Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 50

Morgunblaðið - 24.10.1984, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER 1984 Jóhanna Bjarna- dóttir — Minning Fædd 10. desember 1906 Diinn 5. september 1984 Af upphaflegum hópi fimm systkina hefur nú verið burt kall- að það næstelsta, en áður hafði í valinn fallið hið næstyngsta. Enn hefur sannast, að enginn veit hverjum klukkan glymur. Ástkær föðursystir mín, Jó- hanna Bjarnadóttir, hjúkrunar- kona, var fædd á Sleggjulæk, Staf- holtstungum, Mýr. 10. desember 1906. Hún var dóttir hjónanna Bjarna Guðlaugssonar bónda þar og konu hans, Gróu Guðnadóttur. Erfiðleikar lifsins byrjuðu snemma hjá þessum systkinahópi, þvf faðir þeirra, Bjarni, lést 17. júni 1916, en þá var Jóhanna að- eins 9 ára og systkini hennar 10,8, 7 og 1 árs. Við fráfall föðurins leystist heimilið fljótlega upp, börnin voru send sitt í hverja átt- ina, nema yngsta systirin sem varð áfram hjá móður sinni, þar til hún dó árið 1944. í hlut Jóhönnu kom að flytjast til föðurbróður síns, Guðmundar Guðlaugssonar, og konu hans, Guðfinnu, að Högnastöðum i Þverárhlíð og var hún þar um eins árs skeið, en fór þaðan til óskyldra, Hermanns Þórðarsonar og konu hans, Ragnheiðar, að Glitstöðum í Norðurárdal. Þar ólst Jóhanna áiðan upp í góðu at- læti þess tima, þar til hún flutti til Reykjavfkur árið 1925 til að leita að sínu lifstækifæri. Þrátt fyrir aðskilnað systkin- anna á unga aldri rofnuðu aldrei tengslin milli þeirra og skömmu fyrir 1930 tengdust systkinabðnd- in að fullu á ný, þegar fjögur þau elstu, Guðfríður, Jóhanna, Guð- laugur og Jóhannes voru öll flutt til Reykjavíkur og fyrst i stað bjuggu þau um tima saman þar. Þetta voru erfiðleikatímar, en unga fólkið var tilbúið til að tak- ast á við lífið, enda þegar hert til þeirra átaka. Hugir systranna snerust fljótt til líknarmála. Eftir allmargar synjanir um skólavist komst Jóhanna i Hjúkrunar- kvennaskóla íslands og lauk námi þaðan í mai 1941. Á árunum 1942 til 1943 stundaði Jóhanna fram- haldsnám i geðhjúkrun við Kleppsspítala. Sfðan vann hún við hjúkrunarstörf hjá ýmsum stofn- unum, þó mest við Kleppsspftala nær óslitið, þar til hún settist i helgan stein með systur sinni, Guðfríði, á Laugarnesvegi 100, fyrir nokkrum árum. Ein fyrsta bernskuminning undirritaðs voru árvissu jólaböllin á Kleppsspítala og Elliheimilinu Grund, en þar starfaði systirin Guðfríður þá. Árið 1946 hóf Jóhanna búskap með Birni Jónssyni frá Mann- skaðahóli í Skagafirði. Síðustu ár búskapartíðar sinnar bjuggu þau i barnaskólanum mínum gamla, Miðbæjarskólanum við Tjörnina, en þar var Björn húsvörður. Minn- ingarnar um glaðværð og hlýju heimilisins þar munu ylja mér og mörgum öðrum um ókomin ár. Björn andaðist árið 1970, en þeim Jóhönnu varð þriggja barna auðið: Stúlkubarn sem lést aðeins sex mánaða gamalt. Bjarni Björnsson, bókavörður hjá Borg- arbókasafninu, kvæntur Ingi- björgu Garðsdóttur og eiga þau tvö börn, ívar og Jóhönnu Fríðu. Bragi Björnsson hljómlistarmað- ur, kvæntur Katrínu Magnúsdótt- ur, en þau eiga þrjú börn, Magnús Daníel, Björn Jón og Margréti Hönnu. Þeir bræður Bjarni og Bragi reka auk þess i sameiningu tvær stórar flutningabifreiðir. Sonabörnin fimm voru augastein- ar ömmu sinnar og Friðu frænku á Laugarnesveginum. í gegnum árin kynntist Jóhanna sorgum og erfiðleikum f ríkum mæli, bæði af eigin raun og ekki sfður annarra, en hún hafði til að bera þann styrk sem þurfti til að standa af sér storma lífsins. Þann styrk sótti hún til trúarinnar, óbilandi vilja og glaðværðar, sem breytt gat sorg í gleði. Aðeins fimm dögum fyrir and- lát sitt fór Jóhanna ásamt systur sinni Guðfríði, sonum og fjöl- skyldum þeirra i heimsókn til yngstu systurinnar, Laufeyjar, sem býr með fjölskyldu sinni á Ketilvöllum i Laugardal. Engan grunaði þá að hverju fór. Jóhanna Ingólfur Orn Pét- ursson — Minning Fæddur 6. september 1907 Diinn 7. september 1984 Störfin voru fyrir skömmu haf- in á skrifstofunni, þegar okkur barst sú harmafrétt, að Ingólfur Pétursson verzlunarstjóri hefði orðið bráðkvaddur þá um morgun- inn á heimili sínu, albúinn að halda á vinnustað til að taka sinn þátt í störfum dagsins. Ingólfur fæddist á Meistaravöll- um á Seltjarnarnesi þann 6. sept- ember 1907. Foreldrar hans voru þau hjónin Halldóra Sigríður og Stefán Pétur Sigurjónsson, er þá áttu heimili í Winnipeg i Kanada. Hann var innan við eins árs aldur, er móðir hans sneri aftur með hann til heimilis þeirra hjóna fyrir vestan haf, og hjá þeim ólst hann upp ásamt öðrum börnum þeirra hjóna. Ekki hlaut hann mikla skólamenntun i æsku þvi naumast var þar um nokkra skóla- skyldu að ræða og skólar þar fáir á þeim árum. Heimiliskennsla, lestur góðra bóka og dagleg störf á ungdómsárunum urðu þvi að nægja honum sem veganesti út i lífið. Á seinni hluta ævinnar kom Ingólfur sér upp miklu safni góðra bóka og eyddi frístundum sínum í lestur þeirra. Þegar til fullorðinsáranna kom gerðist hann bóndi og lagði stund á korn- og nautgriparækt og átti einnig góða hesta. Á þeim árum tók hann mikinn þátt i félagsmál- um, var t.d. dómari á nautgripa- sýningum og sat i mörg ár í nefnd er sá um landbúnaðarsýningar i Wynyard. Ber þetta vott um það álit og traust, sem hann hefur not- ið þar sem annars staðar, er hann starfaði á lifsleiðinni. Árið 1934 kvæntist Ingólfur Marguerite MacKenzie, fædd 26.10.1912, en hún lézt eftir la^ga vanheilsu 23.11.1983 eftir 49 ára sambúö þeirra hjóna. Heimskreppan svokallaða, sem gekk yfir heiminn á fjórða ára- tugnum herjaði á Kanada sem önnur lönd, ekki sízt landbúnað- arhéruöin. Afréðu þau hjónin þá að flytja búferlum hingað til lands árið 1935 og settust að á Seltjarn- arnesi. Erfitt var á þeim árum með alla atvinnu, en Ingólfur fékk vinnu við Tunnugerð J.B. Péturs- sonar og starfaði þar í nokkur ár, eða þar til hann hóf störf hjá brezka setuliðinu sem verkstjóri við byggingu flugvallarins í Reykjavík. Þau hjónin eignuðust 3 börn og öll eftir að þau fluttust hingað til landsins. Þau eru: Donald ljós- myndari, kvæntur Sigurlínu Jó- hannesdóttur skrifstofumanni, Dóra hárgreiðslumeistari, gift Þorsteini Runólfssyni húsasmið. Rhodalind hjúkrunarfræðingur, gift Björgvin Haraldssyni vél- virkja. Þau eru öll á lífi og syrgja nú ásamt börnum sínum elsku- legan föður og afa. Árið 1943 réðst Ingólfur til starfa hjá G.J. Fossberg vélaverzl- un hf., sem þá var til húsa á Vest- urgötu 3. Var hann í þjónustu þess fyrirtækis í rúm 40 ár, eða allt til dauðadags. Hann hóf störf þar sem pakkhúss- og afgreiðslu- maður. Aðstaðan þar var oft erfið og engin þau tæki fyrir hendi og lítt þekkt hér, sem nú teljast sjálfsögð og ómissandi í hverri vörugeymslu. En Ingólfur leysti öll þessi störf vel af hendi þótt oft væri um þungar og erfiðar vöru- sendingar að ræða. Hann var óvenju duglegur starfsmaður, karlmenni að burðuin, ósérhlífinn og alltaf mættur eldsnemma á morgnana tíl að hefja störf dags- ins, og þeim siö hélt hann allt þar til fyrir örfáum árum, að hann neyddist til að stytta vinnudaginn vegna þverrandi heilsu. Ingólfur var verzlunarstjóri hjá fyrirtækinu í rúma tvo áratugi. Það starf rækti hann einnig af mikilli samvizkusemi og fórst það vel úr hendi. Hann var dagfars- prúður í allri umgengni og skipti lítt skapi, var athugull, glöggur og tillögugóður. Hann naut því óskerts trausts jafnt yfirmanna sinna sem undirmanna. Við Ingólfur vorum nánir sam- starfsmenn öll þessi ár. Hann var góður starfsmaður og það ríkti sérstök vinátta og gagnkvæmt traust okkar á milli í starfi. Minn- ist ég ekki þess að þar brygði á skugga öll þessi ár. Nú er hann horfinn yfir landa- mærin miklu. Við samstarfsmenn hans kveðjum hann með söknuði og þökkum honum samverustund- irnar. Munum við ávallt minnast hans með virðingu og þakklæti og biðjum honum guðs blessunar á þeirri Ieið, sem hann hefur nú lagt út á. Börnum hans og öðrum ást- vinum vottum við innilega samúð. Bjanii R. Jónsson. hneig niður á heimili sinu 5. sept- ember og andaðist skömmu síðar í sjúkrahúsi. Svo snöggur aðskiln- aður ástvina kemur sem reiðar- slag, en þó aðeins i skamman tíma. Þegar hugsun eftirlifenda skýrist, hversu betra hlýtur þá ekki að fá að fara yfir á annað tilverustig með svo skjótum hætti, en að þurfa að berjast við dauð- ann, mánuðum, jafnvel árum sam- an. Slík voru örlög bróðurins, sem á undan er farinn úr þessum systkinahópi, Jóhannesar Bjarna- sonar forstjóra, sem látinn er fyrir nokkrum árum. í eftirmælaljóði eftir Bjarna Guðlaugsson og móður hans, Hall- fríði Bjarnadóttur frá Sleggjulæk, en þau voru jarðsett saman árið 1916 er ein vísan svona: Og margur mælir svona jeg man hve þessi kona í snúningum var snör og þar sem hönd til þreif hún með þreki starfið dreif hún hver hreyfing benti á hreysti og fjör. Ég hygg að margur, sem þekkti Jóhönnu á yngri árum, minnist hennar á sama hátt og hér er ort um ömmu hennar látna. Þann 13. september var Jó- hanna Bjarnadóttir til moldar borin í Fossvogskirkjugarði við hlið manns síns. Megi hún og hennar njóta Guðs blessunar. Bjarni Guðlaugsson Hannes Gunnar Einarsson - Minning Laugardaginn 8. september 1984 var til moldar borinn Hannes Gunnar Einarsson, sem var frá Ið- unnarstöðum, Lundarreykjadal. Fæddur 29. ágúst 1964. Dáinn 1. september 1984, og því aðeins tví- tugur að aldri er hann lést. Það er sársaukafullt að hugsa til þess að svo ungur og dugmikill drengur var svo skyndilega kallað- ur burt. Er það ekki svo, að Guð gefur og Guð tekur, vegir hans eru órannsakanlegir. Hvað getum við gert er Guð tekur þá ákvörðun að taka, við getum ekkert gert. Við getum bara geymt minningarnar og varðveitt þær. Ég og fjölskylda mín kynntumst Hannesi er hann gekk inn í fjöl- skyldu okkar og trúlofaðist syst- urdóttur minni, Guðlaugu Jóns- dóttur Vestmann, Presthúsabraut 26, Akranesi. Það er ekki langur tími fyrir tvítugan pilt og 17 ára stúlku, tvö ár, þegar þau eru búin að ákveða að vera saman allt lífið, hver getur vitað að lífið gæti orðið svona stutt, þau óraði ekki fyrir því. Hannes og Lauga bjuggu í eitt og hálft ár hjá Lóu, móður Laugu. Þó að þau byggju þar sá hann fyrir fjölskyldu sinni út af fyrir sig og gerði það aðdáunarvel. Var hann mikil stoð og stytta fyrir Lóu, margt þurfti að lagfæra, bæði úti og inni, eins og gengur og gerist á heimili, allt gerði hann með miklum dugnaði og alltaf var hann fljótur til ef eitthvert þurfti að fara. Og alltaf með bros á vör og jafn hlýlegur. Veit ég vel að Lóa systir mín kunni vel að meta þennan góða dreng. Aldrei féllu styggðaryrði frá henni i hans garð svo ég viti. Oft kom ég til þeirra og tók ég þá eftir hvernig Jón Haukur litli kom með útbreiddan litla faðminn sinn á móti Hannesi, er hann kom heim úr vinnunni og sagði, pabbi kominn, og alltaf gaf Hannes sér tíma til að taka litla kútinn upp og leika sér dálítið við hann. Jonni litli missti mikið, ég sá það er bíll ók upp að húsinu og hljóp hann að dyrunum og hrópaði, pabbi koma, og vonbrigðin sem komu í stóru augun voru mikil. Tók Hannes þennan litla dreng að sér og efast enginn, sem til þekkti, um annað en að hann hafi reynst honum vel í uppvexti hans, ef bara Hannesar hefði notið leng- ur við. Sýnir þetta hversu mikinn og góðan dreng Hannes hafði að geyma. Bræður Hannesar létta missi Jonna litla, því þeir eru svo góðir við hann, allt er gert fyrir litla kútinn er hann kemur i sveitina. Hannes átti ekki langt að sækja það góða sem einkenndi hann svo mjög. Foreldrar hans eru mjög góðar manneskjur, enda sýna börn þeirra það best. Þau eiga kannski ekki mikinn auð, en stórt og ást- ríkt hjarta. Er hægt að óska sér betra en að kynnast þannig fólki? Það er svo gott og friðsælt að koma til þeirra. Nú er komið svo stórt skarð í þessi stóru og ástríku hjörtu, sem enginn getur grætt nema tíminn. Samt geta þau huggað sig við þær fögru og góðu minningar um elsku góða og göf- uga drenginn þeirra. Þær minn- ingar getur enginn tekið frá þeim. Með þessum fáu orðum vil ég og fjölskylda mín kveðja í hinsta sinn þann góða og göfuga dreng sem Hannes Gunnar var. Elsku Lauga, Didda, Einar, bræður, systur, Jón Haukur, Lóa, ættingjar og vinir. Sendum ykkur okkar dýpstu sam- úðarkveðjur, megi góður Guð styrkja ykkur i þessari miklu sorg ykkar. Magnea Grímsdóttir og fjölskylda, Arahólum 6. Birting afmœlis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.