Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 24.10.1984, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÖBER 1984 Sjötugsafmæli: Björgvin Frederik- sen forstjóri Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Það var 22. september 1914 að karskur sveinn leit i fyrsta sinni dagsins ljós og vissi þá að sjálf- sögðu ekki frekar en aðrir sem eins er ástatt með hvert lífshlaup hans yrði á ókomnum árum. Hann var vatni ausinn og nefndur Hall- dór Björgvin, en hefur ætíð gengið undir hinu síðara nafni. Það verð- ur því rétt að teljast samkvæmt tímans tali að Björgvin Frederik- sen sé sjötíu ára. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Halldórs- dóttir af húnvetnskum bænda- stofni og Aage Martin Christian Frederiksen, danskur að ætt. Þeim hjónum varð sjö barna auðið og er Björgvin þriðji elstur þeirra systkina. Ekki mun hann hafa verið hár í lofti þegar hann fór að létta undir með heimilinu, kannski ekki stórt í fyrstu en margt smátt gerir eitt stórt, og tíminn leið í aldanna rás við leik og störf við hvaðeina sem til féll. Rétt er aðeins að nema staðar og líta um öxl hvernig umhorfs var í þjóðfélaginu og hverjir möguleikar ungra manna og kvenna voru til að afla sér mennt- unar og hasla sér völl til nýrra starfa á þeim árum sem Björgvin óx úr grasi. Þar má fara fljótt yfir sögu, f fáum orðum sagt þá var þjóðin frjáls í hugsun, stórhuga og setti markið hátt, enn í fjötrum efnahagslega. Allur fjöldi alþýðu- heimila varð að gæta ýtrustu hag- sýni og ráðdeildar húsbændanna, svo áfallalaust yrði. Það sem þyngst var á þessum árum fyrir heimilin var atvinnuleysið, þá var ekki hlaupið f ríkiskassann og sóttar atvinnuleysisbætur, barna- bætur og eða aðra framfærslu, styrki og hvað þeir nú allir heita sem samfélagið býður upp á í dag. Þá varð hver og einn að bjarga sér sjálfur, með öðrum orðum að duga eða drepast. Það var því meira um það að á þessum árum að einstaklingurinn yxi af sjálfum sér þ.e. að hæfileik- ar og manndómur væri í fyrir- rúmi. En hratt flýgur stund og snúum okkur að þeim farvegi sem afmælisbarnið skóp sér. Árið 1934 lauk Björgvin vélvirkjanámi frá Iðnskólanum í Reykjavík. Þaðan lá leið hans á vélfræðiskóla í Danmörku 1935—36. Þar fékk hann fræðslu um innviði og upp- setningu frystivéla. Prófverkefni frá skólanum var fólgið í því að teikna slíka vél ásamt vinnuteikn- ingum yfir hvern einstakan hlut hennar, og þessi þekking kom hon- um vel síðar á hafta og skömmt- unartímabilinu, þegar skortur var allsráðandi á varahlutum í flestar vélar, svo smíða þurfti æði oft ým- islegt í stað þeirra hluta sem bil- uðu. Er hinum hefðbundna skóla lauk fór hann i nokkurra mánaða verklega kynningu hjá vel þekktu fyrirtæki í Danmörku, Th. Sabroe. Þaðan fékk hann lofsamleg um- mæli og viðurkenningu fyrir þekk- ingu sína á frystivélum. Ég hef Íað fyrir satt að Björgvin sé fyrsti slendingurinn sem fékk full rétt- indi til smíði og uppsetningar á frystivélum hér á landi. Heim kominn frá námi 1937 stofnar hann sitt eigið fyrirtæki, Vél- smiðju Björgvins Frederiksens; þetta er á krepputímum og því lítil efni en því meiri stórhugur sem réð framvindunni. Þetta fyrirtæki rak hann í aldarfjórðung við góð- an orðstír og hafði 25—30 manns í vinnu þegar mest var umleikis hjá honum og útskrifaði 18 nemendur sem vélvirkja frá verkstæði sínu. Fljótlega eftir að Stóra-Bretland hertók ísland í síðari heimsstyrj- öldinni fór að örla fyrir nýjum tímum hjá okkur. Þó undarlega hljómi þá færði þetta eyðingarafl sem stríð er okkur íslendingum auð í bú, en að visu illu heilli einn- ig ýmsa aukakvilla, en það er önn- ur saga og hér út úr dúr. Einn þáttur í uppbyggingu atvinnulífs þjóðarinnar var frystihúsavæðing svo til um allt land. Þarna kom Björgvin og fyrirtæki hans mjög við sögu og setti víða um land upp vélar í ný hús og síðan tók hann að sér eftirlit og viðhald frystivélar á vegum SÍS og SH. Á þessum árum var erfitt um allar samgöngur til og frá landinu og því oft skortur á ýmsum nauð- synjavörum s.s. varahlutum í vél- ar eins og drepið var á hér að framan. Það reyndi því mjög á hæfni, getu og áreiðanleik að bregðast fljótt við, hvort heldur á nóttu eða degi ef frystivél bilaði í húsi sem var fullt af matvælum bæði sjávar- og landbúnaðarvör- um, mikil verðmæti voru í húfi. Og hann brást ekki trausti manna og fyrirtæki hans naut virðingar fyrir ábyggilegheit og góða þjón- ustu. Vinnusvæðið var stórt, dreift um nær allt landið, og ferðamát- inn á ýmsa vegu, í lofti, legi eða láði, og ekki ósjaldan að þáverandi þarfasti þjónn landsins væri far- kosturinn. Björgvin var heppinn með starfsmenn, sumir hverjir höfðu lært hjá honum svo hann þekkti kosti þeirra (og galla ef ein- hverjir voru), en það breytti því ekki að hann bar ábyrgðina á störfum þeirra og þurfti því æði oft að vera á ferðalögum, til að fylgjast með og gefa ráð. Á þessu tímaskeiði sem hér um ræðir voru örar breytingar á sviði frystitækni og fylgdist hann vel með þeim. Ár- ið 1943—44 fór hann til Banda- ríkjanna til að kynna sér það nýj- asta á þessu sviði. Það fór ekki hjá því eftir að Björgvin setti á stofn vélsmiðjuna og umsvifin jukust að hann átti oftar erindi út fyrir landsteinana bæði vegna kynninga og viðskipta- erinda, og það bar svo til að 1940 var hann staddur í Danmörku er Þjóðverjar hertóku landið og allar leiðir lokuðust til og frá landinu. Fjöldi íslendinga voru staddir í Danmörku, og horfði nú í tvísýnu fyrir þá að komast heim. Það varð frægt á sínum tíma þegar skipið „Frekjan" renndi inn á Reykjavík- urhöfn og með því voru sjö íslend- ingar, þeirra á meðal Björgvin Frederiksen. Þetta þótti í senn háskaferð, en ævintýri líkast hvernig þetta heppnaðist og er það heill kapítuli út af fyrir sig sem ekki verður rakinn hér, en aðeins á hann minnst, sem sýnishorn af mörgu sem á daga afmælisbarns- ins hefur drifið. Hér að framan hefur verið stikl- að á stóru um hin verklegu störf athafnamannsins Björgvins Frederiksen. Það gat ekki hjá því farið að jafn skoðunarfastur mað- ur sem hann var drægist inn í fé- lags- og þjóðmál, enda hlóðust á hann hin fjðlbreytilegustu félags- störf fyrir stétt sína sem yrði langur listi upp að telja. Til að nefna eitt af fjölda mörgum störf- um þá var hann forseti Landssam- bands iðnaðarmanna árunum 1952—’60 og ekki þykir mér ósennilegt að einhver úr þeirra röðum stingi niður penna og minnist þessara tímamóta Björg- vins. Þá var hann kosinn f borgar- stjórn Reykjavíkur af hálfu Sjálf- stæðisflokksins og átti sæti þar frá 1954—’62. Þar gegndi hann ýmsum störfum í nefndum og ráð- um sem yrði of langur listi upp að telja. öll þessi félagsmálastörf út- heimtu mikla vinnu, en lítið í aðra hönd, en langan vinnudag oft á tíðum, maðurinn var hraustur og vinnuþjarkur og lét það ekki á sig bíta þó hvlldin væri á stundum í styttra lagi. Ekki sleppti hann hendi við stjórn fyrirtækis síns, þó mikill tími færi i félagsstörfin því ein- hverju sinni barst mér það í eyru að ekki væru margir morgnar sem eigandinn væri ekki mættur í byrjun vinnudags á verkstæðið til eftirlits og stjórnunar. Það var eitt sinn haft eftir þekktum at- hafnamanni að tími væri peningar og það eru raunar bæði gömul og ný sannindi og þetta vissi Björg- vin ekki síður en hver annar. Meðan hann var vinnuveitandi og hafði mannaforráð þá beitti hann ekki harðstjórn heldur kom fram sem félagi og leiðbeinandi. Björgvin hafði sjálfstæðar skoð- anir og vildi skoða hvert mál frá grunni, hann var vel máli farinn og gat beitt orðsins brandi ef svo bar undir, en heiðarlegur í hví- vetna og í orðsins fyllstu merkingu var hann þéttur á velli og þéttur í lund, en tryggur vinur vina sinna. 25. mars 1939 er stórt spor stíg- ið í einkalífinu, þegar hann gengur að eiga unnustu sina, Hallfríði Björnsdóttur, tollvarðar í Reykja- vík, glæsilega konu í sjón og raun. Þau eignuðust fjögur börn sem öll eru hin mannvænlegustu, upp- komin og flogin úr hreiðri fyrir löngu. I öndverðu á sínum búskap- ar árum keyptu þau húsið Lindar- götu 50. Það var þá komið nokkuð til ára sinna og þurfti andlits- lyftingar með, enda fékk það hana ríkulega, því það var bæði stækk- að og fékk nýja herbergjaskipan auk ytri kápu til hlífðar. Á Horninu eins og Björgvin orðaði það stundum í gamansöm- um dúr, bjuggu þau sér hið feg- ursta heimili, þar sem vinir og kunningjar nutu gestrisni þeirra í ríkum mæli, þau voru hvort sem annað heim að sækja, hún prúð- mennskan, hæglætið og elskuleg í viðmóti, hann með glettni og gam- ansemi, kunni ógrynni af sögum um menn og málefni og fór vel með í frásögu. Á þeim árum sem umsvif Björg- vins voru hvað mest í félagsmál- unum, reyndi og einnig á húsmóð- urina að standa við hlið hans, og af löngum og góðum kynnum, þá dreg ég ekki í efa að þessi frænka mín hefur fyllt það sæti með mik- illi sæmd og átti þannig góðan þátt í því að Björgvin gat sinnt svo viðamiklum störfum sem hann gerði. Það eru rösk fjörutíu ár síðan leiðir okkar lágu saman með fjöl- skyldutengslum og var ég nokkuð tíður gestur á heimili þeirra hjóna og á þaðan margar góðar minn- ingar. Mér finnst við hæfi að ég noti tækifærið á þessum tímamót- um húsbóndans og beri fram þakkir til beggja hjónanna fyrir ánægjuleg kynni á liðinni tíð. En af því ég býst ekki við að klyngja glösum við afmælisbarnið þá lyfti ég glasi í huga og óska þér til hamingju með þennan aldurs- áfanga gamli félagi. Lifðu heill! Guðmundur Jóhannsson Góði vinur. Þó að vík sé milli vina, nú á heiðursdegi þínum, vil ég ekki láta ónotað tækifærið, sem þessi tíma- mót hafa að bjóða, og fara örfáum orðum um lífshlaup þitt, þó að frekar sé af vilja en mætti. Sér- lega mun verða staldrað við störf þín i þágu Landssambands iðnað- armanna. Björgvin er fæddur í Reykjavík 22. september 1914, sonur Aage Martin Christian Frederiksen, vélstjóra, sem fluttist hingað tl lands skömmu eftir aldamótin og kvæntist íslenskri konu, Margréti Halldórsdóttur, ættaðri úr Húna- þingi. Æskuárin voru lík æskuárum annarra barna á þessum tíma, sendlastörf og kúasmölun á sumr- Heimsmeistaraeinvígið í Moskvu: Tækifæri Kasparovs fór forgörðum Vegna verkfalls prentara hefur heimsmeistaraeinvígið í Moskvu á milli þeirra Karpovs og Kasparovs farið fyrir ofan garð og neðan hjá skákáhugamönnum. Frá og með deginum í dag verða skákirnar birtar eins fljótt og unnt er, en fyrstu skákirnar fimmtán sem tefldar voru raeðan verkfallið stóð jrfir verða að bíða betri tíma. Áskorandinn, hinn 21 árs gamli Gary Kasparov frá Bakú við Kasp- íahaf, hefur valdið skákunnendum mikhim vonbrigðum, því flestir bjuggust við æsispennandi einvígi. Önnur hefur hins vegar orðið raun- in, eftir aðeins níu skákir var heimsmeistarinn kominn með fjög- urra vinninga forskot. Síðan þá hefur áskorandinn heldur braggast og síðustu sjö skákunum hefur lokið með jafntefli. í 16. skákinni sem tefld var á mánudaginn komst Kasparov næst því að vinna skák, það sem af er einvíginu. Eftir mikil upp- skipti í byrjun fórnaði hann skiptamun í 23. leik og brutust þá út fagnaðarlæti I áhorfenda- salnum er áhangendur áskor- andans þóttust loks þekkja sinn mann. Dómararnir höstuðu á áhorfendurna og heimsmeistar- inn tefldi vörnina af ískaldri ró. 1 30. leik lék Kasparov síðan herfilega af sér, í stað þess að þvinga fram endatafl með peði yfir, glataði hann frumkvæðinu og í 37. leik þáði hann jafntefl- isboð Karpovs. „Þetta var hræðilegt fyrir Kasparov," sagði enski stór- meistarinn Raymond Keene, sem stefnir leynt og ljóst að því að verða næsti forseti FIDE. „Kasparov átti að geta unnið skákina. Hann tefldi af mikilli snilld en lenti síðan á villigöt- um,“ sagði Keene í viðtali við AP-fréttastofuna. 16. einvígisskákin: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. c4 - e6, 3. RÍ3 — b6, 4. g3 Kasparov virðist nú alveg hafa gefið hið gamla uppáhaldsaf- brigði sitt, 4. a3, upp á bátinn. 4. - Ba6, 5. b3 — Bb4+, 6. Bd2 — Be7, 7. Bg2 — c6, 8. Bc3 — d5, 9. Rbd2 — Bb7, 10. Re5 — 04), 11. e4 — Ra6, 12. 04) — c5, 13. exd5 — exd5 Karpov þekkir vel til þessa af- brigðis. Skákin Torre-Karpov, Tilburg 1982, tefldist nú þannig: 14. Rg4? — Dd7,15. Re5 — Dc8!, 16. Hel - dxc4, 17. Rdxc4 - Bxg2, 18. Kxg2 — cxd4, 19. Bxd4 — Hd8 með betri stöðu á svart. 14. Hel — cxd4, 15. Bxd4 — Rc5, 16. Rg4 — dxc4, 17. Rxc4 — Bxg2, 18. Kxg2 — Rxg4 Fram að þessum leik höfðu meistararnir fylgt skákinni Torre-Sokolov úr keppninni heimsliðið-Sovétríkin í sumar. Þar lék Sovétmeistarinn 18. — Re6 og fékk heldur lakara enda- tafl eftir 19. Bxf6 — Bxf6, 20. Dxd8 - Bxd8, 21. Hadl - Bc7, 22. Rge3, 19. Dxg4 - Bf6, 20. Hadl — Bxd4, 21. Hxd4 — Dc7, 22. Rd6 - Re6? Karpov hefur greinilega van- metið hið sterka svar áskorand- ans. 22. Had8 var betra þó svart- ur hafi ekki fyllilega náð að jafna taflið. T.d. 23. Rf5 — Re6, 24. Hxd8 - Hxd8, 25. Rh6+ - K£8, 26. Rxf7 og hvítur vinnur peð og eftir 23. — g6, 24. Hxd8 — Hxd8, 25. He7! - Dc6+, 26. Kgl er svartur einnig í vandræðum vegna hótunarinnar 27. Rh6+. w !!!| ■ra jf W l á i w^ww ' K w 'wi ■ ■ Ö §1 23. Hxe6! — h5 Karpov lék þessum leik sam- stundis og Kasparov fórnaði skiptamuninum. Heimsmeistar- inn átti ekki annarra kosta völ þar sem 23. — fxe6, 24. Dxe6+ — Kh8, 25. Hc4 var ekki glæsilegt. 24. De4 — fxe6, 25. Dxe6+ — Kh7, 26. Hd5 — g6, 27. Re4 — Had8, 28. Rg5+ — Kg7, 29. De4! Nú hótar hvítur að gaffla alla svörtu hirðina í einu með 30. Re6. 29. — Hfe8 Miklu sterkara var 30. re6+! — Hxe6, 31. Dd4+ (en auðvitað ekki 31. Dxe6? — Db7) því eftir 31. — Kh7, 32. Hxd8 - Dc6+, 33. Kh3 er svartur glataður. Bezta vörn- in er fólgin í að leika 31. — De5! en í hróksendataflinu sem þá kemur upp hefur hvltur mikla vinningsmöguleika: T.d. 32. Hxe5 - Hxd4, 33. Hxe6 - Kf7, 34. Hc6 — Hd7, 35. Kf3 og auk þess að vera peði undir er svartur án mótspils. 30. - Kg8, 31. Hxd8 - Hxd8, 32. Df6 — Hd6, 33. Df4 — Dc6+, 34. Kh3 — Dd7+, 35. Kg2 Svartur er að vísu enn þá skiptamun yfir fyrir peð, en kóngsstaða hans er það opin að Karpov hættir ekki á vinnings- tilraunir en þráskákar. 35. - Dc6+, 36. Kh3 - Dd7+, 37. Kg2. Jafntefli. Sautjánda einvígisskákin verður tefld í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.