Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 37 Coopers & Lybrand um ársreikning ÍSAL 1983: Of hátt verð á súráli en of lágt verð á áli ‘ — mismunurinn um 300 millj. króna SAMKVÆMT niðurstöðu breska endurskoðunarfyrirtKkisins, Coop- ers & Lybrand á irsreikningum ÍSAL 1983, var verð á aðföngum tii álverksmiðjunnar of hátt og sölu- verð á framleiðsluvörum of lágt. Telja endurskoðendurnir mismun- inn nema samtals 9,6 milljónum Starfsheiti kennara lögverndað Menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp innan skamms til laga um lögverndun á starfsheiti kennara. Þetta kom fram í máli Ragnhildar Helga- dóttur, menntamálaráðherra, þeg- ar hún svaraði fyrirspurn Guð- rúnar Agnarsdóttur, þingmanns Kvennalistans, þessa efnis. Þá er einnig unnið að gerð frumvarps á vegum menntamálaráðuneytisins um breytingar á lögum um grunnskóla, en að sögn Ragnhild- ar Helgadóttur er ekki um grundvallarbreytingar að ræða heldur aðeins verið að sníða van- kanta gildandi laga. Bandaríkjadollurum eða um 300 milljónum íslenskra króna. Þessar upplýsingar komu fram á Alþingi í gær í svari Sverris Hermannssonar, iðnaðarráðherra, við fyrirspurn Hjörleifs Gutt- ormssonar, þingmanns Alþýðu- bandalagsins, um endurskoðun á ársreikningum ÍSAL 1983. Sölu- verð frá ÍSAL á seinasta ári átti, að áliti Coopers & Lybrand, með réttu að vera 36 dollurum hærra á hvert áltonn, en Alusuisse greiddi, eða samtals 3 milljónum dollara hærrá. Þá greiddi ÍSAL 10 dollur- um meira fyrir hvert tonn af súr- áli frá Alusuisse en Coopers & Lybrand telja rétt, eða samtals 1,8 milljónum dollara hærra verð. Breska endurskoðunarfyrirtæk- ið gerði að auki sömu athuga- semdir við afskriftir ársins 1983 og árin á undan, þ.e. afskrift gengistaps og af hreinsibúnaði. Engar athugasemdir voru gerðar við rafskautaverð. Ofangreindar leiðréttingar hefðu ekki haft áhrif á skatt- greiðslu ÍSAL að sögn iðnaðarráð- herra, þar sem heildartap verk- smiðjunnar 1983 var 11,5 milljónir dollara. Hefur tekið á móti 8.200 tonnum af loðnu Akureyri, 23. okióber. Síldarverksmiðjan í Krossanesi hefur nú tekið á móti alls um 8.200 tonnum af loðnu frá því að vertíð- in hófst, 3. október. Alls hafa 17 skip landað þessum afla hjá verk- smiðjunni og er nú unnið á vökt- um allan sólarhringinn við bræðslu og afkastar verksmiðjan um 400 tonnum á sólarhring. Alls vinna 16 manns við bræðsluna. Eftir daginn í dag verður ekki tek- ið á móti meiri loðnu í bili, enda er nú í þróm verksmiðjunnar hráefni til um viku vinnu. Þessi mynd var tekin í Krossa- nesi í dag, þegar verið var að landa loðnu úr Albert. GBerg Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráös. Framkvæmda- stjóraskipti hjá Náttúru- verndarráði JÓN Gauti Jónsson, sem gegnt hef- ur stöóu framkvæmdastjóra Nátt- úruverndarráðs síðastliðin þrjú ár, hefur verið veitt eins árs launalaust leyfi frá störfum. Á fundi Náttúru- verndarráðs var ákveðið að ráða Gísla Gíslason, jarðfræðing, fram- kvæmdastjóra ráðsins frá 1. sept- ember til jafnlengdar á næsta ári. Gísli var einn fimm umsækjenda um stöðuna. Gísli Gíslason lauk B.S.-prófi í jarðfræði frá Háskóla íslands árið 1982. Sumarið 1978 var hann ráð- inn landvörður á vegum Náttúru- verndarráðs og gegndi hann því starfi í þrjú sumur. Haustið 1980 hóf Gísli störf á skrifstofu Nátt- úruverndarráðs og hefur unnið þar síðan. Meginverkefni hans hafa verið á sviði eftirlits með mannvirkjagerð og umsjón með náttúruminjaskráningu. vaxtareikningur NÝR INNIÁNS REIKNINGUR ÁNBINDINGfiR 2712% til 2758% ARSAVÖXTUN Kynntu þér Hávaxtareíkníngínn betrí kjör bjóðast varla Samvínnubankínn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.