Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 49

Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 in. Storfin voru þroskandi fyrir unglinga, snerting við atvinnulíf- ið, sem veitti innsýn í lifnaðar- hætti þjóðarinnar. Snemma voru Björgvin smíða- störf hugleikin og ákvað hann að reyna að komast að sem iðnnemi í vélsmiðju. Hann reyndi fyrir sér í Landssmiðjunni. Komst hann þar að og hóf iðnnám 1931. Hann lauk sveinsprófi 1935. Hélt hann síðan til Danmerkur og hóf nám í vél- fræðiskóla. Rekstur vélsmiðju ásamt meðferð og niðursetningu frystivéla og dieselvéla kynnti Björgvin sér einnig. Fljótlega eftir heimkomuna stofnsetti Björgvin eigin vél- smiðju í kjallara hússins á Lindargötu 50 hér í borg. Eignað- ist hann húsið allt síðar og hefur búið þar til þessa dags. Björgvin var í Danmörku, þegar landið var hertekið í síðustu styrj- öld og var einn þeirra, sem komu heim með Frekjunni, en það þótti frægðarför. Síðar fór Björgvin til Ameríku og kynnti sér meðferð kælitækja og frystivéla. Kunnugleiki hans varð til þess, að vélsmiðja hans óx og dafnaði og fékk mikil verkefni víða um landið við smíðar og niðursetningu véla í mörg frystihús. Var þar allt unnið af fyrirhyggju og kunnáttu og reyndist vel. Á ferðum Björgvins um landið vegna verkefna, sem hann tók að sér, fór ekki hjá því, að hann kynntist mörgum. Kom honum það að góðu haldi síðar í lífinu, þegar hann hafði tekið að sér forystu í iðnaðarmálum. Björgvin tók fljótlega þátt í fé- lagsmálum starfsstéttar sinnar, einkum í Meistarafélagi járniðn- aðarmanna. Varð hann formaður þess félags 1950, en hætti for- mennsku 1953. Margvíslegum trúnaðarstörfum gegndi hann fyrir félagið, varaformaður próf- nefndar í járniðnaði, fulltrúi í Iðnráði, og sem formaður félags- ins kom hann fyrst á Iðnþing Is- lendinga, hið 12. í röðinni, en það var haldið í Hafnarfirði 1950. Björgvin var kjörinn forseti Landssambands iðnaðarmanna á 14. Iðnþingi íslendinga í Reykja- vík 1952. Þetta þóttu þá mikil tíðindi, að svo ungur maður sem Björgvin skyldi setjast í sæti það, sem gamla kempan, hinn virðulegi Helgi Hermann Eiríksson, hafði fyllt við góðan orðstír frá stofnun Landssambandsins og i heil 20 ár. Það fór ekki hjá því, að Björgvin yrði þess var, að ýmsir voru ekki allskostar ánægðir með þessa framvindu mála. Að loknu fyrsta kjörtímabili var efnt til framboðs gegn honum, en hann vann kosn- Áttræðis- afmæli 80 ÁRA er í dag, 24. október, Lára Guðjónsdóttir, Sunnubraut á Akranesi. Hún ætlar að taka á móti gestum sínum í dag eftir kl. 16 á heimili Ingibjargar og ilar- aldar Sturlaugssonar, Vestufcötu 32 j>ar í bænum. T inguna. Sat hann á friðarstóli það er eftir var, enda höfðu menn þá sannfærst um ágæti hans sem for- ystumanns. Björgvin kaus að láta af starfi 1960 og hafði þá verið forseti í átta ár samhliða allum- fangsmiklum atvinnurekstri. Þessi ár, sem Björgvin var í for- ystu samtaka iðnaðarmanna, voru umbrotaár. Þurfti að mörgu að byggja og vera vel á verði varð- andi málefni iðnaðarins. Má benda á aðför að lögum um iðju og iðnað, sérstök iðnréttindi í sveit- um landsins, stofnun Iðnaðar- banka íslands og Iðnaðarmála- stofnunar Islands, svo örfá mál séu nefnd. Stjórn landssambands- ins þurfti að eyða miklum tíma í þessi mál og leiða þau til farsælla lykta. Reyndi þá ekki síst á Björgvm, sem forystumann stórra samtaka. í stjórnartíð Björgvins fjölgaði einnig mjög félögum í Landssam- bandi iðnaðarmanna, bæði hér í þéttbýlinu svo og ekki sfður úti á landi. Tel ég, að þar hafi notið þekkingar Björgvins á málefnum og mönnum viðsvegar um land. Óþarft tel ég að fara mörgum orðum um margvísleg trúnaðar- störf, sem á Björgvin hlóðust á þessum árum. Nokkur upptalning gefur þó glögga mynd. Hann átti sæti í stjórn Iðnað- armálastofnunar íslands, í stjórn Vinnuveitendasambands íslands, í skólanefnd Iðnskólans í Reykja- vík, í nefnd til að gera tillögur um framhaldsnám og meistarapróf í iðnaði, í nefnd til að gera sam- þykktir um útboð og tilboð o.fl. Björgvin var kjörinn í borgar- stjórn Reykjavíkur árið 1954 og einnig 1958, þar sem á hann hlóð- ust enn fleiri störf. Björgvin var kjörinn heiðursfé- lagi Landssambands iðnaðar- manna 1960 og sæmdur gullkrossi samtakanna á Iðnþingi 1968. Ungur kvæntist Björgvin, eða árið 1939, Hallfríði Björnsdóttur, glæsilegri konu, sem hann var vel sæmdur af. Þar fór saman, upphaf hjónabands og uppbygging sjálf- stæðs atvinnurekstrar. Er ég nú leiði hugann að þessum árum, sé ég þau fyrir mér, ung og glæsileg, takast á við alvöru lífs- ins, samhent við uppbyggingu heimilis, en barnauppeldið hefur sjálfsagt mætt á hinni ungu konu vegna fjarveru bóndans við at- vinnurekstur víða um landið og vegna margs konar félagsmála- vafsturs. f störfum sínum sem for- seti Landssambands iðnaðar- manna var Björgvin mikill styrk- ur að konu sinni, sem ávallt stóð við hlið manns síns í mikilvægu starfi hans. Þau hjón eignuðust um hektara lands í Lækjarbotnum 1950 og þar hófust þau handa við að koma sér upp aðstöðu til afnota á sumrum. Land þetta er í hrjóstrugu um- hverfi, en auðséð er, að tekist hef- ur að gera það að yndislegri gróð- urvin. Hraunjaðarinn við lóða- mörkin veitir skjól og gróður- setning trjáa og plantna ásamt margra ára umhyggju og alúð hef- ur borið ríkulegan ávöxt. Þar dvöldu þau hjónin ásamt börnum oft fjarri skarkala borgarinnar og amstri hins daglega lífs. Ég hef átt þess kost að sjá þessa litlu paradís og er ekki undrandi á þeirri væntumþykju, sem ég þyk- 49^ ist finna hjá vini mínum, þegar talið berst að slíkum hlutum. Ég, sem þessar línur rita, kynntist Björgvin fyrst á Iðnþingi, þegar hann lét af störfum forseta landssambandsins. Tókust fljót- lega með okkur góð kynni og síðar vinátta. Eftir að hafa á síðustu árum gegnt sama starfi og Björg- vin áður gerði, hef ég einnig kynnst manninum, m.a. við lestur fundargerða og Tímarits iðnað- armanna. Við athugun á þessum gögnum ásamt ræðum þeim, sem hann flutti við margvísleg tæki- færi, tel ég mig vera vel dómbær- an um störf Björgvins í þágu ís- lensks iðnaðar. Fyrir hönd stjórnar Lands- sambands iðnaðarmanna og starfsfólks sendi ég Björgvin Frederiksen innilegar árnaðarósk- ir í tilefni þessara tímamóta í lífi hans og þakka frábær forystustörf að iðnaðarmálum. Lifðu heill góði vin. Sigurður Kristinsson, forseti Landssambands iðnaðarmanna — samtaka atvinnurekenda í löggiltum iðngreinum. Fislétt ídýfci lír Créme Fraiche og Jalapeno piparávexti. Bregst ekki meö ósœtu kexi eöa f,pakkasnarli,\ r / Mexíkó er Jalapeno ómissandi í allan mat. ídýfan okkar er líka gersamlega ómissandi í allar veislur. # Aðeins 28 hektarar (nei, nei ég byrja aftur): Aðeins 28 hitaeininaar í matskeið. Það er mjög lítið. Jalapeno-ídýfan kemur þér hressilega á bragðið! • i | . mr Mjólt; \ rsamsaléin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.