Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
37
Coopers & Lybrand um ársreikning ÍSAL 1983:
Of hátt verð á súráli
en of lágt verð á áli ‘
— mismunurinn um 300 millj. króna
SAMKVÆMT niðurstöðu breska
endurskoðunarfyrirtKkisins, Coop-
ers & Lybrand á irsreikningum
ÍSAL 1983, var verð á aðföngum tii
álverksmiðjunnar of hátt og sölu-
verð á framleiðsluvörum of lágt.
Telja endurskoðendurnir mismun-
inn nema samtals 9,6 milljónum
Starfsheiti
kennara
lögverndað
Menntamálaráðherra hyggst
leggja fram frumvarp innan
skamms til laga um lögverndun á
starfsheiti kennara. Þetta kom
fram í máli Ragnhildar Helga-
dóttur, menntamálaráðherra, þeg-
ar hún svaraði fyrirspurn Guð-
rúnar Agnarsdóttur, þingmanns
Kvennalistans, þessa efnis. Þá er
einnig unnið að gerð frumvarps á
vegum menntamálaráðuneytisins
um breytingar á lögum um
grunnskóla, en að sögn Ragnhild-
ar Helgadóttur er ekki um
grundvallarbreytingar að ræða
heldur aðeins verið að sníða van-
kanta gildandi laga.
Bandaríkjadollurum eða um 300
milljónum íslenskra króna.
Þessar upplýsingar komu fram
á Alþingi í gær í svari Sverris
Hermannssonar, iðnaðarráðherra,
við fyrirspurn Hjörleifs Gutt-
ormssonar, þingmanns Alþýðu-
bandalagsins, um endurskoðun á
ársreikningum ÍSAL 1983. Sölu-
verð frá ÍSAL á seinasta ári átti,
að áliti Coopers & Lybrand, með
réttu að vera 36 dollurum hærra á
hvert áltonn, en Alusuisse greiddi,
eða samtals 3 milljónum dollara
hærrá. Þá greiddi ÍSAL 10 dollur-
um meira fyrir hvert tonn af súr-
áli frá Alusuisse en Coopers &
Lybrand telja rétt, eða samtals 1,8
milljónum dollara hærra verð.
Breska endurskoðunarfyrirtæk-
ið gerði að auki sömu athuga-
semdir við afskriftir ársins 1983
og árin á undan, þ.e. afskrift
gengistaps og af hreinsibúnaði.
Engar athugasemdir voru gerðar
við rafskautaverð.
Ofangreindar leiðréttingar
hefðu ekki haft áhrif á skatt-
greiðslu ÍSAL að sögn iðnaðarráð-
herra, þar sem heildartap verk-
smiðjunnar 1983 var 11,5 milljónir
dollara.
Hefur tekið á móti
8.200 tonnum af loðnu
Akureyri, 23. okióber.
Síldarverksmiðjan í Krossanesi
hefur nú tekið á móti alls um 8.200
tonnum af loðnu frá því að vertíð-
in hófst, 3. október. Alls hafa 17
skip landað þessum afla hjá verk-
smiðjunni og er nú unnið á vökt-
um allan sólarhringinn við
bræðslu og afkastar verksmiðjan
um 400 tonnum á sólarhring. Alls
vinna 16 manns við bræðsluna.
Eftir daginn í dag verður ekki tek-
ið á móti meiri loðnu í bili, enda er
nú í þróm verksmiðjunnar hráefni
til um viku vinnu.
Þessi mynd var tekin í Krossa-
nesi í dag, þegar verið var að
landa loðnu úr Albert.
GBerg
Gísli Gíslason, framkvæmdastjóri
Náttúruverndarráös.
Framkvæmda-
stjóraskipti
hjá Náttúru-
verndarráði
JÓN Gauti Jónsson, sem gegnt hef-
ur stöóu framkvæmdastjóra Nátt-
úruverndarráðs síðastliðin þrjú ár,
hefur verið veitt eins árs launalaust
leyfi frá störfum. Á fundi Náttúru-
verndarráðs var ákveðið að ráða
Gísla Gíslason, jarðfræðing, fram-
kvæmdastjóra ráðsins frá 1. sept-
ember til jafnlengdar á næsta ári.
Gísli var einn fimm umsækjenda um
stöðuna.
Gísli Gíslason lauk B.S.-prófi í
jarðfræði frá Háskóla íslands árið
1982. Sumarið 1978 var hann ráð-
inn landvörður á vegum Náttúru-
verndarráðs og gegndi hann því
starfi í þrjú sumur. Haustið 1980
hóf Gísli störf á skrifstofu Nátt-
úruverndarráðs og hefur unnið
þar síðan. Meginverkefni hans
hafa verið á sviði eftirlits með
mannvirkjagerð og umsjón með
náttúruminjaskráningu.
vaxtareikningur
NÝR
INNIÁNS
REIKNINGUR
ÁNBINDINGfiR
2712% til 2758%
ARSAVÖXTUN
Kynntu þér Hávaxtareíkníngínn
betrí kjör bjóðast varla
Samvínnubankínn