Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
33
iltagtiitlilfifrlfe
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Litið til
reynslunnar
Síðast þegar launasprenging
varð í íslensku efnahags-
lífi, 1977, sátu Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur
einnig við völd. Þá hafði það
einnig gerst eins og nú að tek-
ist hafði að hægja á verðbólg-
unni. Hins vegar þótti verka-
lýðshreyfingunni nóg af svo
góðu komið. Vorið 1977 var efnt
til skæruverkfalla á vegum Al-
þýðusambandsins. 22. júní
gerðu ASÍ og VSÍ hina frægu
sólstöðusamninga til 1. des-
ember 1978. Lægstu laun
hækkuðu samkvæmt þeim um
26% við undirskrift. Tekið var
upp nýtt verðbótakerfi á laun í
sambandi við vísitölu fram-
færslukostnaðar. Samið var
um aukið öryggi á vinnustöðum
og hækkun slysa- og örorku-
bóta. Til að greiða fyrir sam-
ningum lofaði ríkisstjórnin að-
gerðum í húsnæðismálum,
dagvistarmálum, trygginga-
málum og skattamálum. Hinn
11. október 1977 hófst verkfall
BSRB og var það fyrsta verk-
fall opinberra starfsmanna.
Verkfall BSRB stóð til 25.
október og lauk með því að
laun hækkuðu um 10 til 21%.
Fullyrt var af sumum þegar
staðið var upp frá samn-
ingaborðinu að kauphækkan-
irnar hlytu að leiða til verð-
bólgu, aðrir mölduðu í móinn.
Ríkisstjórnin reyndi að stífla
verðbólguflóðið með lagasetn-
ingu í febrúar 1978. Þá varð til
krafa verkalýðshreyfingarinn-
ar um „samningana í gildi"
sem hljómaði fram yfir kosn-
ingar sumarið 1978, en í þeim
töpuðu bæði sjálfstæðismenn
og framsóknarmenn fylgi. Síð-
an var mynduð vinstri stjórn
sem dugði í rúmt ár en sprakk
á tilraunum til að halda verð-
bólgunni í skefjum, þá kom
stjórn Gunnars Thoroddsens.
Verðbolguhraðinn jókst stig af
stigi og náði hámarki á fyrri
hluta ársins 1983 þegar menn
fengu loksins nóg af honum og
núverandi ríkisstjórn hófst
handa við að skrúfa verðbólg-
una niður, með meiri hraða en
áður þekktist og nokkur trúði
að óreyndu að væri hægt.
í þessari stuttu lýsingu er
stiklað á stóru. Hún sýnir
okkur þó að menn þurfa ekki að
leita mörg ár aftur í tímann
vilji þeir hugleiða með hliðsjón
af reynslunni hvað við kunni að
taka að loknu verkfalli BSRB.
Pólitískar sviptingar og verð-
bólguátök með nokkurra ára
hléum segja þó ekki alla sög-
una. Hvorki stjói nmálamenn,
verkalýðsforingjai né launþeg-
ar geta gengið fra n hjáþví a$
verðbólgan stuðlar að misrétti,
spillir stöðu þeirra sem minnst
mega sín meira en hinna sem
eiga enn nokkuð undir sér. Þá
er sá reginmunur á aðstöðunni
nú og 1977 að þá bundu menn
nokkrar vonir við vöxt þjóðar-
framleiðslunnar eftir að full
yfirráð hlutust yfir 200 sjó-
mílna lögsögunni í árslok 1976.
Nú blasir hins vegar við stöðv-
un í sjávarútvegi og minni fisk-
gengd en um langt árabil. Þá
hefur 5 ára stöðvunarstefna
Alþýðubandalagsins í stóriðju-
málum síst orðið til að auka
þjóðarframleiðsluna.
Hvað svo sem um verður
samið að lokum, lendir skriðan
af samningunum fyrst á
stjórnmálamönnunum í deilum
um hverjum þetta sé allt að
„kenna", síðan fer hún hægt og
sígandi að hafa áhrif á stöðu
fyrirtækja og verðlag og loks
leggst hún af fullum þunga
ofan á þann sem er jafn bjarg-
arlaus og áður, launþegann, og
þá helst þann sem lökust hafði
kjörin áður en heljarstökkið
hófst.
Sterk
staða Vöku
jr
Ikosningunum meðal há-
skólastúdenta um fundar-
efni 1. desember næstkomandi
var enn mjótt á munum milli
félaga vinstri manna annars
vegar og Vöku félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta hins vegar. í
fyrra vann Vaka kosningarnar
með tveggja atkvæða mun. Að
þessu sinni hiutu vinstri menn
51,3% atkvæða en Vaka 44,7%.
Þátttaka í kosningunum nú
var mun meiri en áður eða
29,5%. Er gleðilegt að stúdent-
ar sýni þessum þætti í háskóla-
lífinu meiri athygli en áður. í
verkfalli BSRB var það ætlunin
að koma i veg fyrir kennslu í
háskólanum. Stúdentar beittu
sér gegn því og efndu meðal
annars til 500 manna fundar til
að mótmæla aðferðum verk-
fallsvarða BSRB. Einnig þá
sýndu háskólastúdentar í verki
meiri áhuga á sameiginlegum
hagsmunum en oft áður.
Vaka hefur haldið velli
lengst allra stjórnmálafélaga
stúdenta. Vinstra megin við
miðju eru félög alltaf að fæðast
og deyja. Stefna Vöku heldur
enn velli og félagar í Vöku hafa
enn einu sinni sannað að þeir
eru öflugasta stjórnfnálaaflið
meðal stúdenta við HáskólaHs-
lands. 5 "
Einvarður Hallvarðsson:
„Styrkur SÍB að hafa alltaf
verið sjálfstætt og ópólitískt"
SAMBAND íslenskra bankamanna
var stofnað 30. janúar 1935 af
starfsmannafélögum Landsbankans
og Útvegsbankans. Fyrsti formaður
þess var Haraldur Johannessen.
Þegar sambandið var 40 ára var
þess minnst meðal annars með há-
tíðarsamkomu að Kjarvalsstöðum,
en þangað sóttu um 2000 manns. Á
þeirri samkomu var komið fyrir
sögusýningu sem sýndi ýmislegt
frá 40 ára starfsemi sambandsins.
Einnig var ákveðið að gefa út af-
mælisrit sem Einvarður Hall-
varðsson tók saman og kom það út
á síðastliðnu ári.
Blm. Mbl. hitti Einvarð að máli
og spjallaði við hann um bókina.
Einvarður Hallvarðsson var
starfsmaður í Landsbankanum
um langt skeið, en formaður sam-
bandsins var hann nokkrum sinn-
um. Einvarður þekkir því sögu
sambandsins betur en flestir aðr-
ir.
„í afmælisritinu er lauslega
greint frá upphafi og þróun
bankastarfsemi hér á landi, sem
hófst með stofnun Landsbanka Is-
lands, sem hóf starfsemi sína
1886. Einnig er gerð sérstaklega
grein fyrir upphafi og þróun sam-
taka bankastarfsmanna á íslandi,
llaraldur Johannessen, fyrsti for-
maður SÍB.
sem hófst með stofnun Félags
starfsmanna Landsbanka íslands,
7. mars, 1928. Fyrsti formaður
þess var Hilmar Stefánsson.
Samkvæmt 2. grein sambands-
laganna var tilgangur þess að
vinna að skipulegri félagsstarf-
Einvarður Hallvarðsson
semi íslenskra bankamanna og
gæta hagsmuna þeirra í hvívetna
og hafa á hendi forystu fyrir þeim
út á við í þeim málum, sem snerta
störf og kjör sambandsfélaga al-
mennt.
Þessu hlutverki hefur samband-
ið ávallt gegnt síðan.“
Samband bankamanna hefur líka
gefið út sérstakt blað?
„Eitt af því fyrsta sem sam-
bandsstjórnin ákvað var að gefa
út blað til þess að geta náð til sem
flestra. Þetta blað hlaut nafnið
Bankablaðið og kom fyrst út 1935,
og hefur komið út síðan.
I fyrsta blaðinu birti stjórnin
ávarp til sambandsfélaga sem birt
er í afmælisritinu, með áskorun
um að taka þátt í starfinu með að
senda blaðinu greinar. { ávarpinu
er sérstaklega tekið fram að
stjórnmál megi ekki ræða f blað-
inu. Hefur þeirri reglu verið fylgt
alltaf síðan, bæði í blaðinu og í
allri starfsemi sambandsins, að
gæta fullkomins hlutleysis í
stjórnmálum og hefur það reynst
farsælast.
Kjaramál bankamanna eru eins
og annarra stéttarsamtaka aðal-
mál sambandsins og hefur það náð
tiltölulega góðum árangri í þeim
efnum.“
Sambandið átti líka mikinn þátt í
stofnun Bankamannaskólans, er það
ekki?
„Bankamannaskólinn hóf starf
haustið 1959, og er hann rekinn af
bönkunum og stjórnað af skóla-
nefnd, sem SÍB á fulltrúa í og
skólastjóra.
Rekstur skólans hefur gengið
mjög vel og góður árangur orðið af
starfsemi hans, tækniþróunin hef-
ur verið svo ör undanfarið að mjög
brýn þörf hefur verið fyrir slíkan
skóla. Þegar ég byrjaði í Lands-
bankanum var allt handskrifað en
vélar komu fyrst í sparisjóðinn
1934, núna er flest orðið tölvuvætt.
Sambandið hefur líka tekið þátt
i samstarfi norrænna banka-
manna frá því á árinu 1937, og
árið 1953 var stofnað Norræna
bankamannasambandið — NBU,
og hefur það starfað með góðum
árangri.
Það sem ég held að hafi alltaf
skipt mestu máli varðandi sam-
bandið var að það var ópólitískt.
Það hefur alltaf verið sjálfstætt
félag. Það kom til greina að ganga
í ASÍ eða BSRB, en það var fellt.
Ég held að árangur hafi verið mun
betri einmitt af því að það hefur
alltaf verið sjálfstætt og ópóli-
tískt.
Samband íslenskra banka-
manna hefur unnið gott starf fyrir
þjóðfélagið sem heild, með því að
efla bankamenn að hæfni í þjóð-
nýtu starfi og bæta kjör þeirra.“
Bréf biskups íslands í til-
efni þakkargjörðardags
kirkjunnar á sunnudaginn
BISKUP (slands, berra Pétur Sigur-
geirsson, hefur sent öllum sóknarprest-
um bréf um þakkargjörðardag kirkj-
unnar, sem verður nk. sunnudag, 28.
október. Vegna verkfalls póstmanna
befur bréfið ekki borist sóknarprestum
og hefur Morgunblaðið verið beðið að
birta bréfið í beild sinni.
Tvennt er það, sem ég þarf að taka
fram varðandi messugjörðir sunnu-
daginn 28. okt. (1. sunnudag I vetri),
en þá er ákveðinn:
1) Þakkargjörðardagur kirkjunnar.
ösk um slíkan dag kom fram I til-
lögu prestastefnunnar á Hólum i
Hjaltadal 1981. — Þá var svohljóð-
andi samþykkt gerð á kirkjuþingi
1982: Kirkjuþing ályktar, að fram
fari árlega sérstakur þakkargjörð-
ardagur í kirkjum landsins, „Drottni
til dýðrar fyrir allar gjafir hans“.
Að liðnu sumri og f byrjun vetrar
ætti það að vera efst í huga fslensku
þjóðarinnar að þakka Drottni ávöxt
jarðargróða, auðævi hafsins og allan
kærleik hans. — Þakkarefnin eru
mörg. Guð hefir f mildi sinni og
gæsku vakað yfir ættjörðinni á lið-
inni tíð. Enn sem fyrr minnir vetr-
arkoman okkur á að fela Guði „það
allt, er áttu f vonum“. Þegar við
hugleiðum vernd Guðs og hvernig
við gátum treyst hjálp hans, látum
við þá reynslu hvetja okkur til að
hafa orð postulans að leiðarljósi:
„Verið ekki hugsjúkir um neitt, held-
ur gjörið f öllum hlutum óskir yðar
kunnar Guði með bæn og beiðni og
þakkargjörð." (Fil. 4:6.)
2. Minningardagur séra Hallgríms
Péturssonar. Þann 27. okt. nk., er 310.
ártfð passíusálmaskáldsins. — Dags-
ins verður að venju minnst í Hall-
grímskirkju á Skólavörðuhæð. —
Þess er nú vænst, að sr. Hallgríms
og verka hans verði minnst almennt
í kirkjum landsins umræddan þakk-
argjörðardag. Skáldpresturinn mikli
frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og
sálmar hans eru stöðugt þakkar- og
lofgerðarefni íslensku kirkjunnar og
þessi helgidagur er kjörinn til þess
að bera fram þakkargjörð fyrir þá
náöargjöf. — Eg minni á samþykkt
kirkjuþings 1978 varðandi þetta mál:
„Kirkjuþing ályktar, að séra Hall-
gríms Péturssonar verði árlega
minnst með guðsþjónustum á dán-
ardegi hans 27. okt., eða sem næst
þeim degi. Tilgangur Hallgríms-
minningar er sá, að glæða með þjóð-
inni áhuga á verkum séra Hall-
gríms.“ Verði mönnum þá gefinn
kostur á að leggja fram einhvern
skerf til þeirra framkvæmda er
heiðra megi minningu hans. —
Nú stendur yfir lokaáfangi í bygg-
ingu Hallgrimskirkju á Skólavörðu-
hæð og er ráðgert að ljúka við smfði
kirkjunnar á næstu tveimur árum.
— Verið er að undirbúa koparlögn á
þak kirkjuskipsins og reiknað með
þvf að þakvinnu ljúki fyrir desember
og að lokið verið við að steypa hvelf-
ingar fyrir áramót. Þessi fagri og
tilkomumikli þjóðarhelgidómur til
minningar um Hallgrím er f mikilli
þörf fyrir stuðning landsmanna svo
að hægt verði að ljúka framkvæmd-
um 1986. Óska ég þess, að tekið verði
á móti gjöfum í kirkjum landsins til
byggingar Hallgrfmskirkju f
Reykjavík, við guðsþjónustu á þess-
um minningar- og þakkargjörðar-
degi.
Þar sem svo hagar til, að söfnuður
er í sömu byggingarframkvæmdum
við að reisa sína eigin kirkju, vil ég
taka það fram, að helmingur upp-
hæðar, er safnast, renni til þeirrar
Iprkjusmiði. — ■
Pétur Sigurgeirsson
i
Lögreglumenn í mótmœlagöngu
Lögregluþjónar úr Reykjavfk
og fulltrúar lögregluþjóna víðar
af landinu efndu til mótmælaað-
gerða hinn 5. október sl. Var
þetta á öðrum degi verkfalls
opinberra starfsmanna, og
gengu fulltrúar lögreglumanna á
fund dómsmálaráðherra þar sem
þeir báru fram mótmæli vegna
launakjara sinna.
Bifhjól og nokkrir lögreglubfl-
ar, með einkennisklæddum lög-
reglumönnum fóru fyrir göng-
unni, en þeir lögreglumenn sem
þátt tóku í henni voru flestir
óeinkennisklæddir. Engin eftir-
mál hafa orðið vegna þessa at-
burðar, sem er fáheyrður og hef-
ur reyndar vakið athygli út fyrir
landsteinana.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Frá Hong Kong-eyju og sér yfir til Kowloon og Nýju landsvæðanna.
Framtíð Hong Kong er óviss
hvað sem „samningum“ líður
NÚ þegar svokallaður samningur Breta og Kínverja um framtið Hong
Kong hefur verið gerður, þar sem kveðið er á um að Kínverjar heita því
að Hong Kong fái að halda óbreyttu skipulagi í hálfa öld eftir árið 1997,
þegar samningurinn um yfirráð Breta rennur út, er þó eitt sem stingur í
augu: hvers vegna aldrei hefur verið leitað eftir að kanna, hver sé vilji 5,5
milljóna íbúa Hong Kong varðandi framtíðarskipan mála.
Bæði Bretar og Kínverjar
hafa lýst „samkomulaginu"
sem merkum áfanga i alþjóða-
samskiptum. { sem allra styztu
máli er gert ráð fyrir að sérstök
héraðsstjórn kjörin af íbúum
Hong Kong, fari með stjórn
svæðisins, Hong Kong hafi sitt
eigið lögreglulið og réttarkerfið
verði byggt á því hinu brezka.
Ritfrelsi verði í heiðri haft og i
hvívetna verði virt almenn
mannréttindi. Hong Kong verði
áfram frihöfn og fjármagn megi
streyma inn og út óhindrað. Auk
þess sem áður er nefnt að ekki
verði blakað við „hinu kapital-
iska efnahagskerfi" Hong Kong í
hálfa öld eftir 1997. Hong Kong-
dollarinn verður áfram í fullu
gildi og hin væntanlega héraðs-
stjórn mun hafa umboð til að
gera viðskiptasamninga við önn-
ur lönd og skuldbindandi samn-
inga. Utanríkismál og varnar-
mál verða hins vegar í höndum
Kínverja, sem munu fá leyfi til
að hafa herlið á svæðinu.
Ákaflega blendnar tilfinn-
ingar virðast hins vegar meðal
íbúanna um þennan samning og
almennt um framtíð Hong Kong.
Þegar ég var i Hong Kong
nokkra daga í fyrra mánuði var
samningurinn í burðarliðnum og
innihald hans lá nokkurn veginn
ljóst fyrir. Þó að ýmsir drægju
andann léttar yfir þessum aðlög-
unartima, voru hinir þó fleiri
sem létu í ljós gremju sakir þess
að aldrei hafði verið leitað eftir
að kanna hug Hong Kong-búa
sjálfra, og einnig bar á kvíða
meðal manna um að Kínverjar
myndu ekki standa við það að
láta Hong Kong eftir jafn mikið
frelsi og gert er ráð fyrir í samn-
ingnum. Menn rifjuðu upp í sam-
tölum við mig að Kínverjar hafa
farið allmargar veltur í innan-
ríkismálum, utanríkismálum og
svo sem eiginlega öllum málum,
á þessum 35 árum síðan komm-
únistar komust til valda í Kína.
Á það skal og minnt að um 95
prósent íbúa Hong Kong er fólk
af kínversku bergi brotið og
i fjöldi flóttamanna sem leitaði
þangað eftir valdatöku kommún-
ista. Þetta fólk, sem skiptir
milljónum, hugsar ekki beinlínis
til þess með fögnuði að eftir
þrettán ár, eigi íbúar Hong Kong
i reynd allt sitt undir þeim hin-
um sömu og frá var flúið og
margir voru þeir, sem sögðust
ekki hafa nokkra trú á að stjórn-
in í Peking myndi virða samn-
ingana, nema að því leyti sem
það hentaði hugsjónastefnunni
sem þar væri fylgt, hverju sinni.
Kona nokkur, Elisa Cheng, sem
ég ræddi við og er deildarstjóri í
stóru byggingarfyrirtæki sagði,
að foreldrar sínir hefðu flúið frá
Kína fyrir þremur áratugum.
Hún sagði, að þeim yrði nú tíð-
rætt um að þau væru fegin að
þurfa líklega ekki að lifa það að
„komast undir járnhæl“ komm-
únista eins og hún orðaði það.
Hún taldi þetta útbreidda skoð-
un. Undir hana tóku ýmsir aðrir
sem ég hitti m.a. úr hópi blaða-
manna sem sögðu að merkjan-
legur ótti meðal þorra alþýðu-
fólks hefði aukizt og sá samning-
ur sem gerður yrði — og gerður
var heyrinkunnur — nokkrum
dögum síðar yrði ekki til að sefa
íbúana að neinu marki.
Nú er ekki svo að skilja að
Kínverjar í Hong Kong hafi
óskipt dálæti á Bretum og stjórn
þeirra. Fjarri því. Það er almenn
skoðun að Bretar hafi alla tíð
notað þá til að efla sinn eigin
hag og haldið vinnulaunum niðri
vegna þess hve mikið framboð er
á vinnuafli og mikil mannfjölg-
un hefur enn aukið á það. Hins
vegar eru Kínverjar, eins og aðr-
ir Austurlandabúar, ekki að
flíka þessum skoðunum sínum.
En ýmsar áleitnar sögur eru á
kreiki um óeðlilegan gróða Breta
af Hong Kong og að hagnaður
þaðan hafi jafnvel lent i hirzlum
Elisabetar Bretadrottningar.
Bretar hafa á hinn bóginn látið í
veðri vaka að um það megi deila
hvort Hong Kong sé þeim ávinn-
ingur eða baggi. Vegna þess hve
ódýrar iðnaðar- og vefnaðarvör-
ur eru framleiddar i Hong Kong
i meðal annars. Ep þær yfirlýs-
I—i—:-------------------------
Þeir gengu frá samningnum um
framtíð Hong Kong næstu 63 árin
Howe utanríkisráðberra Breta og
Wu Xuequian.
ingar Breta um að Hong Kong
hafi verið baggi á Bretum eru
sannast að segja ekki trúverðug-
ar, þegar málið er athugað.
Vegna þeirrar óvissu sem ríkir
um Hong Kong, hvað svo sem
öllum samningum líður, hefur
dregið töluvert úr fjármagns-
streymi þangað allra síðustu ár-
in. Samdráttur í framleiðslu hef-
ur orðið nokkur, en hefur þó rétt
sig að einhverju leyti við aftur.
Segja má að frá því að Bretar og
Kínverjar tóku að ræða hvernig
málum svæðisins skyldi skipað
eftir 1997, hafi ekki verið sýnd
full hreinskilni fyrr en ef til vill
nú. Hong Kong-búar eru heldur
ekki þeir einu sem lita til fram-
tíðarinnar með nokkrum beyg.
Eftir yfirlýsingar Kínverja um
að röðin komi einnig að örsmáu
nýlendunni Maccau sem er öll á
meginlandi Kína, svo og Taiwan,
hefur mikil ókyrrð gripið um sig
og sumir eru þeir sem spá mikl-
um fólksflutningum frá þessum
stöðum á næstu áratugum. Um
þetta og fleiri þætti málsins
mætti velta vöngum.
Hrimildir: liong KonS 1997 rflir Darid
Bonavia. Far Kaatera Kroaomic Rrvirw ofl.)
Jóbaai
(4/en d
na Kristjónadóttir er blm. í
•ndri fréttMdeUd Mbl.