Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 27

Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAG (JR 24. OKTÓBER 1984 27 Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir. Söngvari í sköpun Tónlist Jón Ásgeirsson Sigrún Hjálmtýsdóttir sópr- ansöngkona fer þá erfiðu leið að hefja feril sinn sem dægurlaga- söngkona en „þverkrusar" síðan á meðbyr vinsældanna. Hún er nú á góðri leið með að sigla af sér fyrri aðdáendur og hefur haslað sér völl að nýju. Fáum hefur tekist það, sem Sigrún ger- ir, og má vera að nokkur ótrú hafi verið á þessu tiltæki henn- ar. Á tónleikum, er Sigrún og Anna Guðný Guðmundsdóttir héldu i septembermánuði i Gerðubergi, sýnir Sigrún svo ekki verður um villst, að hún er efni i mikla söngkonu, svona til áréttingar, „mikla söngkonu“. Frá því hún söng hér síðast hef- ur henni farið ótrúlega mikið fram, bæði raddlega og í allri túlkun. Hún hefur náð góðum tökum á röddinni og nú er hásvið raddarinnar glampandi fallegt. í túlkun hennar var einnig margt fallega gert, þó nokkuð vilji brenna við að hún noti um of meðfædda leikhæfileika, i stað þess að leika gegnum sönginn. Þetta eru smámunir og mest um vert, að hún syngur af lífi og sál og hlustandinn upplifir þessa sönggleði hennar. Sigrún hefur lokið almennu námi við tónlist- arskóla í London en hefur í hyggju að bæta við kunnáttu sína með framhaldsnámi i Eng- landi og á ítaliu. Það verður fróðlegt að fylgjast með þroska hennar sem listamanns og er það trú undirritaðs að Sigrún sé efni í mikla söngkonu. Ekki er þörf að tilgreina neitt sérstakt úr efnisskránni, sem var fjölbreytt, allt frá óperuaríum til ljóða- söngsverka og íslensk sönglög sem Sigrún og undirleikari hennar Anna Guðný Guðmunds- dóttir voru vel samtaka í að flytja og túlka ágætlega. Sellótónleikar Laugardaginn 13. október rauf séra Gunnar Björnsson tónleika- þögn þá er ríkt hafði frá því að verkfall hófst, með tónleikum i Austurbæjarbiói. Sér til aðstoð- ar hafði hann enskan píanóleik- ara, Knowles að nafni, en hann starfar sem tónlistarkennari austur á landi. Viðfangsefnin voru eftir Bach, Beethoven, Schubert og Sigurð Egil Garð- arsson. Fyrsta verkið var þriðja sellósvítan eftir J.S. Bach og var leikur Gunnars í góðu jafnvægi. Annað verkið var sónata fyrir „píanó og selló" í g-moll op. 5, nr. 2. Vitað er að Beethoven samdi tvær „tvíleiks-sónötur" fyrir 1795 og voru þær leiknar af höf- undinum ásamt Jean Louis Dup- ort, einkasellista þess tónelsíca konungs, Friðriks annars í Berl- ín. Þetta munu vera einhver elstu samleiksverk Beethovens, þar sem ekki er um að ræða að eitt hljóðfæri sé til undirleiks við annað, m.ö.o. sannkallað samleiksverk. Knowles er leikinn spilari og féll á köflum vel við hófstilltan leik séra Gunnars. Úr dagbók hafmeyjunnar heitir smá verk eftir Sigurð Egil Garðarsson, allra þokkalegasta verk, er var einnig smekklega flutt. Síðasta verkið var svo Arpeggione, eftir Schubert, eitt mikið listaverk, ljóðrænt skáldverk í tónum. Gunnar er smekkvis og ætlar sér alltaf af og var töluverður þokki yfir leik hans og samleiksmanns, þó aldrei næðu þeir að seiða fram þá „dvergmálahljóma" er taka til hjartans. í heild voru þetta góðir tónleikar og ánægju- legir í alla staði. Sænskt verksmiðjupopp Hljóm- plotur Siquröur Sverrisson Gyllende Tider The Heartland Hotel EMl Svenska/Fálkinn Gyllende Tider er nafn, sem ég hafði sannast sagna aldrei heyrt fyrr en ég hlustaði á þessa plötu. Ánnað hvort er það ég, sem ekki fylgist nógu vel með, eða þá að Gyllende Tider er ekkert sérstak- lega þekkt nafn. Hvort tveggja sennilega rétt að vissu marki. Hvað sem því líður flytur Gyll- ende Tider ekki beint þá tegund tónlistar, sem fær mig til þess að iða í skinninu. Upp til hópa eru lögin ákaflega flatneskjuleg en eru þó flest innan ramma vel unn- ins skallapopps. Ekki vantar, að hljóðfærleikur er allur hinn sett- legasti, sömuleiðis raddanir. Þótt lögin séu vel flest ágætlega vel unnin þýðir það ekki endilega að þau séu mjög áheyrileg. Tónlistin hjá Gyllende Tider er nefnilega einum fáguð fyrir minn smekk. Það er helst að lagið Another Place, Another Time standi upp úr. Eftir að hafa hlýtt á þessa afurð nokkrum sinnum varð ég æ sann- færðari um að þetta væri tónlist, sem ekki höfðaði til mín fyrir fimm aura. Það líf, sem oft gefur plötum ómetanlegt gildi, er ekki að finna hér. Oneitanlega stór galli. Ég sagði það víst um plötu Abba-dísarinnar Agnethu Fált- skog í fyrra, að umslagið segði allt um innihaldið. Það á einkar vel við I þessu tilfelli lika. Jassað popp í gamla stílnum Hljómplötur Siguröur Sverrisson Elbow Bones and the Racketeers New York at Dawn EMI America/Fálkinn Jassað popp hefur verið að ryðja sér nokkuð til rúms í Bretlandi allt þetta ár og má nefna flokka á borð við Swansway, Matt Bianco og fleiri, sem gert hafa það gott á þessum vettvangi. Elbow Bones And The Racketeers nefnist bandarísk sveit, sem er hreint ekki á ósvip- aðri línu á köflum. Tónlistin hjá þessari 15 manna sveit (það dugir ekkert minna en fjöldi söngvara og blásara) er að verulegu leyti popp með afturhvarfi ti áranna 1940—50. Blásturshljóðfæri af ýmsum gerðum setja mjög svip á tónlistina, sem er í senn lipur- lega spiluð og vel samin. Útsetn- ingar og snotrar margar hverjar og ekki allt of einhæfar eins og kannski hefði mátt búast við. Lögin á þessari plötu Elbow Bones og félaga eru nokkuð mis- jöfn að gæðum en flest hver eru þau vel áheyrileg. Þó er kannski ekki alfarið að marka þótt þessi tegund tónlistar rati ekki bein- ustu leið í hjartastað hjá mér, þar sem hún hefur til þessa ekki verið í hávegum höfð á þessum bæ. Því verður þó ekki neitað að New York at Dawn er hið snyrti- legasta verk. Einhvern veginn grunar mig, að þeir, sem á annað borð hafa hlustað á tónlist frá þessum ár- um og kunnað að meta, komi til með að geta tekið þessa plötu í sátt. Hún er að sjálfsögðu með þeim áhrifum nútímans, sem ómissandi þykja (s.s. einhæfur diskótaktur eins og S laginu Happy times) en samt kemst Elbow Bones frá þessu skamm- laust og ekki er því að neita að sum laganna veittu bara tals- verða ánægju eins og t.d. A Night in New York svo dæmi sé tekið. Gro.ko klæðningarstáiið frá Vírneti hf. í Borgarnesi hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli. Gro.ko stálið er hægt að beyja þvert á báru -sem gefur nýja mðguleika og leysir áður óleyst vandamál. Gro.ko klæðningarstálið fæst hjá umboðsaðilum Vírnets hf. um allt land: Reykjanes. Kaupfélag Suðurnesja Reykjavik og nágrenni. Húsasmiðjan hf. Býkó Byggingavöruverslun Sambandsins B.B. byggingavörur hf. J.L. byggingavörur sf. Sindra-Stál Garðar Gíslason hf. Slippfélagið í Reykjavík Smiðsbúð Vesturland. Trésmiðjan Akur hf. Trésmiðja Sigurjóns & Þorbergs Kaupfélag Borgfirðinga Kaupfélag Grundfirðinga Kaupfélag Stykkishólms Kaupfélag Hvammsfjarðar Kaupfélag Saurbæinga Vestfiröir. Kaupfélag Króksfjarðar Kaupfélag V-Baröstrendinga Kaupfélag önfirðinga Byggingav.v. Jóns Fr. Einarssonar Kaupfélag Isfirðinga Kaupfélag Strándamanna Kaupfélag Bitrufjarðar Kaupfélag Steingrímsfjaröar Kaupfélag Dýrfirðinga Norðurland - vestra. Kaupfélag Hrútfirðinga Kaupfélag V-Húnvetninga Kaupfélag Húnvetninga Kaupfélag Skagfirðinga Norðurland - eystra. Byggingav.v. Sigurðar Fanndal Verslunin Valberg K.E.A. Kaupfélag Svalbarðseyrar K.E.A. Dalvik, Ólafsf., Sigluf., Hrisey Kaupfélag Þingeyrar Kaupfélag N-Þingeyinga Kaupfélag Langnesinga Austurland. Kaupfélag Vopnfirðinga Trésmiðja Fljótdalshéraðs Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum Skipasmíðastöð Austfjarða Pöntunarfélag Eskfirðinga Kaupfélagið Fram Kaupfélag Stöðfirðinga Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn Suðurland. Kaupfélag Skaftfellinga Kaupfélag Rangæinga Kaupfélagið Þór Kaupfélag Árnesinga, Selfossi Kaupfélag Vestmannaeyja VÍRNETf BORGARNESI - SÍMI 93-7296

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.