Morgunblaðið - 24.10.1984, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984
Kaupmannahöfn:
Rausnarleg gjöf
til Jónssafns
Jóubási, 10. seft
GÍSLI Sigurbjðrnsson, forstjóri Elii-
heimilisins Grundar, og kona hans
Helga Björnsdóttir komu hingaó í dag
fsrandi hendi. Höfðu þau meðferðis
nýju útgífuna á Guðbrandsbiblíu og
er hún gjöf Ellibeimilisins Grundar til
safns Jóns Sigurðssonar til minningar
um hjónin Carl og Johanne Sæmund-
sen.
Carl Sæmundsen stórkaupmaður
og kona hans gáfu Alþingi íslend-
inga húsið hér við öster Voldgötu 12
eins og kunnugt er og var gjöfin af-
hent 17. júní 1966 í minningu Jóns
forseta. Carl Sæmundsen var af ís-
lenzku bergi brotinn, mikill at-
hafna- og framkvæmdamaður. Var
Gísli Sigurbjörnsson vel kunnugur
honum og fjölskyldu hans og vill nú
heiðra minningu hans og þeirra
hjónanna með hinni góðu gjöf.
Það eintak þessarar ljósprentun-
ar Guðbrandsbiblíu, sem nú prýðir
safnið, mun vera hið fyrsta, sem
sent er frá íslandi, og er vel að þess-
ari miklu bók skuli valinn staður á
einum hinum íslenzkasta bletti á
erlendri grund. Ljósprentun Guð-
brandsbiblíu frá 1957 er orðin tor-
gæt og hin önnur ljósprentun nú á
400 ára afmæli frumútgáfunnar á
Hólum i Hjaltadal hinn bezti fengur
í Islands Kulturhus eins og hér heit-
ir á dönsku.
F.h. formanns stjórnar Húss Jóns
Sigurðssonar, sendiherra íslands í
Dnmörku, skulu bornar fram fyllstu
þakkir fyrir hina virðulegu og vel
þegnu gjöf. G.L.Ásg.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum:
44.800 manns fóru um
aðalhliðið á 16 dögum
Jón Arnarr forstöðumaður t.v. og Eyjólfur Pálsson stjórnarformaður íslensks
húsbúnaðar hf.
Morgunblaðið/Emilla.
Séð yfir hluia af nýja sýningarsalnum á Langholtsvegi 111.
Nýr 600 fm sýningarsalur Islensks húsbúnaðar hf:
Sérstök vöruvals-
nefnd velur hús-
búnað til
NÝTT fyrirtæki, íslenskur húsbún-
aður hf., opnaði fyrir nokkru 600 fer-
metra sýningarsal að Langholtsvegi
111 í Reykjavík. f salnum verða
opnar sýningar á íslenskum húsbún-
aði frá 10 húsbúnaðarfyrirtækjum
sem að þessu nýja fyrirtæki standa.
Fyrirtækin eru Álafoss, Axis,
Epal, Gamla kompaníið, Hús-
gagnaiðja Kaupfélags Rangæinga,
Iðnaðardeild Sambandsins,
Málmsteypa Ámunda Sigurðsson-
ar, Stálhúsgagnagerð Steinars,
Topphúsgögn (Smíðastofa Eyjólfs
Eðvaldssonar) og Trésmiðjan Víð-
ir. Möguleiki er á að seinna geti
bæst við fleiri fyrirtæki, jafnvel
þó þau verði ekki eignaraðilar að
fyrirtækinu.
Fyrirtækið var stofnað í apríl sl.
og að sögn forsvarsmanna þess
mun það sjá um kynningu á ís-
lenskum húsbúnaði. Fyrst i stað
mun fyrirtækið eingöngu kynna
vörur á íslenskum markaði, hvað
sem síðar verður.
Allir hlutir sem sýndir verða í
salnum þurfa að uppfylla ströng
skilyrði um góða hönnun og gott
handbragð. Reglulega verður skipt
um hluti í sýningarsalnum og eru
sýningar
þeir valdir af sérstakri vöruvals-
nefnd, sem skipuð er tveimur
hönnuðum og einum markaðssér-
fræðingi. Um verður að ræða
áklæði, gluggatjöld, gólfteppi,
lampa og húsgögn í borðstofu, for-
stofu, svefnherbergi, barnaherb-
ergi og fyrir sjúkrahús, skrifstof-
ur og skóla.
Eyjólfur Pálsson er stjórnarfor-
maður íslensks húsbúnaðar hf., en
forstöðumaður er Jón Arnarr, inn-
anhúss- og húsgagnaarkitekt. Jón
sagði m.a. að það sem hafi staðið
framleiðslu á islenskum húsbún-
aði fyrir þrifum væri það að oft
vantaði herslumuninn á að hönn-
un og frágangur á vörum af þessu
tagi væri nógu góður.
Við opnun sýningarinnar sagði
Eyjólfur Pálsson m.a.: „Það er ein-
læg von íslensks húsbúnaðar hf.
að þær sýningar sem hér verða
haldnar á íslenskri framleiðslu,
opni augu manna fyrir þeim miklu
framförum, sem orðið hafa í þess-
ari iðngrein að undanförnu. Einn-
ig er það von okkar, að tilvist
þessa sýningarsalar megi verða til
þess að hvetja innlenda framleið-
endur til enn betri hönnunar og
framleiðslu."
UMFERÐ um Þjóðgarðinn á Þing-
völlum hefur verið svipuð í sumar og
undanfarin ár. Fyigst var með aðal-
hliði Þjóðgarðsins og er talið að um
44.800 manns hafi farið þar um á 16
dögum.
I fréttatilkynningu frá Þjóð-
garðsverði segir að tjaldsvæði og
hjólhýsastæði opnuð þriðjudaginn
12. júní, en tveimur mánuðum síð-
ar höfðu selzt u.þ.b. sextán hundr-
uð leyfi vegna tjalda og annarra
sumardvalartækja. Mest er gist-
ing í Þjóðgarðinum um helgar, og
að meðaltali verður hér um að
ræða tvö hundruð tjöld í hver
vikulok.
Næturgestir í tjöldum og öðrum
sumardvalartækjum voru einkum
fjölskyldufólk. Umgengni var alla
jafna góð og óregla flestar helgar
lítil sem engin.
44.800 manns um aðal-
hlið á 16 dögum
Fylgzt hefur verið með umferð
um aðalhlið Þjóðgarðsins í sumar.
Talning leiðir í ljós að á laugar-
dögum og sunnudögum fara að
meðaltali fjórtán hundruð bifreið-
ar um hliðið dag hvern. Ef hafðar
eru í huga þær átta helgar, sem
hér eru gjörðar að umtalsefni,
verður fjöldi bifreiða u.þ.b. tutt-
ugu og tvö þúsund og fjögur
hundruð.
Sé gjört ráð fyrir, að í hverju
tjaldi dveljist tveir menn, en það
er varlega áætlað, verða nætur-
gestir í Þjóðgarðinum þrjú þúsund
og tvö hundruð á tveim mánuðum.
Ætla má, að hver bifreið flytji
a.m.k. tvo einstaklinga að meðal-
tali og sýnir talning þá, að um að-
alhlið Þjóðgarðsins fara eigi færri
en fjörutíu og fjögur þúsund og
átta hundruð einstaklingar á þeim
sextán dögum, sem hér eru til við-
miðunar hafðir. Rétt er að geta
þess, að að þessu sinni voru fólks-
flutningabílar (rútur) taldar með
sama hætti og einkabílar. Hlýtur
því tala þeirra, er um hliðið fara
þessa daga að verða nokkru hærri
en nú var til getið.
Göngusvæði, en ekki
útileguvöllur
Af ofangreindu verður ljóst, að
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum nýt-
ist mun betur sem dagvistarsvæði
en útileguvöllur. Kemur það ekki á
óvart og er vísast engin nýlunda:
Þjóðgarðurinn er i næsta ná-
grenni Reykjavíkur. „Þingvalla-
hringurinn" er hefðbundin dægra-
dvöl höfuðborgarbúa, og göngu-
ferðir um Þingvelli eru mönnum
tíðar. Með batnandi vegi yfir
Mosfellsheiði styttist ökuleiðin til
Þingvalla, og Þjóðgarðurinn verð-
ur í vaxandi mæli gönguleið
(„park") fólks af Faxaflóasvæðinu
og víðar að af landinu.
Umhverfisfræðsla sú, sem höfð
var í frammi á vegum Þjóðgarð-
sins í sumar, var tilraun til að
sinna þeirri þörf, sem þessi þróun
vitnar um. Gaf sú þjónusta all-
góða raun.
Aðrir hópar ferðamanna
Skylt er að benda á, að framanr-
itað ágrip tekur ekki til þess mikla
fjölda útlendinga, sem fer í stór-
um fólksflutningabifreiðum um
Þingvelli virka daga hásumarsins.
Drjúgur hluti erlendra ferða-
manna, sem til íslands koma yfir
sumarið, fer um Þjóðgarðinn í
fylgd leiðsögumanna hinna ýmsu
ferðaskrifstofa. Vilji menn reyna
að gjöra sér heildarmynd af um-
ferð um Þjóðgarðinn, verður að
bæta áætlaðri tölu þessara ein-
staklinga við það, sem að ofan
greinir.
Ofur varleg mun sú ágizkun, að
fjórar langleiðabifreiðir fari dag-
lega um völl að meðaltali, en
fimmtíu farþegar í hverri. Verða
slíkir ferðalangar þá eitt þúsund
Á dögunum efndi sólbaðsstofan
Sól og sæla, Hafnarstræti 7, til
kynningar á nýrri tegund sólbekkja
frá danska fyrirtækinu MA Solari-
um International.
Sólbekkirnir eru þeim kostum
búnir að ljósið frá perunum nær
að sóla allan kroppinn, og nýtist
því sú orka sem bekkirnir nota
mun betur, og líkaminn tekur lit á
skemmri tíma. Ætti fólk venju-
lega að verða brúnt eftir að hafa
farið í bekkinn i fimm skipti. John
Krog, framkvæmdastjóri MA Sol-
að tölu fimm virka daga vikunnar
eða átta þúsund þann tima, sem að
framan ræðir.
Einnig er þráfaldlega um að
ræða verulega umferð íslendinga
á einkabifreiðum og í ferða-
mannahópum þá fimm daga vik-
unnar, sem bifreiðir ekki voru
taldar í aðalhliði Þjóðgarðsins.
Þjóðgarðsvörður tók t.a.m. form-
lega á móti fjörutíu hópum, stór-
um og smáum, margnefndar átta
vikur, og urðu þær heimsóknir eigi
síður á virkum dögum en helgum.
Heildartölur í þessu yfirliti eru
því mjög hóflega áætlaðar.
Stangaveiði í
Þingvallavatni
Stangaveiði hefur að vanda ver-
ið stunduð í Þingvallavatni innan
Þjóðgarðsins sem annars staðar.
Á þeim tveimur mánuðum, sem
hér hafa verið gjörðir að umtals-
efni, seldust u.þ.b. fimm hundruð
veiðileyfi eða liðlega sextíu í hver
vikulok. Fengur var misjafn, eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum.
arium International, kom til
landsins á ddgunum til þess að
kynna hinn nýja sólbekk. Krog
sagði að fýrirtæki hans væri það
stærsta á markaðnum í dag og
ætti t.d. stærstu markaðshlutdeild
í Bandaríkjunum. Aðspurður um
aðra eiginleika bekkjanna sagði
Krog að í þeim væri sérstök loft-
ræsting sem hindraði það að lík-
aminn ofhitnaði. Þá væri bekkur-
inn búinn hljómtækjum svo að sá
sem liggur á honum getur unað
sér við Ijúfa tónlist.
John Krog skoðar einn hinna nýju sólbekkja.
Nýir sólarlampar
Fólk brúnt eftir 5 skipti