vörum frá þriðja heiminum. Þróunar- aðstoð iðnvæddu landanna mun ekki ein sér leysa hin alvarlegu vandamál þróun- arlandanna. Þau verða einnig m.a. að fá að njóta ávinningsins af frjálsri verslun. Á sama hátt ættu iðnvæddu löndin að létta af viðskiptahömlum og verndarað- gerðum, svo sem ríkisstyrkjum og niður- greiðslum, sem hindra eðlilega og hag- kvæma verkaskiptingu þjóða heims. Skammt á veg komin Á þessum upphafsdegi almennu um- ræðunnar hér á allsherjarþinginu eru á mælendaskrá fulltrúar sumra stærstu og sumra minnstu aðildarríkjanna í sam- tökum okkar. Þetta endurspeglar hversu margbreytileg aðildarríki samtakanna eru — en um leið að öll ríki, stór og smá, hafa hagsmuni af viðleitni samtaka Sameinuðu þjóðanna til þess að byggja betri heim. Mannkynið hefur af reynslu kynnst lýðræðisstjórnskipulagi, sem — þótt ófullkomið sé — tryggir velferð fólks eins og í mannlegu valdi stendur. Engu að síður kemur einræði og gerræðislegt stjórnarfar í veg fyrir velferð mikils fjölda fólks í mörgum heimsálfum. Við erum enn skammt á veg komin. Við skulum hinsvegar ekki vanmeta þann árangur er náðst hefur á þeim nær fjórum áratugum, sem liðnir eru frá því að samtök Sameinuðu þjóðanna voru stofnuð. Vanmáttur okkar á liðnum ár- um til þess að snúa við í vopnakapp- hlaupinu varpar skugga á vonir okkar um fljótvirkar lausnir. En við skulum ekki niissa trúna á betri og bjartari framtíð. Við skulum sækja í þá trú styrk til þess að endurnýja heit okkar og fram- fylgja til hins ítrasta hinum háleitu hug- sjónum sem eru homsteinn samtaka Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.